Morgunblaðið - 06.03.1964, Blaðsíða 15
.'1
15
Föstudagur 6. marz 1964 1 MORCUNBLAÐIÐ
i
Hinn frægi danski mál-
ari Ásger Jorn hefur á
síðari árum gefið listasafn
inu í fæðingarborg sinni..
Silkeborg mörg listaverk,
bæði eftir sjálfan sig og
aðra fræga nútímamálara
og myndhöggvara. Lista-
safnsbyggingin í Silkeborg
þykir ekki lengur full-
nægja kröfunum, sem gera
Þverskuður hins fyrirhugaða listasafns í Silkeborg.
Þrjár hæöir neðanjarðar
Jörn Utzon teiknar listasafn
fyrir Asger Jom
verður til hússins, sem
er umgerðin um lista-
verkagjöf Jorns. Fyrir
skömmu sneri Jorn sér því
til hins fræga danska arki
tekts Jörns Utzons og bað
hann að gera uppdrátt að
nýju safnhúsi í Silkeborg.
Utzon flutti fyrir einu ári
til Ástralíu þar sem hann
stjórnar teikningu óperuihúss
í Sidney. Fékik hann það verk-
efni eftir að hafa unnið sam-
keppni, sem efnt var til meðal
arkitekta um allan heim.
í danska tímaritinu „Arki-
tektur“ gerix Utzon fyrir
skömmu grein fyrir tillögu
sinni um safnhús í Silkeborg.
Hann segist hafa tekið þann
kost, að grafa safnið niður í
jörðina. Sá hluti þess, sem
yrði undir yfirborði jarðar,
samsvaraði þriggja hæða húsi.
Ein hæð yrði fyrir ofan yfir-
borðið. Utzon segir, að hann
hafi ákveðið þetta eftir að
hafa gert sér grein fyrir, að
safnlhús ofanjarðar, sem væri
nægilega stórt, myndi stinga
í stúf við umlhverfið. Hug-
myndina að safnhúsinu segist
Utzon hafa sótt til margra
atvika og staða, sem hann
hafi.séð t. d. hafði hann orðið
fyrir áhrifum af heimsókn
sinni í Tatung-hellana fyrir
vestan Peking, en þar eru
hundruð höggmynda í hellum
á árbakkanum.
í hinu nýja safni í Silke-
bong er hægt að koma fyrir
höggmyndum og málverkuim,
sem eru jafn há og þriggja
hæða hús. Engir stigar verða
í húsinu, en safngestir ganga
niður á neðstu hæð þess eftir
'hallandi plötum, sem hvíla á
9tálsúlum.
— Rödd úr noðri
Framh. af bls. 13
samríki . . . Vér erum í dag
forvígismenn hinnar friðsamlegu
hinnar umburðarlyndu þjóðernis
etefnu . . . Vér Norðurlandabúar
eigum landvinningi ólokið, vér
eigum eftir að vinna Norðurlönd
. . . . Vér erum friðsamlegir
landvinningamenn', vér nemum
vort eigið land, nýtum möguleika
þess, sjálfum oss til gagns og eng-
um til óþurftar. En ef vér bregð-
umst þessari landvinningaskyldu
mun samnorræn ættjörð vor
sökkva eins og hvert annað
Atlantis í hafdjúp vors eigin
ónytjungsháttar. . . .“
Sem fyrr segir hafa næstum
fjörutíu ár liðið og mesta styrj-
öld heimsins til þessa verið háð
frá því þessi ræða var haldin.
Hinar norrænu hugmyndir Gunn-
ars Gunnarssonar hafa staðizt
sína eldskím. Þær komu að nýju
fram í hugum manna og sálum,
að styrjöldinni lokinni. Hér í
Danmörku verður því vart
gleymt, hve mikinn áhuga Hans
Hedtoft, forsætisráðherra, hafði
á sterku alnorrænu samstarfi.
Norðurlandaráð er enn svo ungt
að árum, að það hefur ekki náð
að sýna hvers það er megnugt.
Sem kunnugt er hefur orðið að
falla frá tveim málum, sem mikl
ar vonir voru bundnar við: varn-
ar bandalag og toilabandalag.
Hinu síðarnefnda verður komið
á árið 1966 — en með öðrum
hætti, þ.e. samstarfi ríkja Frí-
verzlunarsvæðisins. En margt
hefur áunnizt, sem nú er litið á
sem sjálfsagða hluti. Enginn,
sem tengdur er stjómmálalifi
voru, atvinnulífi og atvinnuhátt-
um, vísindum, listum og skáld-
skap, getur í dag efazt um, að
Norðurlönd hafi einnig evrópsku
hlutverki að gegna, eins og Gunn
ar Gunnarsson gerði sér ljóst fyf
ir næstum fjörutíu árum. Þegar
hann bar fram hugmyndir sínar
um málefni Norðurlanda voru
þær nýjar. í dag eru þær á
margra vörum.
Hugmyndin um hlutverk Norð-
urlanda í Evrópu og víðar í heim
inum kom ljóslega fram í hinum
mörgu og merkilegu ræðum
norska utanríkisráðherrans, Hal-
vards Lange, fyrir nokkrum ár-
um, þar sem hann reifaði af
raunsæi málefni er vörðuðu Efna
hagsbandalag Evrópu.. Og nán-
asti samstarfsmaður Langes,
Hans Engen, ráðuneytisstjóri,
sagði á einkafundi fyrir nær
tveim árum, næstum þvi það
sama, sem Gunnar Gunnarsson
hafði gert ljóst á þriðja tug ald-
arinnar: að eins og nú væri kom-
ið, jafngildi það sjálfsmorði, ef
Evrópa héldi áfram að eyða orku
sinni í innbyrðis styrjaldir. Nú
verðum við að taka alveg gagn-
stæða stefnu, sagði Engen, ráðu-
neytisstjóri. Frá því Gunnar
Gunnarsson setti fram hugmynd-
ir sínar hefur Evrópa reynt
styrjaldarleiðina. Nú skiptir öllu
máli að reyna að ganga braut já-
kvæðrar samvinnu en ekki ger-
eyðingarinnar. Evrópsk samvinna
verður að veruleika, þó svo hún
komist ekki til framkvæmda
með þeim hætti, sem áformað
var.
★
í ræðu, sem Gunnar Gunnars-
son hélt sumarið 1927, í sjóferð
norrænna stúdenta til Nordkap,
sagði hann: „Sem baráttumenn
hins góða höfum vér ekki aðeins
hlutverki að gegna í Evrópu held
ur og í öllum heimi. Vér eigum að
halda Uppi merki friðarins. Vér
eigum að hefja þjóðfrelsið til
vegs, innbyrðis sjálfstæði samfara
stórhuga samvinnu . . . Vér
Norðurlandabúar erum frá fornu
fari lýðræðissinnar — ólýðræðis
leg öfl eru sennilega utanveltu á
Norðurlöndum."
Birting ræðu Gunnars Gunnars
sonar á íslandi, í íslenzkri þýð-
ingu, kemur lesendum til að í-
huga, hvað enn sé eftir að gera
og hvað þegar hafi áunnizt á
síðari árum. Ef til vill hefur
meira áunnizt til þessa en skáldið
gerir sér ljóst. Flestir munu sam-
þykkir grundvallar sjónarmið-
um hans. Takmark hans var
norræna ríkið, eitt ríki. Það get-
ur vart talizt nærtækasta hlut-
verkið nú. í norrænu samstarfi
höfum við þegar náð það mikl-
um árangri, að fjöldamargt gríp-
ur inn í daglegt líf okkar, án
þess að við gerum okkur grein
fyrir því. Hinir ágætustu lög-
fræðingar Norðurlanda athuga
möguleikana á auknu samstarfi
á sviði laganna, m.a. um lög, er
varða hlutafélög. Þegar hefur
raunhæfur árangur náðst.
Samvinna visindamanna, skáld
a, listamanna, og blaðamanna er
eins lifandi og árangursrík og
nokkru sinni áður. Aldrei fyrr
höfum við ferðazt í jafn miklum
mæli um lönd hvers annars. Um
þessar mundir standa yfir af
hálfu norrænu félaganna vel und
irbúnar tilraunir til gagnkvæmr-
ar bókamiðlunar á Norðurlönd-
um. í Finnlandi miðar því starfi
þegar vel áfram. Komdð hefur
fram hugmyndin um „rithöfund
mánaðarins." í janúar var byrjað
með því að velja Harry Martin-
son. Ákveðið hafði verið, að rit-
höfundur febrúarmáðaðar skyldi
vera sá, er hlyti bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs, það varð
Tarjei Vesaas.
Margir stúdentanna, sem Gunn
ar Gunnarsson — sem nú er á 75.
aldursári — talaði til fyrir næst-
um fjörutíu árum, hafa nú m.eð
höndum trúnaðarstöður í þjóð-
BLAÐBURÐAFÓLK
\ ÓSKAST
t þessi blaðahverfi vantar Morgunblaðið nú
þegar ungiinga, röska krakka eða eldra fólk,
til þe_ss að bera blaðið til kaupenda þess.
Gjörið svo vel að tala við afgreiðslu blaðsins
eða skrifstofu.
félaginu. Margt bendir til þess,
að hugmyndir hans, sem þá voru
nýjar, og hvatningarorð hans
hafi tendrað glóð í huga þeirra
og vakið þá til verka.
Þau ár, sem Norðurlandaráð
hefur starfað, hefur norræn sam
vinna aukizt og styrkzt. Ráðið er
á góðri leið með að finna sér
þann starfsgrundvöll, er því hent
arar bezt, fastan grundvöll til að
byggja á tilveru sína. Varanlegur
hoiður og sómi er Norðurlanda-
ráði að stofnun bókmenntaverð-
launanna.
„Norrænt samstarf verður að
hefjast á Norðurlöndum", var
sagt' í ritstjórnargrein í Berling-
ske Aftenavis í janúar sl. Hverj-
ar ástæður, sem Norðurlöndin
kunna að hafa til að leggja sinn
skerf til heimsmálanna, má
grundvallaratriðið — gagn
kvæmt samstarf Norðurlandanna
heima fyrir — aldrei gleymast né
hverfa í skugga þeirra verkefna,
sem að steðja utan Norðurlanda.
Sálrænir og efnislegir kostir riku
legrar samvinnu Norðurlanda
eru svo augljósir íbúum þeirra,
að ekki er þörf að telja þá upp.
Norðurlandabúa finnst sem hann
sé heima hjá sér, hvar svo sem
hann er staddur á Norðurlönd-
um. Hversu víðtækt, sem norrænt
samstarf á eftir að verða á kom-
andi árum, má aldrei gleyma að
leggja allt kapp á að sinna þeim
verkefnum, sem næst standa —
verkefnunum á Norðurlöndum.
Þar liggja ræíur okkar og þaðan
liggur leið okkar út í heiminn.
CORYSEI
SAlOHÉl
Bananamjólk
Möndlamjólk
Agúrkumjólk
Appelsínumjólk
★
Gulrófnakrem
Sérfræðingar getfa ráð
með val vöru.
Bókaforlag Odds Bjömssonar
Til sölu
er 4 herb. íbúð í Hlíðumum.
Félagsmenn hafa forkaupsrétt
lgum samkvæmt.
Byggingarsamvinnufélag
Reykjavíkur.
7/7 sölu
er hús í Kleppsholtinu. Félags
menn hafa forkaupsrétt lögum
samkvæmt.
Byggingarsamvinnufélag
Reykjavíkur.
Munið að panta
áprentuðu
límböndin
Karl M. Karlsson & Co.
Melg. 29. Kópav. Sími 41772.
Bíloviðskipti
Vesturbraut 4, HafnarfirðL
Sími 51395.
Höfum kaupendur að góðum
vörubílum með staðgreiðsl-
um.
Bílaviðskipti
Vesturbraut 4,
Hafnarfirði. — Sími 51395.
i BÍLASALÁN ,
IFöffl
Volvo Amazon ’63 ekinn 12 þ.
km, 4ra dyra, gott verð.
Volkswagen ’63 hvítur, mjög
góður einkabíll.
Mercedes-Benz 220 S ’61 ný-
innfluttur, mjög glæsilegur.
Opel Kapitan ’62 De-Luxe”L“
nýinnfluttur.
Opel Rekord ’63.
Skoda Combi ’62 Station.
Volvo Station ’62.
Opel Station ’60.
Willys-Gipsy og
Landrover jeppar.
Vörubílar mikið úrval.
Aðal Bilasalan
er aðalbílasalan í bænum.
ÍOIFSSÍRÆTI II
Símar 15-0-14 og 19-18-1.
Til sölu
Moskwitch Station ’59. Skipti
möguleg.
Skoda Comby ’62 (Station).
NSU Prinz ’64.
Daffodil ’63. Greiðsluskilmál-
ar.
Morris ’50. Góð kjör.
Volkswagen, flestar árgerðir.
Ohevrolet ’53, ’54, ’55, ’56, ’59
og ’60.
Úrval af 4ra, 5 og 6 manna
bílum. Einnig góðir jeppar
og ýmsar gerðir bifreiða.
BÍLASALINN
Vi6 Vitaforg
Sími 12500 — 24088.