Morgunblaðið - 01.04.1964, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.04.1964, Blaðsíða 25
Miðvikudagur 1. aprtl 1964 MORGUNBLADIÐ 25 — Auschwitz Framh. aí bls. 17 Síðan 1959 E« er þá til einhvers að vinna — gerir þetta eitthvert gagn í framtíðinni? Þeir vita það ekki. Sumir þeirra hafa íengizt við þessi mál síðan árið 1959, þegar menn voru fyrst handteknir á svipuðum forsendum. Þeir 'hafa lesið yf- ir milljónir orða í framburði vitna, horft á ljósmyndir, sem S'S-maður einn er var áhuga- ljósmyndari, hafði tekið af (hinum ákærðu, þar sem þeir eru að vinza hina dæmdu úr hópi hinna er fengu stund- arfrest til þrælkunarvinnu í fangabúðunum. Eins og nú er málum komið, hafa þeir týnt niður allri tilfinnningu fyrir því hvað aðrir kynnu að hugsa og stefna beint á mark- ið án þess að láta nokkuð á sig fá. Og hvert er þá mar*k þeirra? Lögfræðingarnir eru á miðjum fertugsaldri og hafa sjálfir verið í hinni þýziku Wehrmacht á stríðsár- unum. Þeir eru þýzkir inn að beini og þeir þekkja sitt fól'k. Þeir vita, að jaínvel þótt hver einasti SS-maður yrði dreg- inn fyrir l»g og rétt og fengi dóm fyrir afbrot sitt, myndu það ekki í sjálfu sér koma í veg fyrir að á ný gæti þró- ast í landinu ómannúðleg þjóð ernisstefna, sem aftur gæti skapað heiminum nýtt þýzkt vandamál. Markmið þeirra er nokkuð annars eðlis. Greypt í sérhvert orð vitnis burðar og í sjálfa tilveru þessarra réttarhalda er vanda mál, sem með tilliti til fanga- búðanna er fyrst og fremst þýzkt vandamál, en er þó í raun og veru óléyst vandamál mannkynsins alls. Því loka- - Brigitte Bardot Framh. af bls. 16 Brigitte dvalizt í Brasilíu. Þegar „Une Ravissante Idi- ote“ var frumsýnd í Paris, var gert ráð fyrir að aðalleik- konan yrði viðstödd eins og venja er. Framleiðendurnir reyndu að ná sambandi við Birgitte í Brasilíu, en enginn virtist vita hvar hún var nið- urkomin og þótti furðu sæta með svo fræga leikkonu. En þar við sat og Brigitte var ekki viðstödd frumsýninguna. Fyrir nokkrum dögum upp- lýstist hvar Brigitte hafði haldið sig undanfarna mán- uði. í janúar fór bún til Brasi- líu með vini sínum Bob Zag- uri, Marokkobúa, sem á mikl- ar eignir í S.-Ameriku. í jan- úarlok ihurfu Brigitte og Bob um miðja nótt frá gistihúsi sínu í Kio de Janero og eng- inn vissi hvað af þeim hafði orðið. Nú hefur komið upp úr kafinu, að þau héldu á laun til lítils fiskiþorps um 200 km. frá borginni. Þorp þetta heitir Buzios og þar búa^aðeins 57 menn og ferðamenn eru sjald séðir gestir. Öll húsin í þorp- inu eru með moldargólfum nema eitt og þar bjuggu Brigitte og Bob. Húsið tóku þau á leigu hjá rússneskum prins, er byggði það sem hvíld arstaðarstað fyrir sig og fjöl- skyldu sína. Ástæðan til þess hve lengi Brigitte og Bob tókst að leynast í Buzios er ef laust sú, að enginn íbúa þorps ins þekikti þau. Þau voru *njóg gröm, þegar maður einn, sem bar á þau kennsl étti leið um þorpið og til- kynnti fréttamönnum þegar í stað um uppgötvun sína. Þau eögðust 'hafa átt mjög ■kemmtilega daga í Buzos við veiðar og sund. T.d. veiddu þau risarækjur, sem Brigitte matreiddi og á kvöldin lék hún s.-amerísk lög á gitar Bobs. En nú er draumurinn búinn og leikkonan fræga og auðmaðurinn frá Marokkó hafa snúið aftur til siðmenn- ingarinnar. vörn þessara manna, sem sitja þarna á bekk hinna ákærðu er sú, að öll þeirra verk voru unnin að skipun stjórnar- valda. Virðing fyrir lögunum. Ástæðan fyrir hinni tiltölu- lega almennu andúð Þjóð- verja á réttarhöldunum er ekki einungis sú, að þeir séu ónæmir fyrir þjáningum ann- arra eða að réttlætið bíti ekki á þá. Þjóðverjar syrgja líka sína látnu ástvini og hjálpa sjúkum og sjá mjög vel fyrir börnum sínum og þykir vænt um þau. Og virðing þeirra fyrir öllu því sem á sér ein- hverja stoð í lögum er svo mikil að óheyrilegt má telja. En það sem veldur sumum Þjóðverjum angurs og gerir þjóðina fram á þennan dag óskiljanlega mörgum öðrum þjóðum er það hve hrapal- lega henni er hætt við sið- ferðislegri og sálrænni upp- gjöf gagnvart skipunum af æðri stöðum. Meðan á þessum réttarhöld- um stóð var fréttamönnum þráfaldlega, af ýmsum ástæð- um, skipað að yfirgefa salinn. Þeir sem ábyrgð bera á því, að slí'kum skipunum sé fram- fylgt, eru lögreglumenn sem sitja fyrir neðan dómarasæt- ið, um tylft manna. Fyrir skömmu voru þrír þessarra lögreglumanna spurðir, hvað þeir myndu gera, ef þeim væri skipað að skjóta frétta- mann, sem óhlýðnaðist skip- un réttarins. Einn þeirra svar aði að hann myndi ekki gera það, hinir tveir sögðu að þeir myndu gera eins og fyrir þá væri lagt. Samvizka einstaklingsins. Það sem sóknaraðilar eru að reyna að draga fram í dags ljósið, fyrst og fremst vegna Þjóðverja sjálfra, en jafn- fram með allan heiminn í 'huga, er samvizika einsfcklings ins og ábyrgð hvers og eins gagnvart ómannúðlegum skip unum. Bómari nokkur, (sem ekkert er áhangandi réttar- höldunum) sagði mér, að ótti sá, sem hann æli í br jósti varð andi framtíð Þýzkalands, ætti einmitt rætur sínar að rekja til þessarrar djúpstæðu hneigð ar til þess að afsala sér val- frelsi, til þess að raða sér í fylkingar samkvæmt skipun að ofan. Annar lögfræðingur, sem er starfsmaður réttarins, telur þann dag langt undan, en finnst það vera skylda sín að stuðla að því að hann rísi — er Þjóðverjar dragi vald hins opinbera í efa. Hann tel- ur uppruna erfiðleikanna vera að leita f hinu mikla valdi föðurins innan fjöl- skyldunnar í Þýzikalandi, þar sé fjölskyldan smáheimur er spegli valdbeitingarrikið. Það sem liggur að baki þess arra réttarhalda, er það að engin réttlætanleg afsökun er til fyrir meðvituðu og skipu- lögðu morði sex milljóna manna, kvenna og barna, hvað sem öllum skipunum líð ur. Um það bil 6.000 SS-menn gegndu störfum í Auschwitz þau fjögur ár, sem fangabúð- irnar voru starfræktar, og það er ekki vitað um einn einasta er neitað hafi að gera eing og honum var sagt. Og það er 'hreint ekki svo lítil kaldlhæðni í því, að Gyð- ingurinn, sem eitt sinn tempr- aði hið valdsmannslega í fari þýzkrar menningar með efa- girni sinni, er þar nú ekki lengur til þess að gera hinn mikilláta herforingja ögn mannlegri með dálitlu háði eða betrumbæta sjálfumglað- an skriffinninn með smáveg- is heilnæmum efa um eigið mikilvægi. Unga fólkið. Allt þetta virðist vonlítið og hættulegt, og ef til vill er þetta allt og sumt sem segja ætti um þessi mál. Til eru þó þeir Þjóðverjar sem myndu vilja benda á örfá atriði er þeir telja gefa dálitla en tæp- lega mjög trygga von. Unga fólkið segja þeir, er ekki eins innilokað við gamla þýzka hætti og venjur og áður var. Erlendar kvikmyndir, sjón- varp, bækur og leikrit, flæða yfir Þýzkaland. Þjóðverjar ferðast miklu meira en þeir gerðu áður og ferðamenn frá öðrum löndum eru fleiri en nok'kru sinni fyrr og í land- inu starfar meira en milljón erlendra verkamanna. Þessvegna er það, að þýzk- ur æskumaður er í dag alþjóð legar sinnaður en foreldrar hans voru og hefur ekki eins mikla skömm á framandi þjóð um og háttum þeirra. Loks er svo þess að geta, og það er mikilvæg staðreynd, að Þýzkaland hefur nú í fyrsta sinni í sögu síðari tíma, ekki vanþróuð lond á báða bóga, lönd sem voru allt of freist- andi í varnarleysi sínu forð- um daga. Jöfnun iðnaðarstyrks og þarafleiðandi hernaðarstyrks um alla Evrópu gerir útþenslu lands með valdbeitingu miklu síður mögulega en áður var. Það er í þessu sambandi, samfara mikilli vantrú og dá- lítilli von, að sækjendur leggja svo mi'kla áherzlu á, að þýzkur dómstóll kveði upp úrskurð um sekt hermanna úr þýzka hernum. Fram til þessa hefur enginn hinna ákærðu gefið í skyn að hann hafi gert nokkúð rangt, þeir sýna ekki minnstu merki um iðr- un og það er eins og einhver bönd tengi þessa menn enn þann dag í dag. Sumir hafa verið í fangelsi í tvö.þrjú eða jafnvel fjögur ár, og beðið réttarhaldanna. Þeir hafa vafalítið lesið hvað heimsblöð in hafa að segja um verk þeirra, en það er engan veg- inn að merkja á þeim, að við- horf þirra til fortíðarinnar hafi nokkuð breyzt Úr fangelsinu. Einn hinna ákærðu gegnir meira að segja skyldum sín- um sem höfuð fjölskyldunnar, enda þótt hann sitji innan veggja fangelsisins. Vald hans og kynþáttaskoðanir eru enn í dag svo mikils megnugar — það var m.a. hann sem varp- aði gashylkjunum niður í gas- klefa fulla af fólki — að dótt- ir hans sleit trúlofun sinni við ítalskan mann, af því að á- kærður faðir hennar var þeirr ar skoðunar, að engin góð þýzk stúlka gæti með nokkru móti gifst ítala. Réltarhöld þessi munu standa í um það bil ár og á þeim tíma munu um 300 þeirra er af komust, slegnir kaunum á sál og líkama, standa frammi fyrir hinum háa dómstóli í Frankfurt, lif- andi vitni um það, bvernig ein hinna bezt menntuðu, tæknilegasta háþróuðustu og listrænustu þjóða heims gaf sig algerlega á vald vitsmuna- vera, sem mann óar við að kalla mennskar. Og meðan sá vitnisburður fyllir hljóðan réttarsalinn og heimsblöðin birta helztu atriðin heldur þýzkur iðnaður áfram að framleiða í stríðum straum- um hina ágætu bíla sína, vél- ar og verkfæri og rafeinda- tæki og þýzk leikbús sýna óperur og leikrit listavel og þýzkir bókaútgefendur senda frá sér prýðisvel unnar bæk- ur og allt eru þetta augljós merki og tákn um menningu, sem margfalda og gera enn óskiljanlegri og meira rugl- andi svarið við þeirri gátu, sem óræð andlit hinna á- kærðu hljóta að vera hverj- um þeim er á þau horfir. — Hvernig gat slíkt og þvílMct átt sér stað í menningarríki? Spurtiingin, sem lögð er fyrir Kain. Þetta er sama spurningin og lögð var fyrir Kain forð- um daga og svar hans hafa oft verið bergmáluð og endur tekin og mér hefur oft verið hugsað sem svo, að þessvegna væri þetta fyrsta dramatíska atriðið í Biblíunni, af því að þar kemur fram hið leikræna afl er rennir stoðum undir allt það sem á eftir fer. Ef menn geta myrt meðbræður sina — ekki í tilfinningaofsa — heldur með festu og ró- semi, jafnvel gengið að því eins og „heiðvirðri" skyldu er stefni áð einlhverju ,,æðra“ marki — getur þá nokkur menning talist örugg fyrir þeim ósköpum sem kunna að búa í hjörtum , mannanna? Stjórnarfar þess Þýzkalands, sem Hitler kom á kaldan klaka átti sér einhverja beztu og há- þróuðustu löggjöf sem um gat í heiminum. Lýðveldi það sem nú er við lýði í Þýzka- landi, er einnig stutt ágætri löggjöf. En hvað býr með Þjóðverj- um hið innra? Nær vald lag- anna inn í hjarta þeirra, eða ríkir þar reglan um að vera eins og allir aðrir og hlýða skipunum skilyrðislaust? Það er öruggt mál, að ef þýzka lögreglan hefði náð í 22 manna óaldarflokk, sem pínt hefði menn og myrt, til fjár eða að gamni sínu eingöngu, hefðu Þjóðverjar ek'ki linnt látum fyrr en þeir hinir sömu hefðu fengið makleg mála- gjöld. Hverju sætir þá þessi óþægilega þögn, þegar bezt gegnir og jafnvel, þegar verst gegnir, gremja manna, nema af því að hinir ákærðu í Frankfurt unnu hermdarverk sín fyrir rikið og að skipun þess? Ef til vill varpar þetta nokkru ljósi á vandamálið og ekki aðeins hvað Þjóðverja snertir. Þýzkt vandamál. Hinn uggvæní og nagandi sannlei'kur, sem ég held að dreifi huganum að nokkru leyti frá hinni að öðru leyti beinu stefnu sem þessi réttar- höld hafa tekið, er sá, að mennirnir viðurkenna á- kveðna tegund morða. Það eru morð framin undir yfir- skini þjðfélagsnauðsynjar. Stríð er eitt dæmi um þetta og allar þjóðir vísa á bug þeirri hugmynd að kalla her- menn morðingja. Það er líká staðreynd, að öll þjóðin á svo mikinn þátt í þessari teg- und manndrápa, að hún verð ur að vísa því afdráttarlaust á bug að fordæma nokkurn einstakling, sem hlut á að drápunum eða fremur þau ef hún ekiki á að fordæma sjálfa sig um leið. Vandamál Þjóðverjanna er það, að þeim er gert að setja sig í spor hinna myrtu, en sjálfum væri þeim langsam- lega eiginlegast að setja sig í spor 'hinna einkennisklæddu, vel öguðu drápsmanna. í stuttu máli sagt, þá er til þess ætlazt, að þeir séu frjáls- ir, að þeir geri uppreisn í eig- in huga gegn hinni aldagömlu virðingu fyrir valdinu, sem legið hefur eins og mara yfir allri sögu þeirra. Þetta er ástæðan fyrir því, held ég, að það er í fyllsta máta rökrétt að þýzk hús- móðir í kviðdóminum gráti eins og hver önnur mannleg vera, þegar hún heyrir þessar hörmung&sögur, enda þótt hún og milljónir manna á- þekkar henni hafi nú í rúm- an áratug heyrt slíkan vitnis- burð ótal sinnum, án þess að í nokkru yrði vart almennra mótmæla gegn nazismanum. Það er þessvegna sem liðsfor- ingjum þeim er reyndu að ráða Hitler af dögum árið 1944 hefur aldrei verið hamp- að í Þýzkalandi. Þeir gerðu það sem ekki mátti — þeir tóku móralska ákvörðun sem braut í bága við hlýðni þeirra við yfirboðara sína. Þá myndi bara einhver annar “ En hver sá, í hvaða landi, sem ekki hefur heyrt menn segja: „Ef ég ekki gerði þetta, þá myndi bara einhver annar gera það, og því þá ekki ég eins og 'hver annar . . . .?“ Og spurningin sem liggur i loftinu í réttarsalnum í Frank furt nær langt út yfir verjend ur og varða, út fyrir réttarsal inn og umhverfis heiminn og inn í hjörtu mannanna. Hér er um að ræða samsekt þeirra gagnvart morði, jafnvel morð um sem þeir hafa ekki sjálfir framið, heldur morðum þeim sem þeir hafa hagnazt á, þó ekki væri nema að því leyti að hafa lifað þau af. Það er þessi djúpstæða sam sekt sem sækjendur í Fran-k- furt eru að reyna að leggja ljóst fyrir, með því að halda sér við þá staðhæfingu, sem virðist í fljótu bragði næsta einföld, að öll morð séu morð. Nú, þegar kjarnasprengjan er í svo margra höndum, gæti verið gott að íhuga hve ó- breyttir menn flestir hinna ákærðu í Frankfurt eru. Það er að sönnu andstyggileg til- hugsun, og enginn myndi af fúsum vilja hugsa á þá lund, en þegar öllu er á botninn hvolft, hafa (fleiri menn drep ið fleiri menn á okkar öld en nokkru sinni fyrr.) aldrei eins margir menn orðið öðrum að bana og á okkar öld. Við getum tæpiega sýnt hinum mörgu milljónum sem saklausir létu lífið meiri virð ingu en þá að rannsaka hvað við höldum um morð og gera okkur grein fyrir á'byrgð ókkar sem eftir lifum gagn- vart framtiðinni. — Mirming Framh. af bls. 20 síns í hinu mikla umbótastarfi hans á Melum. Þau eignuðust einn son, Eggert að nafni, sem ásamt hálfbróður sínum, Erlingi, hefur nú um hríð rekið bú á Melum með föður þeirra. Af börnum Guðmundar af fyrra hjónabandi eiga tveir syn- ir hans hetmili hér, þeir bænd- urnir Bergþór á Eystra-Súlu- nesi og Erlingur á Melum. Hin systkinin munu flest eða öll eiga heimili í Reykjavík. Á síðastliðnu hausti varð Helga kona Guðmundar fyrir þvi slysi að lærbrotna svo fiytja varð hana í sjúkrahás. Þar hefir hún dvalið síðan, en er nú í aftur bata. Hefir henni því verið fyrir munað að veita bónda sínum þá hjúkrun og aðhlynningu sem hún hefði kosið er hann háði dauðastríð sitt. En þannig ráðast örlögin á ýmsa lund og verðum slíkum skapadómi ekki áfrýjað. Guðmundur á Melum var jafn an vinsæll maður í sveit sinni og naut trausts. Var hann maður ráðhollur og greiðasamur og lá í því efni ekki á liði sínu er á reyndi. Hann var greindur mað- ur, hygginn og gjörhugull. Hann var kjörinn til ýmissra opin- berra trúnaðarstarfa í sveit sinni, var í hreppsnefnd og lengi sýslunefndarmaður. öll slík störf innti hann af hendi með trúmennsku og kostgæfni. Ég sem þessar línur rita og hafði um langt bil náið samstarf við Guðmund og naut trygglynd is hans og margra góðra kosta, kveð nú minn kæra vin og þakka honum langt og hagstætt sam- starL Pétur Ottesen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.