Morgunblaðið - 01.04.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.04.1964, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 1. aprfl 1964 MORCUNBLAÐIÐ 17 FRÁ RÉTTARHÖLDIJIMUM í AUSCHWITZ: YFIR RÉTTARSALNUM GRÚFÐI SPURNING, SEM ENGINN TREYSTI SÉR TIL AD SVARA BANDARÍSKI rithöfundur- inn og leikritaskáldið Arthur Miller var viðstaddur Ausch- witz-réttarhöldin í Frank- furt nú fyrir skömmu. Eftir- farandi grein ritaði hann sér- staklega fyrir Herald Xrib- une, og birtist hún hér í lausiegri þýðingu. Mbl. Arthur Miller, Paris: SPURNING, sem enginn treystir sér til að svara ligigur í loftinu í réttarsalnum í Frankfurt, þar sem 22 SS- xnenn Hitlers mseta nú fyrir rétti sakaðir um morð á föng- um í Auschwitz-fangabúðun- um í heimsstyrjöldinni síðarL Eru líkur til þess, að stefna á borð við þá, sem veitti slíkum mönnum vald á lífi og dauða geta nokkru sinni skotið aftur upp kollinum í t>ýzkalandi? Mér fannst einhvern vegin, þarna sem ég sat öðru megin í réttarsainum dag einn í síð- astliðinni viku, að eins og í öllum réttarhöldum vegna morða, væru hinir ákærðu að verða æ óraunverulegrL Eitt sinni voru þeir hinir hástígvéluðu herrar veraldar þeirrar, sem afmarkaðist af gaddavírsgirðingum. Nú eru þetta miðaldra Þjóðverjar, klæddir eins og venjulegir kaupsýslumenn, nokkuð nær- sýnir. Sumir skrifa hjá sér eitt og annað, þar sem þeir sitja þarna andspænis hinum háa dómara með bláklæddan lögreg'lumann að baki. Tvær undantekningar eru frá þessu og þeir menn báðir mjög svo óvenjulegir. í andliti annars er fábjánaleg heimska rist í hvern drátt — hinn er svo ókyrr í sæti og tillitið svo grimmúðlegt, að menn myndu hræðast hann, þó svo þeir aðeins hittu hann á förn- um vegi hvað þá í réttarsal þar sem hann á að svara til saka fyrir morð. En hinir gætu allir verið þýzkir frændur hvers sem er. Og það hefur líka komið í ljós, að líf það, sem þeir hafa flestir lifað, síðan þeir skut- ust í gleymsku og felur rétt áður en bandamenn komu til skjalanna í Þýzkalandi, að þeim er það næsta lagið að leiða hjá sér allt „klandur". Sumir hafa snúið sér að kaup- sýslu, og farist það vel úr hendi, aðrir hafa starfað sjálf- stætt að því sem þeir höfðu mer.nt til eða verið venju- legir launþegar. Þeir hafa stofnað fjölskyldur og séð þeim farborða og jafnvel orðið máttarstólpar bæjar- félaga sinna. Þegar þeir voru teknir höndum, var það eng- an veginn þannig, að cil þeirra næðist ölóðra eða með , óspekir á almannafæri, held- ur var að þeim komið við vínnu sína eða í skauti fjöl- skyldunnar. Haldinn kvalalosta Sá þeirra tveggja sem ég minntist á áðan, er var hvikuleygur og dýrslegur tilsýndar var í raun og veru haldinn sjúklegum kvalalosta. Hann var nær alltaf drukkinn í fangabúðunum og hafði sér það til dægrastyttingar, að ganga inn í fangaskálana og hleypa af byssu út í bláinn á sofandi fangana. Og ef hon- um leizt ekki á einihvern fanga, sem gengið varð fram- hjá honum, fékk sá hinn sami skot 1 höfuðið á stund- ixuú. En eftir stríðið fékk maður þessi vinnu á sjúkraíhúsi sem hjúkrunarmaður, og sjúkl- ingar hans hafa skrifað rétt- inum og sagt, að hann hafi verið óvenj ulega nærfærinn, blíðlyndur og hjartag'óður maður. Og þeir kölluðu hann „Papa Kaduk“. Enginn veit lengur ná- kvæmlega hve margt varnar- laust fólk „Papa Kaduk“ myrti þau fjögur ár, sem hann var í Ausdhwitz. Þetta er stór og mikill maður og orðinn allt of feitur. Litlu grimmdar- legu augun hans loga af hæðni og sigurhrósi, hvenær sem einlhverju vitnanna skeik ar í einhverju, man ekki ná- kvæmlega dag eða staðreynd og þá teygir hann sig að svart klæddum lögfræðingi sínum, sem rís á fætur til þess að mótmæla ófullnægjandi rök- um. Hann virðist, satt að segja, vera fullkomlega sann- færður um að hann sé „Papa Kaduk“ og alls ekki sú mann- skepna sem mennirnar í vitnastúkunni lýsa með erfið- ismunum. Fjarverandi í veiðiför Meðal hinna ákærðu er lyfjafræðingur, sem aðstoð- aði við að velja fanga í gas- klefana. Hann var orðinn vel metin borgari þar sem hann bjó og þeir er handtóku hann urðu að bíða þess að hann kæmi heim úr veiðiför til Afríku. Samborgarar hans urðu sem furðu lostnir er þeir fréttu ákærurnar á 'hend- ur honum — ekki sizt vegna þess, að það var hann sem hafði lagt til að hvenær sem ráðamenn borgarinnar hitt- Arthur Miller með konu sinni, sem fædd er í Austurríki, fyrir utan réttarsalinn í Frankfurt. ust til þess að ræða málefni íbúanna skyldu þeir klæðast samkvæmisfötum „Hvernig“ var spurt í fyllstu alvöru „gat svo mikill smekkmaður gert sig sekan um svo glæpsam- legt og viðurstyggilegt at- hæfi?“ UNDANFARNA þrjá mánuði hafa staðið yfir réttarhöld í Frankfurt í Vestur-Þýzkalandi yfir 22 mönnum, sem sakaðir eru um þátttöku í fjöldamorð- um nazista i Auschwitz- fangabúðunum á stríðsárun- um. Réttarhöldunum miðar seint áfram, og er ekki búizt við að þeim Ijúki fyrr en seint á þessu ári. Undirbúningur að þessum réttarhöldum hefur staðið í nokkur ár og hafa bundruð vitna verið yfirheyrð og skýrslum safnað um af- brot um 1.000 fyrverandi SS-manna. Flestir þeirra manna, sem nú eru álkærðir, voru áður lítt þekktir. En vitnaleiðslur hafa leitt í ljós að stöðugar fjölda- aftökur í fangabúðunum gerðu marga þessara manna að samvizkulausum þorpur- um. Eða eins og einn fyrrver- andi læknir við fangabúðirn- ar sagði um starfsbræður sína þar, „þeir hættu fljótlega að geta gert greinarmun á góðu og illú. Andrúmsloftið var þannig að mannslífið var einskis virði.“ Læknir þessi, dr. Hans Múnoh, var leiddur fyrir dóm árið 1948, en sýkn- aður af ákæru um stríðsglæpi. Dr. Múnoh segir að flestir læknanna við Ausohwitz fangabúðirnar hafi rofið læknaheit sín með því að drepa í stað þess að lækna. „Þarna voru þúsundir manna teknar af lífi daglega," segir hann. „Sumir læknanna unnu að tilraunum, og notuðu fanga sem tilraunadýr. Hverju máli skipti það þá hvort nokkrir fanganna létusL“ Meðal hinna ákærðu eru Wilhelm Roger, Joseph Klehr og Oswald Kaduk, sem mörg vitni hafa ásakað fyrir að hafa staðið fyrir pyntingum á föngum og vali á þeim föng- um, sem senda átti í gasklef- ana eða taka af lífi á annan hátt. Roger starfaði í fangabúð- unum í tvö ár. Og þótt margir starfsmanna þar hafi á sér illt orð, var Roger einna verst ræmdur, sérstaklega fyrir pyndingar. Hafa mörg vitni lýst því hvernig fangarnir komu blóðugir og bláir frá yjirheyrslum hjá Roger. Einn- ig átti hann sérstakt tæki til að kvelja fangana. Var það nefnt „Bogersohaukel" eða Roger- rólan og vakti mikla skelfingu meðal fanganna. Fleiri pynd- ingartæki hafði Boger í fór- um sínum til að fá fangana til að tala og jafnvel ákæra sjálfa sig. Þá tók hann þátt í að velja úr fanga, sem taka átti af lífi hverju sinni, og er sakaður um að hafa persónu- lega tekið þátt í aftökunum. Klehr starfaði við heilbrigð iseftirlit í fangabúðunum um langt Skeið. Þar hafði hann m. a. þann starfa að velja úr fanga, sem drepnir voru með innsprautingum í hjarta. Hafa vitni lýst því hvernig föng- unum var raðað niður til „eftirlits" fyrir framan nokkra „dómara“, en meðal dómar- anna var Klehr. Svo ákváðu dómararnir hverjir ættu að lifa og hverja ætti að „hreinsa". Þeir sem dæmdir voru í hreinsun voru fluttir í sjúkraklefa þar sem phenol var sprautað í hjarta þeirra, og biðu þeir þegar bana. Við yfirheyrslu var Klehr spurð- ur hvort hann hafi sjálfur drepið fanga á þennan hátt, og játti hann því. Aðspurður hvort hann hafi drepið meira en 100 fanga, svaraði hann: Þeir voru nú fleiri. Ég hef þegar játað að hafa drepi 250—300. Eftir nokkurn tíma við heil brigðiseftirlitið, var Kleihr fluttur í sótthreinsunardeild- ina. Þar hafði hann meðal annars þann starfa að varpa gassprengjum inn í gasofn- ana. Kaduk gerðist sjálfboðaliði í SS sveitum Hitlers árið 1940 og hóf störf í Auscwitz 1942. Hann er sakaður um að hafa skotið fjölda fanga til bana, auk þess sem hann var einn þeirra, sem völdu úr fanga til aftöku. Hann drafak mikið á þessum árum, og þeg- ar hann var drukkinn átti hann það til að ganga bers- erksgang og misþyrma föng- um eða drepa þá. Er sagt að stundum, þegar Kaduk var drukkinn, hafi hann slegið fanga niður, lagt staf þvert yfir háls þeirra þar sem þeir lágu á jörðinni og hoppað á stafnum þar til fanginn var látinn. Þessir þremenningar eru ekki eins dæmi, því nítján menn aðrir sitja ákærðir með þeim, sakaðir um grimmd, mannvíg og pyndingar í Auschwitz. Eitt vitnanna hafði setið í Dachau fangabúðunu.m alræmdu áður en það var flutt til Auschwitz. Við réttarhöld- in sagði vitnið: Samanborið við Ausdhwitz var Daohau unaðsríkur staður. En — læknirinn sem stend- ur í vitnastúkunni svo tím- um skiptir þennan dag, leiðir staðreyndirnar í ljós svo að ekki verður um villzt. Hann var sjálfur fangi, en þar sem hann fékk meira að borða en ihinir, er hann hér til frá- sagnar i dag. Og þegar hann lýsir því hvernig ung’börn voru rifin úr örmum mæðra sinna, rúmfatnaði skipt tvis- var á ári, nær algerum lyfja- skortinum, hvernig Rauða kross vagnar voru notaðir til þess að flytja fanga þangað sem þeir voru myrtir, píndir og barðir — og nefnir hvern hinna ákærðu á fætur öðrum, sem sannanlegan gjörnaðar- mann þessarra verka, bresta þýzku húsmæðurnar sem eru í meirihluta í kviðdóminum £ grát eða sitja stjarfar af hryllingi. Og þegar horft er á þær, verður manni ljóst af útliti þeirra og aldri að þær lifðu í Þýzkalandi á tímum nazist- anna, meðan þessu fór fram. Þær voru að verzla, koma börnum í háttinn, skreppa út úr bænum á sunnudögum, huga að brúðarkjólnum dótt- urinnar eða spyrjast fyrir um það hvort syninum liði ekki vel í hernum, á sama tíma oig mæður eins og sjálfar þær og börn sem í engu voru frá- brugðin þeirra börnum, voru neydd til að afklæðast í köld- um skálum fangabúðanna og anda að sér eiturgasinu, sem sumir þeirra er hér sitja á bekk hinna ákærðu sáu um að bjrla þeim. 90% á móti réttarhöldunum. En þó er það svo að lög- fræðingar þeirra, sem starfa fyrir hina fámennu saksókn, eru þess fullvissir, að 90% þýzku þjóðarinar sé mótfail- inn þessum réttadhöldum og öðrum af svipuðu tagi. Þeir byggja þennan dóm sinn á bréfum sem þeim berast og á erfiðleifaum þeim, sem þeir eiga í við að fá fólk til að- stoðar við sumar þær hand- tökur sem þeir hafa fram- fcvæmt og loks síðast en ekki sízt á því að engin skýr rödd eða hreyfing virðist vera uppi meðal Þjóðverja er krefjist þess, vegna heiðurs landsins sjálfs, að slífair morðingjar verði dregnir fyrir iög og rétt. Það er þvert á móti almenn skoðun, að því er þessir lög- fræðingar segja, að réttar- höld á borð við þessi, dragi nafn Þýzkalands í svaðið, að þetta hafi allt saman átt sér stað fyrir svo löngu. Hvers vegna að raska lífi manna þegar svona langt sé um liðið, o. s. frv.? Æ ofan í æ hefur það komið fyrir, að lögfræðingarnir hafa orðið að fara sjálfir með handtekna menn um þvert Þýzkaland til Frankfurt, vegna þess að ekfai var neinn lögreglumann að finna, sem vildi veita aðstoð sína. Stjórnin greiðir þeim 26 mörk á dag fyrir kostnað við þessi ferðalög, enda þótt ódýrasta næturgisting kosti 11 mörk. En samt sem áður hefur þessi litli hópur Þjóð- verja í hyggju að leita uppi hvern og einn einasta mann, allt að vörubílstjóranum, sem ók föngunum að, gasklefun- um, unz nRtlætinu verði full- nægt. Frh. á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.