Morgunblaðið - 01.04.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.04.1964, Blaðsíða 3
^ Miðvikudagur 1. apríl 1964 MORGUNBLAÐID 3 NÓTTINA eftir páskadag kom varla nokikrum Vest- mannaeying blundur á brá. Ástæðan var sú, að klukkan fimm á páskadag hafði lítill drenghnokki, Jón Einarsson, sem er 2Vz árs gamall, farið frá heimili sínu og ekki kom- ið 'heim á venjulegum tíma. Btrax um kvöldið var hafin Skipulögð leit að drengnum og fannst hann í morgunsárið á annan dag páska, sofandi í jeppabifreið, örskamman spöl frá heimili sínu,- Jón Einarsson er sonur Fjólu Guðmannsdóttur og Einars Indriðasonar, skip- verja á Huginn II. til heimilis að Hásteinsvegi 16, Vest- mannaeyjum. Þau hjón eiga þrjá drengi, 5 ára, 2ja ára og 1 árs. Blaðamaður Morgun- blaðsins átti tal vig móður drengsins, Fjólu í gær, og fór- ust henni svo orð um atburð- inn á páskadag. — Jón litli var úti að leika sér um fimm-leytið, ásamt eldri bróður sínum og krökk- Fjóla og Jón litli. „Eg var bara í bíl, ingar. sagði hann til útskýr- gengin í þrjú fór ég niður á lögreglustöð og var beðinn að fara með 25 manna leitar- flokk. Áttum vi ðað leita aust ast í Austurbænum, eða aust- urundir Urðarvita. Leitar- svæðig afmarkaðist að Helga- fellsbraut að vestan, Austur- vegi að norðan og Víðivöllum að sunnan. Þegar við l^omum að Urðarvita mættum við öðrum leitarflokki og skiptum við um svæði. En leitin varð árangurslaus. Þessu næst fór- um við í annan leiðangur í miðbænum, en án árangurs. Þriðja og síðasta svæðið, sem við leituðum á, takmarkaðist að Hásteinsvegi að norSjan, Heiðarvegi að austan, Brim- hólabraut að vestan og átt- um við a.S leita upp að Steypu stöð. Við vorum nýkomnir-inn á leitarsvæðið þegar við kom- um ag bílskúrnum, sem er á gatnamótum Hásteinsvegar 49 og Hólagötu. Skúrinn stóð opinn og’ í honum nýleg Willys-jeppabifreið. Þegar ég leit inn í bílinn sá ég dreng- inn sofandi á grúfu í fram- sætinu. Þá varð allsiherjar fögnuður í bænum. Bruna- lúðurinn var settur í gang til að tilkynna að leitin hefði borið árangur, lögreglan fór út fyrir bœinn með vælandi sírenur til að kalla saman leitarflokkana, en áætlað er Fannst sofandi á grdfu í framsæti jeppans eftir 12 tíma leit unum i nágrenninu. Um sex- leytið fór ég að huga að þeim, en þá var Jón ekki í krafcka- hópnum. Þá grennslaðist ég fyrir um hann á þeim stöðum, sem hann er vanur að koma, en án árangurs. Um hálf sjö fórum við að verða óttasleg- in, maðurinn minn fór niður á bryggju, til ag vita hvort hefði sézt til ferða hans þar, því að sjálfsögðu vorum við hræddust um að hann hefði farið í sjóinn, og þá er ekki að sökum að spyrja um afdrif hans. Þessu næst hringdum við á 'lögregluna, hún fór strax á stúfana, og nokkru seinna tóku skátarnir þátt í leitinni. Og þegar líða tók á kvöldið voru bókstaflega allir Vest- mannaeýingar að leita að barninu og hjálpsemi þeirra voru engin takmönk sett. Veð var mjög sæmilegt, frostlaust og rigning öðru hverju. Ég sat heima alla nóttina og beið. Þeir sögðu að það væri bezt fyrir mig, því ég hafði einhvern veginn ekki kraft til neins, og einhver varð ag gæta hinna drngj- anna. Kvíði minn fór vaxandi- eftir því sem leið á nóttina. Nokkru eftir miðnætti kom sporhundurinn Bangsi fljúg- andi með Birni Pálssyni til Eyja. Hann var látinn lykta af undirlaki úr rúmi Jóns og síðan tók hann á rás. Komst hann fljótlega á slóð hans, að því er virtist, rakti hana til faúss nokkru vestar við Há- steinsveginn, þar sem síðast sást til Jóns. En svo virtist hann tapa slóðinni, enda mik- ið búið að traðka þarna í kring og margir umhverfis hundinn. Hann fór síðan eitt- hvað út í hraun. Það dró að- eins úr kvíðanum að hundur- inn skyldi ekki fara niður að sjó. Þó húsið okkar standi ur var mjög sæmilegt, frost- laust og rigning öðru hverju. ekki fast við sjóinn, er stutt Almáttugur, hvað mér létti, þegar fregnin barst um að drengurinn hefði fundizt heill á toúfi. Klukkan var eitthvað um sex og tekið að birta. Ég var farinn að búast við hinu versta, og ætlaði varla að trúa mínum eigin eyrum þegar fréttirnar bárust. Drengurinn var afskaplega vel klæddur, en var dálítið kalt á fótunum þegar hann fannst. Hann hresstist ótrúlega fljótt, bað strax um mjólk og bita, og fór út að leika sér seinna um daginn. Það var ekki hægt að halda honum inni, og hann var alveg útsofinn. Hann seg- ist ekkert hafa orðið hrædd- ur, enda held ég hann hræðist fátt. Þegar við spurðum hann, favar hann hefði verið, svaraði hann: „Ég var bara í bíl,“ og er í aðra röndina hálf undr- andi á öllu stússinu kringum hann, sagði frú Fjóla að lok- um. • Maðurinn, sem fann Jón Einarsson, heitir FriSþór Guð laugsson, vélsmiður. Hann sagði í símtali við Morgun- blaðið í gær, að hann hefði ekki frétt um hvarf drengs- ins fyrr en kl. 1 um nóttina. — Þá fór ég strax og bauð aðstoð mína, sagði Friðþór. Lokað hafði verið stóru svæði í bæn um og stóð ég góða stund á gatnamótum og beindi um- ferðinni frá þessu svæði. Þess má geta, að drengurinn fannst einmitt innan þessa svæðis síðar um nóttina. Þegar klukkan var langt Sporhundurinn Bangsi, sem leitaði alla nóttina, og nm- sjónarmaður han_s, Snorri Magnússon. að um þúsund manns hafi tek ið þátt í leitinni um nóttina. Meðan þessu fór fram -fór ég með drenginn til leitarstjóra skáta, sem býr að Hásteins- vegi 49 og á hálfan bílskúrinn, sem drengurinn fannst í. Hann var nýkominn inn úr dyrunum til ag fá sér kaffi, og þeir fengu sér hressingu saman, leitarstjórinn heitt kaffi og drengurinn heita mjólk. Síðan kom læknirinn á vettvang og rannsakaði drenginn, og virtist ekkert ama að faonum. Hann var síð- an fluttur heim til sín, og heilsaðist veL Friðþór Guðlaugsson fann drenginn eftir langa og stranga leit. Hér sjást þeir brosandi daginn eftir. STAKSTEIiVAR ’ Kostir stóriGjunnar SÚ SPURNING hefur heyrzt, hvemig unnt væri að ráðast í stóriðju, þegar mannafla skortir við þá atvinnuvegi, sem fyrir eru, og við margháttaðar fran>- kvæmdir hér á landi,-og er eðli- * legt að menn velti því málefni fyrir sér, því að fljótt á litið kann að virðast sem stóriðja muni torvelda aðra átvinnuupp- byggingu. En þegar málið er skoðað nánar, sést, að hér er um misskilning að ræða. Þegar vinnuaflsskortur er, riður á mestu að hagnýta vinnuaflið þannig, að það skili sem ircstum afrakstri. í stóriðju skilar ef til vill einn maður, sem stjórnar vélum, jafnmiklum afrakstri og tugir eða hundruð manna við aðrar starfsgreinar. Þar er það fyrst og fremst fjármagnið, sem skapar auðinn. En þá auðlegð, sem þannig vinnst, m.i aftur nota til að auka tækni í öðrum atvinnugreinum og eflir það að sjálfsögðu framleiðni þeirra. Þannig er ekki vafi á því, að það er hagkvæmt öðriim atvinnu greinum, að hluti vinnuaflsaukn- ingar I ifokkur ár fari til þess að byggja upp stóriðju og algjör misskilningur, að stóriðjan muni torvelda aðra uppbyggingu. Hún veldur gífurlegri framleiðslu- aukningu og er eina leiðin til að stórbæta lífskjörin, þegar allt vinnuafl er fullnýtt. Erlent fjármagn og áhætta Sunvr halda því fram, að mik- il áfaætta sé fólgin í því, að ís- lendingar hafi samvinnu við er- lent einkafjlármagn um bygg- ingu stóriðju. Sannleikurinn er þó sá, að miklu áhættusamara væri, ef við tækjum stórlán erlendis til þess að byggja sjálfir slík fyrirtæki. Ef illa færi um r rekstur fyrirtækis, sem við ís- lendingar ættum einir, vegna markaðsörðugleika, tæknibylting ar eða kunná.ttuleysis okkar, þá værum við einir ábyrgir fyrir greiðslum. vaxta og afborgana af stórum lánum. En jafnvel þótt rekstur t.d. alúmíníumverk- smiðju í eigu útlendinga gangi ekki vel, þá mundum við hagnast af þeim rekstri. Mikið fjármagn hefði verið flutt til landsins og við nytum. þess hagnaðar, sem yrði af orkusöiu samkvæmt samningum. Eignirnar væru hér á landi og þær yrðu ekki fluttar burt, heldur yrðu þær í ein- hverri mynd lyftistöng íslenzks atvinnulífs. Þetta er rétt að menn hafi hugfast, þegar þeir heyra blekkingavaðalinn um á-é* hættuna af heilbrigðu samstarfi við erlenda fjármagnseigendur Hvers vegna þurfti að leiðrétta verð- lagsgrundvöllinn? Framsóknarmenn hafa oft ver- ið að því spurðir, hvers vegna þurft hafi að leiðrétta verðlags- grundvöll landbúnaðarvara, þar sem. þeir árum saman hafi haft meirihluta fulltrúa bænda í S manna nefnd. Svarið liggur þó í augum uppi. Verðlagsgrundvöll urinn skekktist mest haustið 1957.’"" Þá hækkuðu landbúnaðarafurðir aðeins um 1,88% eftir að kaup- hækkanir og tilkostnaður við bú- rekstur hafði hækkað á því ári um 17%. Það var sem sagt á tímum vinstri stjórnarinnar sem verðlagsgrundvöllurinn skekkt- ist svo, að óhjákvæmilegt var aS gera á honum. leiðréttingu, sem nú hefur verið íramikvæmd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.