Morgunblaðið - 06.03.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.03.1964, Blaðsíða 1
24 slður 51. árgangur 55. tbl. — Föstudagur 6. marz 1964 Prentsmiðja Morgunblaðsins U Thant vinnur að stofnun gæzluliðs Indverji yfirmaður þess — Guatemalamaður sáitasemjari New York, Nicosia, 5. marz, NTB, AP. '&■ Áreiðanlegar heimildir hermdu í dag, að U Thant, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna myndi tilnefna Jose Rolz-Bennett frá Guate- mala sáttasemjara í Kýpur- deilunni. Einnig hermdu heimildirnar, að yfirmaður gæzluliðsins yrði indverski hershöfðinginn Prem Singh Gyani, en hann hefur dval- izt á Kýpur að undanförnu á vegum SÞ. U Thant hefur farið þess á leit við ríkisstjórnir Kanada, Svíþjóðar, Brazilíu, írlands og Finnlands, að þær sendi hermenn il Kýpur, en svör hafa enn ekki borizt. • Einn tyrkneskur Kýpurbúi lét í dag lífið í bardögum fyrir norðan Nicosíu, og í öðru þorpi Surtsey ÞESSA mynd tók Bjöm Páls- son, flugmaður, af Surti kl. rúmlega tvö í gærdag. Hann flaug austur að gosstöðvunum með farþega, sem skoða viidu gosið. Strax og sást til Surts, bar við himin gossúla, 15 til 17 þúsund feta há. Hélt súlan svipaðri hæð meðan sveimað var yfir um stund, þar til gos ið hætti skyndilega með öllu. Var flugvélin þá í nokkurri fjarlægð frá gígnum. Þegar hún nálgaðist aftur, sást greini lega langt ofan í gíginn. Féll sjór þá mjög ört niður í hann eftir. eins konar rennu, en henni voru tveir fossar áður en að sjálfum gignum kom. Sjórinn rann viðstöðulaust ofan í Surt og hafði hækkað í honum allverulega, er geysi- mikil sprenging varð u.þ.b. 4 mínútum eftir að gosið hætti. Eftir þetta hélt gosið áfram eins og ekkert hefði í skorizt. ,Var súlan álíka há og fyrir hvíldina. Viðrœður um Malaysíu fóru út um þúfur Alvarlegt ástaird á Borneó Bangkok 5. marz (NTB-AP) ÁSTANDIÐ á Borneó var enn mjög ískyggilegt í dag. Voru ir.snn uggandi þar sem slitnað hafði upp úr viðræðum utanríkis ráðherra Indónesíu, Filippseyja og Malaysíu í annað sinn á ein- um sólarhring. Etanríkisráðherrar komu sam- an í Bangkok til þess að ræða vopnahlé á. Borneó og undirbúa fund æðstu manna landanna þriggja. Eftir að viðræðurnar fóru út urn þúfur í dag, ræddí Salvador Lopez, utanrikisráðherra Fillipps eyja einslega við Tun Abdul Raz ak, utanríkisráðherra Malaysíu og síðan sat hann fund með Subandrio, utanrikisráðberra Iodónesíu. Að fundum þessum loknurn sagði Lopez, að allt, sem unnt væri, yrði reynt til þess að ná samkomulagi. Lýsti hann á- hyg'gjum sínum vegna þess að fundurinn í dag skyldi fara út um þúfur. Talið er, að erfitt verði að sam rýma kröfur Indónesíu og Malay síu. Indónesíumenn krefjast þess, að stjórnmálalegur samningur verði gerður um sam.búg ríkj- anna áður en hermenn Indó- nesíu verði kallaöir frá landa- mærum N-Borneó. Stjórn Malay- síu krefst hins vegar að Indó- nesíumenn dragi hermenn sína til baka áður en stjórnmálalegar viðræður hefjist. í dag kom til óeirða við ræðis- mannsskrifstofu Breta í borg- inni Surabaja á Jövu, er þúsund ir Indónesíubúa fóru í mótmæla- göngu þangað. Engin spjöll voru unnin á ræðismannsbústaðnum, en ræðismanninum var afhent yfirlýsing þar sem gagnrýnd eru áhrif þau, sem sagt er að Bretar og Bandaríkjamenn reyni að hafa á Indónesiustjórn í sam- bandi við deiluna um Malaysíu. Flugvél brann í Osló Osló 5. marz, NTB. SPRENGING varð í dag í flugvél á Fornebu-flugvelli Vilja ekki vatn frá Kúhu Washington, 5. marz (AP). FIDEL Castro, forsætisráðherra Kúbu, hefur boðizt til þess að skrúfa aftur frá vatnsleiðslun- um til Guantanamoflotastöðvar- innar á eyjunni. Bandaríkja- stjórn neitaði tilboði Castros og sagði að Bandaríkjamenn myndu sjálfir sjá um að nægiiegt vatn yrði í floíastöðinni. Skrúfað var fyrir vatnsleiðsl- urnar til flotastöðvar Banda- rikjamanna í Guantanamo fyrir nokkru til þess að mótmæla handtöku kúbanskra sjómanna, sem verið höfðu að veiðum undan ströndum Flórída. Strax og lokað var fyrir vatnsleiðslurn ar sagði utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, að ráðstöfun þessi hefði ekki komið stjórn- inni á óvart. Stöð til þess að eima salt úr sjó, yrði byggð í flotastöðinni og myndi hún fram leiða nægilegt vatn. Þar til smíði stöðvarinnar er lokið, verður vatn flutt til flotastöðvarinnar með skipum. Frá því að Kúbustjórn lokaði fyrir vatnið til Guantanamo, hafa Bandaríkjamenn sagt upp 1000 kúbönskum mönnum, sem unnið hafa í flotastöðinni. Eftir eru þar nú 800 Kúbumenn. í Osló. Vélin, sem var af gerð inni Dacota, gjöreyðilagðist, en 18 menn, sem í henni voru, björguðust. Vélin var að leggja af stað til Amsterdam, þegar sprenging varð í hægri hreyflinum og fá- um sekúndum síðar stóð vélin í ljósum logum. Farþegarnir og áhöfnin sluppu út um afturdyrn- ar vinstra megin. Enginn stigi var við vélina og þurftu allir að stökkva niður. Þrír skrám- uðust litillega í stökkinu. Flugvélin brann á stundar- fjórðungi og vannst slökkvilið- inu ekki tími til þess að beina að henni slöngum sinum. særðust fimm Tyrkir, er sprengja sprakk. • Skýrt var frá því í dag, að Andreas Araouzos, sem gegnir embætti utanríkisráðherra Kýp- ur í fjarveru Kyprianous, héldi á morgun til Moskvu. U Thant hóf í dag undirbún- ing undir sendingu gæzluliðs til Kýpur og útnefningu sáttasemj- ara samkvæmt tillögunni, sem Öryggisráðið samþykkti í gær. Haft var eftir áreiðanlegum Framhald á bls. 23. Heilsu Púls konungs hruk- ur æ meir Aþenu 5. marz (NTB) PÁLL Grikkjakonungur með- tók í dag síðustu smurningu Hafði hann þá verið meðvit- undarlaus í rúman sólarhring, en kom um stund til meðvit- undar eftir að gerfinýra hafði verið fengið til þess að létta undir með nýrum hans. Kon- ungur ræddi um stund við hall arprestinn Jeronim.as Kotso- nis, en féll síðan aftur í ómeg- in. Læknar konungs segja að heilsu hans hraki stöðugt og engin von sé um bata. Sorg ríkti um allt Grikk- land í dag. Messur voru sungn ar i öllum kirkjum, sorgarlög leikin í útvarpið og fyrir nt- an Tatoi-höllina, þar sem kon ungur liggur, var fjöldi fólks saman komið og báðust marg ir fyrir. ÖUum skem.mtunum var aflýst í dag. Kosningar í Bretlnndi i júiu eðo okt. London, 5. marz (NTB). SIR Alec Douglas-Home, for- sætisráðherra Breta, sagði í Neðri málsstofu þingsins í dag, að þingkosningar myndu fara fram í Bretlandi í júní eða október n.k. Áður en forsætisráðherr- ann hélt ræðu sína hafði kom- ið til harðra orðaskipta milli hans og Harolds Wilsons, for- manns Verkamannaflokksins Hafði Wilson sakað forsætis- ráðherrann um að endurtaka villandi blaðafrásagnir um Bandaríkjaferð hans. Forsæt- isráðherrann sagðist fús til þess að taka orð sín aftur, væru þau villandi. Hins vegar sagði hann, að Wilson hefði ekki skýrt á hvern hátt um- mælin væru villandi, en það yrði hann að gera, vildi hann kki, að þau væru höfð eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.