Morgunblaðið - 24.03.1964, Page 8

Morgunblaðið - 24.03.1964, Page 8
8 MORGU NBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. mars 1964 Viðreisnarsjóður Evrdpuráðsins og jafn- vægi í byggð landsins Ur ræðu Þorvaldar Garðars Kristjánssonar í sameinuðu þingi s.l. miðvikudag Síðast liðinn miðvikuidag flutti Þorvaldur Garðar Kristjánsson framsöguræðu fyrir tillögu til þingsályktunar, sem hann flyt- ur í sameinuðu þingi, um aðstoð frá Viðreisnarsjóði Evrópuráðs- ins í þeim tilgangi að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Hóf hann mál sitt með að víkja að umræðum um jafnvægi í byggð landsins, sem verið hef- ur mjög á dagskrá hin síðari ár og mælti síðan: Tilflutningar fólks innanlands þurfa ekki að vera óeðlilegir. Breytt tækni og atvinnuhættir geta gert slíkt óhjákvæmilegt. Slíkt hefur þjóðin undirgengizt og verður að vera viðbúin að undirganglast. En slík þróun á ekki og þarf ekki að þýða það, að meginhluti þjóðarinnar setjist að á litlum eða takmörkuðum hluta landsins. Nú um áratuga- skeið hefur þróunin stefnt um of í þessa átt. Þessir fólksflutn- ingar stafa ekki nema að nokkru um atvinnuháttum. Gæði lands- leyti að breyttri tækni og breytt ins og náttúruauðlindir eru að finna víðsvegar um landið og geta verið hagnýttar víðsvegar um landið með þeirri tækni og atvinnuháttum, sem við búum við. Fólksflutningar utan af landsbyggðinni til Reykjavíkur og nágrennis eru því tvímæla- lauet þjóðhagslega óhagstæðir, ef þeir fara fram úr ákveðnu marki. En hér kemur fíeira til en það, sem metið verður beinlníis í töl- um og fjárhagsútreikninguim. Menning okkar, erfðir og saga er tengd við ísland allt. Heilir lands hlutar mega ekki leggjast í eyði eða ganga svo saman að fólks- fjölda, að áhrifa þeirra gæti lít- ils eða einskis á þjóðlífið. Það væri að glata fortiðinni á kostn- að framtíðarinnar. Þjóðmenning okkar gefur okkur rétt og mátt tíl frelsis og sjálfstæðis. Þjóð- menning okkar er bundin við Is- land allt. Sögur herma að landið hafi verið alnumið á 60 árum. Það er okkar hlutverk nú, að halda því öilu í bygglð. Þá á ég ekki við, að ekkert bóndabýli megi fara í eyði og jafnvel, að engin hrepp ur megi fara í eyði, heldur hitt, að við höldum byggð uppi, þar sem nútímatækni og atvinnuhætt ir leyfa. Hér þarf sérstakra að- gerða við,- f því skyni hafa marg ar þingsályktanir verið samþykkt ar á Alþingi og löggjöf sett. Svo mjög hefur verið rætt um þetta vandamál hér á háttvirtu Al- þingi, að ég sé ekki ástæðu til að vera fjölorður um það út af fyrir sig. Mín hugsim beinist og frekar að úrræðum til þess að leysa vandann. Þannig er til- komin þingsályktunartillaga sú, sem hér liggur fyrir til urnræðu. Á vegum Evrc"uiráðsins er svokallaður Viðreisnarsjóður, (Resettlement Fund) sem hefur það hlutverk að aðstoða Evrópu lönd við lausn vandamála, sem stafa af tilflutningi fólks, þar með talið landflóttamanna. Sjóð ur þessi var stofnaður 16. apríl 1956, af 8 aðildarríkjum Evrópu ráðsins og var ísland eitt þeirra. En hin ríkin voru: Belgía, Frakk- land, Vestur-Þýzkaland, Ítalía Luxembourg, Grikkland og Tyrkland. Síðan gerðist Kýpur aðili að sjóðnum árið 1962. Þessi sjóður gegnir hlutverki sínu með því að veita lán eða tryggingu fyrir lánum til framkvæmda sem ætlað er að skapa nýja mögu- leika til lífsiframfæris, þar sem þess gerist þörf vegna tilflutn- inga fólks. Aðildarríki sjóðsins hafa lagt honum til stofnfé, að upphæð 6,7 milljónir dollara. Þar af er framlag íslands 10 þúsund dollarar. Síðan Viðreisnarsjóðurinn tók til starfa árin 1957 til ársloka 1962, hefur hann veitt lán sam- tals að upphæð 25,4 millj.. doll- ara og árið' 1963 námu lánin 5,5 milljónir dollara, eða alls nema nú lánin frá upphafi 30,9 millj- ónum dollara. Lán þessi eru til 15 eða 20 ára með 5 — 6% árs- vöxtum. Lánin skiptast þannig á aðildarríkin, að Páskafrestun — þing kemur aftur saman 1. apríl ÞINGFIJNDUM fyrir páska lauk sl. föstudag. Alþingi mun koma saman eftir þessa frestun 1. apríl nk. Á þessu reglulega Alþingi hafa nú verið haldnir 72 fundir í neðri deild, 62 fundir í efri deild og 56 fundir í sameinuðu Alþingi. Þing var sett 10. október, en var frestað 21. desember og kom saman aftur 16. janúar. Þingfundir munu sennilega standa í u.þ.b. mánuð eftir páska, þar til Alþingi verður slitið. Þetta er þó án ábyrgðar og aðeins spádómur þing- fréttamanns Mbl. 29 MÁL AFGREIDD Á ÞESSU ÞINGI Það sem af er þingi hafa verið rædd og afgreidd 16 stjórnarfrumvörp og 4 frum- vörp þingmanna. Þá hafa ver- ið samþykktar 9 þingsálykt- unartillögur, ein hefur verið felld, um vantraust á ríkis- stjórnina, en það var 7. nóv- ember sl. á afmæli rússnesku byltingarinnar, ein hefur ver- ið afgreidd með rökstuddri dagskrá, um skipun rannsókn- arnefndar, en það var 27. f.m. Fjöldi fyrirspurna hefur kom- ið fram og hefur þeim verið svarað og þær ræddar. Til þessa er tala þeirra 18 og er þar skemmst að minnast fyrirspurnar um alúmíníum- bræðslu og olíuhreinsunar- stöð. Mörg mál liggja nú fyrir þinginu og útvarpsumræða er væntanleg, um þingsályktun- artillögu kommúnista um yfir lýsingu þingisins, um hvað séu höfuðatriði utanríkis- stefnu Íslands. ftalía hefur hloti?12,7 millj. doll. Vestur-Þýzkaland 11,3 — — Grikkland 4,0 — — Tyrkland 2,4 — — Kýpur 0,5 — — Fyrstu árin var aðalverkefni sjóðsins bundið við flóttavanda- mál Vestur-Þýzkalands. Með því að það vandamál er nú í þessu sambandi að mestu úr sögiunni, hefur starfsemi sjóðsins síðustu árin beinzt einkum að Grikk- landi, Tyrklandi, ítalíu og Kýp- ur. í þessum löndum hafa vanda- málin aðallega risið atf fólks- flutningum innan hvers lands. Aðstoð Viðreisnarsjóðsins hefur Þorvaldur Garðar Kristjánsson hér ekki miðað fyrst og fremst að því að skapa fólkinu lifsskil- yrði þar sem það leitar, heldur eigi síður hitt, að bæta aðstöð- una í þeim landshiutum, sem fólkið flytzt frá til þess að stöðva fólksflóttann, þ.e. við- halda jafnvægi í byggð lands- ins. Hér er um að ræða hliðstsefð vandamál og þau, sem við höf- um við að glíma. Spurning er því hvort við getum hagnýtt okkur aðstoð Viðreisnarsjóðsins með svipuðum hætti og þessar þjóð- ir hafa gert. Til þess að skýra þetta nánar, þykir mér rétt að g(era grein fyrir lánum, sem Viðreisnarsjóðurinn hefur veitt í þessu skyni. Eins og ég hefi áður sagt eru lán þau, sem Viðreisnarsjóður- inn hefur veitt til Vestur-Þýzka lands tengd vandamálum land- flóttafólks og hafa þau verið notuð einkum til húsbygginga í Vestur-Þýzkalandi. Til Grikklands hefur Viðreis.i arsjóðurinn lánað 3,25 milljón- ir dollara til framkvæmda í norð-vesturhluta landsins, Epir- us. Þessi hluti Grikklands var álitinn eiga við mesta örðug- leika að stiríða m.a. vegna erf- iðra og ónógra samgangna, vegna of einhæfs atvinnulífs, þ.e. ó- nógs iðnaðar, og vegna skorts á rafmagni. Gríska stjórnin gerði á sínum tíma 5 ára áætlun um jarðabætur, samgöngubætur, virkjanir, verkfræðslu og íbúða- og hótelbyggingar í þessum landshluta og gengur lán Við- reisnarsjóðsins til framkvæmda í sambandi við þá áætlun. Þá hef ur sjóðurinn lánað 500 þúsund dollara til stofnunar verkstæðis- skóla í Aþenu með heimavist fyrir um 600 nemendur. Enn- fremur hefur verið veitt 200 þúsund dollara lán til eflingar tækni og iðnskóla, sem stofnað- ir hafa verið af Tæknistofnunni í Aþenu. Til Tyrklands hefur sjóðurinn lánað 1,5 milljónir dollara til Tæknistofnunar nálægra aust- urlanda, sem hefur aðsetur í Ankara og var féð einkum notað til kaupa erlendis á tækjum til verkstæðiskennslu, sivo og á ýmsum öðrum iðnkennslutækj- um. Þá hefur sjóðurinn lánað til Tyrklands 870 þúsund dollara íöðru skyni, svo sem til stofnun ar fyrirmyndarbýla og byggða- hverfa í sveitum landsins og til bygigingar smáíbúðarhúsa í Ank ara. Til ítalíu hefur Viðreisnarsjóð urinn lánað 6 milljónir dollara til að setja upp verkstæðisskóla í 5 borgum Ítalíu á vegum Upp- byggingarstofnunar iðnaðarins þar í landi. Lánaðir hafa verið 600 þúsund dollarar til bygging- ar alþjóðlegs verkstæðisskóla í Salerno. Ennfremur hafa verið lánaðir 360 þúsund dollarar til byggingarsamvinnufélaga ít- alskra verkamanna í Frakklandi. í því skyni að örva félagslega og efnahagplega þróun Sikileyj- ar hefur sjóðurinn lánað 5 millj- ónir dollara til framkvæmda í borginni Gela í sambandi við nýjan iðnað, sem settur var þar á laggirnar. Lánsféð fór til byggingar á í- búðum fyrir verkamenn og til bygginga félagsheimila, sjúkra- húsa, íþróttamannvirkja og skóla. Þá hefur sjóðurinn lán- að 2,1 milljón dollara til hús- bygginga fyrir ítalska verka- menn, sem flutzt hafa til Ástra- líu. Til Kýpur lánaði Viðreisnar- sjóðurinn á s. 1 .ári 500 þúsund dollara til vatnsveitna og skóla- bygginga í sveitum Kýpur. Lánið var veitt með því, að talið var að vatnsskortur stæði í vegi fyrir efnahagslegum og félags- legum framförum. Einnig var tal ið, að bæta yrði ástand barna- fræðslunnar í sveitum, til þess að unglingar gætu síðar verið tækir í verkstæðis- og iðnskóla. Það, sem ég hef nú greint frá lánveitingum Viðreisnarsjóðsins sýnir, að hann hefur látið til sín taka margháttuð verkefni. Margt af því, sem þar er um að ræða er alls óskylt okkar vandamál- um. Hins vegar eru aðrar fram- kvæmdir, sem sjóðurinn hefur lánað til svipaðar eðlis, eða jafnvel hliðstæðar þeim, sem til greina gætu komið hér á landi, til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Tökum t, d. Vestfirði. Samkvæmt skýrslum um mannfjölda á Vestfjörðum hefur íbum þar fækkað um 19,7% á hálfri öld eða á tímabilinu frá 1912-1962. Hér er um nokkra sér- stöðu að ræða, því að þetta er kjördæmið á landinu, þar sem um beina fólksfækkun hefur verið að ræða. Að nokkru leyti hefur þetta verið óhjákvæmileg afleiðing af þróuninni í tækni og atvinnuháttum landsmanna og af því leyti er ekki um að sakast. En þó að þróunin hafi verið óhagstæð þessum lands- hluta síðustu hálfa öld, er- ekki þar með sagt, að svo þurfi að vera framvegis eða í næstu fram tíð. Þvert á móti erum við nú þar á vegi staddir í tæknilegu og atvinnulegu tilliti, að við höf- um efcki einungis möguleika til að stöðva þennan fólksflótta frá Vestfjörðum, heldur og að snúa þróuninni við. En það eigum við að gera vegna þess, að það er þjóðhagslega hagkvæmara að öðru jöfnu, að búa fólkinu lífs- skilyrði, þar sem það er, heldur en þar sem það leitar. En hverjar eru þær orskair fól'ksflóttans frá Vestfjörðum, sem við ættum að hafa tök á að ráða við. Ástæðurnar eru aðallega tvenns konar. Annars vegar einhæfur atvinnurekstur, hins vegar ófullnægjandi að- stæður til félagslegra og menn- ingalegra iðkana að nútima hátt- um og venjum. Einn höfuðvandinn við að eiga er einangrun og samgöngu- leysi hinna einstöku afmörkuðu byggðarlaga meirihluta ársins. Skipuleggja þarf byggðina svo hér verði ráðin bót á, í samræmi við nútíma þarfir ög lifnaðar- hætti. Stefna þarf að því að koma upp sem öflugustum byggðasvæðum, sem myndi eina heild atvinnulega, menningar- lega ag félagslega. Slík þróunar- svæði á að mynda um höfuðstað- inn Isafjörð og nágrenni og á ég þá ekki aðeins við Bolungarvík, Hnífsdal og Súðavík, heldur einnig Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. En eitt þýðingarmesta skilyrði til þess, að svo geti orðið eru öruggar samgöngur milli þessara staða, jafnt að vetri sem að sumri. Til þess að svo megi verða, þarf að gera jarðgöng gegnum Breiðadals- heiði. Hliðstætt þróunarsvæði eða kjarna byggðarinnar á Vest- fjörðum þarf að mynda um Patreksfjörð, Bíldudal og Tálkna fjörð og þriðja aðalbyggða- svæðið ætti að vera með Hólma- vík og Drangsnes. Með því að leggja áherzlu á myndun slikra þróunarsvæða fengist sá grundvöllur, sem þétt- býlið skapar fyrir nútima at- vinnuháttum og menningar- og félagsiifi. Byggðathverfi þarf að efla á nokkrum stöðum í sveitum Vest- fjarða, menningarlegar mið- stöðvar, félagslegar miðstöðvar og þjónustu miðstöðvar í þágu landibúnaðarins. Slí'k byggða- hverfi þarf að efla á Reykhólum og t. d. í Reykjanesi við ísa- fjarðardjúp. Ein orsök vandamálanna á Vestfjörðum er fábreyttni at- vinnulífsins. Höfuðverkefni er að bæta úr þessu með því að efla þar iðnað. Margs konar smáiðn- aður getur þar verið rekinn með jafngóðum árangri og annars staðar á landinu. Auk þess hafa Vestfirðir skilyrði á ýmsum sviðum til jafns við aðra lands- hluta, til að vera hlutgengur að- ili á öld þeirrar stóriðju, sem vonandi er nú að renna upp hér á landi. Ég nefni nú aðeins eitt í því sambandi. Þegar ákveðin var staðsetning Sementsverk- smiðjunnar þótti ýmsum eins koma til greina, að staðsetja hana á Patreksfirði eða í Ön- undarfirði, og sumir kunnáttu- menn töldu, að þar væru að- stæður hér á landi heppilegastar til framleiðslunnar. Meðal ann- ars með tilliti til innanlands- markaðarins var ekki horfið að því ráði að reisa sementsverk- smiðju á Vestfjörðum.'En e£ við förum að framleiða sement fyrir erlendann markað, sem við reyndar höfum lítillega gert nú þegar og virðast geta orðið möguleikar á, þá á vissulega að taka til athugunar, að fram- leiðsluafköst verði aukin með nýrri sementsverksmiðju í Ön- undarfirði eða Patreksfirði. Ég ætla mér ekki þá dul, að fara að telja hér upp allt það, sem hugsanlega kæmi til greina til eflingar byggðarinnar á Vest- fjörðum, enda þykir sumurn kannske nóg komið. En mín skoðun er sú, að allt það sem ég hér hefi nefnt, séu verkefni, sem vel geti komið til álita, að Við- reisnarsjóður Evrópuráðsins fáist til að ljá lið . Ég hef hér talað um Vestfirði, Það er annars vegar vegna þess, að Vestfirðir hafa nokkra sér- stöðu við alla aðra landsluta, eins og ég áður hefi greint, og það er hins vegar vegna þess* að þar er ég staðháttum kunnug- astur. En þetta þýðir það alli ekki, að aðstoð frá Viðreisnar- sjóði Evrópuráðsins geti ekkl komið til greina við úrlausn verkefna annars staðar á land- inu. Mér virðist, að það geti líka komið til greina við úr- lausn svipaðra verkefna í ein- stökum kauptúnum, kaupstöðum og sveitum norðanlands og austan. Ég sagði áðan, að jafnvægi t byggð landsins hefði oft verið á dagskrá hins háa Alþingis og ég Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.