Morgunblaðið - 06.03.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.03.1964, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADIÐ r FöstudagUr 6. marz 1964 Útgefandi: Fr amk væmdas t j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslust j óri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 80.00 í lausasólu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 4.00 eintakið. STORIÐJAN - MÁL MÁLANNA Krúsjeff „í bóndabeygju" 1 fjölmennum fundi í Varð- arfélaginu í fyrrakvöld var rætt um stóriðjuna og þau mál, sem nú eru á prjón- unum: stórvirkjun, alúminí- umbræðslu, kísilgúrverk- smiðju og olíuhreinsunarstöð. Fjöldi manna tók þátt í um- ræðum og fyrirspurnum á þessum merka Varðarfundi og voru allir á einu máli um nauðsyn þess að hrinda í framkvæmd iðnvæðingu ís- lands til hagsbóta fyrir lands- lýð. Eins og kunnugt er, hafa tilraunir þær, sem áður hafa verið gerðar til þess að fá erlenda aðila til samstarfs við íslendinga um stórfram- kvæmdir hér á landi, strand- að á því, að hinir erlendu að- ilar hafa ekki talið efnahags- ástandið á íslandi nægilega tryggt og þess vegna ekki viljað festa fé sitt hér. Vegna viðreisnárráðstafananna hef- ur þetta breytzt svo, að traust útlendra fjármálamanna á ís- lenzku efnahagslífi hefur mjög aukizt. Hinu er auðvitað ekki að leyna, að nú eru á ný blikur á lofti í íslenzkum fjármál- um, sem stafa af þeirri að- för, sem gerð var að viðreisn- inni á síðasta ári. Engu að síður er umræðum haldið á- fram um stóriðju hér á landi, og auðvitað hljótum við að gera ráðstafanir til að treysta fjárhaginn á ný, og ekki ein- göngu vegna nauðsynjarinn- ar á stóriðjuframkvæmdum, heldur vegna þess að framfar- ir almennt og öruggar kjara- bætur fást því aðeins, að efna hagur landsins sé traustur. ERLENT FJÁRMAGN ví heyrist stundum haldið fram, að íslendingum stafi stór hætta af samstarfi við erlenda aðila í atvinnumál- um, og fjárfesting útlendinga hér á landi myndi vera mjög varhugaverð. Sannleikurinn er þó sá, að auðveldlega má búa svo um hnútana að eng- in slík hætta sé á ferðum. í þessu sambandi er ekki úr vegi að rifja upp róginn og árásirnar á Loftleiðir, þegar félagið á bernskuárum sínum tók upp samvinnu við erlend- an aðila, norska útgerðar- manninn og flugvélaeigand- ann Braathen. Sumir héldu því þá fram, að Loftleiðir væru að ofurselja íslenzk rétt indi útlendingum og stofna hagsmunum okkar í voða. í dag deila menn naumast um það, að Loftleiðir fóru rétt að, þegar þeir leituðu samstarfs við aðila sem höfðu bæði þekkingu og fjármagn til að koma hinu unga flug- félagi á legg. Menn sjá nú árangurinn af því samstarfi. Vonandi hefur hinn norski aðili ekki skaðazt á samstarf- inu við Loftleiðir, en hitt er þó ljóst, að íslenzka félagið og íslenzka þjóðin hagnaðist fyrst og fremst á þessu sam- starfi, og Loftleiðir væru áreiðanlega ekki slíkt stór- fyrirtæki á íslenzkan mæli- kvarða, sem raun ber vitni, hefði félagið ekki haft mann- dóm til að haga rekstri sín- um eins og heppilegast var, hvað sem leið ummælum öf- undarmanna félagsins og þeirra, sem hvarvetna mála hinn ljóta á vegginn. MINNKANDI TÖBAKSNOTKUN Oér í blaðinu var í gær skýrt ** frá því, að sígarettusalan í landinu hefði minnkað sem svarar rúmlega sjö milljónum króna á tveim mánuðum og færi salan enn minnkandi. Þetta eru ánægjuleg tíðindi því nú liggur það fyrir, að sígarettureykingar eru mjög skaðsamlegar heilsu manna, ekki sízt þegar unglingar reykja. Vonandi verður sú raunin að sígarettusalan aukist ekki að nýju, og þá hefur banda- ríska skýrslan um tóbaksreyk ingar, birting hennar hér á landi og umræður um hana borið árangur hé. eins og tal- ið er að hún hafi eert víða annars staðar. AUKAFUNDUR hófst í mið- stjórn rússneska kommiúnista flokksins 10. fehr. og voru landlbúnaðarmálin aðalfundar efnið. Þau hafa löngum reynzt Rússum erfið í framkvæmd og þeir eru ekki fáir landlbúnað- arráðherrarnir, em reknir hafa verið úr embætti í tíð Stalins og Krúsjeffs. Því að sökin á vanefndum ófram- kvæmanlegra áforma og lof- orða er jafnan látin bitna á þeim. Fyrir fund þennan hafði verið birt skýrlsa um hag bú- skaparins á liðnu ári. Sam- kvæmt henni hafði ríki ð tekið við 44,8 milljón lestum af korni frá samyrkjubúunum á árinu, en það var 12 milljón lestum minna en árið áður. Þennan misbrest verður stjóm xn að laga með kornkaupum frá Ameríku. Smérframleiðslan varð 7 % minni en 1962 og mjólfcurfram leiðslan líka minni. Þetta stendur í hinni opinberu skýrslu, en fylgihnettir Moskvu á Vesturlöndum haifa ekki haft hátt um það. Hins vegar benda þeir á, alldrjúgir, að kjötframleiðslan hafi auk- izt um 10% á árinu, en sleppa að minnast á, að þetta stafar af því að orðið hefur að „skera af fóðrum“, rýra bú- stofninn vegna fóðurskorts. 1 opinberu skýrslunni er t. d. sagt, að svínum hafi fækkað á árinu úr 69,9 í 40,7 milljónir. Slíkt mundi vera kallað kreppuástand á Vesturlönd- um, en í Paradís sósíalismans þekkist orðið kreppa vitanlega ekki. Samt hefur þeim nú fund- izt ástæða til að ræða málið þarna í Moskvu, og oift hefur það komið fyrir áður, að Krúsjeff hefur talið landlbún- aðarmálin á rangri leið og tek ið nýjar ákvarðanir — stund- um þvert ofan í álit búfræð- inganna. Svo var t. d. um hið mikía landnám í Kazakhstan, sem nú hefur valdið vonbrigð um, og um afnám dráttarvéla- FRETTARITARI blaðsins á Sauð árkróki átti tal við Hauk Jör- undsson, skólastjóra á Hólum og spurði tíðinda af Hólaskóla, og um tóbaksneyzlu nemenda. Skólastjórinn sagði að flestir nemendur hefðu reykt er þeir komu í skóla, aðallega sígarett- ur. Hins vegar væru nú fiestir þeirra, 25 að tölu, hættir við síga retturnar, en nokkrir mundu þó vera eitthvað að fikta við pípu- reykingar. Heilsufar hefur verið heldur slæmt í Hólaskóla að undan- förnu. Hálsbólga hefur gengið, en er nú í rénum. Góðar horfur eru með aðsókn að skólanum næsta vetur, þar sem margar umsóknir hafa bor- izt. Og er skólastjóri að velta fyrir sér hvort og hvernig megi rýma til að geta tekið fleiri en 27. Fréttaritari blaðsins í Austur- Skagafirði, Björn í Bæ, kom einnig að Hólum nýlega. Hann átti tal við ráðsmanninn, sem stöðvanna sem komu til fram- kvæmda áður en samyrkjubú- in höfðu fengið nóg af vélum. En versti dragbítur landbún- aðarins varð þó sá, að vikið var frá gamalli venju um sáð skipti og hvíldartíma akur- lendisins. En nú á að efla landibún- aðinn með því að miðla hon- um meiri áburði en verið Krúsjeff hefur. Fyrir fundinn í Moskva hafa verið lagðar áætlanir um eflingu kemisks iðnaðar og framleiðslu áburðar í stórum stíl. Er gert ráð fyrir að áburðarframleiðslan a u k i s t um 9 milljón lestir á þessu ári og jafnmikið á næsta ári. Átján milljón lestir svara til háltfrar áburðarframleiðslu Bandarikjanna, en það tók mannsaldur að koma henni í framkvæmd. Svo að Rússar verða að halda á spöðunum ef þeir ætla að byggja verk- smiðjur fyrir 18 millijón lestir á tveimur árum. Til þessa þarf fyrst og fremst gífurlega fjárfestingu, en því er Lofað að sparnaður á fé til hersins eigi að ganga til kemisfca iðnaðarins en enn- frernur er þess getið að bygg- ingu íbúða seinfci nofckuð og lætur vel af vetrinum, einkum vegna tíðarfarsins. Flest féð er frammi í Hagakoti og liggur þar við opið og er gefinn matur. Skólinn hefur nú 60 nautgripi í fjósi, þar af 40 mjólkandi kýr. Skólapiltar búa allir niðri í skólahúsinu, ásamt sumum kenn aranna, og hafa sitt mötuneyti þar. Annað mötuneyti er fyrir Moskvu, 4. marz (A?) „Rauða Stjarnan“, málgagn rússneska hersins, segir í dag að brezkar, bandarískar og franskar flugvélar hafi að undanförnu hvað eftir annað flogið lágt yfir rússnesk skip á austanverðu Miðjarðarhafi. Segir blaðið einnig að herskip úr flota Atlantshafsbandalags ins hafi margsinnis siglt hættu Iega nærri rússneskum skip- um á þessum sióðum. að ekki verði hægt að hækka lágmarkslaun fólks á þeim tíma, sem áður hafði verið lofað. En í sárabætur er fólfci lof- að því, að um leið og kemiski iðnaðurinn komist í fram- kværnd, skuli fólk fá alls bonar varning úr plasti og fatnað úr gerviþræði. Franskar og- enskar vél- smiðjur hafa fengið fyrir- spurnir um vélar handa kem- iska iðnaðinum. Hið ensfca stórveldi kemisks iðnaðar „Imperial Chemical Industri- es“ virðist eygja feitan bita þarna, og félögin „Stone- Platt Industries" og „John Brown“ hafa stofnað nýtt fé- lag sameiginlega — „Poly- spinner" — sem gerir Rússuim tilboð um smíði verksmiðju, sem mun.kosta kringum tólf milljarða króna. En Rússar þurfa langan gjaldifrest. — Þó að Krúsjeff fullyrti fyrir skömmu, að Rússar mundu fara fram úr Ameríkumönn- um í verkmenningu innan fárra ára, hafa Rússar orðið að fá að láni sem svarar 100 milljón sterlingspundum ár- lega, síðan 1960. 1 samninga- viðræðum þeim sem fram hafa farið um áburðarverk- smiðjurnar hafa þeir látið í ljós, að þeir verði að fá 15 ára greiðslufrest. Bretar vilja auka útflutn- ing sinn og telja að aukin viðskipti mili austurs og vest- urs geti orðið til þess að eyða sundurþykkju og óvild. Vilja þeir því fúslega gera þessa verzlun við Rússa. Sama er að segja um Vestur-Þjóðverja og Frakka. En Bandarfkjamenn líta öðrum augum á málið. Þeir vara Vestur-Evrópuþjóðirnar við því að selja Rúsum með löngum gjaldfresti, því að á þann hátt greiði frjálsar vesturþjóðir úr kreppu Rússa og geri Kreml fært að herða sóknina gegn öllum frjálsum þjóðum veraldar. — Esská. starfsfólk í húsi því sem Vigfús kennari hafði áður og þar býr nokkuð af starfsfólki. Ráðsmað- urinn býr í íbúðarhúsinu, sem Árni Pétursson hafði. Þá talaði fréttamaður við Hólmjárn' J. Hólmjárn, kennara, sem kveðst mjög ánægður með skólalífið í vetur og samkomu- lag allt á staðnum. Nær ógernmgur að fá aívinnu- leyfi SENDIRÁÐ fslands í Þýzkalandi skýrir svo frá * að jafnan séu nokkur brögð að því að íslend- ingar komi til Þýzkalands í at- vinnuleit án þess að hafa áður fengið vegabréfsáritun hjá þýzka sendiráðinu hér. Bent er á, að beita má ógern- ingur að fá atvinnuleyfi, ef slíkt er látið undir höfuð leggjast. Sendiráðið hefur áður bent á þetta í erindum til ráðuneytis- ins, og ráðuneytið birti þær að- varanir. Sfcal þetta nú enn ítrek- að. Á hitt skal jafnframt bent, að enga áritun þarf til Vestur-Þýzka lands, nema ætlunin sé að iexta eftir atvinnu. Góð aðsókn að Hóla skóla næsta vetur Nemendur flestir hættir að reykja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.