Morgunblaðið - 05.03.1964, Page 13
FimmtudagUr 5. marz 19S4
MQRGUNBLAÐIÐ
13
Deilt um biorgunarlaun
í HÆSTARÉTTI hefur verið
kveðinn upp dómur í máli, er
reis út af strandi m.s. Xisse frá
Holíandi, en skipið strandaði
undan Melrakkasléttu þann 21.
ágúst 1960. í málinu var um það
deilt, hvort um björgun hefði
verið að ræða af há.lfu m.s. Þor-
steins og m.s. Asks, en þau skip
náðu nt.,s. Nisse á flot.
Málavextir eru sem hér segir:
Laust eftir rriiðnætti 21. ágúst
1960 srandaði m.s. Nisse frá
Rotterdam, 640 þungalestir að
stærð, við Ásmundarstaðareyjar
út af Melrakkasléttu. Skipið var
á leið frá Raufarhöfn til Akur-
eyrar og var tómt að öðru leyti
en því, að það var með kjöl-
festu (ballest) 170 tonn, sem var
sjór í botntönkum skipsins. Skip-
stjóri sendi strax út neyðarkall
og gerði síðan tilraunir til að ná
skipinu út með eigin vélarafli,
en án árangurs.
í það, hefði eigi þurft annað en
að koma út varpankerum og
dráttarvír á þann hátt, er skip-
stjóri m.s. Nisse lýsti í fram-
burði sínum. Á sama hátt hefði
skipshöfn m.s. Nisse getað haldið
skipinu frá að flatreka upp að
grynningum, áður en það flaut.
Áuk framanritaðs reisti stefndi
og lækkunarkröfu sína á því, að
matsupphæð m.s. Nisse væri allt
of há, miðað við verðgildi skips-
ins, því að samkvæmt matsgerð,
framikvæmdri í Hollandi þ. 21.
des. 1960 af kunnáttumönnúm,
sé skipið þar metið á 300.000 hol-
lenzk gyllini, en skv. matsgerð
er fram fór 22. ág. 1960 hér á
landi hafði skipið verið metið
til verðs á 5.7 miillj. ísl. kr., þar
með talin brennsluolía, sem í
skipinu var.
í héraðsdómi, sem staðfestur
var í hæstarétti, segir svo m.a.
í forsendum:
Um kl. 3 kom m.b. Þorsteinn
f>H 285 á strandstaðinn, en hann
hélt þangað hinu nauðstadda
skipi til aðstoðar samkvæmt
beiðni Raufarhafnarradíós. Litlu
síðar eða um kl. 3.30 kom m.s.
Askur KE 11 á vettvang. Skip-
stjóri hins strandaða skips ósk-
aði eftir aðstoð og hófu skipverj-
ar á m.b. Þorsteini og m.b. Aski
(þegar björgunaraðgerðir. Unnu
skipin síðan sameiginlega að
björgunaraðgerðum og um kl.
9.45 rann skipið út af skerinu.
Var skipið síðan dregið inn á
ytri höfnina á Raufarhöfn.
Stefnendur í málinu, Jónas
Rafnar f.h. eigenda m.s. Asks og
Benedikt Sigurjónsson f.h. eig-
enda m.b. Þorsteins gerðu kröf-
ur á hendur eigendum hins
strandaða skips til greiðslu björg
unarlauna og fyrir tjón og kostn
að í sambandi við björgunarstarf
ið, kr. 1.140.000.00 í heild, en í
tilteknum hlutföllum til hvors
aðila um sig, svo og vaxta og
málskostnaðar.
Stefnendur reistu kröfur sinar
é því, að hér hefði verið um full-
komna björgun að ræða. Töldu
þeir útilokað, að skipið hefði náð
sér á flot af eftirgreindum ástæð
um: Þegar sjór hefði fallig að,
myndi framendi skipsins hafa
borizt upp á grynningarnar. Jafn
vel þótt framendi skipsins hefði
ekkert hreyfst, sem þó megi
telja óhugsandi, hefði skipið lent
á skeri, sem var bakborðsmegin,
rétt um bóg skipsins, strax við
fyrstu hreyfingu. Þá verði að
telja útilokað, að hægt hefði
verið að breyta stefnu skipsins
með því að leggja stýrinu i stjórn
borða og láta vélina vinna áfram,
þar sem steinn sá, sem undir
stjórnborðshliðinni var, hefði
Ikomið í veg fyrir það. Ekki
verði heldur rök að því leidd,
að hægt hefði verið að koma út
léttbát skipsins, taka í hann varp
enkeri með nægilega löngum vir
©g róa honum frá skipinu í hæfi
lega fjarlægð frá því. Til þess
Ihafi hvorki verið nægilegt dýpi
við skipshliðina, né báturinn
nógu stór. Ennfremur hafi verið
svo mikil ókyrrð við skipshlið-
ina, að slík tilraun hefði verið
dærnd til að misheppnast.
Stefndi krafðist þess, að stefnu
krafan yrði lækkuð að mati dóms
ins og hvor aðila yrði látinn
bera sinn kostnað. Hann reisti
kröfur sínar á því, að hér hefði
eingöngu verið um létta aðstoð
að ræða, en ekki björgun. Taldi
hann, að m.s. Nisse hefði verið
komið það vel á flot um flóð, að
það hefði komist út af eigin véla
krafti og til þess að rétta skipið
þannig ,að það gæti siglt út, eins
©ig það gerði, er m.s. Askur tók
„Skipið m.s. Nisse frá Rotter-
dam var strandað, þegar m.b.
Þorsteinn og m.s. Askur komu
að því. Eins og aðstæðum hefur
verið lýst á strandstað, þar sem
um var að ræða miklar grynn-
ingar og stórgrýttan botn og að
sker var framanmegin við skip-
ið bakborðsmegin, sem braut á,
svo og með tilvísan til framburð-
ar vitna að öðru leyti, sem að
björgunarstörfum unnu eða fóru
á strandstaðinn, verður, þrátt
fyrir staðhæfingar skipverja á
m.s. Nisse, að telja óvíst, og raun
ar ósennilegt, að skipið hefði af
eigin rammleik náð sér á flot,
þar sem ætla má, samkvæmt
þeirri vindátt sem var, er skipið
strandaði, að framendi þess hefði
borizt lengra upp á grynningar-
nar, þegar sjór féil að. En sam-
kvæmt vottorði Veðurstofunnar
í Reykjavík, sem lagt hefur verið
fram í málinu, hefur veðurhæð
komizt mest í 5 vindstig á þeim
sólarhring, sem skipið strandaði.
Ekkj verða heldur rök að því
leidd, að hægt hefði verið að
koma út léttbát skipsins, taka í
hann varpankeri með nægilega
löngum vír og róa honum frá
skipinu í hæfilega fjarlægð frá
því, þar sem grynningar voru
miklar við skipið og ókyrrð við
skips’hiliðina. Enda segir um þetta
m.a. i álitsgerð Gunnars Berg-
steinssonar, sjómælingamanns,
sem lögð hefur verið fram í
malinu, að til þess að slík ráð-
stöfun gæti komið að haldi, þurfi
haldbotn að vera góður, svo að
ankerið nái góðri festu. En senni
lega hafi verið þarna um að ræða
grýttan botn og lélega festu.
Samkvæmt framanrituðu var
umrædd hjálp m.b. Þorsteins og
m.s. Asks til handa hinu strand-
aða skipi björgun, en ekki að-
stoð.“
Þá var talið, að virðingargerð
hinna dómkvöddu matsmanna
hefði ekki verið hnekkt.
Dómurinn komst að þeirri nið-
urstöðu, að með tilliti til máls-
atvika væru björgunarlaun til
handa stefndu í heild hæfilega
ákveðin kr. 450.000.00, er skipt-
ist þannig, að 70% upphæðarinn-
ar falli í hlut eiganda m.s. Asks,
en 30% hennar í hlut eigenda
m.b. Þorsteins. Þá voru og til-
dæmdir vextir og málskostnaður
ákveðinn í heild kr. 70.000.00 fyr
ir héraðsdómi og kr. 28.000.00
fyrir Hæstarétti og skyldi stefndi
greiða þann kostnað af hendi.
Þá var viðurkennt, að stefnendur
ættu sjóveðrétt í skipinu fyrir
upphæðum þessum.
Ljósmyndari blaðsins (Sv. Þ.) tók þessa mynd fyrir nokkru inn á Kirkjusandi þar sem stór
krani hafði oltið um koll.
íslendingar áttu 54 skip
í smíðum um sl. áramót
Skipastóllinn alls 144.254 brúttólestir
jókst um rúmlega 7 þús. lestir
i
SKIPASKOÐUN ríkisins hefur
nýlega sent frá sér bæklinginn
„Skrá yfir íslenzk skip 1964“.
Sýnir hann m.a. að þilfarsskipa-
stóll landsmanna var um ára-
mótin 144.245 brúttólestir að
stærð. Árið 1963 bættust 52 ný
skip í flotann og um áramótin
voru í smiðum heima og erlendis
54 skip.
1. janúar 1964 voru skráð ís-
lenzk þilfarsskip samtals 144,254
brúttórúmlestir, og hafði skipa-
stóllinn aukizt á árinu um nálægt
3500 brúttórúmlestir.
Á árinu voru strikuð út af skipa
skrá 39 skip, samtals 3701 rúm-
lest, þannig að raunverulega hafa
bætzt í flotann rúmlega 7000
brúttólestir á árinu.
í stað þessara 39 skipa, sem
strikuð voru út af skipaskránni
á árinu 1963, hafa íslenzkum
skipastól bætzt 52 ný skip á ár-
inu.
Af þessum skipum eru 4 vöru-
flutninga- og farþegaskip, en þau
eru: Bakkafoss, Mánafoss, Hvíta-
nes og Djúpbáturinn Fagranes.
Tveir olíubátar, hvor 27 brúttó-
lestir, voru smíðaðir hér á landi
á árinu. Hin nýju skipin 46 eru
öll fiskiskip, og flest stálskip.
Fiskiskipin 859 talsins
Ef litið er á hvernig skipastóll-
inn íslenzki skiptist í skipagerðir,
þá eru í eigu íslenzkra aðila 1.
janúar 1954, 36 farþega- og flutn-
ingaskip, samtals 50.339 brúttó-
lestir, en auk þess 6 olíuflutn-
ingaskip, samtals 14.882 rúmlest-
ir og 4 litlir olíubátar. Fiskiskipin
eru alls 859 talsins, þar af 43 tog-
arar, 30.027 rúmlestir, 138 fiski-
og hvalveiðiskip yfir 100 rúm-
lestir eru samtals 22.676 brúttó-
xúmlestir, en fiskiskip með þil-
fari undir 100 rúmlestum eru 678
talsins og samtals 22.488 rúm-
lestir brúttó.
Það er athyglisvert, að í fyrsta
skipti um þessi áramót er saman-
lögð síærð fiskiskipanna yfir 100
brúttórúmlestir orðin meiri en
þilfarsskipanna undir 100 rúm-
lestum, því fjöldi stærri fiski-
skipanna fer ört vaxandi í ís-
lenzka skipastólnum.
Þá eru aðeins ótalin ýmis skip
er hafa með höndum sérstök verk
efni, t.d. 5 varðskip, 3 björgunar-
skip, 2 dráttarskip, 2 dýpkunar-
og sanddæluskip, 1 mælingaskip
og 6 lóðs- og tollbátar.
í Skrá yfir íslenzk skip 1964 er
líka skrá yfir skip í smíðum mið-
að við 1. janúar 1964.
54 skip í smíðum
Alls voru í smíðum erlendis 40
fiskiskip fyrir íslenzka aðila um
áramótin.
12 skip, voru I smíðum innan-
lands, og tvö vöruflutningaskip í
smíðum erlendis, en það eru
Mælifell, skipadeildar SÍS í smíð
um í Noregi og frystiskip Jökla
hf. í smíðum í Skotlandi.
Fróðlegt er að athuga ýmis
atriði í sambandi við fiskiskipin
í smíðum erlendis.
Af þessum 40 fiskiskipum eru
aðeins 4 tréskip, þannig að 90%
af íslenzkum fiskiskipum í smíð-
um erlendis eru nú stálskip. Að-
Gljáfaxi í skíðaflugi
til A-Grænlands
Á rnánud. fór Gljáfaxi DC-3 flug
vél Flugfélags íslands, í svonefnt
skíðaflug til austurstrandar
Grænlands. Er þá komið fyrir
á vélinni sérstökum skíðum, sem
smíðuð voru á hana í Minnea-
polis, og lendir hún á ísnum úti
fyrir hinum strjálu byggðum á
austurströnSinni ^em- ekki er
hægt að komast að á skipum
nema einu sinni á ári og stund-
um ekki það, og ekki hafa flug-
velli.
Vegna einangrunar þessara
staða frá umiheiminum gerði Kgl.
i Grænlandsverzlunin samning við
JFlugfélaig íslands í fyrrasumar
um að félagið sendi flugvélar
í skíðaflug þangað til að skipta
um mannskap og flytja póst,
tæki og aðrar nauðsynjar. Sl.
vor var farið slíkt flug í fyrsta
skipti og svo aftur í september í
haust, 6-7 ferðir hverju sinni.
Gljáfaxi lagði svo aftur upp
í eina slíka ferð í gær, undir
flugstjórn Jóhannesar Snorrasón-
ar, en aðrir voru Jón Ragnar
Steindórsson flugmaður og Henn
ing Finnbogason, vélamaður.
Munu þeir fljúga til Meistaravík-
ur, Scoresbysunds, Danebong og
Danmarkshavn.
eins 3 þessara skipa eru rúmlega
100 brúttólestir, hin eru langflest
um 200 og upp í 320 brúttórúm-
lestir að stærð.
í Noregi eru í smíðum um ára-
mótin 24 stálfiskiskip fyrir ís-
lenzka aðila, í Danmörku 3 tré-
skip, í Svíþjóð 1 tréskip og 1 stál-
fiskiskip, í Hollandi 3 stálfiski-
skip, í Englandi 2 og 6 í Austur-
Þýzkalandi.
»Innanlandssmíðin er hinsvegar
mest tréskip, 10 talsins, og er
stærð þeirra frá 15 og upp í 160
brúttólestir. Tvö stálskip eru nú
í smíðum innanlands, stálfiski-
skip i smíðum í Stálvík hf., Arn-
arvogi, og farþega- og flutninga-
bátur fyrir Breiðafjörð, sem er í
smíðum í Stálskipasmiðjunni hf.,
í Kópavogi.
Þetta er mikil viðbót við skipa-
stólinn á síðastliðnu ári og á
þessu ári, en svo til öll þau skip,
sem nú eru í smíðum, munu
verða skráð á þessu ári.
Þó nýsmíði hafi verið mikil
undanfarið, þá er hlutur inn-
lendra skipasmíðastöðva lítill. —
Blandast -víst engum hugur um
það lengur, að brýn nauðsyn er
að auka innlenda stálskipasmíði,
þannig að viðhald og endurnýjun
þessara skipa geti farið fram að
verulegu leyti innánlands.
Hrossagaukur
farinn að
hneggja
Á SUNNUDAG var einn af starfs
mönnum blaðsins .. Þingvöllum
ásamt tveimur öðrum. Þóttust
þeir félagar þá heyra hrossagauk
hneggja í vesturátt.
Mbl. bar þetta undir Finn Guð
mundsson, fuglafræðing, sem
sagði að engin dæmi væri uim að
hrossagaukurinn hefði komið svo
snemrna. Hann kemur venjulega
í byrjun apríl, en eitt árið '<x>m
hann þó seint í marz. Aftur á
móti er gvolítill slæðingur af
hrossagaukum hér allt árið og er
hugsanlegt að veðurblíðan hafi
valdið því að einh. er þeirra sé
farinn að láta frá sér heyra. —
Ef þetta væri rétt, að heyrzt
hefði í hrossagauk, kvaðst Finn-
ur telja að hann hefði haft vetur
setu hér.
Ekki væri ástæða til að halda
að farfuglar kæmu fyr til lands-
ins vegna veðurblíðu, því þeir
væru víðs fjarri og vissu ekkert
um veðurlag á íslandL