Morgunblaðið - 12.02.1964, Side 9
Miðvikudagur 12. febr. 1964
MORGUNBL \ÐIÐ
9
Helga Jónsdóttir - Minning
FÖÐURSYSTIR mín, Heiga
Jónsdóttir frá Hvammi í Dýra-
firði, verður jarðsett í dag. í
minningu hennar vil ég leitast
við að skrifa nokkur fátækleg
orð og reyna að bregða upp
snöggri svipmynd af hinni látnu
konu. Þejrri mynd hlýtur að
vísu að verða í ýmsu ábótavant,
t>ar sem persónuleg kynni okkar
hófust aðeins fyrir átta árum, en
J>á höfðu langvarandi sjúkdómar
slævt iífsþrótt þessarar atörku-
sömu kon-u, sem loksins yfirbug
aði hana fyrir aldur fram.
Helgu hefur verið lýst þannig
fyrir mér, að í æsku hafi hún
verið fríð og fíngerð kona, skap-
rík, myndarleg til allra verka og
hefði hún sómt sér vel sem
húsfreyja á rausnarbúi. í æðum
bennar rann þingeyskt blóð, þó
hún væri fædd og uppalin í Dýra
firði. Foreldrar hennar voru Jón
Þórarinsson, búfræðingur, frá
Sigluvík á Svalbarðsströnd, sem
lengst bjó í Hvammi í Dýrafirði,
og kona hans, Helga Kristjáns-
dóttir frá Végeirsstöðum i
Fnjóskadal. Eru þau bæði látin
fyrir mörgum árum. Heiga var
Bjöunda i röðinni af eliefu syst-
kinum og það fimmta sem kveð-
tir; bræðurnir tveir sem báðir
báru nafnið Sigurður, létust í
sesku, Lísbet kvaddi í blóma
Sífsins og næstelzti bróðirinn,
Gunnar, dó fyrir þremur árum.
Eftir lifa Jóhann, sem er eiztur
eystkinanna, og systurnar Sigur-
veig, Kristbjörg, Anna, Valgerð-
wr og Vilborg.
Helga heitin fæddist á Lækjar
ósum við Dýrafjörð 17. nóvem
ber 1905, en fluttist ung að
Hvammi við sama fjörð. Hún fór
snemma að vinna fyrir sér, eins
og títt var í þá daga, og var í
vist á Þingeyri, ísafirði og víðar.
Árið 1931 giftist hún eftirlifandi
fnanni sínum Kristni Vilhjálms-
syni frá Tungu í Skutuisfirði og
stofnuðu þau heimili i Reykja-
vík. Lengst bjuggu þau í Kópa-
vogi, samtals 18 ár.
Börn Helgu og Kristins eru
fjögur talsins. Elzt er Auður, bú
sett í Reykjavík, gift Guðmundi
Sigurðssyni, þá Margrét, búsett
í Borgarnesi, gift Magnúsi
Andréssyni frá Síðumúla í Borg
arfirði, Vilhjálmur Bessi, búsett
ur í Reykjavík, kvæntur Sigríði
Björg Hóimgeirsdóttur frá Húsa
vik, og yngstur er Einar, 16 ára
gamall. Barnabörn þeirra eru nú
orðin sex.
— xxx —
Þegar ég kynntist Helgu
írænku bjó hún á Þinghólsbraut
25 í Kópavogi. Litla húsið þeirra
Kristins stóð í stóru túni, trén
kringum það tekin að stækka,
sólarmegin baðaði allt í blómum
að sumarlagi, enda húsfreyjunni
sýnt um ræktun, og hænur spíg-
sporuðu um í varpanum. Þegar
hún flutti þangað fyrir rúmum
átján árum voru örfá hús á Kárs
nesinu. Aðstaðan þar var hin
erfiðasta, hvorki vatn, rafmagn
né frárennsli tengt við húsið og
samgöngur erfiðar. Þó tókst
Helgu að búa manni sínum og
börnum þar hlýlegt heimili. Þeg
ar hún flutti þaðan á sl. hausti
að Hringbraut 91, sem var sein-
asti bústaður hennar hér á jörð,
hafði umhverfið tekið allmiklum
stakkaskiptum frá því sem áður
var; hús höfðu risið upp allt í
kring og á bletti hennar,. og nauð
synlegustu þægindi komin í hús
ið.
Ég hygg að Helga hafi kunnað
breytingunum vel, enda félags-
lynd að upplagi og hafði gam-
an af að ræða við fólk. Hún bjó
yfir skemmtilegri frásagnargáfu,
var orðheppin og hafði sérkenni
lega rödd. Er hún mér einkar
minnisstæð, þegar hún kom á
heimili foreldra minna, og hún
og faðir minn, þá farinn að
heilsu, rifjuðu upp gamlar end-
urminningar frá kæra, gamia
heimilinu, sakleysileg bernsku-
brek og skemmtisögur af sveit-
ungunum. Þá hló Helga oft sín-
um dillandi hlátri, sem smitaði
frá sér.
Helgu Jónsdóttur var margt
til listanna lagt, sem of langt
yrði hér upp að telja. Hún var
húsmóðir góð, handlagin, bók-
hneigð og fróð um ýmsa hluti. Þó
hún væri lágvaxin og kvenleg,
sópaði að henni og hún skar sig
úr fjöldanum. Hún kom ætíð til
dyranna eins og hún var klædd,
lét í ijós skoðanir sínar á hisp-
uslausan hátt, hvort sem mönn-
um líkaði betur eða ver, var
fljót til sátta, raungóð og vildi
ölium gott gera. Varð ég við
mörg tækifæri vör við hjarta-
hlýju hennar og sterkar tilfinn-
ingar.
Eins og ég sagði í upphafi grein
ar þessarar átti Helga Jónsdóttir
við langvarandi veikindi að
stríða. Hún var rétt liðlega tvi
tug þegar heilsuleysi tók að á-
sækja hana, sem jókst með ár-
unum. Hún barðist hraustlega
við örlög sín en varð loks að
lúta iægra haldi. Banalega henn
ar var stutt. Hún andaðist í Borg
arsjúkrahúsinu 3. febrúar sL
Dauðinn sótti hana heim i
svefnL
Blessuð sé minning hennar.
Halldóra Gunnarsdóttir.
Kranar
Rennilokar —4”.
Gufukranar, allar teg.
Tollahanar Vi”—3”.
Rennilokar úr járni 2”—8”.
Vald Poulsen hf.
Klapparstíg 29. — Simi 13024.
BUID jjER A
HITAVEITU SVÆÐI?
Ef svo er, ættuð þér að færa yð-
»r í nyt nýjustu hitastillitækni.
Hinn sjálfvirki DANFOSS hita-
veituloki fullkomnar þægindi
bitaveitunnar.
Þessi loki er byggður samkvæmt
niðurstöðum á tilraunum og
reynslu margra ára.
DANFOSS lokunum hefur verið
komið fyrir í fjölmörgum ibúð-
um, einbýlishúsum og opinber-
«m byggingum.
HEÐINN
Vélaverzlun
Seljavegi 2,
simi 2 42 60
Skrifstofustúlka
óskast til starfa í sendiráði Islands í Bonn (Bad
Godesberg). Þýzku-, ensku- og vélritunarkunnátta
nauðsynleg. Umsóknir óskast sendar utanríkisráðu-
neytinu, Stjórnarráðshúsinu, Reykjavík.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 10. febrúar 1964.
4ra herb. íbúðarhœð
Til sölu er 4ra herbergja íbúð á 1. hæð við Kirkju-
teig (110 ferm). Tvöfalt gler. Teppi á gangi og'
Hansa gluggatjöld fylgja. Sér inng., hitaveita. Bíl-
skúr. — Allar nánari uppl. á skrifstofunnL
Skipa- og Fasteagnasalan
(Jóhannes Lárusson hrl.)
Kirkjuhvoli — Símar 14916 og 13842.
Útsala —
Stórlœkkað verð
Drengja- og karlmannabuxur úr terylene.
Drengja- og karlmanna vestispeysur.
Mislitar karlmannaskyrtur.
Karlmannafrakkar, drengjafrakkar.
sel
Klapparstíg 40.
Tvœr konur
geta fengið atvinnu hálfan eða allan
daginn. — Uppl. gefur yfirhjúkrunar-
konan.
Elli og hjúkrunarheimilið Grund.
Stúlka
getur fengið vinnu hjá okkur nú þegar. Ekki yngri
en 20 ára. Uppl. í dag og á morgun á Vöruaf-
greiðslunni, Laugavegi 16 (Laugavegs Apóteki)
II. hæð. — Uppl. ekki veittar í síma.
EFNAGERÐ REVKJAVÍKUR H.F.
Höfum gott úrval
af þessum
eftirspurðu
KERTUM
í flestar vélategundir.
BLOSSI SF.
Laugavegi 176 — Sími 23285.