Morgunblaðið - 12.02.1964, Síða 3

Morgunblaðið - 12.02.1964, Síða 3
MORGUMBIABIÐ 3 Miðvikudagur 12 fpbr. ,19,64 Unnið að uppsetningu á „sjóðara“ verksn/iöjunnar. — Ljósm.: Sigurgeir. Full afköst gefa hálfrar milljón króna útflutningsverðmæti Fiskimjölsverksmiðja Einars Sigurðs- sonar í Eyjum tekin til staría NÝ síldar- og fiskimjölsverk- smiðja tók til starfa í Vest- manr • /jum um helgina, eign Einars Sigurðssonar, útgerðar manns. Full afköst verksmiðj- unnar verða 2.500 mál a sólar- hring, en til að byrja með verða afköstin þó aðeins 1.500 mál. Hafizt var handa um fram- kvæmdir í aprílmánuði síðast liðnum og var byrjað á véla- uppsetningu strax og verk- smiðjuhúsið var tilbúið. Menn frá Vélsmiðjunni Héðni hafa • * rið í Eyjum mánuðum sam- an til að setja upp vélarnar, en raflögn hafa annazt raf- virkjar frá Haraldi Eiríks- syni. Hin nýja verksmiðja hóf að taka á móti síld í þrær sínar miðvikudaginn 5. febrúar og munu þær taka fuligerðar um 20 þúsund mál. I>á er í ráði að hefja byggingarfram- kvæmdir innan tíðar við stóra mjölgeymslu, sem verður 1500 * rmetrar að flatarmáli. Gert er ráð fyrir, að 20—25 manns komi til með að starfa við verksmiðjuna og verður væntanlega unnið á vöktum ef um áframhaldandi veiði verður hjá síldarbátunum. Með tilkomu hinnar nýju síldarbræðslu stóraukast mögt • .kar til síldarmóttöku í Vestmannaeyjum, en það hefur háð bátaflotanum veru- legu, að fjölmargir bátar hafa orðið að sigla með aflann alla leið til Reykjavíkur frá veiði- svæðinu á Síðugrunni og þar fyrir austan. Miðað við ir um sólarhringssiglingu fram og aftur geti þeir lagt upp í Eyjum. í viðtali viS Morgunblaðið í gær sagði Einar Sigurðsson: — Bræðslan hófst á mánu- dagsmorgun og þá voru 7 þús- und mál í þrónum. Fyrsti mjölpokinn var tilbúinn eftir hádegi og þá var það gert til gamans að losa mjölið úr hon- um aftur. Svo skrifuðu allir þeir, sem hafa unnið að bygg- ingu verksmiðjunnar, nöfn sín á pokann, sem verður * ymd- ur sem minjagripur, kannski rammaður inn. — Þetta gengur ágætlega, þótt ýmsir byrjunarörðugleik ar hafi gert vart við sig. Verk smiðjan afkastar 1500 málum á sólarhring eins og • -t var ráð fyrir og eftir svo sem vikutíma mun hún starfa með fullum afköstum, 2500 málum. — Mjölið er gott og lýsið fallegt. Útflutningsverðmæti framleiðslunnar á sólarhring eru um 300 þúsund krónur, en ’ * i’ða um hálf milljón á sólar- hring þegar unnið verður með fullum afköstum. í sumar geri ég úf 9 báta á síld, þar af 3 stóra stálbáta. — í haust eru liðin 40 ár frá því ég hóf starfrækslu í Vestmannaeyjum, aðeins 18 ára gamall, nýkominn út úr Verzlunarskólanum. Ég var Svo ungur að ég mátii ekki • 'ia fyrirtæki í eigin nafni svo ég varð að gera það á nafni móður minnar. — Framkvæmdastjóri við verksmiðjuna, sem kölluð verður Fiskimjölsverksmiðja Einars Sigurðssonar, er Hilm- ar Kriátjánsson, sagði Einar að lokum. I * ykjavík vinna sildarbátarn- Hilmar Kristjánsson, framkvæmdastjóri hinnar nýju verksmiðju, Einar Sigurðsson, og Ólafur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðv arinnar. — Ljósim.: Sigurgeir. Fyrsti pokinn fyllist af ágætu síldarmjöli: — Ljósm. Sigurgeir. Síldin hrúgast upp i þrónni. — Ljósm.: Siigurgeir. STAKSTE! Wl! Verkföllin og dreifbýlið VESTURLAND, blað Sjálfstæðis manna á ísafirði, birti fyrir skömmu forystugrein undir þess- ari fyrirsögn. Segir þar í upp- hafi, að margvíslega lærdóma hafi n-.itt draga af verkföllun- um miklu, sem gerð voru í des- ember. Sá veigamesti sé, að verk- fallsvopnið sé löngu orðið úr- elt til þess að tryggja afkomu og hag vinnandi stétta. Síðar í forystugreininni er rætt um á.hrif verkfallanna hér syðra á líf og starf fólksins úti á landi. Er þar komizt að orði á þessa leið: „f verkföllunum miklu í des- ember gekk svo langt, að rrenn voru reyrðir i átthagafjötra. Verkfall suður í Faxaflóa var látið bitna af ofurþunga á fólk- inu í dreifbýlinu. Flugsamgöng- ur voru stöðvaðar, samgöngur á sjó sömuleiðis, og í Iandshlut- um, sem ekkert vegasamband hafa að vetrarlagi, eins og sums staðar hér á Vestfjörðum, voru ibúarnir króaðir inni og komust hvorki að heiman né heim* Flutningar á lifsnauðsynjum voru stöðvaðir með verkfalls- valdi, og við lá, að atvinnu- rekstur í mörgum greinum stöðv aðist vegna skorts á ýmsum rekstrarvörum. Svo langt var gengið í vitleysunni, að menn fengu ekki einu sinni póstinn sinn afgreiddan. Þessi verkföll við Faxaflóa voru þannig látin bitna á heil- um landshlutum, sem ekki höfðu neitt til saka unnið og ekki átt í neinu verkfalli, né gátu haft nein áhrif á gang deilunnar“. Endurskoðun vinnu- löggjafar nauðsynleg f forystugrein Vesturlands segir síðan: „Slíkir atburðir leiða hugann að því, hvort ekki né nauðsyn- legt að Alþingi taki á sig rögg og setji nýja og viðunandi vinnu löggjöf. Það mál hefur verið rætt árum saman og virðast flestir á einu máli um knýjandi nauðsyn þess, að endurskoða og endurbæta gildandi vinnulög. gjöf, sem orðin er n-.jög úrelt“. Gort Framsóknarmanna Mikið er hvað moldin rýkur. Nú gorta Framsóknarmenn af því, að það sé „árangur jákvæðr ar stjórnarandstöðu“ þeirra, sem birtist í flutningi ríkis- stjórnarinnar á merkum umbóta- málum á Alþingi í þágu land- búnaðarins. Því fer víðs fjarri að Framsóknarmenn og þeirra ábyrgðarlausa framkoma eigi minnsta þátt í flutningi þessara merku umbótamála. Alþjóð man hina heimskulegu og ofstækis- fullu baráttu Frarr.íóknarmanna gegn stofnlánadeild landbúnað- arins fyrir nokkrum árum. En með myndun stofnlánadeildar- innar og tryggingu tekjustofna hennar varð lánasjóði landbún- aðarins forðað frá því gjald- þroti og öngveiti, sem Fram- sóknarmenn og vinstri stjórnin skildu við þá í. Nú lánar stofn- lánadeilidin árlega á annað hundrað milljóna króna til upp- byggingar í sveitum landsins. Er það meira fé en nokkru sinni hefur verið lánað í því skyni. Auk þess hefur veðdeild Búnaðarbankans verið stórlega efld. Gegn öllum þessum. umbót- um hafa Framsóknarmenn bar- izt af þrákelkni og afturhaldi. Umbótafrumvörpin, sem ríkis- stjórnin nú hefur lagt fyrir AI- þingi og miða að stuðningi við aukna ræktun, súgþurrkun og framkvæmdir í sveitum lands- ins, eru fyrst og frem.it verk ríkisstjórnarinnar og flokka hennar. Framsóknarmenn hafa þar hvergi nærri komið. y1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.