Morgunblaðið - 06.03.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.03.1964, Blaðsíða 2
z MORCU NBLAÐIÐ r Fqstudagur 6. .nasurjz 1964 Ný fjársöfnun til Hallgrímskirkju .,Gjafah9utabréf(( kviftun fyrir gjöfum — Eaigar breytingar fyrirhugaðar á BYGGINGAR- og sóknar- nefndarmenn Hallgríms- kirkju, ásamt verkfræðingi og arkitekt, efndu í gær til fundar með fréttamönnum. Þar kom fram, að 350 ára afmælis Hallgríms Pétursson ar verður minnzt 15. þ.m., með almennum guðsþjónust- um. Jafnframt verður þann dag hafin útgáfa svonefndra „gjafahlutabréfa“, til kvitt- unar fyrir frjáls framlög til kirkjubyggingarinnar. Aðspurðir lýstu fundar- boðendur því yfir, að ekki stæði fyrir dyrum að gera neinar breytingar á kirkju- byggingunni, og myndi sam- þykkt sú, er gerð var á al- mennum borgarafundi, fyrir skemmstu, engin áhrif hafa. Fullyrtu þeir, að sá fundur hefði ekkert umboð haft til að koma slíkum tilmælum til réttra aðila. Biskupinn, herra Sigurbjöm Ein.ars9on, ræddi í upphafi um tilefni fundarins með frétta- mönnum, sem hann sagði löngu ákveðinn lið í gamalli áætlun. Stæði hann í engu sambandi við þær umræður, sem nýiega hafa farið fram um kirkjubyggingar- málið. Sagði biskup eðlilegt, að kirkjumálið, og fjársöfmm til byggingarinnar, kæmi á dagskrá um Ieið og minnzt væri afmælis sálmaskáldsins. Sigtryggur Klemenzson, ráðu- neytisstjóri, ræddi nokkuð „gjafahlutabréf“ þau, sem ætl- unin er, að út verði gefin um miðjan mánuðinn. Verða þau naeð ýmsum verðgildum, frá 100 Þessi mynd var tekin um borð í Drangajökli í gær og sýnir hún hvar 38,8 metrar af borðstokk skipsins hafa þurrkast burtu. Þetta skeði er skipið var statt um 150 sjómílur SA af Cape Cod og lenti það í sama veðr- HaSigrímskirkju — til 5000 kr. 3réfin eru fjórar síður að stærð, og hafa m.a. að geyma ávarp biskupsins. í>ar segir m.a.: „bakkarskuld íslend- inga við síra Hallgrím Péturs- son verður aldrei ofmetin. Sú gjöf, sem hann var þjóðinni, verður alltaf meiri en hver áþreifanleg viðurkenninig henn- ar . . . Kirkjan er í smíðum í höfuðborg íslands. Sérstaða hennar er sú, að hún ber nafn Hallgríms . . . Hún verður ekki tiltakanlega mikið mannvirki á mælikvarða nútímans, stærðin mundi varla mjög gagnrýnd, ef í hlut ætti leikhús, danssalur eða kvikmyndahús . . Á baksíðu bréfsins er vitnað í lög um tekju- og eigrnaskatt, nr. 70/1962, þar sem getið er um skattafrádrátt vegna gjafa til kirkjufélaga o. fl. Fram kom á íundinum, að áætlun sú, sem nú er miðað að því að hrinda í framkvæmd, ger ir ráð fyrir, að byggingu Hall- grímskirkju verði lokið 1974, á 300 ára ártíð Hallgríms. Bygg- ingin er áætluð í 8 áföngum, þar af er tveimur lokið, en fram kvæmd við þriðja hafinn. í lok ársins 1962 var kostn- aður við bygginguna orðinn tæp- ar 3.7 millj. Ársgömul áætlun gerir ráð fyrir, að enn skorti 41 milljón til að fullljúka verkinu, að innan og utan. Þar er þó ekki gert ráð fyrir vaxtatapi, en heildarkostnaður alls talinn 50 millj. kr. Forsvarsmenn byggingarinn- ar lýstu því þó yfir, að allar áætlanir væru gerðar með fyrir vara, breytingar gætu orðið á. Það var þó einróma afstaða, að ekki kæmi til greina að taka byggingráætlunina til endur- skoðunar. Teikningar hefðu ver- ið samþykktar af viðkomandi yfirvöldum 1945, og yrði Æst við þær haldið. inu og AmDa3i.a-ui, sem fórst austur af Nova Scotia. Skemmdir þessar orsökuð- ust af því er skipið lagðist þungt á bakborðshlið og sprakk þá inn borðstokk- urinn. Ekki urðu aðrar skemmdir. Höfrungur III. við hryggju i Reykjavík Höfrungur III. er kominn Skipið kostar rumar 14 millj kr. — þar af skrufuútbún- aðtrr 2!4 milljón VÉCSKIPIÐ Höfrungur III. lagðist að bryggju í Reykja- vík kl. 11.45 í gærkvöldi eftir 4(4 sólarhrings siglingu frá Harstad í Noregi þar sem það var stníðað hjá Kaarbös Mek. Verksted A/S. Eigandi skips- ins er Haraldur Böðvarsson & Co. á Akranesi. Höfrungur III. sem er 276 tonn að stærð og er útbúinn, auk fullkomnustu siglnga- og fiskileitartækja, þrem skrúf- um, einni í þvergöngum und- ir framskipi og einni á sjálfu stýrinu. Gerir þetta kleift að sigla skipinu til hliðanna og snúa því um sjálft sig. Höfr- ungur HI. er fyrsta íslenzka skipið, sem þannig er útbú- ið. Skipstjóri er Garðar Finns son og sagði hann Mbl. í gær, að skipið hefði gengið rúmar 12 sjómílur í reynsluferð og hefði reynzt prýðilega. Varð- andi skrúfuútbúnaðinn sagði skipstjóri, að enn væri of snemmt að segja til um hvern ig hann reyndist. Garðar Finnsson skipstjórL Með skipinu komu frá Har- stad, Harald Arntzen, for- stjóri teiknistofu skipasmíða- stöðvarinnar, og Vigo Jentoft, blaðamaður við Lofotposten. Hinn nýtízkulegi útbúnaður Höfrungs III. hefur vakið mikla athygli í Noregi. Sturlaugur Böðvarson, út- gerðarmaður, sagði Mbi. í gærkvöldi við komu skipsins, að það hefði kostað rúmar 14 milljónir króna, þar af hefði kostnaður við skrúfu- útbúnaðinn og stærri véla vegna faans verið um 2% milljón króna. Hann sagði einnig, að Höfrungur III. færi þá um nóttina til Akranes og myndi halda eins fljótt og auðið væri á veiðar með þorska og loðnunót til að reyna hann og hinn nýtízku- lega útbúnað. Sagði Sturlaugur, að skipið kæmi innan tnðar aftur til Reykjavikur og myndi áhuga mönnum þá væntanl-ega gef- ast kostur á að skoða það. Umboðsfyrirtæki skipa- smíðastöðvarinnar norsku er Eggert Kristjánsson & Co. h.f. og hefur fyrirtækið skýrt frá því, að nú sé í smíðum enn eitt skip hjá stöðinni, eign Einars Ámasonar, flugstjóra hjá Loftleiðum, og verður það sjósett í næsta mánuði. Innbrot og spjöll unninn AKUREYRI, 5. marz — Fyrir skömmu urðu lögreglumenn þess varir, þegar þeir voru á eftirlits ferð um bæinn seint um kvöld, að vélbáturinn Gylfi EA 628, sem hefir í vetrarlægi í Akur- eyrarhöfn var á reki um báta- kvína við Torfunef. Var Skjótt brugðið við og báturinn bundinn istolið borðlömpum og spegli af snyrtiborði í húsgagnaverzlun- I inni Kjarna. Munirnir fundust brotnir að húsabaki við Hafnar- stræti. Öll bes<ri mái eru í rannsókn. Sv.P. við bryggju á ný áður en tjón hlytist af. Við afhugun kom í ljós að skor ið hafði verið á landfestarnar. Einnig hafði verið stolið heyrnar tóli af talstöð bátsins. í>á hefir verið stolið nýlega sendi úr talstöð vélbátsins Bár- unnar, sém einnig hefir legið í kvínni í vetur. í fyrrinótt var farið inn um ólæstán glug-ga í Skipagötu 13 og Valgarð Thoroddsen róðiien slökkviliðstjóri VALGARÐ Thoroddsen yfirverik fræðingur hefir verið skipaður slökkviliðsstjóri í Reykjavilk. Tekur haim við starfinu n-ú þeg- ar. Valgarð er fæddur 1996, sonur hjónanna Maríu og Sigurðar Thoroddsens frv. landsvehkfræð- irags. Valgarð nam verkfræði I Noregi en gerðist rafveitustjóri í Hafnarfirði 1939 og var þar til 1961. Frá 195(2 var hann jafrw framt slökkviliðsstjóri í Hafnar- firði. Frá 1961 hefir Valgarð vei> ið yfirverkfræðingur hjá Raf- magnveitu Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.