Morgunblaðið - 24.03.1964, Síða 3

Morgunblaðið - 24.03.1964, Síða 3
^ t>riðjudagur 24. marz 1964 ''' MORGUNBLAÐIÐ 5 Citroén umboðið (Björn og Ingvar) sendi þrjá bíla í keppnina, AMI, 2 CV og ID 19. IJrðu þeir númer 1, 2 og 3. Hér sjást sigurvegaramir, talið frá vinstri: Oddur Gíslason við AMI-bílinn, ívar Friðþórsson og 2CV, og Bjöm K. Örvar, umboðsmað- ur Citroén, sem ók 1D 19. (Myndimar tók Sveinn Þormóðsson, ljósmyndari Mbl.). Yfirburðasigur „í sparakstri" Urðu númer 1, 2 og 3. Næstu tveir voru einnig franskir Citroen Renault Dauphine, og fimmti Bjöm Halldórsson í Panhard. Allir þessir fimm fyrstu bílar eru franskir. Keppnisbílunum var skipt niður í fimm flokka eftir stærð vélanna. í fyrsta flokki voru fimm bílar, í öðrum flokki 14, í þriðja flokki 8, í fjórða fíokki 5 og I fimmta flokki 4. Eðlilegt er að bílar í 4. og 5. flokki komist stytzt, því vélar þeirra eru stærstar. Vakti því frammistaða Citro- én ID 19 sérstaka athygli. Þetta er stór bifreið í fjórða flokki, en notaði aðeins rúm lega 4,4 lítra á 100 km. Hef- ur bifreiðin áður tekið þátt í „sparaksturskeppnum“ erlend is, þar sem venjulega er ekin um 2 þúsund kílómetra leið. Þar hefur benzíneyðslan kom Á SUNNIJDAG var háð ný- stárleg aksturskeppni á veg- um Vikunnar og Félags ísl. bifreiðaeigenda og tóku þátt í henni 36 bilar af ýmsum stærðum og gerðum. Tilgang- urinn var að sjá hvaða bifreið kæmist lengst á 5 lítrum af benzíni. Vakti frammistaða franskra bila og ökumanna þeirra sérstaka athygli, því fimm bíiarnir, sem lengst kom ust, voru franskir. Endanleg um útreikningum var ekki lokið í gær, en þó er ljóst að sigurvcgarinn, Oddur Gísla- son á Citroén AMI ók 130 km leið með að meðaltali 50 km hraða, og notaði bifreiðin 3,8 lítra á hundrað km. Annar varð ívar Friðþórs- son í Citroén 2 CV, þriðji Bjöm K. Örvar í Citroén ID 19, fjórði Einar Olgeirsson í Frammistaða Björns K. örvar á Citroén ID 19 vakti mjög mikla athygli. Bifreiðin er stór og sprengirúm vélarinnar rúmlega þrisvar sinnum stærra en í sumum þeim bílum, sem komust um 20 km skemmri leið. ÞÁTTTAKEIMDIJRIMIR í KEPPIMIIMIMI HÉR FER á eftir listi yfir bílana, sem tóku þátt í keppninni í „sparakstri“ á sunnudag. Er þeim skipt niður í flokka eftir véla- stærð, en skráðir í staf- rófsröð. Númer fyrir fram an tegundarheiti tákna röð fyrstu þriggja bílanna í hverjum flokki: 1. FLOKKUR: Rúmtak vél ar allt að 800 rúmsentim.: 2. Citroen 2CV 1. Citroén AMI 3. DAF Fiat 600 NSU Prinz 2. FLOKKUR: Rúmtak vél- ar 801-1200 rúsentim.: Ford Consul Cortina Ford Taunus 12 M Morris Cooper Morris Mini 3. Morris 1100 2. Panhard 1. Renault Dauphine Renault R4 sendi Renault R4 station Renault R8 Saab Simca 1000 Triumph Volkswagen 1200 3. FLOKKUR: Rúmtak vél- ar 1201-1600 rúmsentim.: 1. Fiat 1100 Fiat 1500 2. Ford Consul Corsair Peuegot 403 Simca 1300 Simca Ariane 3. Skoda Octavia Kombi Volkswagen 1500 station 4. FLOKKUR: Rúmtak vél- ar 1601-2000 rúmsentim.: 1. Citroén ID-19 Ford Taunus 17M Peugeot 404 2. Volvo Amazon 3. Volvo PV 544 5. FLOKKUR: Rúmtak vél- ar yfir 2001 rúmsentim.: 3. Ford Falcon 2. Mercury Comet 1. Rambler American Rambler Classic Benzíni dælt af einum keppn isbílanna. izt niður í rúma 5 lítra á 100 km. Keppnisskilyrði voru held- ur slæm á sunnudag, hvass- viðri og rigning, og vegur því þungur. Var mótvindur mest alla leiðina. Keppnin hófst frá Shell-stöðinni við Miklubraut þar sem eftirlitsmenn fóru yfir bifreiðarnar og tæmdu benzíntanka þeirra. Var þetta gert þannig að benzínleiðsla var skrúfuð laus við benzín- dælu, og eldsneytið sogað af geyminum. Var þessi aðferð höfð í stað þess að dæla beint af geymunum, því þetta verk ar eins og þegar benzíndælari tæmir geyminn. Einnig var farið yfir bílana að öðru leyti til að ganga úr skugga um að þeir uppfylltu skilyrði til þátt töku, en þar segir m.a.: „Þátt tökubifreiðar skulu vera ó- breyttar frá því, sem verk- smiðjan hefur gengið frá þeim. Vélar hafi óbreytt sprengirúm, blöndung og still Framh. á bls. 18 STAK8TEII\1AR Kukl og vísindi Kommúnistablaðið birtir for- ystugrein s.l. sunnudag um dul- arfull fyrirbrigði. Kemst það þar að þeirri niðurstöðu, að „eng in þjóð í okkar heimshluta muni jafn undirlögð frumstæðri draugatrú og íslendingar.“ Síð- an kemst blaðið 'að orði á þessa leið: „Ef íslendingar verðu þeim tíma og orku, sem fer í hvers- konar draugakukl, útgá'u og lest ur bóka um „miðla“ og þeirra að skiljanlegu náttúrur, til að afla sér fræðslu í raunvísindum, viða að sér þekkingu um undraheima vísindanna, sem stækka með ári hverju og tákna nýja sigurvinn- inga mannsandans, yrði þjóðinni þokað drjúgum úr því frunvjkóg armyrkri hjátrúarinnar, sem enn virðist grúfa yfir stórum hópi íslendinga. Þar með er ekki sagt að raun- vísindi þessa dags eigi svar og skýringu á öllum fyrirbærum. Því fer fjarri, en sigrar raun- vísindanna á þessari öld hafa verið svo stórfenglegir að engin ástæða er til að ætla, að þau fyr- irbæri, sem okkur þykja óskýr- anleg, verði ekki auðökýrö á máli raunvísindanna, þegar stundir líða.“ Útsvörin á ísafirði „Vesturland“, blað Sjálfstæðis manna á Vestfjörðum., skýrir ný- lega frá því, að á sama tíma sem hækkun útsvara á fjárhagsáætl- unum i öðrum kaupstöðum lands ins, nemi yfirleitt 25-30%, mið- að við fjárhagsáætlun ársins 1963, þá dugi ekki minna en 43,5% hækkun á útsvörunum. á ísafirði. Eins og kunnugt er fer „vinstri stjórn“ með meirihluta í bæjarstjórn ísafjarðarkaupstað ar. „Vesturland kemst síðan að orði á. þessa leið: „Framsóknarmenn og komm- únistar, sem manna mest fjasa um. dýrtíð, verðbólgu og álögur, eru þannig berir að íslandsmeti í álögum. Hvergi á landinu hef- ur. orðið jafn gífurleg hækkun á útsvörum eins og hér á ísa- firði. Og hverjum skyldi sú hækk- un vera að kenna? „Óhuganleg- um stökkbreytingum“ í launa- má.lum, svarar flokksbróðir rit- stjóra „ísfirðings". En hvers vegna útsvör hér á ísafirði þurfa að hækka um nær 50% meira en tíðkast í öðrum kaupstöðum landsins, er spum- ing sem ritstjóri „ísfirðings“ ætti að hugleiða, þegar móður- inn rennur af honum, og hugsazt gæti að hann fengi svarið hjá meirihluta bæjarstjómar ísa- fjarðar." Þess má geta að ísfirðingur er málgagn Framsóknarflokksins á ísafirði. Nú á að gera allt í einu Fram.ióknarmenh og kommún- istar hafa keppzt um það á síð- ustu þingum að flytja tillögur um fjölþættar framkvæmdir víðs vegar um land. Vitanlega er margt af þessum fran-.kvæmdum nauðsynlegt og gagnlegt. En það er áberandi, að á meðan þessir flokkar voru í ríkisstjórn, meðan þeir höföt} völdin og gátu gert það sem þeir töldu mestu máli skipta, þá létu þeir undan fallast að flytja flestar þær fram kvæir.iatillögur, sem þeir nú leggja fram á Alþingi þing eftir þing. Nú vilja þeir láta gera allt í einu og segja að það sýni fjandskap stjórnarflokkana að þeir ekki vilja samþykkja þessar tillögur allar! Þetta er víst gamla sagan að endurtaka sig, sagan af því hvernig afstaða manna breytist eftir því, hvort þeir eiga sæti í rikisstjórn og iara með völd, eða ekki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.