Morgunblaðið - 01.04.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.04.1964, Blaðsíða 10
10 Miðvikudagur 1. apríl 1964 MORCUNBLAÐIÐ Helgi Ólafsson Skák- meistari íslands 1964 GlæsiSegur sigur tvítugs skákmanns frá Suðurnesjum Helgi Ólafsson sigrar Jón Kristinsson í síðustu umferð. SKÁKÞINGI íslands, sem hófst 20. marz sl., lauk á mánudagskvöldið. í landsliðs- flokki urðu þau óvæntu úr- slit, að tiltölulega lítt þekktur skákmaður, Helgi Ólafsson að nafni, varð hlutskarpastur og hreppti titilinn Skákmeistari íslands 1964. Fékk hann 8 vinninga af 11 mögulegum. — Helgi er ættaður af Suðurnesj um, úr nágrenni Keflavíkur, og hefur aðeins tvisvar áður teflt hér á móti í Reykjavík. Hann er aðeins tvítugur að aldri, og mun það nálega eins dæmi, að svo lítt þekktur mað ur vinni íslandsmeistaratitil- inn. Heildarúrslit í landsliðs- flokki urðu ananrs þessi: vinningar 1. Helgi Ólafsson 8 2.-3. Björn Þorsteinsson 7% Trausti Björnsson 7 Y* 4. Freyst. Þorbergsson 7 5. Jón Kristinsson 6% 6.-8. Bragi Kristjánsson 5Yz Gísli Pétursson 5% Jónas Þorvaldsson 9. Hilmar Viggósson 4 Yz 10.-11. Halldór Jónsson 3% Magnús Gunnarsson 3 Vz 12. Þórður Þórðarson lYz í meistaraflokki sigraði Jón Hálfdánarson, hlaut 6 vinn- inga af 7 mögulegum. Annar Bragi Þorbergsson með 5 Yz vinning og flytjast þessir tveir menn upp í landsliðsflokk í næstu keppni. í þriðja sæti varð Benedikt Halldórsson með 5 vinninga og 4. varð Jóhann Sigurjónsson með iYz vinning. Af fyrsta flokks mönnum varð Helgi Hauksson efstur og flytzt upp í meistaraflokk, en af annars flokks mönnum Sigtryggur Sigurðsson og flytzt hann upp í 1. flokk. í unglingaflokki urðu jafn- ir efstir þeir Gísli Jónsson og Jóhannes Lúðvíksson og munu þeir tefla einvígi um réttinn til að tefla í öðrum flokki. Fréttamaður Morgunblaðs- ins étti stutt viðtal við hinn nýkrýnda Skákmeistara ís- lands, Helga Ólafsson, í gær: Helgi sagðist hafa lært mannganginn ungur, en ekki fengið verulegan áhuga á skák fyrr en hann var 12 ára gamall. Hóf hann þá að tefla á vegum Taflfélags Keflavík- ur. Hann varð skákmeistari Suðurnesja 1962 og fékk þá rétt til að tefla í Landsliðs- flokki á Skákþingi íslands það ár. Notfærði hann sér réttinn og varð í 10. sæti en keppend- ur voru 12. Árið eftir, 1963, tefldi Helgi aftur í Landsliðs- flokki og varð 7. af 12. „Þú hefur alltaf sigið held- ur á, svo varstu 1. af 12 núna.“ „Já.“ „Gerðirðu ráð fyrir því í byrjun, að verða sigurvegari á mótinu?“ „Nei, því fór fjarri. Ég var í vafa um, að ég næði upp fyrir miðju.“ „Varstu í góðri æfingu?“ „Nei, ég hafði lítið teflt frá því í fyrra." „Hvaða skák fannst þér erf- iðust á mótinu?“ „Ég veit ekki, líklega jafn- teflisskák mín við Trausta. Éð slapp víst fremur naum- lega þá.“ „En hvaða vinningsskák þín heldurðu að hafi verið bezt?“ „Ætli ekki við Magnús Gunnarsson eða Halldór Jóns- son.“ „Hvern telurðu sterkastan af andstæðingum þínum?“ „Björn Þorsteinsson mundi ég telja einna sterkastan." „Telurðu þig fremur vera sóknarskákmann eða „posi- tionskákmann", eins og þeir kalla það, Helgi?“ „Ég vil nú gjarnan hafa svo lítið líf í tuskunum.“ „Er skák þitt aðal „hobby“?“ „Já, það má heita það eina.“ „En þú ert að læra prent- un?“ „Já, ég er hálfnaður við prentnám.“ „Drekkurðu ekki brennivín að hætti ungra manna nú?“ „Jú, svolítið, en í hófi.“ „Heldurðu að víndrykkja sé skilyrði fyrir góðum árangri í skák?“ „Það held ég ekki. Ég held menn komist allra sinna ferða á skákborðinu ódrukknir.“ „Trúlofaður?“ „Nei.“ „Heldurðu að það sé heppi- legt fyrir skákmenn að ganga í hjúskap ungir?“ „Það veltur á því, hvernig kvenmanni þeir lenda á, mað- ur.“ „Er skákhæfileiki ættgeng- ur?“ „Það er ekki ólíklegt." „Hvaða eiga menn að gera, til þess að verða sterkir skák- menn?“ „Tefla.“ S. K. [) Barnatónleikar * Sinfóníusveitar Islands Bæjarhús brunnu allt innbú Fé og hænsni farast í eldinum Blaðamenn voru boðaðir á fund forráðamanna Sinfoníu- hljómsveitar íslands í gær, og voru kynntir Buketoff hljóm- sveitarstjóra, sem ætlar að þessu sinni að brydda upp á skemmti- legiri nýung í músíklífi borgar- innar. Fimmtudaginn 2. apríl stjóm ar hinn ameríski hljómsveitar- stjóri Igor Buketoff, sem um Igor Buketoff þessar mundir stjórnar Sinfón- 'íuhljómsveit íslands, nýstárleg- um hljómleikum, sem sérstak- lega eru ætlaðir 5 til 9 ára göml um börnum. Hljómleikarnir munu standa um það bil í eina klukkustund og verða haldnir kl. 5 síðdegis í Háskólabíói. Buketoff er þekktur um öll Bandaríkin fyrir afburða hæfi- leíka á þessu sviði. Hann var um fimm ára skeið, árin 1948 til 1953, stjórnandi barnahljóm- leika New York Philharmonic hljómsveitarinnar, og á því tíma bili töldu blöð New York borgar hann „langbezta manninn á þessu sviði“. Á meðan Buketoff var stjórnandi þessara hljóm- leika lét hann m.a. semja all- mörg verk sérstaklega handa yngri börnum, þar á meðal 30 mínútna óperu í þrem þáttum. Á s.l. sumri valdi National út- varpsfélagið (N.B.C.) hann til að stjórna klukkustundar sym- fóníuhljómleikum fyrir börn, sem sjónvarpað var í litum um hið víðfeðma sjónvarpsnet fé- lagsins. Þessi dagiskrárliður verð ur endurtekinn á næsta starfs- ári, en þá mun .Buketoff að auki stjórna öðrum dagskrárliðum, sem eru á döfinni. Buketoff hefur þá bjargföstu trú, að venja þurfi börn á. að hlusta á góða hljómlist þegar á unga aldri. „Fyrst verður að vekja ást á hljórmlist", segir hann, „áður en hægt er að hugsa um nokkra menntun á því sviði“. Hann vonast til, að margir for- eldrar muni koma með börnum sínum á hljómleikana, og bætir við, að „venjulega hafa foreldr- arnir jafngaman, ef ekki meira gaman, að þessum hljómleikum en börnin, og oft fá þau þar ýmsar, nytsamar upplýsingar". Með það í huga, hve stuttan tíma, börn geta einbeitt sér í einu, hefur Buketoff valið á efn- isskrána verk, sem ekki eru lengri en 3 til 4 mínútur í flutn- ingi. Þó að hann haldi því statt og stöðugt fram, að takmark sitt sé aðeins að láta börnin hlusta á góða hljómlist, þá hefur hann af klókindum sett sam; n efnis- skrá, sem er menntandi jafn- framt því að vera skemmtileg. Skýringar á verkunum hefur Buketoff einnig samið, en þær hafa verið þýddar á íslenzku og Framh. á bls. 11. Bæ, Höfðaströnd, 30. marz. Milli kl. 12 og 1 á skírdag sáu hjónin í Glæsibæ í Sléttuhlíð, sem er næsti bær við Tjarnir og stutt á milli, er þau sátu að máltíð, að óvenjumikið rauk úr þekjunum á útihúsunum á Tjörn um. HIupu þau af stað upp eft- ir en á sama tíma voru hjónin á Tjörnum komin út og höfðu orðið vör við eldinn. Hjónin á Tjörnum urðu vör við að rör út frá eldavél var rauðglóandi. Var þá eldur kominn í norð- urhluta hússins. Pétur Jóhanns- son hreppstjóri í Glæsibæ, sem kom fyrstur að ætlaði að hleypa Kustirnar á Tjórnum í Siettuhiið fé út úr fjárhúsi sem var fast norðan við húsið, en þá var það orðið alelda og rétt í sama mund féll þekjan ofan á féð og hænsn- in, sem þarna voru inni. Þama voru 10 kindur og nokkrir tugs- ir hænsna. Sunnan stórviðri var á. Fjölda fólks dreif að bæði úr Fellshreppi og innan úr Hofsósi en svo var orðið alelda að litlu varð bjargað. Ltíilsháttar tókst að bjarga úr suðurhluta bússins af því veðrið stóð þar upp á, en ekkert náðist úr norðurhluta þess. Brann því alit er brunnið gat. Við norðurhlið bússing og mest- voru tveir timburskúrar og brunnu báðir. í öðrum var ljósa- vél og gereyðilagðist hún. Þarna brunnu gamalt fjárhús og gam- alt fjós. Nýlega hafði verið byggt nýtt fjós og hlaða norðvestan við heimahúsin og tókst að bjarga þeim byggingum. Slökkvistarfið gekk treglega því bæjarlaakurinn þornaði fljótt af hinni miklu vatnsnotk- un svo og gerði stórviðrið slökkvistarfið erfiðara. Þama var steinsteypt íbúðar- hús en innviðir úr timbri. Gífur- legt tjón er af bruna þessum en vátryggin var lág. Bóndinn á Tjörnum heitir Kjartan Hallgrimsson og kona hans Sigrún Ásgrimsdóttir. Hjónin bjuggu þarna með fjórum ungum bömum sín- um, Björm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.