Morgunblaðið - 01.04.1964, Blaðsíða 29
MiðviTcudagur 1. aprlT 1964
MORCUNBLAÐIÖ
29
Fyrir þá örfáu, sem enn hafa ekki ekið Volkswagen
og íyrir þann fjölda, sem enn ekki veit hversvegna hann er svo vinsæll
Vitið þér, að þegar hafa selst
meira en 6 milljón Volkswagen?
Vitið þér, að Volkswagen er seld-
ur í 136 löndum um heim allan?
En vitið þér hversvegna?
Vegna þess, að milljónir manna
um allan heim hugsa sem svo:
„Ég vil fá eins mikið og hægt er,
fyrir mín gyllini, cruzeiros,
mörk, dollara eða krónur“.
En þer komist fljótlega að raun
um, að það eru einnig margar
aðrar ástæður.
Við skulum byrja aftur í. Þar
verður vélin fyrst fyrir okkur,
Vélin er loftkæld.
Við höfum á tilfinningunni, að
fjöldi manna hefur ekki gert sér
í hugarlund, hvað það hefir að
segja að eiga bíl með loftkældri
vél.
Nú skulum við sameiginlega
hugsa um þetta. Það er svo
margt, sem hefst með vatni. Gufu
getum við framleitt úr vatni —
ís líka. Oft getur verið nauðsyn-
legt að nota það á bílinn. Við
getum þvegið hann úr vatni, en
bara að utan. Inn í bílinn hefir
vatnið ekkert að gera. Þessvegna
finnum við eina vatnið í Volks-
wagen . , . hvar? Jú, í rúðu-
sprautunni.
Vatn er Ioft fyrir
Volkswagenvél.
(Mjög mikilvægt atriði, þegar
hugsað er um það). Á vetrum
frýs ekki á vélinni. Á sumrin
sýður ekki á henni. Þér þurfið
engan vatnskassa. Enga vatns-
dælu. Engar vatnshosur. í Volks-
wagen eru því færri hlutir.
(Hlutir, sem ekki eru til, eyði-
leggjast ekki). Tökum þar að
auki, t.d. drifskaftið, sem finnst
ekki í Volkswagen.
Vélin aftur í.
Afturhjólin eru í beinu sam-
bandi, það þýðir: (Enginn orku-
flutningur frá vél og í aftur-
öxla). Betri aksturseiginleikar i
6andi, for og snjó. Betri vélar-
orkunýting. Eins og þér sjáið:
Það borgar sig að byrja aftur L
Það borgar sig að skipta um.
En nú skulum við til tilbreyt-
ingar líta frameftir bílnum. Við
skulum hugsa okkur eftirfar-
andi: Þér hafið beyglað vinstra
frambrettið á bílnum yðar. Hvað
á nú að gera? Að gera við Volks-
wagen, er engum vandkvæðum
bundið, — það er fljótgert. En
það er ekki bara brettið, sem er
auðvelt og ódýrt að skipta um á
Volkswagen, heldur einnig allt
annað.
Óskið þér eftir að hafa sömu
vélina en endurnýja bílinn að
öðru leyti, þá tekur það aðeins
lengri tíma. En það er hægt. Við
höfum varahlutina á lager. Auð-
vitað er hægt að nota flesta
hluta frá mismundandi árgerð-
um í hvaða Volkswagen sem er.
Ef þér viljið fá nýtt bretti fyrir
Volkswagen 1951, er það ekki
erfiðara (né dýrara) en fyrir
1964 árgerðina.
En ef þér viljið fá nýjan bíl, þá
er það líka hægt og þér getið val-
ið um nýja, fallega liti.
Fleiri eftirlitsmenn en bílar.
Nú eru framleiddir 5000 bílar á
dag. Og í þjónustu Volkswagen
verksmiðjunnar eru nú 82.000
menn, þar af c.a. 6000 eftrilits-
menn. Það eru fleiri menn sem
reyna bílana, en dagsframleiðsl-
unni nemur. Og þeir hafa aðeins
það eina verkefni að reyna hæfni
Volkswagen, áður en hann fer
út úr verksmiðjunni. (Er þá
nokkur furða, að þeir hafi nógan
tíma til þess að athuga allt
gaumgæfilega?) Þeir reyna vél,
gírkassa, bremsur, og alla aðra
lífsnauðsynlega hluta. Einnig eru
allir hinir miður mikilvægu
hlutar athugaðir (því, þér greið-
ið líka fyrir, að þeir séu í góðu
lagi). Krómun, lakk, bólstrun,
innrétting. Skoðið Volkswagen
nákvæmlega að innan, og sjáið
hve vandvirknislega allt er unn-
ið og staðsett. Volkswagen er
framleiddur mjög vandvirknis-
lega, svo vandvirknislega, að
hann er loftþéttur. Þér verðið að
opna glugga, til þess að loka dyr-
unum.
Einu sinni var frægur smiður
spurður, hversvegna hann gljá-
fægði skúffurnar <hð innan með
svo mikilli vandvirkni. Það
væri áreiðanlega enginn sem
tæki eftir því. Hann svaraði:
„Jú, ég“.
: -.vx--.
Hvert hjól fer upp og niður,
en ekki bíllinn.
Volkswagen hefir sjálfstæða
fjöðrun á hverju hjóli. Það er
þess vegna, sem margir yppta
öxlum og segja: „Hversvegna er
það svo gott?“ Staðreyndin er,
að sjálfstæð fjöðrun á hverju
hjóti, skiptir vagnþunganum
miklu betur. Þunga á öxla og
legur. Þar að auki grípa hjólin
betur í veginn. Kraftur aflhjól-
anna nýtist því betur. Stundum
heyrum við þessa spurningu.
„Hversvegna eru hjólin svona
stór undir Volkswagen?" Við
skulum svara því á þennan hátt:
Því stærra hjól, þeim mun færri
snúningar, því færri snúingar,
þeim mun minni slitflötur. Þvi
minni slitflötur, því lengur
endast dekkin. Því stærri sem
hjólin eru, því betri er fjöðr-
unin. (Hjólin sleikja ekki hverja
smáholu). Því stærri, sem hjól-
in eru, því stærri verða brems-
urnar. Því sætrri sem hjólin eru,
því betri kælingu fá bremsurnar.
Því meiri kælingu, seni brems-
urnar fá, þeim mun meiri verður
bremsuvirkunin (og bremsuborð-
arnir endast lengur). Hversvegna
haldið þér að drifhjólin á kapp-
aksturbílum og traktorum séu
svona stór?
Alveg af sömu ástæðu og hjá
Volkswagen.
wagen. Eru þeir í raun og veru
gamlir? Þér verðið að athuga
Volkswagen vel, áður en þér get-
ið ákveðið aldur hans. ,
Hér eru nokkur atriði:
Árið 1957 var afturrúðan stækk-
uð (til þess að þér gætuð séð
betur).
Árið 1960 var sett innbyggt
stefnuljós á afturlugtir (til þess
að hægt væri að sjá yður betur).
Árið 1952, voru settar á hana
opnanlegar vind-rúður.
Eins og þér skiljið. Þetta eru
ekki allt raunverulegar breyt-
inar. Þetta eru endurbætur. End
urbætur, sem koma okkur ennþá
Þessu breytum við
Það eru 4 lakklög,
1 3 mundu nægja.
En ekki fyrir okkur.
Þessvegna getur Volkswagen
komist af án bílskúrs. Hann
heldur sér afburða vel í nokk-
ur ár utan dyra. í regni og snjó
— undir sól og mána — um
sumar, um vetur, í allskonar
veðrum.
Hafið þér séð Volkswagen —•
og líka litið undir hann?
Volkswagen er alveg þéttur,
þakið jafnt sem gólfið. Úr stál-
plötum, vel lakkaður, en þrátt
fyrir allt: Þegar Volkswagen
er ekki lengur nýr, þá er botn-
platan ekki heldur jöfn og gljá-
andi. Hún er lamin af grjóti.
Þakin aur. Hlaðin salti og sandL
Hefði platan ekki verið þar, sem
hún er, þá hefðu kaplar og þræð-
ir, stengur, skrúfur og hitaleiðsl-
ur, allt verið meira og minna
þakið aur og leðju. Hræðilegt.
En óttist ekki, platan er þarna. ^
Ágætt. Er þessi hugmynd ekki
frumleg? Hún er lánuð frá öðr-
um. Frá skjaldbökunni. Og því
sem skjaldbakan hefir haldið ó-
breyttu í milljónir ára ætti að
vera nógu góð fyrirmynd fyrir
okkur.
Engiu breyting vegna
breytinganna.
Við skulum gera okkur það ljóst
í eitt skipti fyrir öll, að við breyt-
um ekki Volkswagen, við end-
urbætum hann.
Á síðustu 15 árum höfum við
fundið fleiri en 2000 ástæður.
Við höfum sett í hann aflmeiri
vél. (Vélin er nú 41,5 hestöfl
S A E). Gírarnir eru allir syn-
kroniseraðir og aksturinn verður
því auðveldari. Að innan er allt
fallegra og betur búið. Þér get-
ið ekki alltaf séð allt þetta, en
þér verðið varir við það, þegar
þér akið Volkswagen. Og hver
einstök endurbót hefur í raun og
veru gert Volkswagen betri, frá
því hann var fyrst.
Ef til vill er það þessvegna, að
við sjáum svo marga gamla Volks
ALLTAF FJÖLGAR VO LKSWAGEN
Þessu breytum við ekki. -
nær takmarkinu um hinn full-
komna bíl. Bíll á að vera hent-
ugur. Hagnýtur. Ánægjulegur,
Ódýr. Léttur í akstri og auð-
veldur í viðhaldi. Þetta er hug-
myndin að Volkswagen eins og
hún hefur verið frá upphafi.
Þetta er sama hugmyndin og
unnið er eftir í dag, og frá henni
verður ekki vikið.
Aðeins endurbættur rúmlega
2000 sinnum.
Þér fáið mikið, hvort sem þér
kaupið hann eða seljið hann.
Þegar þér hafið lesið hingað, þá
eruð þér áreiðanlega farnir að
hugsa um að fá yður nýjan bíL
Ágætt. Ef til vill hafið þér feng-
ið nýja hugmynd um bílakaup.
Ef til vill hafið þér aflað yður
upplýsinga um þennan eða hinn
bílinn. Ef til viil hafið þér spurt
vini yðar um álit þeirra á einum
eða öðrum bíl. Ef til vill hafið
þér nú þegar verið hjá bilasala
og reynt einn eða annan bíl. Allt
er þetta gott og blessað. En áður
en þér ákveðið að kaupa bíl, þá
ráðleggjum vér yður þetta:
Kaupið yður dagblað. Lítið
á söluverð notuðu bílanna
í auglýsingum. Þér verðið
áreiðanlega fljótir að kom-
ast að raun um hver þeirra
er í hæstu endursöluverði. Jafn-
vel eftir margra ára notkun.
Hugsið ávallt um þetta, áður en
þér takið ákvörðun.
(Eitt af því mikilvægasta við
nýjan bíl er verðgildið og end-
ursöluverðið. Er það ekki rétt?)
Og svo skuluð þér ákveða sjálfir.
Hver veit?
Ef til vill heitir nýi bíllinn yðar
VOLKSWAGEN,
Simi HilLDVERZLUNIN IIEIf 1 A Lf Laugavegi
21240 IIElvLA nT 170-172