Morgunblaðið - 07.02.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.02.1964, Blaðsíða 8
8 MORGU NBLAÐIÐ i Fostudagur 7. febr. 1964 — Vatnsdalsá Framhald af bls. 1. Cooper þá, að hann setti hér marga íslenzka vxni, sem hann vonaðist til að myndu einnig veiða í ánni. Hann kvaðst fyrst hafa komið til íslands fyrir sex árum, og bar lof á laxveiðina hér. Sagðist hann hafa haft mikla ánægju af ís- landsferðum sínum og enn- fremur að hann vonaðist til þess að koma hér árlega í framtíðinni. Mbl. átti í gær tal við Guðmund Jónasson, bónda að Asi í Vatnsdal, um hina nýju samninga. Kvað Guðmundur samninginn gilda til 10 ára, en það ©r lögum samkvæmt leigutími veiðivatns í senn. Umsamin leiga er 7,000 sterl- ingspund á ári eða um 840 þúsund krónur á ári. Auk þess greiða leigutakar 1000 sterlingspund eða 120 þús. krónur árlega í sérstakan sjóð, sem notaður verður til þess að auka laxgengd í Vatns dalsá og til að standa strauim af kostnaði við eftirlit við Stjórn Veíðifélags Vatnsdalsár ásamt lögfræðingi sinun? að undirritun leigusamnings lokinni, Frá vinstrí: Óiafur Magnússon, bóndi, Sveinsstöðum, Tómas Árnason, lögfræðingur, Guðmundur Jónasson, bóndi; Ási og Pálmi Jónsson, bóndi, Akri. (Ljósm Mhl.: Ól. K. M.). Jonasson, bondi; Asi og Palmi Jonsson, bondi, Akn. (Ljosm Mbl.: <Í*0Ú úWíiKTaí Fundir í gœr í sameinuðu Alþingi og báðum deildum — landbúnaðarráðherra mcelir fyrir stjórnarfrumvarpi um stóraukinn stuðning við rcektun og uppbyggingu til sveita — œskulýðsmál rœdd — nýtt mál um hœgri handar akstur — viðurkenn- ingu á kommúnistastjórninni í Kín a, segir tillaga Einars Olgeirssonar FUNDIR voru í gær í sameinuðu Alþingi og einnig í báðum deild- um, að þeim fundi loknum. Fund- ur var síðan aftur settur í sam- einuðu þingi kl. 5. Efri deild afgreiddi sem lög frumvarp um reglulegt Alþingi 1964. Skv. þeim lögum skal þing koma saman 10. okt. nk., hafi for- seti íslands eigi tiltekið annan dag fyrr á árinu. Öðrum málum var frestað. t neðri deild var rætt um frum- varp ríkisstjórnarinnar um breyt- ingn á lögum um stofnlánadeild landbúnaðarins. Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, hafði fram sögn um málið, en síðan urðu nokkrar umræður milli hans og Eysteins Jónssonar. Frumvarp um afnám verðlagsskrár var af- greitt til 2. umræðu. Sameinað þing ræddi nokkrar þingsályktunartillögur, m.a. um aðilds íslands að menningarmála- stofnun Sameinuðu þjóðanna. í neðri deild hafði landbúnaðar ráðherra Ingólfur Jónsson fram- sögu fyrir frumvarpinu um stofn- lánadeildina. Ráðherrann sagði frumvarpið gera ráð fyrir sérstökum viðbót- arstyrk til ræktunar á jörðum j upp í allt að 25 hektara. Hámark þetta var lengi 5 ha, en var hækk að í 10 ha árið 1957 og í 15 ha I sl. ár. Ráðherr- [ann sagði, að 15 I hektarar rækt- | aðs lands væru nú of lítið til þess að framfleyta búi, lifa sóma- samlega af því og geta veitt sér þann nauðsynlega vélakost og þægindi, sem nútíma búskapar- hættir krefjast. Þetta væri því nú hækkað í 25 ha skv. frumvarpi ríkisstjórnarinnar, en það gæti þó ekki talizt neitt lokatakmark. Bændur hafi undanfarin ár flutt töluvert af hinum minni jörðum á undanförnum áratug- um og þær margar farið í eyði. Það væri skoðun ríkisstjórnarinn ar, að brýn nauðsyn væri að snúa þessari þróun við. Það væri eðlilegt og nauðsynlegt, að fólki fjölgaði til sveita á sama hátt og í þéttbýlinu. Um næstu aldamót verði landsmenn orðnir um 350 þús. eða næstum helmingi fleiri, en nú er. Þótt nú sé framleitt meira í landbúnaðinum, en neytt er innanlands mun svo ekki vera lengi. Þótt tækni fleygi fram er nauðsynlegt, að stórefla landbún- aðinn þannig, að hann geti séð landsmönnum fyrir landbúnaðar- afurðum. Frumvarpið miðar að því, sagði ráðherrann, að gera þær jarðir, sem nú eru í ábúð, byggilegar með aukinni ræktun og uppbygg- ingu. Skoðun þeirra, sem til þekktu væri sú, að 25 hektara ræktaðs lands þyrftu að fylgja hverri jörð. Slíkt bú, með góðu beitarlandi tryggði bóndanum sæmilegar tekjur. Landbúnaðarráðherra sagði, að þeir sem bygigju snnæstum búuim ættu um tvennt að velja. Bregða búi eða rækta. Með þessu frum- varpi væri stefnt að því að fækka smábúunum og útrýma þeim. Gera öllum, sem stunda land- búnað lífvænlegt með því að taka tæknina í þjónustu sína og stækka búin. Frumvarpið gerir ráð fyrir tæplega helmings aukn- ingu á framlagi til landnáms og væntanlega mundu um rúmlega 3800 af 5500 búum landsins njóta góðs af frumvarpinu. Þá væri gert ráð fyrir stórauknum styrkj- um til bygginga til sveita. Að lokum ræddi ráðherrann um nauðsyn á ræktun og viðhaldi bithaga, því að það gerði kleift að margfalda búfjárstofninn. Eysteinn Jónsson kvaddi sér hljóðs og sagði ríkisstjórnina vera að taka upp mál Framsóknar- flokksins. í sam- bandi við orð ráðherrans um viðleitni ríkis- stjórnarinnar til þess að styrkja landbúnaðinn, sagðist hann vilja fara nokkr- um orðum um ástandið í land- búnaðarmálum vegna stefnu ríkis stjórnarinnar. Landbúnaðurinn væri í „úlfakreppu", sagði þing- maðurinn, vegna stefnu ríkis- stjórnarinnar. Ævinlega þegar mál þessi væru rædd, þá talaði landbúnaðarráðherra um ýmis- konar umbætur í verðlagsimálum bænda, sem gerðar hefðu verið. Þetta væri rétt, svo langt sem það næði, en hvergi nærri nóg. Stefna Framsóknarflokksins væri stóraukin framlög ríkisins til landbúnaðar, lán til lengri tíma og með miklu lægri vöxtum. Framsóknarmenn myndu þó styðja frumvarp ríkisstjórnarinn- ar, en freista nokkurra breytinga í meðferð þess. STÆRSTA SKREFIÐ TIL VIÐREISNAR LANDBÚNAÐARINS Ingólfur Jónsson svaraði um- mælum Eysteins, einkum gagn- rýni hans um að hækkunin væri ekki meiri. Hann minnti á það, að 1957, þegar stærð ræktunar- svæða var hækkuð úr 5 ha í 10 ha í stjórnartíð Framsóknar- manna, en þá hafi þeim ekki þótt fært að stækka meira. Þá hafi Sjálfstæðismenn viljað ganga lengra, en formaður Framsóknar- flokksins hafi þá sagt í þingræðu. að ekki væri hægt að koma með slíka óskalista og það ekki raun- hæft. Það yrði að taka tillit til þess, sem hægt væri. Hann sagð- ist sammála Eysteini um það, að bæta þyrfti lánakjörin. Það hefði líka verið gert í tíð núverandi stjórnar, sem byggi miklu betur að landbúnaðinum, en síðasta stjórn Framsóknarmanna. Að lokum sagði ráðherrann, að Eysteinn mætti ekki halda, að allt væri hægt að gera nú, þar eð hann væri ekki sjálfur í stjórn. Ríkisstjórnin gerði sér fulla grein fyrir framfaramálum landbúnað- arins og annarra atvinnuvega. Aldrei hefði verið stigið stærra skref til viðreisnar landbúnaðin- um, en einmitt með þessu frum- varpi og frumvarpinu um breyt- ingu á jarðræktarlögunum. Að þessum umræðum loknum var umræðunni frestað og málinu vísað til nefndar. ÞINGSÁLYKTUNARTELLAGA UM ÆSKULÝÐSMÁL Á fundi í sameinuðu Alþingi mælti Páll Þorsteinsson fyrir frumv. sínu og nokkura annarra flokksbræðra um æskulýðsmála- ráðstefnu. sem fjalla skal um vandamál æsk- unnar. — Ymis samtök skulu til nefna fulltrúa til ráðstefnunnar. (Ath. ekki er gert ráð fyrir neinum fulltrú- um frá æsku- eða samtökum ungs fólks, hinsvegar ýmsum sam tökum atvinnuveganna). Fram- sögumaður sagði aukinn tíma og fjárráð æskunnar skapa mögu- Uika, en um leið vandamál. Draga þyrfti úr því, sem viðsjált væri æskufólki og beina því til hóf- semi. Þetta væri hlutverk opin- berra aðila og væri ráðstefnunni ætlað að benda á leiðir í þessu sambandi. Menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, tók næstur til máls, og kvað hér merkilegt mál á ferð- inni. Hann sagði að það væri vissulega hlut- verk hins opin- J"** bera að láta tóm VÍ4 s^un(Ja. 0g félags störf æskunnar til sín taka. — Hefði ráðuneyti hans, skömmu fyrir áramót, skipað nefnd manna til þess að semja frumvarp um þessi mál. Nefndin er skipuð fulltrúum æskulýðssamtaka, íþróttahreyf- ingarinnar, stúkunnar og opin- berum æskulýðsstarfsmönnum. Nefnd þessi eigi að skila áliti fyrir næsta þing og miðaði störf- um hennar vel. Með hliðsjón af þessu lagði hann til að tillögunni yrði vísað til ríkisstjórnarinnar. Páll Þorsteinsson talaði aftur og taldi rétt að halda slika rað- stefnu og láta nefnd ráðuneytis- lýðssamtökum ins jafnframt fjalla um málið. Tillögunni var vísað til nefndar. MENNINGARMÁLA- STOFNUN SÞ GuSmundAr í. Guðmundsspn, utanríkisráðherra, mælti fyrir þingsályktunartillögu um aðild íslands að menningarmálastofn- un Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði, að vænt- anlega myndu styrkir frá stofn- uninni til vís- inda og mennta hér á landi vera hærri upphæð, en þátttökugjald inu nemur, en aáö er uim kr.400 þús. Nú væru all ar þátttökuþjóðir SÞ aðilar að UNESCO, utan fsland, Portúgal og S-Afríku. Ríkisstjórnin teldi hagkvæmt, að ísland gerðist nú aðili. Fé hefði verið veitt til þess á fjárlögum og væri því farið fram á formlega heimild. Eggert G. Þorsteinsson mælti fyrir þingsályktunartillögu sinni um samræmingu á símagjöldum á Suðurnesjum við sömu gjöld á svæðinu milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Þá mælti Gísli Guðmundsson fyrir þingsályktun- artillögu um strandferðir norðan- lands og útgerð strandferðaskips fyrir norðan. Báðum þessum málum var vís- að til nefndar. TVEIM þingsályktunartillög- um var dreift á Alþingi í gær. Birgir Finnsson, Matthías Bjarnason, Jón Þorsteinsson og Jónas Rafnar flytja tillögu um að skora á ríkisstjórnina að láta hefja hið allra fyrsta undirbúning að því, að tekinn verði uppi hægri handar akst- ur hér á landi. Svipaða tillögu fluttu þeir Birgir og Kjartan Jóhannsson á síðasta þingi, en sú tillaga hlaut ekki afgreiðslu. Þá flytur Einar Olgeirsson tillögu um, að Alþingi feli ríkisstjórninni að skiptast á diplomatiskum fulltrúum við kínverska alþýðulýðveldið. í greinargerð segir, að ríki þetta sé nú 15 ára gamalt og þar búi fjórðungur mannkyns ísland hafi haft eðlileg sam- íkipti við þetta ríki án þess að taka upp stjórnmálasamband. Sé nú kominn tími til þess. (Ekki er minnzt á de Gaulle í greinargerðinni!) ána. Leiga fyrir hvert ár un» sig verður samkvæmt samn- ingnum greidd fyrirfram, eða 20. september ár hvert fyrir næsta ár á eftir. Veiðihús — félagsheimili. Þá greiða leigutakar sam- kvæmt samningi 1500 sterl- ingspund í eitt skipti fyrir öll, sem nota skal til þess að gera fiskiveg gegnum Flóðið. Guðmundur á Ási kvað þetta vera mikið verk og mundu kosta mikið fé. Kvað hana bændur sjálfa annazt fram- kvæmdir og mundu þær væntanlega hefjast í vor. Þá greiða leigutakar ein* Gnmstunju* lieiJi Kort af Vatnsdalsá. milljón króna (8,334 pd.) ! eitt skipti fyrir öll til bygg- ingar veiðihúss. Verður upp- hæðin greidd að hálfu er framkvæmdir hefjast við hús ið, og að hálfu er það er full- búið. Guðmundur í Ási sagði að ekki væri fullráðið hvar veiðihúsið myndi staðsett, en taldi líklegt að það yrði við bæinn Hnjúk. Sagði hann að bændur hefðu áhuga á að nota húsið sem félagsheimili á vetrum fyrir Ás- og Sveins- staðahreppa. Varðandi netaveiði er þaS að segja að samkvæmt nýlega gerðri samþykkt í Veiðifélagi Vatnsdalsár, getur félagið leigt landeigendum út silungs veiði í lagnet í Húnavatni og Flóðinu á tímabilinu 1. apríl til 10. júní. Mun þvi silungs- veiði í net í Vatnsdalsá minnka mikið frá því settt var. Guðmundur í Ási gat þess að lokum að leiga fyrir Vatn* dals á í fyrra hefði verið 311 þúsund krónur. Liðlega 1100 laxar veiddust þá í áoai.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.