Morgunblaðið - 07.02.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.02.1964, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ i Föstudagur 7. febr. 1964 ☆ ÍTILEFNI greinar, sem birtist hér í Mbl. hinn 30. jan. sl., eftir Kristján Ragn arsson, fulltrúa Landssam- bands íslenzkra útvegs- manna, hefir blaðið snúið sér til nokkurra útvegs- manna og fengið umsögn þeirra um ástæðurnar fyrir V' . * - íto&idBmí ' fi ww -• s S <• %<kvwð faprekstur og mannekla hamla línuútgerð Veiðarfærið. sem gefur bezta hrdefnið að leggjast niður? því að mikill fjöldi báta liggur nú í höfnum og er ekki gerður út á línu. í grein sinni kemsv Krist- ján svo að orði m.a.: „— Auk þess eru milli 60 og 70 bátar ýfir 33 rúmlestir að stærð, sem liggja í höfn og verða ekki gerðir út fyrr en á veiðar með þorskanetu/n, sem verður væntanlega um mánaðamótin febrúar-marz, ef þá tekst að fá þá sjómen/i, en það er ekki Ijóst nú“. Við snúum okkur fyrst til Soff aniasar Cecilssonar út. gerðarmanns og skipstjóra í Grundarfirði en hann á afla skipið Grundfirðing II, sem er 54 tonn að stærð. Honum fór- ust orð á þessa leið: — Það sem fyrst og fremst veldur því að við gerum ekki út á línu héðan frá Grundar- firði er að endarnir ná ekki saman. Við getum reiknað hér með 5 tonnum í róðri, sem er mjög gott hér Við Breiðafjörð (næst sjaldan hér inni í Grundarfirði) og 25 róðrum á tímabalinu frá byrjun jan. til 25. febr. Út úr þessu dæmi fáum við óhrekjanlega 5000 kr. tap í róðri, með þvi að hvergi er ofreiknað. Við höfum hér fiskverkun saman og það borgar sig ver að kaupa fisk nr. 1 og gera úr honum verkaðan fisk nr. 1, en að kaupa lélegri fisk og gera úr honum svarta skreið. Eg get t.d. getið þess að nú eigum við um 30 tonn af hvítri og fallegri skreið, en hana er ekki hægt að selja og ekkert líklegra en hún verði óseld er þessa árs framleiðsla kemur til vinnslu. Það er vissulega ófremdar ástand þegar ekki borgar sig lengur hvorki að afia né vinna bezta hráefnið. Þá tölum við næst við Guð- mund Runólfsson í Grundar firði, sem á þar stærsta bátinn Runólf, 115 lestir, aðeins þriggja ára. — Astæðan er fyrst og fremst sú að rekstrargrund- völlurinn hefir raskazt frá ára mótunum 1962'—’63 og því ger ir nú enginn út héðan á línu. Hér eru t.d. tveir bátar, sem allmörg undanfarin ár hafa gert út á línuvertíð og slopp- ið sæmilega, en þeir treysta sér ekki til að láta útgerðina bera sig nú. Hér mundi ekki standa á mannafla á skipin. Auðvitað kemur þetta sér illa fyrir fólk ið og það er vissulega ekki ánægt með þetta. Við teljum hins vegar að nógu erfitt sé að láta útgerðina bera sig við aðrar tegundir veiða, þótt ekki sé gert út með fyrirsjáan legu tapi. Þá tölum við við Halldór Jónsson útgerðarmann í Ólafs vík. Halldór á marga -báta og gerir þá alla út nema einn, Glað, sem er 43 tonn að stærð. — Sjálfsagt ætti Glaður nú að fara á línu, en mannskap urinn þarf að hvíla sig og við notum þetta tækifæri til þess. Menn telja heldur ekki eftir- . sóknarvert að vera á línunni. Það var til dæmis veturinn 1961—’62 í nóv., des. og jan. að einn bátanna minna fisk aði fyrir 12.500 kr. hlut á mán uði, en það þótti þá of lítið. Hins vegar er þetta bátastærð in, sem borgar sig bezt. Eg er ekki í nokkrum vafa um það. Kristján Guðmundsson skip stjóri og útgerðarmaður á Rifi á bátinn Tjald 53 tonn og gerir hann ekki út á línuna. — Það er ekki hagstætt að gera út á línu eins og nú er komið, segir Kristjá. — Það er eitt fyrir sig að sísall er nú orðinn mjög dýr og veiðar- færakostnaður við línuna er mikill. Við vorum á síld í haust, en bátur eins og Tjald ur er að verða of lítill fyrir síldveiðar, og þá einkum vetr arveiðarar. Eg geri ráð fyrir að við förum á netin upp úr miðjum febrúar. Það var reynt hér í fyrra og gafst vel. Hér liggur einnig 110 tonna bátur, sem ekki gerir út á línu heldur. Telur það ekki borga sig. Eg geri ráð fyrir að mann- ekla yrði ef allir hugsuðu sér að gera út á línuna. Það þarf svo mikið lið við hana t.d. beitingamenn. — Það er ekki að sjá að línufiskurinn sé sérlega eftir sóttur, því ekki er greitt meira fyrir hann en bezta netafiskinn, sagði Kristján að lokum. Að síðustu ræddum við við Björn Guðmundsson útgerðar mann í Vestmannaeyjum. Sagðist honum svo frá: — Þeim bátum, sem gerðir eru út 'á línu héðan frá Eyj- um fer nú alltaf fækkandi og það eru allar líkur til þess að línuútgerð leggist alveg niður hér í Eyjum á næstu árum. Þetta hefir þó verið sú tegund útgerðar, sem staðið hefir undir staðnum. Það er enginn vafi að þetta hefir á- hrif á hraðfrystihúsin og rekst ur þeirra. I.ínufiskurinn hef- ir verið þeirra aðal hráefni. Eg held að nú í vetur sé að- eins einn linubátur, sem legg- ur upp hjá stærsta hraðfrysti húsinu hér. Að vísu bjargar síldin þessu í vetur, en það er ekki víst að svo verði á hverjum vetri. Það er óhætt að segja að nú geti línuútgerð ekki borgað sig hér eins og aflamagninu er háttað. Það gerist æ erfiðara að fá menn til að beita línuna og þá að- eins í ákvæðisvinnu, en ákvæð ið er svo hátt að beitinga- mennirnir fá meira kaup en hlutamenn á sjónum og þá verður náttúrlega óánægja með allt saman. Mannekla hér hefir auð- vitað haft mikið að segja og er að stórum hluta ástæðan fyrir því að svo margir bátar liggja bundnir. En þessar á- stæður sem ég hef áður talið er þó ekki minni á metunum. Svo kemur einnig til að margt af því fólki, sem við höfum fengið til starfa hér í Vest- mannaeyjum um vertíðina vinnur nú heima hjá sér því bátum hefir víða fjölgað i þeim byggðarlögum, sem veitt hafa okkur fólk hingað suður. Þetta er ekki gott ástand, því línufiskurinn er auðvitað bezta hráefnið, sem á land berst og ég er hræddur um að illa kunni að fara ef línuút gerð leggst niður að fullu og öllu. Þannig virðast útgerðar- menn þeir, sem blaðið hefir rætt við, sámmála um að tap- rekstur valdi því fyrst og fremst að línan er ekki stund uð í vetur og svo í annan stað mannekla. Það er slæmt til þess að vita að veiðarfær- ið, sem bezta hráefnið gefur upp úr sjó skuli nú vera þann ig á vegi statt að ekki borgi sig að leggja það í sjóinn, þrátt fyrir það að fundin hafa verið upp tæki til að létta mönnum línuveiðarnar. Guðmundur Hraundal: Kirkjuhvammskirkja KIRKJAN á myndinni sem hér fylgir með er í Kirkjuhvamms- Ihreppi í V-Hún., er sá staður rétt ofan við Hvammstanga. Hún hefur nú fyrir nokkrum árum verið lögð niður sem sóknar- kirkja, eða þegar hin nýja kirkja var vígð á Hvammstanga. Hvenær Kirkj uhvammskirkj a var byggð veit ég ekki nákvæm- lega, en eftir þvi sem ég hef komizt næst mun láta nærri að Ihún sé um 75 ára gömul. Hún lá áður undir Tjarnar- kirkju á Vatnsnesi en árið 1744 var hún lögð til Melstaðarsóknar. Kirkjuhvammskirkja var helguð Tómasi erkibiskupi af Kantara- borg, sem uppi var á 12. öld og var tekinn í tölu dýrlinga eftir dauða sinn, en hann bar að með ' þeim hætti að Tómas var líflát- inn fyrir framan altarið af mis- skilningi, en konungur vildi láta taka hann höndurn. Upplýsingar þessar hefi ég eftir hinum fjöl- vísa fræðimanni, séra Jóni Guðnasyni. Kirkja hefur því staðið í Kirkjuhvarmmi frá því einhverntíma í katþólsku, má iþví segja að kirkj-ustaðurinn sé I íoarn og eigi sína sögu ekki síður en aðrir slíkir á íslandi. Þessari kirkju sem nú stendur í Kirkju- hvammi hafa þjónað 4 prestar og eru þeir: Séra Þorvaldur Bjarnarson frá vígslu hennar til 1906, Séra Eyjólfur Kolbeins 1906—1912, Séra Jóhann Briem 1912—1954 og Séra Gísli Kol- beins sóknarprestur á Melstað þjónaði henni síðan eða þar til hún var afhelguð. Eins og áður er sagt er kirkjan byggð úr timbri og hefur aldrei verið mál uð hvorki utan eða innan að því ég bezt veit, hún er þó furðan- lega ófúin. Þetta látlausa og stíl- hreina Guðshús er nú um lang- an tírna búið að prýða umhverfi sitt og setja svip á staðinn, sem frá náttúrunnar hendi er fagur og vinalegur, hvort sem litið er þangað heim af veginum sem beygir þarna út á Vatnsnesið, eða og þá ekki sízt þegar heim er komið. Jörðin er nú í eyði en eftir standa innfallin tóftar- brot og garður, bærinn hékk þó uppi til skamms tíma, en túnið hefur verið ræktað og stækkað og er orðið rennislétt og flæmi mikið sem íbúar Hvammstanga nytja nú. Kirkjan stendur inni í kirkju- garðinum, sem er vel hirtur eftir því sem er að venjast til sveita. (En það er kapítuli fyrir sig, sem vonandi stendur til bóta, vanhirða og umsjón með kirkju- görðum hér á landi). Síðast- liðin 20 ár hef ég alltaf farið „upp í Kirkjuhvamm" og þá helzt hyllst til þess í góðu veðri, og hef ég átt þar margar alltof skammar friðsælar stundir við lækinn, sem kernur þarna léttur og hoppandi ofan úr fjallinu miilli hólanna Og hvammanna, sem gera staðinn einkar aðlað- andi. Ég rifið upp margt punt- stráið á bakkanum við lækinn og tuggið safann úr stilk þess meðan lækurin* sem þarna er kominn niður á jafnsléttu rann hæigium hátíðlegum straumi milli bakkanna, annars algjör kyrrð, já hvílík grafarkyrrð. Hann hefur sagt mér langa sögu læk- urinn sá, þegar við höfum hjaláð þarna saman, annars hef ég oft- ast hlustað á hann djúpri þögn, og svo ljóslifandi hafa þær sögur orðið í vitund minni að ég hef heyrt kirkjuklukkurnar hringja til tíða á helgum hásumardegi, heyrt óminn af sálmasöngnum frá kinkjunni, heyrt kliðinn frá fólkinu sem safnast hefur sam- an á bæjarhlaðinu af aflokinni messu hjá Séra Jóhanni. Fólk klætt sínu finasta stássi kátt og hátíðlegt, enda hásumar, sól skín í heiði, loftið sindrar og drunur heyrast sunnan og ofan úr fjall. inu. Það hafa líka verið stundir skammdegis og sorgar, sárar kveðjustundir, hnípið fólk og þögult og þá hafa klukkurnar hljómað þungum og döprum hljómi yfir umhverfið. Þannig hafa skipzt á skin og skuggar í Kirkjuhvaimmi eins og í lífinu sjálfu. Séra Jóhann Briem er mér einn þeirra fjögurra presta sem ég taldi upp, minnisstæður enda ekki að ástæðulausu þar sem hann var sóknarprestur minn frá því hann jós mig vatni og þar til ég fór að norðan 10 ára gamall. Hann var ljúfmenni mik-. ið. Hann hafði þá venju sem nú er óðum að leggjast niður að húa vitja og fylgjast með lærdómi barna. Mér er í því sambandi minnisstætt að hann kom eitt sinn á heimili foreldra minna til að athuga lærdóm obkar krakkanna. Brá ég skjótt við þegar sást til prests og stakik mér í koju mína og breiddi upp á höfuð mér sængina. Séra Jó. hann klappaði á kollinn á snáða og bað mig lesa en ég vildi kom ast undan þvílikri prófraun enda ekki sterkur á svellinu því ég hef þá verið 7 eða 8 ára gamall. „Ég sef“, sagði ég og hélt víst að þar með væri ég laus allra mála. Móðir rmín kom þá séra Jóhanni til hjálpar og stautaði ég víst eitthvað fyrir prest. Mér Framh. á bls. 16. <*,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.