Morgunblaðið - 01.04.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.04.1964, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIB Miðvikudagur 1. apríl 1964 inni, og sagði ég að þetta væ-ri góð æfing fyrir hann. íbúðin er svo illa farin hér niðri, að við höfum enga löng un til að vera hér lengur, sagði Gunnar Gunnarsson, tré smiður, eigandi hússins. „Þið finnið nú fúkkalyktina. Ég mundi virða kjallarann eins og tilbúinn undir púsningu“. í bífskúr Gunnars rekur hann trésmíðaverkstæði. Þar komst vatnið upp í u.þ.b. 50 sentimetra hæð. Margar vélar eru á verkstæðinu og kveðst Gunnar ekki hafa árætt að Starfsmaður Vatnsveitunnar í einu húsanna umflotinn innan stokksmunum. setja þær I gang. Ekki hafa önnur rafmagnsáhöld heldur verið notuð í Miðtúni 72 siðan flóðið kom. í Miðtúni 62 búa Katrin Magnúsdóttir, Rebekka Krist- jánsdóttir, og krakkarnir Fanný, Páll og Herjólfur. Þar var flóðið ekki eins mikið. Katrín sagði þó, að gólfteppin hefðu öll eyðilagzt og vatnið hef'ði náð í mjóalegg. Hún kvartaði mjög undan fúkka- lykt í íbúðinni, en skemmdir voru ólíkt minni en á hin- um staðnum. Ragna, húsfreyja í næsta húsi, ræðir við Katrinu í Mið- túni 62, sem hefur orðið held ur kalt af því að vaða um íbúðina. (Ljósm.: Sv. D Gunnar og Guðfinna fyrir franvan hús sitt í gærdag. Teppin og rúmið hala verið þarna síðan á Skirdag og btða þess að matsmaður líti á þau. Tveir starfsmenn Vatnsveitunnar með hluta þann af vatns- leiðslunni, sem tekinn var í burtu, er við hana var gert. hún hefur safnað saman, inni í herberginu hjá sér. Allt þetta hefur eyðilagzt, enda segist Inga vera hætt við að gifta sig. Allur þvotturinn minn var líka niðri í kjallar- anum, svo að við eigum ekki einu sinni hreint lín á rúmin. Gunnar sonur okkar fór aftur niður til þess að sækja skó, sem honum var annt um, og varð þá að kafa eftir þeitm. Hann er í Fiugbjörgunarsveit nágranni þeirra barði utan húsið og tilkynnti þeim að þau væru komin á flot. Varð þeim þá litið fram úr rúmum sínum og sáu að þau voru umflotin vatni. Frú Guðfinna sagði við blaðamann Mbl.: „Ég vissi ekkert hvar ég gæti verið stödd. Teppið var komið upp undir rúmstokkinn, skórnir á floti og dóttir mín og sonur stóðu fyrir utan dyrnar hróp- andi, en þorðu ekki að opna þær, því að þar var vatns- borðið mun hærra“. „Svefnherbergin okkar eru í kjallaranum, en síminn á efri hæðinni, svo að ekki tókst að vekja okkur fyrr en nágranni, sem þekkti húsa- skipan, kom á vettvang. Inga dóttir okkar var svo viðutan, þegar hún vaknaði, að hún stökk fram úr, en hrökklaðist aftur upp í, er hún kenndi kalda vatnsins, en þá var svefnsófinn kominn á fk>t. Við tókum þegar úr rafmagns öryggin, en þótt við gerðum það, loguðu ljós um allt hús- ið. Þegar við loksins komumst upp á efri hæðina, sum fót- gangandi, — ég var borin, var vatnið komið í axlarhæð. Inga dóttir okkar er trúlof- uð og hafði þá búslóð, sem KLUKKAN 6,30 á Skírdags- morgun sprakk vatnsæð sú, sem liggur undir Laugavegi og varð af því mikið flóð, sem olli tjóni í nokkrum húsum við Hátún og Miðtún. í kjall ara nokkrum við Miðtún komst vatnið upp í axlarhæð. Vatnsleiðslan er 15 tomm- ur að þvermáli. Tókst þó fljótlega að hefta lekann, en vatnsflaumurinn var þá orð- inn mjög mikill við umrædc hús. Því hefur verið lýst yfir í útvarpi, að vatnsveita Reykja víkur muni greiða þetta, en ekki er vitað hve mikið af því tryggingafélögin borga. í kjallara húss númer 62 við Miðtún urðu mestar skemmdir. Þar vöknuðu íbú- arnir Gunnar Gunnarsson tré smiður, kona hans, Guðfinna Lárusdóttir, dóttirin Inga og sonurinn Gunnar, við það að - -- "'• ' - Rebekka Kristjónsdóttir, húsfreyja í Miðtúni 62, og starfsmaður Vatnsveitunnar, standa við heimili Rebekku á skir-dag i flóðinu, sem hrjáði íbúaMiðtúns og Hátúni. Flóð í Miðtúni I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.