Morgunblaðið - 24.03.1964, Síða 23

Morgunblaðið - 24.03.1964, Síða 23
/ Þriðjudagur 24. marz 1964 MORGUNBLADIÐ 23 Vigfús J. Guttormsson SÚ írétt barst mér fyrir skömimu, að létinn væri í Vestur- heimi Vigfús Jónsson Guttorms- son. Vigfús var fæddur í Suður- Múlasýslu, 16. nóv. 1874 og eru ættir hans kunnar af Aust- fjörðum. Mijög ungur fluttist Ihann með foreldrum sínum vest- ur urn. haf og settust þau að í Nýja-íslandi. I>ar fæddist svo albróðir Vigfúsar, Guttormur J. Guttormsson, skáld. Vigfús gift- ist 5. febrúar 1899 Vilborgu Árnason. f>au bjuggu á ýmsum etöðum á þessum slóðum, en sett ust síðan að á Lundar í Manitoba fylki og bjuggu þar æ síðan. Þau hjón eignuðust þrjár dætur og þrjá sonu. Vilborg reyndist manni sínum frábær eiginkona og heimili þeirra hjóna var þekkt víða fyrir gestrisni og höfðingssikap hjónanna. Vigfús Guttormsson var gæddur ágæt- um gáfum. Hann var ljóðskáld- gott eins og bróðir hans, þótt eigi yrði hann eins víðkunnur sem hann. Ljóðabók gaf hann út, sem hann nefndi „Eldflugur11. Mikið orti hann og af tæikifæris- ljóðum og kom fram í þeim mörgum listrænn smekkur og prýðilegt vald á íslenzku máli, en móðurmáli sínu unni hann mjög og var víðlesinn í íslenzkum bókmenntum. En það mun hafa verið á sviði tónlistarinnar sem Vigfús hafði sérstaka hæfileika. Á erfiðum árum frumbýlisins leitaði hann um langan veg til þess að læra á hljóðfæri og ekkert tækifæri lét hann ónotað til að heyra góða tónlist. Hann var lengi söngstjóri og orgelleik ari á Lundar og náði þar mark- verðum árangri við oft erfið skil yrði. Það er táknrænt að kvöld- ið, sem hann lézt, sat hann við orgelið sitt og lék. Vigfús var ljúfimenni og yfir allri fram- komu hans heiðríkja göfugs hug- arfars og velvildar. Margir héð- an að heiman komu á heimili þeirra hjóna og ég er viss um, að þeir munu minnast þess með hlýhug og þakklæti. Vigfús var frændmargur og vinsæll og skrif aði ýmsum hér heima og fylgdist af áhuga með íslenzkum mál- efnum. Hann langaði oft til ís- lands, þótt eigi yrði úr þeirri för. Vigfús var einn þeirra mörgu landa vestarnheims, sem með sóma vann fósturlandi sínu margt til þarfa, en lyfti um leið merki hins bezta í fari og arfi íslendinga. Þetta megum við heimamenn gjarna muna og þakka. Hann var einn þeirra, sem fjarri fósturjarðarströndum hafa ritað með starfi sínu merk- an kafla í sögu íslendinga. Ég veit, að margir munu senda konu hans og fjölskyldu hlýjar kveðj- ur og blessa minningu þessa ágæta vinar og sanna íslendings. Bragi Friðriksson. Héraðshöfðinginn n Flögu Vík í Mýrdal, 13. febrúar. í DAG var til moldar oorinn frá Grafarkirkju, Vigfús Gunnarsson á Flögu í Skaftártungu. Mikill fjöldi fólks var við útförina, víðsvegar aðkomið á tugum bíla, og minntust menn ekki að hafa éöur séð jafnmargt fólk saman- komið við útför í Skaftártungu. Flaga var ættaróðal Vigfúsar og þar átti hann heima alla tíð, en hann lézt liðlega 93 ára að aldri. Vigfús var kvæntur Sigríði Sveinsdóttur prests Eiríkssonar i Ásum. Sjö voru börn þeirra Ihjóna, en sex eru nú á lífi. í dag er tvíbýli á Flögu og búa þar Gísli Vigfússon og Sveinn Páll Gunnarsson. Auk þess sem Vigfús bjó miklu rausnarbúi á Flögu, gegndi hann Htilda Hlíf Kristjánsdóttir F. 17/2 1938. D. 19/1 1964 KVEÐJA FHÁ VINKONU Við lékum okkur saman við læk og skógartjörn litlar sveitastúlkur, ung og saklaus börn. Glöð voru okkar æskuár með ævintýraþrá enginn veit nær sorgin skyggir okkar brá. Nú hefur lækur lífsins borið þig á braut burt úr þessum heimi og læknað alla þraut. Hinstu sendi ég kveðju og kæra þökk til þín þú varst alla tíma æskuvina mín. Þó að hérna megin bresti okkar bönd bið ég þess af alhug þig leiði \ Drottins hönd. H. J. ýmsum opinberum trúnaðarstörf- um fyrir sveitarfélag sitt um árabil og var forusta hans bæði traust og farsæl. Hann var mót- aður af stórfenglegu umhverfi og sannur fulltrúi þess. Vigfús var mikill að vallarsýn, höfðingi í lund, gæddur hreysti og tápi vík- ingsins. Hann verður ætíð talirnn til þeirra stórbrotnu sveitarhöfð- ingja, sem aldrei yfirgáfu átt- haga sína. Það er einmitt slík þjóðhollusta, sem er ekki af- skræmd, heldur sönn, og því gulli betri. Eins og kunnugt er, stendur Flaga í þjóðbraut, þar sem marg- ur hefur verið á ferð um torfarn- ar slóðir. Þeir eru orðnir margir, sem hafa hlotið skjól og fyrir- greiðslu á Flögu. Þjónustan, góð- vildin, hjálpsemin, myndarskap- urinn og rausnin, sern' Vigfús og Sigríður létu þreyttum ferða- mönnum í té um áratugi, hvort heldur var að degi eða nótu. Þessir góðu eiginleikar eru aðals merki íslenzku þjóðarinnar og mun þessi alkunna og marglof- aða ges'trisni á Flögu halda uppi minningunni um Flöguiheimilið gamla í þakklátum hugum fjöl- margra landsmanna. Þess vegna streymdu hlýjar kveðjur og þakk ir úr öllum áttum til Flögu í dag. ÍTtför Vigfúsar var gerð af mikilli rausn. Allir, sem komnir voru að Flögu fyrir hádegi í dag, á þriðja hundrað manns, snæddu þar árdegisverð. Þá hófst hús- kveðjan, en hana hélt séra Páll Fálsson í Víik. Síðan var haldið til Grafarkirkju. Þar talaði sókn- arpfesturinn séra Valgeir Helga- son í Ásum og að lokinni at- höfninni í kirkju jarðsöng sr. Valgeir. Þá var enn gengið til kirkju, en síðan var öllum boðið að Flögu til að þiggja þar góð- gjörðir á ný. Var þar stöðugt margmenni fram á kvöld. Veður var gott og milt, er hinn merki og ógleymanlegi héraðsihöfðingi á Flöeu var kvaddur. % — Fréttaritari. Árssell Jónsson F. 7. 5. 1889. D. 9. 3. 1964. KVEÐJA FRÁ BARNABÖRNUM Nú fylgja þér til hvílunnar barnabörnin þín og helga þér að síðustu hjartablómin sín. Með dögg í skyggðum augum þau segja í hinzta sinn: Við kveðjum þig og þökkum þér, elsku afi minn. Við kveðjum þig og þökkum þér fyrir allt og allt. Þú vermdir okkur alltaf þegar okkur var kalt. Við vorum lindir þínar, en þú hið tæra fljót: Vigfús Gunmarsson, Flögu., F. 26/12 1870 — D. 3/2 1964. Fallinn er stynkur stofn stóðst hann vel þessa raun aldur var orðinn hár uppsker nú sigurlaun. Lífið er lán og gjöf líknsömum guði frá ljós hans um láð og höf lýsi á mædda brá Karlmenni kvaddi heim kær var hann öllum hér lifði við lán og seim lífsorku bar með sér Uppnæmur ekki var eitthvað þó blési í mót góðvild til guma bar gott tré á sterkri rót. Á Flögu hann fæddur var á Flögu var degi eytt. blómgaðist búið þar, brögnum ,þó mörgum veitt. Háttprúð við hlið hans stóð hrund ein og styrkti hann, börn áttu blíð og góð. Birtu sló á þann rann. Margt hafði maður reynt, mörgu hann kom í verk ekkert fór af því leynt öndin var heil og sterk Mörg fögur minning er maðurinn ástsæll var, gott urntal góðurn ber gengnum til helgunar. Heima'byggð harmar nú hugsterka soninn sinn er ungan með ást og trú ól hann við 'arm og kinn. Með kærleik hann kvaddur er, kominn í fegri heim af lífi hans ljóma ber. Lifum í bjarma þeim. Valgeir Heigason. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er iangtum ódyrara að auglýsa i Morgunblaðinu en öðrum blöðum. , með kærleiksríkan faðminn það kom okkur í mót. Að una í þeim faðmi fannst okkur jafnan sælt. Við hamingjuna sjálfa var hjúfrað og gælt. í þrá og trega minnumst við þess sem horfið er. En þó er alltaf það eftir sem vi8 eigum frá þér. Við ætíð munum geyma það á öruggum stað: í brjósti okkar höfum við búið vel um það. Og barnabörnin kveðja þig elsku afi minn, og sjá þig hverfa brosandi í sólskinið inn. VÉLSETJÁRI ÓSKAST STRAX GENERAL® ELECTRIC í*\lM\(;\SiiLIMHISTlKI eru heimskunn fyrir gœði, endingu og smekklegt utlit ■ ^ h’i'íór- Steikarofn með tíma- rofa og Grillteini. Sjálfvirk BRAUÐRIST Sjálfvirkt VÖFFLUJÁRN sem einnig má steikja á. PONNUR \ 2 stærðir Hentugar — Ódýrar. Straujárn með og án gufu. ■x Ryksuga Ný gerð með þremur stillingum á sogkrafti. Innbyggð snúra, sem dregst út við notkun. Kynnið yður þessa nýju gerð. Útsölustaðir: H.f. RAFMAGN, Vesturgötu 10. HEIMILISTÆKI sf., Hafnarstræti 1. LAMPINN, Laugavegi 68. V. LONG, Hafnarfirði. ELECTRO, Akureyri. og hjá umboðinu. ELECTRIC hf. Túngötu 6. — Sími 15355.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.