Morgunblaðið - 05.03.1964, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 05.03.1964, Qupperneq 6
MORGUNBLAÐIÐ Fímmtudagur 5, marz 1964 Framtíð fslands er fólgln i fjölþættari framleiðslu Ræða Jóhanns Hafsfein, iðnaðarmálaráðherra á Varðarfundi „Hafísinn kom um miðjan vet ur og lukti um landið að norðan og austan. Vorið var kalt, sigl- ing kom seint og illa, búpeningi- urinn var hruninn niður og lít- ið af að lifa. Gerðist nú hungurs- neyð hin mesta um land allt. Lagði dauðsoltið fólkið sér til munns horkjötið, skóbætur og jafnvel hundskrokka. Fjöldi manna flosnaði upp, flakkaði um, valt síðan út af á náttstöð- um eða á vegum úti. Er talið, að fallið hafi alls í móðuharð- indunum — níu þúsundir manna. Samskota var leitað erlendis handa þeim bágstöddu, en það náði skammt. Danska stjórnin setti nefnd manna til að íhuga hvað gera skyldi, og var Jón Eiríksson í henni, en fékk litlu ráðið. Vildu sumir flytja alla íslendinga suður á Jótlandsheið ar, en þó var horfið frá því ráði.“ Ég hefi valið þessa stuttu lýsingu úr íslendingasöglu Jón- asar Jónssonar til þess að minna okkur á að það hefði ekki alltaf verið björgulegt á íslandi. f*ó að móðuharðindin 1782— 1783 séu ein erfiðasta raun í sögu íslendinga voru kjör þeirra einnig siðar erfið eins og flutn- ingarnir til Ameríku á síðustu öld bera vitni. En þessi litla þjóð hefir reynzt þrautseig, ekki gefizt upp og horfir nú fram á veginn. í mannfjöldaskýrslum eru ís- lendingjer um 50 þúsund árið 1703. Eftir móðuharðindin eða 80 árum síðar um 40 þúsund. Nú eru íslendingar um 186 þúsund og því er spáð af kunnáttu- mönnum, að um næstu aldamót geti tala þjóðarinnar nálgast 400 þúsund manns. afkomu fólksins. Á þessu sviði hefir vaxandi og stöðugt fjölþættari iðnaður gegnt sínu mikilvaega hlutverki í .hag- þróuninni. Og nú erum við byrj aðir að tala um stóriðju og fyrir okkur vakir, að framundan kunni að vera ný þáttaskil í efnahagsþróun þessarar litlu þjóðar. Áður en lengra er haldið vil ég leggja áherzlu á að við meg- um með engu móti vanmeta þann iðnað sem verið hefir að þróast í landinu á undanförnum árum, og ekki verður talinn til stóriðju. Á tímabilinu 1947 — 1959 hef ur slysatryggt vinnuafl í iðn- aði alls aukizt um 75-7%, í fisk iðnaði er aukningin 159.8%, en í öðrum iðnaði 48.5%. Á sama tíma hefir fólkinu I landinu fjöigað um 27.9%. Á árunum 1955 — 1960 var aukning í framleiðslu landbúnað ar og sjávarútvegs 4% árlega- en framleiðsluaukning iðnaðar- vöru fyrir innlendan markað á sama tíma um 5%. Það hafa eins og kunnugt er risið upp margvíslegar nýjar iðn greinar á síðari árum og eru enn í sköpun, og skal ég ekki rekja það hér. Ég vil þó nefna stálskipasmíð- ar, sem eflaust eiga eftir að verða merk atvinnugrein og virð ast komnar á það stig að vera samkeppnisfærar við sambæri- lega erlenda bátasmíði. Sokkaverksmiðja er að hefja göngu sína á Akranesi. Nýjum iðngreinum hefir verið komið á fót í öðrum kaupstoðum og kaup túaum og mun stuðla að meira jafnvægi í byggðinni. Við höfum eignast tvö stór iðnfyrirtæki þar sem eru Áburð- arverksmiðjan og Sementsverk- smiðjan, sem ýmist fullnægja þegar þörfum okkar eða mun gera með ráðgerðum stækkun- um. Samt er það svo að framleiðslu iðnaðarvöru fyrir innlendan markað er takmörk sett og það er m.a. þess vegna, sem hugir manna hafa nú beinst að stór- iðjunni, sem mundi fyrst og fremst grundvallast á stórvirkj- unum í fallvötnum okkar og fleiri auðlindum svo sem jarð- hita eða gufu. ★ Ég hefi nýlega á Alþingi gert grein fyrir þeim ráðagerðum, sem uppi hafa verið um stór- virkjanir í Þjórsá við Búrfell eða við Dettifoss og könnun þess, að hér yrði komið upp aluminíum- bræðslu í tengslum við slíkar virkjanir. Einnig gert grein fyrir hugleiðingum, sem uppi hafa verið um möguleika til þess að hér yrði reist olíuhreinsunarstöð, sem jafnframt gæti stuðlað að stórkostlegum efnaiðnaði. Fram hefir komið, að ríkis- Jóliann Hafstein. stjórnin mundi bráðlega leggja fyrir Alþingi frv. til laga um Kísilgúrverksmiðju við Mývatn. Ég vil reyna að forðast endur- tekningar á þessum fundi. Þess vegna varð að ráði, að ég gerði aðeins stutta grein fyrir þessum málum, en síðan væri spurftingatími, þar sem bæði ég og fulltrúar í stóriðjunefnd mundu svara og gefa upplýsing- ar eftir því sem fundarmenn fýsir að spyrja. Vona ég, að þessi háttur geti gefizt vel. Ég skal nú rekja og árétta nokkur meginatriði. Það er orðið afar aðkallandi að hefjast handa um rafvirkjan- ir hér á Suðvesturlandinu, ef hægt á að vera að komast hjá alvarlegum rafmagnsskorti inn- an tiðar. í verulegar stórvirkjanir verð- ur tæpast ráðizt án stóriðju, sem þarf á mikilli raforku að halda og leggur með því grund- völl að fjárhagsafkomu orku- versins og ódýru rafmagni fyrir almenning. Rannsóknir benda til, að Búr- fellsvirkjun sé hagkvæmari en Dettifossvirkjun. — Þó hefir komið til álita að staðsetja al- uminiumbræðslu við Eyjafjörð og leiða rafmagnið frá Búrfells- virkjun norður yfir hálendið. Lántökur til virkjana hafa verið ræddar við Alþjóðabank- ann. Rætt hefir verið við sviss- neskt og amerískt fyrirtæki að reisa aluminiumbræðsluna. Kostnaður við tuvora fram- kvæmdina um sig er áætlaður 1100 millj. kr. Stærð raforkuvers er ætluð 109 þús. kilówött, og auðvelt að auka síðar um annað eins. Stærð aluminium-verksmiðju er fyrst í stað ætluð um 30 þus. tonna árleg íramieiðsla. Ríkisstjórnin mun leggja þessi mál fyrir Alþingi, þegar það telst tímabært, en það mun að sjálfsögðu ráða stefnunni í þess- um málum. Einstakir; áhugamenn hafa unn- ið að athugun þess að koma hér upp olíuhreinsunarstöð með að- stoð erlendra sérfræðinga og er- lends fjármagns, en þó ráðgert, að fyrirtækið yrði alíslenzkt að nokkrum árum liðnum. Ekki er enn ljóst, hver afskipti ríkis- valdsins þyrftu að vera af slíkri framkvæmd. Kostnaður er áætlaður 300— 350 millj. kr. Árlegur gjaldeyris sparnaður er áætlaður frá 75 og Framhald á bls. 8. Reykjavík og víðar. Hvað á ég að gera? Með fyrirfram þakklætL E. J. Ég spyr nú líka hvort þetta sé eitt af fjársvikamálunum. Hve margir hafa borgað 500 krónur fyrir ekki neitt? Þetta eru veigamiklar stað- reyndir, sem gefa okkur til kynna, að í framtíðinni geti ver- ið fólgnir miklir möguleikar þeg ar við íhugum, hvað áunnizt hef ir á liðinni tíð. Á síðustu öld mótaðist frelsis- barátta íslendinga. Á þessari öld hafa árabátar breytzt í þilskip og gömu þilskipin í nýtízku tog ara og fiskibáta búna fullkomn- ustu tækni. Bifreiðar og vélar hafa tekið við hlutverki kerr- unnar og hestsins. íslendingar eignast öfluga siglinga- og loft- flota. Margþætt og furðu langt vegakerfi orðið til á fáum ár- um. Nýjar atvinnugreinar hafa þróazt og vaxið. Við höfum feng ið heimastjórn . — fullveldi og Ioks endurreist lýðveldi í land- inu. ★ Ekki verður því samt neitað, að atvinnulíf íslendinga hefur á margan hátt verið einhæft — landbúnaður og sjávarútvegur megin stoðir, háðar dutlunyum veðurs og vinda. Það hefir því verið eitt aðal viðfangsefni í efnahagslífi ís- lendinga síðari árin að renna fleiri stoðum undir atvinnulifið j til þess að auka öryggi og styrkja | Brauðið kom ekki Kunningi minn skrifar og kvartar yfir því að hafa beðið 70 mínútur með konu sinni á veitingastað einum í höfuðborg inni, en þá gefizt upp á að bíða eftir smurða brauðinu, er búið var að panta — og farið heim. Sagði hann, að ekkert hefði verið á móti því að sitja þarna og bíða, ef veður hefði verið gott, en í þetta sinn var myrkur og rigning. Inngangurinn kost- aði 50 krónur, leigubíll heim 64 krónur þannig, að heildar- kostnaðurinn hefði orðið mikill — fyrir ekki neitt. Sagði hann, að þjónninn hefði beðið sig að fara ekki, þó ekkert bólaði á brauðinu eftir 70 mínútur — þjónninn hafði áhyggjur, af að þurfa sjálf ur að borga brauðið. Sagðist maðurinn í raun réttri hafa átt að fá aðgangseyri endurgreidd- an — og biður þjóninn að inn- heimta féð. Ég er alveg viss um að á- stæðan til mistakanna er sú, að þeir í eldhúsinu hafa vand- að sig svona við að smyrja brauðið og eiga ekkert nema gott skilið. Að reykja frá sjálfum sér Og svo eru það reykingarnar. Maður nokkur stöðvaði mig á götu og tjáði mér, að hann væri hættur að bjóða gestum sínum sígarettur eða vindla. Aðeins neftóbak, sagði hann. Ég sagði honum, að ef hann gerði þetta til að reyna að losna við heimsókn af minni hálfu, þá væri þetta gagn- laust bragð, því ég væri hætt- ur að reykja. Nei, ég er bara hálfnaður, hélt hann áfram. Mergurinn málsins er sá, að þótt maður hætti að bjóða reyktóbak, þá eru gestirnir svo ósvífnir að taka upp eigið tóbak og eitra andrúmsloftið á öllu heimil- inu. Viltu ekki koma því á framfæri, að það sé alger dónaskapur að reykja á heim ilum þar sem húsráðendur bjóða gestum ekki að reykja. Það skiptir ekki máli frá hverjum er reykt. Hér með er þessu komið á framfæri til athugunar fyrir húsráðendur og hugsanlega gesti. Hve margir borguðu 500 krónur? Og hér kemur loks stutt bréf frá vonsviknum áskrif- anda tímaritsins Frúarinnar: Velvakandi góður! Ég fór að gerast áskrifandi að kvennablaðinu „Frúnni" í fyrra og hef ekki fengið blað síðan í ágúst. Þau eiga að koma út einu sinni í mánuði. Þann 26. nóvember, fæ ég bréf Ifrá útgefanda blaðsins, þar sem hann óskar eftir að ég borgi 500 kr. fyrirfram, sök- um erfiðleika að halda blað- inu áfram. Það gerði ég, og treysti heiðarleik þessa fólks, en hringdi samt í þetta síma- númer, sem var meðfylgjandi þessu skjalL Þá svaraði kona í símann og sagði að það væri ábyggilegt að blaðjð kæmi út fyrir jólin, og það gott blað. Nú hef ég ekkert blað fengið síðan. Hvað mikið sem ég hringi í þessi tvö símanúmer, sem á blaðinu voru, svarar enginn. Mér fer nú að hætta að standa á sama. Er þetta eitt af fjársvikamálum, sem hafa stungið upp kollinum hér í Frá fræðslustjóra í furðulegri og miður smekk legri grein Velvakanda í gær er sagt frá fagnaði 13, 14 og 15 ára nemenda í skóia einum hér í borg. Vegna aldurs nemendanna mætti álykta, að hér væri um að ræða einhvern af barna- eða gagnfræðaskólum Reykjavík- urborgar, en því er hér með lýst yfir að svo er ekki. Um- rædd lýsing getur ekki átt við neinn þann nemendafagnað, sem barna- og gagnfræðaskól- arnir í Reykjavík hafa haldíð. Þessir skólar leggja mikla áherzlu á að skólaskemmtanir fari vel fram og séu nemend- um til ánægju og þroska. Er leitt til þess að vita, að ákólastjórum og kennurura við barna- og gagnfræðaskóla Reykjavíkur sé að ástæðu- lausu borið það á brýn, að þeir láti viðgangast diykkju- svall á skólaskemmtunum. Félagsstörf og skemmtana- líf nemenda er ávallt veiga- mikill en vandasamur þáttur í skólastarfinu og er síaukin á- herzla lögð á þennan þýðingar- mikla þátt skólalífsins. ★ Við þetta er engu að bæta öðru en því, að því miður var frásögnin á rökum reist. Þó er rétt að leiðrétta eitt, að hér voru 13 ára börn ekki með eins og áður segir, en 14 og 15 ára. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara" að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum biöðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.