Morgunblaðið - 07.02.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.02.1964, Blaðsíða 3
*-»r" 1» ■ ) , i 'ijwbbíbwwwb^iwjíi>..«jm»!.w|:H ” mtM"-. ,-»■» 'f eri'rm-^'t ’ rtr"!iKWwig»ir 1 1 '•twmmm MORGUNP*AQIÐ 3 f Föst'uln'fur 7. fébr. 1964 Vilja knýja fram 7 I----------------------- ÁRIÐ 1673 var gamanleikur- inn „ímyndunarveikin“ eftir Moliere frumsýndur í Paris. Var það síðasta verk höfund- ar, sem lézt stuttu eftir frurn- sýningiuna. Nú, tsepum þrem- ur öldum síðar, sýna Mennta- skólanemendur í Reykjavík þennan sama gamanleik á Herranótt sinnj í Iðnó. Og í ljós kemiur, að þótt margt hafi breytzt á umræddum tíma, er sjúkdómahræðslan söm við sig. Nú er brosað að læiknisráðum 17. aldarinnar: útskolun, inntöku fyrir lifr- ina, stólpípu, hreinsaðri og tempraðri mysu til að lina, fróa tempra og hressa blóðið, mixtúra til að eyða illum vessum ag þess háttar, á sama tíma og menn nútimans gleypa pillur með fallegum nöfnum í gríð og erg við öll Argan: — Dinga-linga-ling, æ, guð minn góður, þær ætla að láta mig deyja hérna. „Imyndunarveikin" á Herranótt möguleg tækifæri. En nóg um það. Við erum stödd á leikæfingu hjá menntaskólanemum, búnings- æfingu. Stúlkurnar eru komn- ar í síða og skrautlega kjóla, piltarnir með hárkollur og í viðeigandi klæðnaði. Har- aldur Björnsson, sá svarti senuþjófur, stjórnar æfing- unni, grípur fram í, gefur góð ráð, leikritið heldur áfram góða stund. >á rekur einn í vörðurnar, og atriðið er endurtekið. Við spyrjum Harald, hvern- ig æfingar hafi gengið. „Alveg ljómandi,“ anzar hann, „leik- ritið var fullæft eftir tólf æfingar, enda kunnu krakk- arnir hlutverkin að mestu leyti þegar æfingar hófust. >að gerir gæfumuninn.“ Pormaður leiknefndar, Jó- hann Guðmundsson, segir okkur að þetta sé sjöunda leikritið, eftir Moliere sem menntaskólanemar sýna, og yfirleitt velji þeir sígild leik- rit til flutnings, sem séu í senn ádeilu og gamanleikir. Að þessu sinni hefðu þeir fengið búninga léða hjá >jóð- leikhúsinu, en leiktjöldin hefði piltur í menntaskólan- um teiknað, Björn G. Björns- son. Leikurinn yrði frum- sýndur 10. febr. n. k. og ætlunin sé að sýna leikritið nokkrum sinnum hér í Reykja vík, og fara síðan í sýningar- ferð út um land, helzt til Akureyrar, en það sé enn ekki fullráðið. Leikendur í Ímyndunar- veikinní eru tólf talsins. Kjartan Thors leikur annað aðaihluitverkið, Argan, Ásdís Skúladóttir leikur Toinette. Aðrir leikendur eru: >órunn Klemenzdóttir (Angelique), Kristján Guðmundsson (Clé- ante), Guðrún Finnsdóttir (Béline), Jóhann Guðmunds- son (Diafoirus), Pétur Lúð- vigsson (Tómas), Guðmundur Björnsson (Béralde), Halla Hauksdóttir (Louison), Ólafur Ingólfsson (Purgon), Aðal- steinn Hallgrímsson (Bonne- Diafoirus læknlr með Tómas son sinn, sem er á biðilsbuxum. Elskendurnir Angélique og Cléante. foy) og Hörður Filippusson (Fleurant). Hvað er „Herranótt“? Nú til dags vita fáir um uppruna Herranátta, og því ástæða til að rifja upp sögu þeirra hér 1 stuttu máli. Sið- urinn hófst í Skálholtsskóla fyrir 1740. Herranótt var þá haldin að haustlagi og skemmtunin fólgin í þvi að skipa skólapilta í virðingar- embætti, efsti maður í skóla var krýndur kóngur, en aðrir biskup, stiftamtmaður, ráð- herrar, sýslumenn o. fl. Sá sem kjörinn var bisikup skyldi halda S'kraparotsprédikun, en Skraparot var hræða nokkur, allósjáleg útlits, sem piltar notuðu til þess að fæla mýsn- ar á staðnum frá tólgarkert- um og tóbaki sínu. >egar skólinn var fluttur til Reykjavíkur þótti Skrapa- rotsprédikun ekki eiga við og í staðinn kom þáttur úr gleði- leik, sem seinna þróaðist yfir í leikrit. Fyrsta sjónieikahald sem vitað er um hérlendis fór fram hinn 17. október 1791 á Framhald á bls. 17. Þjónustustúlkan og bragöa- refurinn Toinette. mt HMk' iiiiiiininmm gengislækkun 1 áramótahugleiðingu, sem Sig- urður Bjarnason, alþingismaður, ritar í Vesturland, blað Sjálf- stæðismanna á Vestfjörðum, fyrir skömmu, ræðir hann m.a. hina ó- heillavænlegu þróun efnahags- málanna á sl. ári og kemst að orði á þessa leið: „Framkvæmd Borgarness- stríðsyfirlýsing- ar Hannibalds V aldimarssonar hefur þ a n n i g h a f t þau áhrif, að stefna ís- lenzkri útflutn- ingsframleiðslu og afkomu al- mennings í framleiðslubyggðar- lögunum hér á Vestfjörðum og annars staðar í geigvænlega hættu. Verðlag hefur hækkað og grundvöllur krónunnar orðið ó- tryggari. Allt þetta sáu menn fyrir í ljósi reynslunnar. En ofurvaldi laun- þegasamtakanna var þrátt fyrir >að beitt enn einu sinni til þess að raska því jafnvægi, sem náðst hafði með ærinni fyrirhöfn þeg- • ar Viðreisnarstjórnin tók við þrotabúi vinstri stjórnarinnar á „hengifluginu“.“ „En engum viii bornum manni fær dulizt að það sem Framsókn- armenn og kommúnistar vilja knýja fram, er einmitt ný gengis- lækkun, vantrú á gjaldmiðilinn og alger upplausn í efnahagsmál- um landsmanna. Alltof stór hluti þjóðarinnar gerir sér þetta ekki ljóst. Þess vegna hefur dregið úr sparifjár- myndun, sem síðan hefur í för með sér skort á lánsfé til nauð- synlegrar uppbyggingar og fram- kvæmda.“ B|örn á móti barlómi í umræðum á Alþingi fyrir skömmu lýsti Björn Pálsson yfir andúð sinni á þaim barlómi, sem ýmsir hefðu í frammi fyrir hönd bænda og sveitanna. Taldi þing- maðurinn það mjög skaðlegt að áherzla væri lögð á það að telja bændum trú um að hlutskipti þeirra væri verra en allra ann- arra og ástand atvinnuvegar þeirra hið ömurlegasta. Þetta er vissulega rétt hjá Framsóknarþingmanninum. Allir viðurkenna að bændur eiga við ýmsa erfiðleika að etja, eins og aðrar stéttir. Dýrtíð og verðbólga bitnar ekki síður á þeim en öðr- um. En sem betur fer er íslenzk- ur landbúnaður í dag blómlegri en nokkru sinni fyrr. Stórátaki hefur verið lyft í sveitum lands- ins. Ræktuninni hefur fleygt fram og húsakostur er betri og fullkomnari en nokkru sinni fyrr. Þessu er vissulega ástæða tíi þess að fagna. Það er líka fagn- aðarefni að fjöldi bænda eru efna lega sjálfstæðir menn. Viðunandi húsnæði Alþýðublaðið ræðir í gær um húsnæðishugmyndir og minnir í því sambandi á tillögur flokks- stjórnar Alþýðuflokksins, sem ný lega var haldinn. Telur það að þessar tillögur gætu allar leitt til bóta í húsnæðismálunum en kemst síðan að orði á þessa leið: „Fjárfesting þjóðarinnar er mikil og má segja að hafa verði hemil á henni. Ekki er þó rétt að láta slíkt koma niður á íbúða- byggingum vegna þess hvern sess þær skipa á óskalista lands- manna um betra líf. Það er bein- línis tilgangur brauðstritsins hjá öllum þorra manna að komast í viðunandi húsnæði og verður þjóðfélagið sem heild að taka tillit til þess.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.