Morgunblaðið - 07.02.1964, Blaðsíða 1
24 siður
Jóhannes Haraldsson á Húsa-
vík fór fyrir Mbl. út á Tjör-
nes í gærmorgun og ljós-
myndaði vöruflutningabíl
þann, sem snjóflóð svipti þar
af veginum, og bar 60 metra
niður snarbratta brekku sl.
þriðjudagskvöld. Þrátt fyrir
mikla samgönguerfiðleika á
I»orra tókst að koma mynd-
unum frá Tjörnesi til Rvikur
í gær. — Á myndinni hér að
ofan er ýta að draga bilinn
upp brekkuna. Björgunar-
menn sjást á vegarbrúninni,
þar sem þeir fylgjast með
aðgerðum. Glöggt má marka
hvar snjóflóðið hefur fallið
yfir veginn, sem er auður
beggja vegna þess. — Fleiri
myndir Jóhannesar eru á
baksíðunni.
Kúbubúar
loka fyrir
vatniö
iil Guantanamo
Miami 6. feibrúar (NTB)
KÚBUSTJÓRN lét í dag loka
vatnsleiðslunum til herstöðvar
Bandaríkjamanna við Guantana-
moflóa. Hefur utanríkisráðherra
Kúbu ,Raoul Roa, tilkynnt utan-
ríkisráðuneyti Bandaríkjanna, að
ekki verði opnað fyrir vatnið
fyrr en Bandaríkjamenn hafi lát
ið lausa 36 kúbanska fiskimenn,
sem teknir voru höndum í bátum
sínum við Florídastrendur fyrir
skömmu.
Bandaríkjamenn segja, að
Kúbubúarnir hafi verið að veið-
um innan fiskveiðitakmarka
Bandaríkjanna, en á Kúbu er
því haldið fram, að þeir hafi
verið utan fiskveiðilögsögunnar.
Segja Kúbumenn, að handtaka
manna þessarra sé argasta sjó-
rán og lítilsvirðing við Kúbu-
stjórn. Kúbönsku fiskimennirnir
eru nú í varðhaldi í Key West á
Flórída og verður þeim stéfnt
fyrir rétt vegna ólöglegra veiða.
Hugsazt getur að þeir verði
Framhald á bls. 23.
Kjaradómur kveðinn upp í máli
verzlunar- og skrifstofufólks
Svipuð niðurstaða og hjá opinberum starfsmönnum sl. sumar
vélar, afgreiðslufólk (með þriggja
ára starfsreynslu), sendibílstjórar
(með þriggja ára starfsreynslu),
lagermenn (með þriggja ára
starfsreynslu), afgreiðslufólk með
verzlunarskóla- eða hliðstæða
menntun (3 ár).
Framhald á bls. 17.
Kl
Major the Hon. John Ashley
Cooper.
Vatnsdalsá leigð fyrir
840 þús. kr.
Tve/r Englendingar leigutakar —
Gre/ðo auk leigu 1000 pund til
fiskiræktar og eftirlits og leggja
fram eina millj. kr. til veiðihúss
KJARADÓMUR kvað í gær
upp úrskurð sinn í kjara-
dómsmálinu Verzlunarmanna
félag Reykjavíkur, Lands-
samband ísl. verzlunarmanna
f.h. 14 verzlunarmannafélaga
víðsvegar á landinu og Verzl
unarmannafélag Árnessýslu
gegn vinnuveitendum. Svo
sem kunnugt er runnu samn-
ingar verzlunarmanna frá
20. júní 1963 út 15. október
1963 og hófst þá kaup og
kjaradeila með aðiljum, sem
lauk með samkomulagi 13.
desember sl. og var þá ákveð
ið að kaup og kjör verzlun-
ar- og skrifstofufólks skyldi
ákveðið af 7 manna kjara-
dómi, sem skilaði úrskurði
sínum fyrir 1. febrúar. Kjara
dómur skyldi ljúka störfum
fyrir 1. febrúar og úrskurður
hans gilda frá 1. október 1963
til 31. desember 1965. Kjara-
dómur lauk ekki störfum
fyrr en í gær, og vegna þessa
var víða í fyrirtækjum frest-
að greiðslum til verzlunar-
fólks um sl. mánaðamót þar
til ákvörðun dómsins lægi
fyrir.
Morgunblaðið spurðist fyr-
ir um það í gærkvöldi, hve
miklar kjarabætur hér væri
um að ræða miðað við hina
gömlu taxta verzlunarfólks.
Mun niðurstaðan vera svipuð
og hjá opinberum starfs-
mönnum samkvæmt úrskurði
kjaradóms á sl. sumri. (Sjá
hinn nýja launástiga á
bls. 17).
í kjaradóm voru skipaðir
þrír kjaradómendur ai Hæsta-
rétti, tveir frá samtökum laun-
þega og fcveir frá samtökum
vinnuveitenda. Dóminn sátu
Einar Arnalds, • yfirborgardóm-
.ari, Árni Vilhjálmsson, prófessor,
Björn Þórhallsson, viðskipta-
fræðingur, Einar Árnason, lög-
fræðingur, Hákon Guðmundsson,
hæstaréttanritari, Sveinn Snorra
son, lögfræðingur og Sverrir
Hermannsson, viðskiptafræðing-
ur.
Fyrir hönd verzlunarfólks
sóttu málið Guðmundur H. Garð-
arsson, formaður VR og Magnús
L. Sveinsson, skrifstofustjóri. —
Fyrir hönd vinnuveitenda sóttu
málið Hafsteinn Sigurðsson hdl.
Samkvæmt úrskurði kjaradóms
er skrifstofu- og verzlunarfólk nú
þannig skipað í launaflokka:
1. flokkur: Unglingar að 14 ára
aldri.
2. flokkur: Unglingar 14 og 15
ára.
3. flokkur: Aðstoðarfólk á skrif
stofum (3 ár), símastúlkur II, inn
heimtumenn II, afgreiðslufólk í
verzlunum (3 ár), a. karlar, b.
konur.
4. flokkur: Ritarar II, síma-
stúlkur I (sem vinna við síma-
vörzlu á stóru skiptiborði, 10 lín-
ur eða meira), innheimtumenn I,
sendibílstjórar, lagermenn.
5. flokkur: Fólk við bókhalds-
í GÆR var undirritaður leigu
samningur milli Veiðifélags
Vatnsdalsár og Englending-
anna Major John Ashley Coop
er frá London og Captain
Hazlehurst frá Hereford um
leigu á Vatnsdalsá fyrir næstu
10 árin. Af hálfu veiðifélags-
ins undirritaði samninginn
stjórn þess, þ.e. Guðmundur
Jónasson bóndi í Ási, Ólafur
Magnússon, bóndi að Sveins-
tungu og Pálmi Jónsson, bóndi
að Akri. Er áin leigð fyrir
7,000 sterlingspund á ári, og
auk þess leggja Englending-
arnir fram 1000 pund árlega
til fiskiræktar og eftirlits á
vatnasvæði árinnar. Þá leggja
þeir einnig fram stórar fjár-
á ári
hæðir til byggingar veiðihúss
og til þess að standa straum
af kostnaði við fiskiveg gegn-
um Flóðið.
Annar Englendinganna, Maj
or Cooper, kom til landsins
fyrir nokkrum dögum til
þess að ganga frá samning-
um, og náði fréttamaður Mbl.
snöggvast tali af honum í
gærkvöldi. Kvað hann þá Cap
tain Hazlehui'st ekki hafa gert
neinax áætlanir um hversu
þeir myndu nota ána- Frétta-
maður Mbl. spurði, hvort
þeir hefðu hugsað sér að
veiða einir í ánni, og sagði
Framh. á bls. 8.