Morgunblaðið - 24.03.1964, Síða 32

Morgunblaðið - 24.03.1964, Síða 32
Iliifffl LEKTROLUX UMBOÐIÐ ÍAVMVÍM tt iúai 21809 70. thl. — Þriðjudaffur 24. marz 1964 Hér sjást aðstæður Faðir drengsins stingur hendinni inn í holu þá. sem bjargaði lifi hans. (Ljósm. MbL: Sv. Þ.) Steinveggur fellur ára barn yfir sjo SÍÐDEGIS í gær gerðist það við Álfheima í Reykjavík að stein- veggur féll niður í skurð og yfir 7 ára gamlan dreng, Kristján Ara Einarsson, Álfheimum 29. Er ]>að talið ganga kraftaverki næst, að drengurinn skyldi lífi halda eftir slys þetta, en það mun úrslitum hafa ráðið, að hola var undir á skurðbotninum, og hlífði það drengnum, sem er óbrotinn, að því er talið var í gær, en hins- vegar marinn. Nánari atvik voru þau, að unn- jð hefur verið að því að grafa skurð vegna hitaveitunnar í hverfinu. Hefur þurft að grafa meðfram steinveggjum, og varð slysið við Álfheima 19. Níu gabba ara telpur slökkviliðið í GÆR var slökkviliðið gabbað út. Var hringt og sagt að eldur væri í portinu bak við Laugaveg 47. Fóru slökkviliðsbílar á stað- inn, en þar var enginn eldur. — Sökudólgarnir náðust þó, því slökkvistöðin hélt símanum. — Reyndust það vera tvær 9 ára gamlar teipur. Kom í ljós að þær (hafa áður leikið þann leik að gabba leigubíla. Freysteinn efstur á Skákþmginu AÐ LOKNUM 3 umferðum á Skákþingi íslands er Freysteinn Þorbergsson efstúr í Landsliðs- floktki með 3 vinninga. í 2.-4. sæti eru þeir Trausti Björnsson, Bragi Kristjánsson og Hilmar Viggósson með 2 vinninga hver. 4 umferð var tefld í gærkveldi, en 5. umferð verður tefld í ikivöld í Breiðfirðingabúð. Jarðvegurinn við umræddan vegg er a mestu möl. Eftir rign- ingarnar um helgina, og ekki sízt vegna skýfalls þess, sem í Reykja vík varð laust eftir hádegi í gær, hefur mölin losnað og hrunið fram. Að síðustu hrundi umrædd ur veggur ofan í skurðinn. Er veggurinn hrundi, var Krist ján Ari að leik niður í skurðin- um, að því er bezt er vitað. Féll veggurinn, sem var 50 cm hár, 15 cm þykkur og 9 metra langur, niður í skurðinn, og yfir Kristján Ara. Svo vildi til, að þar sem hann var staddur í skurðinum, var hola í botninum, og bjarg- aði það lífi Kristján Ara, að því er talið er. Verkamenn hlupu til eftir að slysið varð og tókst að lyfta veggnum ofan af barninu, sem síðan var flutt í Slysavarðstof- una til rannsóknar. Togararnir f ái að veiða innan 12 mílna svæðum ÚTGERÐARRÁÐ Bæjarútgerðar Reykjavíkur samþykkti sam- hljóða á fundi sínum í gær að fela forstjórum fyrirtækisins að hreyfa því innan Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda, að ís- lenzkum togurum verði heimil- uð veiði á ákveðnum svæðum og ákveðnum tímum innan 12 mílna markanna, svo og að veiðar með netum og nótum verði takmark- aðar um hrygningartímann á uppeldis- og hrygningarsvæð- um. Fund útgerðarráðs í gær sátu þeir Sveinn Benediktsson (for- maður), Einar Thoroddsen, Guð mundur Vigfússon og Hjörtur Hjartar. Ingvar Vilhjálmsson, sem einnig á sæti í ráðinu, var fjarverandi. Útgerðarráðið ræddi á fundi sínum aflabrest togaranna og á- stæðurnar fyrir honum, og var eftirfarandi samþykkt gerð með samhljóða atkvæðum: „Framkvæmdastjórunum er falið að hreyfa því innan Fé- lags íslenzkra botnvörpuskipa eigenda, að félagið leiti eftir því, að íslenzkum togurum verði heimiluð veiði á ákveðn um takmörkuðum svæðum innan landhelgi á vissum árs- tímum, enda sé þess gætt, að ekki séu stundaðar togveiðar á hrygningarsvæðum eða upp eldissvæðum nytjafiska. Jafnframt séu fiskveiðar ís lenzkra fiskiskipa með netum og nótum takmarkaðar um hrygningartímann á hrygning ar- og uppeldissvæðum“. a vissum 'v ,/ og tímum Morgunblaðið sneri sér í gær til í>orsteins Arnalds, forstjóra BÚR, og spurðist fyrir um að- draganda þessarar samþykktar. Þorsteinn sagði: — Eins og kunnugt er, hefur afli togaranna verið mjög rýr undanfarin ár, og á það aðallega rætur sínar að rekja til þess, að með útfærslu fiskveiðitakmark anna misstu togararnir verulegan hluta af beztu veiðisvæðum sín- um. Formaður Mennta- málaráðs í Blaða- mannaklúbbnum í kvöld BLAÐM ANN AKLÚBBURINN verður opinn í kvöld í I>jóð- leikihúskjallaranum og hefst kvöldið kl. 9.30 að venju. Gestur klúbbsins verður Helgi Sæmunds son, formaður Menntamálaráðs, og mun ihann svara spurningum um menningarmál. Sérstakur blaðamannaréttur verður framreiddur. Blaðamenn eru hvattir til að fjölmenna og mega þeir taka með sér gesti. — Jafnframt þessu má geta þess, að togararnir voru útilok- aðir um árabil frá beztu mörk- uðum sínum, sem voru í Bret- landi. Afleiðingin af minnkandi afla og verri markaðsaðstöðu hef ur orðið sú, að erfiðara hefur verið að ráða skipshafnir, þar sem þetta hefur rýrt launakjör sjómannanna jafnt og afkomu útgerðarinnar. — Togararnir hafa reynt að bæta sér upp veiðitjón á heima miðum með því að leita á fjar- lægari mið, svo sem til Yestur- Grænlands og Nýfundnalands, en veiðiferðir þessar eru bæði kostnaðarsamar og gefa nú orðið oft lítið í aðra hönd. — Ég verð að segja, að mér finnst vægast sagt mjög óeðli- legt, að við, sem búum við ein Framhald á bls. 31. Borað í heitt í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum, 23. marz. — ÞEGAR borinn, sem hér er að leita að fersku vatni, var kom- inn niður á 240 m. dýpi, fór að koma 25 stiga volg leðja upp með honum. Reiknast bormönn- um svo til að við borendann sé um 40 stiga hiti. Enginn hér bjóst við heitu vatni, þegar bor að yrði eftir ferska vatninu. — Fréttaritari Mbl. hringdi til ísleifs Jóns- sonar, verkfræðings, sem hefur haft með borunina í Vestmanna- eyjum að gera. Honum fannst þetta ekki eins merkilegt og leik mönnum, sagði að þetta væri bara venjulegiur jarðhiti og ekki mætti búast við að Vest- mannaeyingar færu að fá heitt vatn í holuna. Búið er að fóðra borholuna í Eyjum með stálrör- um, svo hún er nú alveg þétt niður á 200 m. dýpi og þegar ekki fellur lengur inn í hana, fer velgjan að segja til sín. Jarð vegurinn hitnar svolítið niður og að einhverju leyti er þetta nún- ingshiti. Vonin til að fá vatn í Vest- mannaeyjum byggist á því að gizkað er á að nokkur hundruð metrum niðri sé fastaberggð, sömu basaltlögin og í landi. Þau nái út fyrir Vestmannaeyjar. Ef sjórinn falli ekki niður í þau geti verið að finnist þverlög með vatni sem berist úr landi. En niður í það er borinn ekki kom- inn. Árni Tryggvason. Árni Tryggvason sendi- herra ■ Svíþjóð ÁKVEÐIÐ HBFUR verið, að Árni Tryggvason, hæstaréttar- Vikukaup kvenna upp í 4000 kr. með bónuskerfinu í frystihúsi ÓLAFSVÍK, 23. marz. — Afli hefur verið mjög góður frá því um miðja sl. viku, þó dálítið misjafn,/eins og alltaf gerist. í gær var afii frá 8 lestum í 32 lestir, sem Stapafell var með. Afli þriggja hæstu báta frá áramót- um, sem róið hafa bæði með línu og net er: Stapafell 728 lestir, Steinunn 539, Valafell 492, allt miðað við slægðan fisk. Hinn aflasæii skipstjóri á Stapafelli er Guðmundur Kristjónsson.. Geng- ið hefur mjög vel að verka afla þennan sem á iand hefur komið undanfarið hjá hinum tveim frystihúsum staðarins og eins í saltfiskverkunarstöðinni. Er það ekki sízt að þakka hinu svokall- aða bónuskerfi, sem tekið hefur verið upp hjá frystiihúsunum, sem komið hefur fram í því að afköst hafa aukizt til mikilla muna og ennfremur er betri nýt- ing hráefnis. Jafnframt hefur vinnutími stytzt að sama skapi. Þá mó geta þess að vikukaup kvenna hefur komizt upp . um 4000 kr. með hinu nýja fyrir- komulagi. 1 1 gær lestaði hér Drangajökull frystan fisk til útflutnings 9000 kassa af fiskflökum frá frystihús unum hér i Óiafsvík. Enn- fremur voru fryst fiskflök flutt frá frystihúsinu á Hellissandi hingað til Ólafsvíkur í sama skip. En Drangajökull mun ekki hafa komizt inn í Rifshöfn vegna dýpkunarframkvæmda þar og kom því hinn nýi Ennisvegur i góðar þarfir fyrir flutning á hin- um frysta fiski — H. K. dómari, verði skipaður ambassa- dor íslands í Svíþjóð og hefur sænska ríkisstjórnin fyrir sitt leyti fallizt á það, segir í frétta- tilkynningu sem blaðinu barst í gær frá utanríkisráðuneytinu. • Árni Tryggvason er maður liðlega fimmtugur, sónur hjón- anna Tryggva Árnasonar tré- smiðs í Reykjavík og Arndísar Jónsdóttur. Hann varð stúdent í Reykjavík 1930, cand juris frá Háskóla íslands 1936 og hæsta- réttardómari 1945 og hefur gegnt því embætti síðan. Þess má geta að Árni Tryggvason hefur verið verið formaður íslandsdeildar norrænu lögfræðingamótanna og ritstjóri Nordisk domsamling, Kona hans er Sigrún Ögmunds- dóttir. Mbl. hringdi til Árna í gær- kvöldi og spurði hvað hann vildi segja í þessu sambandi. Ég heí lítið að segja. Mér var boðið þetta og mig langar til að reyna það. Ég er búinn að vera í rétt- inurn í 18 ár. Ég þekki mjög vel til í Svíþjóð og vonast til að geta gert eitthvert gagn þar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.