Morgunblaðið - 06.03.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.03.1964, Blaðsíða 17
Fðstudagur 6. marz 1964 MORCUNBLADIÐ 17 Jakobína • „Hve sæl ó hve sæl, er hin leikandi lund. En lofaðu engan dag fyrir sólarlags stund“. SVO AÐ segja daglega, erum við minnt á það, að það fer ekki eftir aldri þegar fólk er kvatt héðan, og það margir að segja má 1 blóma lífsins, eins og hér er nú orðið við fráfall Jakobínu. Má segja að það sé á miðjum aldri miðað við aldur fólks nú. Hún var fædd 1. ágúst 1913, þvi aðeins 50 ara að aldri er hún lézt. — Þrátt fyrir mikla og 6tóra sigra í læknisfræðinni, hef- ur ekki tekizt að ráða niðurlög- um á þeim mikla vágesti, sem hér var að verki. Þó má fullyrða, að hér var allt gert sem hægt var, bæði af læknum og hjúkrun- arliði, nákomnuim frændkonum og systkinum Jakobínu til þess að létta henni þær miklu þraut- ir, sem hún átti við að búa. En 6jálf bar hún þennan þunga kross með mikilli hugarró og prýði. En dauðinn gaf engin grið, heldur kvistar hann allt sem fyrir er. „Reyr stör, sem rós- ir vænar, reiknar hann jafn fá- uýtt.“ Jakobína var fædd í Reykja- vík, voru foreldrar hennar þau mætu hjón Guðríður Guðmunds- dóttir frá Hvammsvík í Kjós og Jósef Magnússon trésmíðameist- ari og bjuggu þau hjón í Tun- götu 2 í Reykjavík og þar ólst Jakobína upp. Jósef dó á besta aldri, varð fyrir ofkælingu við slökkvistarf í bænum. Stóð þá Guðríður eftir Að leiðarlokum ( Sm ultronstallet) Sænsk, Hafnarfjarðarbíó. Handrit og leikstjórn: Ingmar Bergman. SMÁM saman tínast myndir Ingmars Bergmans hingað til lands og gengur hægt og síg- andi. Að leiðarlokum hefur ver- ið heil sjö ár á leiðinni hingað, en gott er samt að hún skyldi komast hingað, því ófáar eru þær afburðamyndir sem alls ekki fá hingað komizt. Myndir Berg- mans koma að vísu ekki í réttri röð; þessi var næsta mynd hans eftir hið magnþrungna og sér- stæða Sjöunda innsigli og gerð tveimur árum á undan Meyjar- lindinni og Flísinni í auga kölska, 6em báðar hafa verið sýndar hér. Myndir Bergmans eru alltaf athygli verðar og oft eftirtektar verð rannsókn á mannssálinni. Að leiðarlokura er merkileg sjálf skoðun gamals einmana manns, sem finnur að kuldi sálardauð- ans hefur náð tökum á honum — að hann er lifandi dauður. En honum tekst að höndla líf og mannlega hlýju, vegna þess að augu hans opnast fyrir mistök- um sem honum hafa orðið á gagnvart samferðamönnum sín- um, eiginkonu og börnum. ísak Borg, er gamall prófessor, eem býr í Stokklhólmi (einihver gagnrýnandi vildi leggja mikla merkingu í að upphafsstafir í nafni hans og Bergmans væ*j þeir sömu: I.B.). Hann býr sig undir langa ferð, þar sem hann verður kjörinn heiðursdoktor við háskólann í Lundi þennan sama dag. Hann ákveður að aka í bíl eínum þangað og samferða hon- um er tengdadóttir hans, Mari- anna (Ingrid Thulin), en á milli þeirra hefur ekki verið neinn hlý leiki og ekki heldur milli Isaks og sonar hans. Orð hennar og ýmsir atburðir á leiðinni opna augu ísaks fyrir því, að hann hefui' aetíð verið eigingjarn, smá Jósefsdóttir með fjögur börn, flest í ómegð. Jósef var hinn ágætasti drengur, talinn prýðis fær í sinni iðn og bjó yfir allmikilli listhneigð. — Guðríður vildi öllum gott gera af sínum litlu efnum, þar sem hún vissi einhverrar hjálpar'þörf. Ég held að ekki sé of sagt, að Jakobína hafi erft beztu eðlis- kosti foreldra sinna. Það var stundum þröngt í litla bak-húsinu í Tungötu 2, en þó var eins og þar væri alltaf rúm. Eftir að Jósef féll frá bjó Jakobína með móður sinni, en , eftir lát Guðríðar bjó Jakobína j ein í Baðhúsi Reykjavíkur og sá um rekstur þess fyrirtækis. Jakobína fór snemma að vinna hjá Reykjavíkurborg og vann þar óslitið í tugi ára og lengst af sem gjaldkeri. Þegar Gjaldheimtan í Reykja- vík var stofnsett, var hún ráðin þar aðalgjaldkeri og gegndi því starfi, að ég hygg, með slíkri prýði og samvizkusemi, að betra yrði ekki á kosið. Færi vel ef margar stofnanir, ættu slíku úr- valsfólki á að skipa sem hún var. Eftirlifandi systkinni Jakobínu eru þau, Magnús starfsmaður við upplýsingaþjónustu Bandaríkj- anna, Elín bæjarfulltrúi í Hafn- arfirði og Guðmundur Vignir Gjaldheimtustjóri í Reykjavík. Jakobína átti ekki langt til góðra að telja í báðar ættir. Móðurforeldrar hennar voru þau góðu hjón Jakobína Jakobs- dóttir og Guðmundur Guðmunds son, sem flestum eldri reykvík- ing'um eru vel kunn. En þeirra böm voru auk Guð- munasamur og kröfuharður. Við heimsókn á æskustöðvarnar ber fyrir augu hans atburði úr for- tíðinni og hann sér hvernig æsku unnusta hans, Sara (Bibi Anders son), kaus heldur að giftast bitð ur han. Ung stúlka, sem hann tekur upp í bilinn á leiðinni, ber sama nafn og hún (einnig leikin af Bibi Anderson, og minnir hann enn frekar á fortíðina. Draumar og ýmsir fyrirburðir leiða gamla manninn inn á svið fortíðarinnar, sýna honum hvernig skeytingar- leysi og tilfinningaskortur knúði eiginkonu hans til ótrúmennsku. í draumi er hann leiddur fyrir (sjálfs)rcinnsóknarrétt. Ákæruat- riðin eru sjálfselsika og tilfinn- ingadauði. Og hegningin er hin venjulega: einmanaleikinn. Heimsókn ísaks til liáaldraðr- ar móður fyllir Marianne hryll- ingi við þeim tifínnangakulda sem þar ríkir. Atvik dagsins opna augu ísaks smám saman og hann sér að hann hefur ekki lifað lífi sínu til góðs og hann reynir að ríðar, Guðmundur skipstjóri, Gísli gerlafræðingur, Loftur ljós myndari, Guðbjörg Kolka, Ingi- björg sem ólst upp á Meðalfelli í Kjós og Friða kona Baldurs Sveinssonar bankar. Föðurforeldrar Jakobínu voru Magnús Árnason trésmíðameist- ari og kona hans Vigdís Ólafs- dóttir, alþekktir borgarar á sín- um tíma, þau bjuggu lengst af í Tungötu 2. Þeirre börn voru auk Jósefs, þær systurnar Elín, Anna og Sigríður, séra Ólafur í Arn- arbæli, Sigurður læknir lengst á Patreksfirði og Kristinn skipstj. Er þetta fólk ailt látið. En af börnum Jakobínu og Guðmundar eru aðeins þrjár dætur þeirra á lífi. Guðbjörg, Ingibjörg og Fríða. Af þessari upptalningu má sjá, að Jakobína hefir átt til góðra að telja, enda sýndi hún það, með framkomu sinni allri bæði í starfi, sem í viðmóti. En nú er þessari vegferð henn- ar lokið, með fullri sæmd. bæta fyrir sín fyrri mistök. Að loknum erfiðum degi gengur hann til hvílu, sáttur við sjálf- an sig og umhverfi sitt. Honum hefur tekist að vinna hlýju og skilning ástvina sinna, í stað þeirrar haturkenndu virðingar sem þeir áður báru fyrir honum. Handrit Bergmans er hnitmið að og hver einasta persóna mynd arinnar þjónar þeim tilgangi að varpa skírara ljósi á ísak Borg, persónuleika og líf hans eins og það er og var, og rannsaka sál hans. Og hér tekst Bergman svo snilldarlega að sýna inn í líf ísaks að þegar myndinni, sem spannar aðeins einn dag í lífi hans, lýkur, höfum við séð fyrir okkur alla hans æfi og við skiljum við hann sem annan mann. Myndin er list rænt afrek og hvert atriði svo margslungið, fullt af tilvísunum og táknum sem varpa fjósi á önn ur atriði og persónur, að ekki er hægt að gera þeim viðhlítandi skil í stuttri grein. Allur leikur í myndinni er sérlega góður, en samt ber einn leikenda höfuð og herðar yfir alla aðra. Það er hinn aldni Victor Sjöström, annar frægasti kvikmyndastjóri sænsk- ur á tímum þöglu myndanna, höfundur mynda eins og Fjalla- Eyvindur og Körkarlen (Kerru- sveinninn), sem kórónaði feril sinn í þessari mynd nokkru fyrir dauða sinn, með frábærum og hjartahlýjum leik sínum í hlut- Framhald á bls. 23. Ég kveð nú þessa góðu frænd- konu mína, með einlægri þökk fyrir aila góðvild, við mig og mitt fólk, og bið henni blessun- ar guðs, í hinurn nýju heimkynn- um. Fsu þú í friði. Steini Guðmundsson. ÞEGAR ég árið 1935 byrjaði vinnu hér á borgarskrifstofun- um, sem framfærslufulltrúi, var gjaldkeri á framfærslumála- skrifstofunni ung stúlka, um eða innan við tvítugt, Jakobína Jósefsdóttir. Hún vakti fljótlega athygli mína sem sérlega ákveð- in í allri sinni afstöðu til manna og málefna, enda leyndi sér ekki að stúlkan var sérlega vel greind, mjög skýr í hugsun og skjót í svörum, fljót að átta sig á öllum verkefnum, hraðhent og afgerandi í öllum afgreiðslum. Þetta voru mín fyrstu kynni af þessum unga starfsmanni þarna á skrifstofunum og áttu þau eft- ir að eflast og verða til þess í 24 ára samstarfi að sannfæra mig um að þessi unga stúlka væri mjög óvanalegur starfs- kraftur, því þar fóru margir kostir saman, ágætar gáfur, reglusemi, skyldurækni, ötulleiki og samvizkusemi í öllum af- greiðslum, æfinlega á réttum tíma á réttum stað. Það var allt- af yfir þessari stúlku mikil reisn og höfðingsbragur, sem hún þó sjálf virtist ekki vita af, en þannig fór mörgum hefðarkon- um, sem leggja sig allar í starf sitt og stöðu, hvert sem starfið var. Þannig var Jakobína. Auðvitað kynntist ég mörgum starfsmönnum, bæði körlum og konum, þarna á skrifstofunum, öll þessi mörgu ár og mörgum þeirra ágætum, en ég tel mig ekki gera neinum rangt til, þó ég segi að Jakobína bæri af að ágætum og er þó þar með npkk- ug langt til jafnað, því þarna unnu margir góðir kraftar, bæði karlar og konur og ekki trúi ég öðru en allt samstarfsfólk Jako- bínu sé mér sammála um þetta mat mitt á starfi hennar, þannig að við öll sem lengst unnum með henni séum þakklát fyrir kynn- in og fyrir þá fyrirmynd, sem hún gaf með starfi sínu og fram- komu allri. Það er svo sem al- gengt að í hverjum starfsmanna- hóp sé einhver beztur og mest- ur og hér fellur það í hlut Jako- bínu óumdeilanlega og þeim heiðurinn, sem heiðurinn ber. Við hin verðum að sætta okkur við okkar skorinn skammt. Ég sendi þessi fáu þakkar- og kveðjuorð fyrir hönd okkar allra samstarfsmanna þessarar ágætu stúlku, sem við öll bárum og ber- um til falslausan vinarhug og biðjum henni blessunar guðs og hans handleiðslu á landi lífsins og ljóssins. Innilega samúð vottum við systkinum hennar og öðrum vandamönnum við fráfall þess- arar ágætu og glæsilegu stúlku, sem kölluð var burtu á tindi sinna manndóms og starfsára. Sig. Á. Björnsson frá Veðramóti. JAKOBÍNA Jósefsdóttir andað- ist föstudaginn 28. febrúar. Hún var fædd 1/8 1913 og var því á bezta aldri þegar hún lézt. Ekki eru nema fá ár síðan hún fyrst kenndi þess sjúkdóms, sem batt svo skjótan enda á æviferil hennar. Alltaf þegar við minnumst Jöggu, eins og hún var kölluð í vina- og kunningjahópi, var það í sambandi við eitthvað skemmti- legt. Þar sem hún var, var alltaf líf og fjör, eins og við munum, sem vorum með henni .í Badminton- félaginu, þar sem hún var með frá byrjun. Hún var ein af stofn- endum félagsins, en því miður nutum við þess ekki nógu lengi að hafa hana með í félaginu, því nokkur ár eru liðin síðan hún hætti að starfa með okkur. Við félagar hennar í TBR kveðjum hana, með þökk fyrir samveruKtundirnar. J. G. OKKAR A MILLI SAGT SONARSONUR Sir Winstons Chur- cliilis og alnafni hefur mikinn á- huga á stjórnmálum. Winston Chur chill yngri er sonur Randolphs Cliurchiils og nýorðinn tuttugu ára. S.l. sumar ferðaðist Winston yngri um Afriku ásamt kunningja sínum. Var fararskjótinn eins hreyf ils flugvél, sem Winston stjórnaði sjálfur. Nú heiur ungi maðurinn skrifað bók um ferð sína og verð ur hún gefin út innan mánaðar. Bókin nefnist „Afríkuferð.**1- Ef Winston hyggst feta í fótspor síns fræga afa, fer hann rétt af stað, þvi að Sir Winston gat sér fyrst frægðar fyrir ritstörf. Winston Churchill yngri. * * * LOKKUR úr hári Chopins var fyrir skömmu seidur á uppboði í París fyrir um 90 þús. ísl. kr. Á sama uppboði var bréf frá George Sand til Alexanders Dumas yngra selt fyrir 63 þús. Bréfið er dagsett 7. okt. 1851. * ♦ * FRÁ því aS Sir Alec Douglas-Home varð forsætisráð- herra Breta, hefur póstur konu hans, Lady Douglas- Home, hundraðfald azt og fréttamenn sem forvitnast vilja um einkalif for- sætisráðherrahjón- anna standa oft fyrir utan bústað þeirra í Downing- stræti 10. Fyrir skömmu saeði Lady Dou- glas-Home frá því í blaðaviðtali, að maður hennar stráði sykri yfir hafragraut sinn á morgnana og vegna þessara ummæla hafa henni borizt hundruð bréfa frá hneyksluð um Skotum (forsætisráðherrann er skozkrar ættar). í flestum bréf- unum er tekið í sama streng: — Ef það er satt, að forsætis- ráðherra noti sykur út á hafra- grautinn, er óhugsandi að hreint Skotablóð renni um æðar hans, því að sönnum Skota kæmi aldrei til hugar að nota annað en salt út á morgunhafragrautinn. XXX Starfsmenn Páfagarðs rannsaka nú með áhuga niðurstöður skoðana- könnunar, sem fram fór í Frakk- landi fyrir skömmu og sýnir, að 46% kaþólskra manna í landinu eru ekkert mótfallnir því, að kaþólskir prestar fái að kvænast. Á kirkjuþinginu í Róm hefur ver- ið ræddur sá möguleiki, að kaþól- skir prestar, minnsta kosti þeir lægst settu, fái að kvænast og Ulið er að málið verði til nánari umræðu, er þingið kemur saman á ný að hausti. Frakkar eru fyrsta kaþólska þjóðin, sem gengið hef- ur undir áðurnefnda skoðanakönn un og niðurstöður hennar hafa vakið undrun kirkjuyfirvaldanna. Töldu þau að andstaðan gegn því að prestar kvæntust væri meiri. En eitt vandamál verður að hafa hugfast, þegar rætt er uin niður- stöður skoðanakönnunarinnar í Frakklandi, og það er hinn mikli skortur á prestum í landinu. Fyr- ir áratug útskrifuðust 2000 prestar árlega úr frönskum skólum, en árið 1963 voru þeir aðeins rúm- lega 500. okkar á mllli sagt ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.