Morgunblaðið - 06.03.1964, Blaðsíða 3
Föptudaffur 6. m'árz 1964
MORCU N BLAÐIÐ
3
ÍT'
MJÖG dró til tíðinda í Hlá-
skólaíbiói í fyrrakvöld. Efnt
var til miðnæturhljómleika,
þar sem 5 hljóonsveitir léku,
4 hljómsveitanna léku að
mestu sömu lögin, hver á fæt
ur annarri. Voru það tónsmíð-
ar, sem hinir margumtöluðu
„Beatles“ hafa ært ungt fólk
með að undanförnu. Húsið var
fullsetið unglingum, sem flest
ir voru á aldrinum 14 til 18
ára. Þegar hávæx strengja-
sláttur hljiómsveitanna og sker
andi óp söngvaranna dundu
við sem hæst, missti mikill
hluti áheyrendanna stjóm á
sér og klappaði af sefjun,
æpti og stappaði niður fótun-
um, sumir í gólfið, en aðrir
dönsuðu á stólsetum eða jafn-
vel stólbökum. Sumir drengj-
anna drógu af sér jakkana og
hentu þeim í loft upp í hita
l>ansarinn mikli l'jariægour.
Ungs manns gaman á
Miðnæturhljdmleikum
leiksins. Lítið bar á ölvun, en
þó var piltur nokkur, sean tví
vegis hafði dansað um. gang-
ana og eitt sinn upp á sviðið,
fjarlægðirr sakir ölæðis.
Fimmta hljómsveitin, Sav-
anna tríóið, átti í engu sam-
leið með hinum öðrum atr.
skemmtunar þessarar. Meðlim
ir tríóins leika á gítara og
syngja ýmis lög, flest íslenzik,
sem þeir hafa sjálfur fært í
búning og gefið sérkennilegan
blæ. Hafa þeir hvarvetna vak-
ið mikla athygli fyrir söng
sinn og ekki sízt örugga fram-
komu á sviði og óyfirdrifna
kímni. Aheyrendur fögnuðu
Savanna-tríóinu ekki siður en
öðrum og ætluðu aldrei að
sleppa því út af sviðinu, en
hrifningin var látin í ljós með
allt öðrum og siðmenntaðri
►rlr af „Hljómum".
hætti en þegar hinir áttu í
hlut.
Eitt laganna, sem ' sumar
hljómsveitanna léku, heitir
„Roll over, Beethoven", sem
er allur textinn, hrópaður
öðru hverju. Stjómandi einn-
ar hljómsveitarinnar þýddi
nafnið: „Snúðu þér við í gröf
inni, Beethoven". Ef gamli
meistarinn hefur ekki gert það
á þessari stundu, þá.er óhætt
að fullyrða, að fátt muni á
hann bíta.
Savanna-tríóið gerði hins
vegar enga tilraun til að raska
ró framliðinna. Þegar piltarn-
ir brugðu á leik, sungu þeir
um Pálínu, Jósafat og sauma
maskinuna. Einnig sungu þeir
Bílvísur, er Bjarni Björnsson
gerði frægar forðum daga, í
eigin útsetningu. Völbtu gam-
ansöngvar þessir feiknalega
bátínu meðal áheyrenda.
Mest sefjun greip um sig
undir leik „Hljóma“ frá Kefla
vík, sem léku bæði fyrir og
eftir hlé. Er þeir hofðu lokið
leiknum í fyrra skiptið, var
klappið og orgið svo ærandi,
að köll kynnisins, Jónasar
Jónassonar, í hljóðnemann,
þess efnis að „Hljómar" léku
aftur eftir hléð, bárust ekiki
til eyrna áheyrenda.
Það var í síðara skiptið sem
„Hljómar" léku, að leikurinn
tók að ærast fyrir alvöru.
Drukkinn piltur dansaði um
allt húsið og fóru tveir menn
á eftir honum og ýimist hand-
sömuðu eða misstu hann aftur
Svo kom þó, að honum rann
nokkuð móðurinn, en þegar
lögreglumenn komu sikömmu
síðar að fjarlægja tónlistar-
unnanda þennan, sfé hann enn
nokkur spor. Stóðu þá flestir
þeir, sem fyrir framan inn-
gangana sátu, upp og sneru
sér við, klappandi þó og æp-
andi. Stóðu margir á stólum
og slógu höndunum saman
fyrir ofan hofuð sér. Um hríð
heyrðist ekkert í „Hljómum",
sem þó þykja hafa allhávær
tæki í þjónustu sinni. Fyrir-
myndir þeirra „The Beatles“
hafa látið hafa eftir sér, að
þeir séu ekki ánægðir fyrr en
hætt er að heyrast til þeirra
fyrir ólátum í salnum, — þá
fyrst hafi þeir náð takmaxki
sínu. Mega „Hljómar“ þvi vel
við una.
Morgunblaðið hafði í gær
samband við Pétur Guðjóns-
son, rakara, sem er umboðs-
maður þriggja af hljómsveitun
um. Sagði hann að ákveðið
væri að halda tvenna aðra
hljómleika með sömu skemmti
atriðum. Yrðu þeir í Austur-
bæjarbíói. Kvaðst Pétur á-
nægður með hljómleikana í
fyrraikvöld. Aðspurður um
álit á því, hvernig unglingarn
ir létu í ljós hrifningu sína,
sagði Pétur, að kraikkarnir
hefðu bara tekið þátt í hljóm-
listarstemmingimni. Um ólæt-
in sagði Pétur, að unglingar
væru alltaf með „galsa og
gleðsikap“, þegar einíwer einn
yrði sér til skammar á al-
mannafærL
Savanna tríóið.
Golfklúbbur 60 manna
stofnaður á Suðurnesjum
Byggir völl þegar í sumar
SÍÐASTL. þriðjudag var stofn-
aður Golfklúbbur Suðurnesja á
fjölmennum fundi sem haldinn
var í lögreglustöðinni á Kefla-
víkurvelli. Stofnendur voru um
60, frá Keflavík, Njarðvíkum og
mt vellinum.
Formaður var kjörinn Ásgrím-
ur Ragnars, Keflavíkurflugvelli,
en meðstjórnendur þeir Bjarni
Albertsson og Þorbjörn Kjærbo
frá Keflavík. Helgi Sigvaldason
og Ingvar Jóhannesson frá Njarð
víkum og Einar Árnason og
Kristján Pétursson frá Keflavik-
urflugvelli.
Formaður Golfsambands ís-
lands, Sveinn Snorrason, mætti
og aðstoðaði við stofnun klúbbs-
ins.
Hinn nýi klúbbur hefur þegar
tryggt sér land undir golfvöll.
Er það tún í landi jarðarinnar
Stóri-Hólmur í Leiru og telja fé-
lagsmenn að þar megi koma upp
9 holu velli og megi taka hana í
notkun þegar í vor. Mikill áhugi
er meðal félagsmanna og mun
Hjórnin hafa í hyggju að útvega
kennara strax í sumar, enda eru
flestir félagsmenn byrjendur í
íþróttinni.
Kopavogur
Spilakvöld Sjálfstæðisflokksins
hefst kl. 8,30 í kvöld i Siálf-
stæöishúsinu, Kópavogi.
STAKSTEIHAB
Yfirboð
stjórnarandstöðunnar
„SUÐURLÁND“ blað Sjáifstæðis
ir.mna á Suðurlandi, birtir ný-
lega forystugrein undir fyrir-
sögninni „Stjómarandstaðan
alltaf með yfirboð“. Er þar
meðal annars komizt að orði á
þessa leið:
„Allur almenningur hefur
tekið eftir því, að stjórnarand-
staðan er með yfirboð í hverju
máli. Kappið á milii Fram-
sóknar og kommúnista um að
sýnast og yfirbjóða er dæim-
laust. Báðir þykjast þessir flokk-
ar vilja vera gegn dýrtíð og tala
um að hún sé bölvaldur. Á
sama tíma kynda þeir undir
allar kröfur sem upp koma og
teija að hver sem kröfur ber
fram, eigi skilyrðislaust að fá
þeim fullnægt.
Stjórnarandstaðan segir við
hændur að þeir eigi að fá
hækkað afurðaverð og er það
rétt að vissu irarki. Á sama tíma
heldur stjórnarandstaðan því
fram í bæjunum að landbúnaðar
vörar séu ‘allt of dýrar og sé
það vottur um þá miklu dýrtíð
sem orðin er“.
Hliðin sem snýr
að launþegum
Suðurland heldur áfram:
„Stjórnarandstaðan segir við
launþega að þeir þurfi að fá
stórum hækkað kaup. Ekki er
að efa, að æskilegt er að laun-
þegar hafi særr.'Iegar tekjur, en
afleiðing kauphækkananna hlýt-
ur ávallt að vera hækkað vöru-
verð, sem stjórnarandstaðan er
daglega að tala um að sé óheyri-
lega há.tt. Stjórnarandstaðan tel-
ur, að kaup verzlunarmanna eigi
að hækka, og víst er það að
margt fólk sem vinnur við
verzlun hefur ekki verið vel
launað. En afleiðingin af launa-
hækkunum til verzlunarfólks
verður hækkuð álagning á vör-
um að einhverju marki, sem leið-
ir til hækkaðs vöruverðs. Víst
er, að annar armur stjórnarand-
stöðunnar, Framsóknarmenn,
krefjast þess, að álagning verði
stórhækkuð. f sömu andrá ©g
fárazt er yfir hækkun verðlags-
ins“.
Afstaðan til útvegsins
Enn segir í forystugrein „Suð-
urlands“:
„Stjóraarandstaðan segir við
útgerðarmenn, að þeim beri að
fá hækkað fiskverð, án tillits til
þess hvort útflutningsverð á
fiskinum hefur hækkað. Þegar
frystihúsin leggja fram reikn-
inga sem sýna, að þau geta ekki
haldið rekstrinum áfram ef fisk-
verðið hækkar jafnhiiða kaup-
hækkunun\ sem orðið hafa,
telur stjórnarandstaðan sjálf-
sagt, að ríkissjóður greiði það
sem á vantar. Þegar ríkisstjórn-
in gerði tillögu um tekjuöflun,
til að standast straum af því
sem greiða verður útveginum,
vegna aukins kostnaðar, sem
hann fær ekki staðið undir,
neitar stjórnarandstaðan að vera
með í að afla nokkurra tekna.
Þannig kemur stjórnarandstað-
an fram í flestum málum af full-
komnu ábyrgðarleysi“.
Héldu bændum
í úlfakreppu
Loks segir í forystugrein „Suð-
urlands“:
„Framsóknarmenn þykjast
stundum vera sérstakir mál-
svarar bænda. Er stundum á
þeim að skilja, að bændur hafi
lifað sældarlifi áður en núver-
andi ríkistjórn kom til valda.
Vitað er þó að Framsókn hélt
bændastéttinnj í úlfakreppu um
langa tíð með því aft meina
bændum að fá aukinn styrk..“.