Morgunblaðið - 01.04.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.04.1964, Blaðsíða 28
2& MORCUNBI AOIÐ M!5vn<u(?ag«r 1. aprf! 19C4 Rólegir Páskar í Reykjavík SAMKVÆMT upplýsingum lög- reglunnar voru páskarnir með rólegra móti í Reykjavík og ná- grenni. Engin stórslys urðu né stórinnbrot, en nokkuð bar þó á þjófnuðum, einkum aðfaranótt Skírdags og aðfaranótt þriðju- dags. Aðfaranótt Skírdags stálu tveir ungir piltar bíl í Hafnarfirði. Hafði bíllinn verið skilinn eftir ólæstur og stóð lykillinn í kveikju lásnum. Piltarnir óku til Reykja víkur, o>g síðan upp að Geithálsi. Komu þeir síðan aftur til Reykja — Krúsjeff i'ramhald af bls. 1. áreiðanlegum heimildum, að Moskvublöðiin muni, áður en langt um líður, hella úr skál- um reiði siniuar yfir hinum sleitulausu árásum Peking- stjórnarinnar á Krúsjeff og stjórn hans. Þessi skoðun tékk byr undir vængi, er tengdasonur Krúsjeffs, Alexei Adsjubei,, ritstjóri mál- gagns Sovétstjómarinnar Izvest- ia, sagði í París, að Sovétstjóm- in muni ekki um alla framtíð taka með þögn og þolinmæði ár- ásum kinverskra kommúnista á kommúnistaflokk Sovétríkjanna. Sagði Adsubei, að Sovétstjóm in liefði að vísu ákveðið að sneiða hjá þrætum við Kínverja, en þar með væri ekki sagt, að sú ákvörðun væri gjörsamlega ó- hagganleg. Hann líkti ágreiningt ríkjanna við hnefaleikakeppni, þar sem annar aðilinn léti andstæðinginn koma á sig nokkrum vel úti lótn um höggum til þess eins að sjálfstraust hans og sjálfsánægja ykist og hann hætti að vera eins var um sig. „Þá getur hnefaleik- arinn hafið mótleik siwn“, sagði AdsjubeL SAMEIGINLEGUR MÓTLEIKUR? AP-fréttastofan hefur fyrir satt, að stjómir kommúnista- flokkanna í Sovétríkjunum, Ung verjalandi, Póllandi og Búlgaríu hafi orðið ásóttar um sameigin- legan mótleik í deilunni við Kín- verja. Þyki líklegt, að endanleg ákvörðun verði tekin um stefn- una gagnvart Pekingstjórninni þegar leiðtogar þessara flokka hittast í Moskvu í næsta mánuði, er Krusjeff verður sjötugur. Hins vegar muni hann í Ungverjalands ferð sinni nú ganga frá mólinu í ölluan aðalatriðum. í ferð með bonum eru Andrei Gromyko, ut anríkisráðherra Sovétríikjanna og margir helztu forystumenn stjómarinnar og flokksins. Á jórnbrautarstöðinni í Búda- pest tók Janos Kadar á móti gest unum, ásamt öðrum fremstu stjórnmólamönnum Ungverja- lands og erlendum sendiherrum. Krusjeff og Kadar skiptust a ávarpsorðum en hvorugur minnt ist einu orði á ágreininginn við Kínverja. Krusjeff kvaðst til Ungverjalands kominn til þess að halda áfram þeim viðræðum við ungverska ráðamenn, er haf- izt hefðu í fyrrasumar og þær viðræðum miðuðu að því að efla einingu og styrk kommúnismans. Þegar síðdegis í dag hófust við ræður Krusjeffs og fvlgarmanna hans við Kadar, Istvan Dobi, for- seta og fleirL ÁRÁSIR KÍNVERSKRA UÖGFRÆÐINGA Skömmu áður en Krusjeff köm til Búdapest hófst þar í borg alþjóðleg ráðstefna lögfræðinga. Nokkru eftir að hún var sett, las formaður kinversku sendinefnd- arinnar yfirlýsingu, þar sem far- ið var hörðum orðum um stór- víkur og stöðvaði lögreglan þá á Langlholtsvegi. Bóðir voru pilt arnir réttindalausir, annar hafði misst réttindi, hinn aldrei öðlazt þau. Skiptust þeir á um að aka bílnum. Báðir fengu þeir nætur- gistingu í Síðumúla. Bíllinn reyndist óskemmdiir með öllu. Sömu nótt var ungur piltur tekinn á Lækjartorgi, en hann hafði brotið nokkrar rúður í bið- skýli SVR þar við torgið. Piltur inn var ölvaður. Að kvöldi annars páskadags var 16 þúsund krónum stolið úr skáp í herbergi í húsi einu við Rauðarórstíg. Eigandi pening- anna brá sér frá til þess að fá sér kaffi. Læsti hann herlberginu, en er hann kom til baka klukku- tíma síðar hafði læsingin verið stungin upp, svo Og læsing á skápnum, og voru peningamir á brott. Málið er í rannsókn. Um helgina var brotizt inn í Radíóver við Skólavörðustíg og stolið þaðan 4 „transistor“ út- varpstækjum, sem þar voru til viðgerðar. Þó var brotin rúða í Vogaveri, en ekki varð séð að neinu hefði verið stolið. Loks var brotin rúða í geymsluhúsi Mjólk ursamsölunnar við Sólheima, en ekkert var geymt þar inni. Annan páskadag varð lítil telpa fyrir bíl á Bústaðavegi, en slapp ómeidd að heita. Aðfaranótt þriðjudags var brot izt inn í Borgarnesti við Miklu- braut. ar var stolið nokkru af sælgæti. Engir peningar voru geymdir þarna að næturlægi. Sömu nótt var reynt að brjótast inn í bílskúf við Sólheima 44. Var bílskúrshurðin mikið brotin, og brömluð en ekki tókst þjóf- um að komast inn. Bærinn að Óskoti í Mosfelishreppi þar sem atburðirnir gerðust. Ljósm. ÓL K. M. — Fjölskylda flýr Framhald af bls. 32. í gangi bæjarins kom skyndilega moldargusa á mig og virtist mér hún koma úr skemmudyrum fyrir enda hans. Ég fór inn í skemmu til að athuga hverju þetta sætti, en sá þar engan mann, né nein vegsummerki. Meðan ég var þarna inni kom önnur gusa og virtist mér hún koma úr rjáfrinu, en ég varð einskis vísari að heldur. Seinna um kvöldið var öll fjölskyldan stödd í stofunni og þá var eins og upp væri lokið stofuhurð-- inni og komu sendingar inn, torf, dósir, spýtur og allskyns lausa- munir. Ég fór fram á gang að athuga hverju þetta sætti en sá enga lifandi sálu, en meðan ég var í burtu héldu sendingar á- fram inn í stofu. Hélt þessu á- fram allt til miðnættis", sagði Kristján. „Ég.hélt í fyrstu, að einhverj- ir ólátastrákar úr Reykjavík staaðu fyrir þessu, en gat ómögu lega skilið hvers vegna þeirra yrði ’ekki vart. yfé/WSÍ'rtl ywty/ss-w?'yss■■■■'■■Kvnvyv.-y-y* ’wipiv-s Kristján glímir við hestasteininn, rétt tekst að lyfta honum. Ljósm. Ól. K. Magn. veldi, er fylgdu stefnu, sem ein- kenndist af uppgjöfum og mis- tökum. Var enginn í vafa um það hver sneiðina ætti, enda hefur Pekingstjórnin að undanförnu borið sovézkum kommúnistum á brýn, að þeir séu endurskoðunar sinnar og Trotskyistar, og hafi svikið kommúnismann með und anlátssemi við Vesturveldin. Þá kvað útvarpið í Tírana í Albaníu, upp úr með það í dag, að sú ráðstöíun Rússa að láta lausa flugmennina af RB-66 flug vélinni bandarísku, sem skotin var niður yfir A-Þýakalandi á dögunum, væri enn ein upp- gjöf Krusjeffs. Bætti útvarpið því við, að undanlátssemi Krus- jeffs og stjórnar hans væri stór- hættuleg Sovétríkjunum, því að þar fengju bandarískir njósnar- ar að leika lausum hala og vinna að undirróðursstarfesmi sinni að vild. • Þó brá mér í brún daginn eft- ir, þegar hestasteinn, sem er um 200 pund á þyngd, var kom- inn upp á þak. Það hefur ekki þurft neitt simáátak til að koma honurn þangað, því það er ekki meira en svo að sterkur maður lofti honum. Þegar á daginn leið byrjuðu sendingamar á nýjan leik og enn sem fyrr varð ég einskis vísari um hvaðan þær kæmu. Mágur minn, Haraldur Guð- mundsson, sem er bílstjóri í Reykjavíki kom í heimsókn um kvöldið og var vitni að þessu. Hann fékk á sig moldargusur, diskar og bækur flugu um alla stofuna. Okkur var nú ekki farið að lítast á blikuna og börnin orð- in talsvert skelkuð og við hjón- in líka. Við lokuðum vel stofu- dyrunum og dundu sendingar á þeim látlaust allt til miðnættis, en þá hætti þeim sem fyrr. Har- aldur snéri þá aftur til Reykja- víkur, eftir að hafa gengið um allan bæinn með mér, en við urðum einskis vísari. Við erum öll sammála um, að enginn mann legur máttur hafi verið valdur að þessu. Á annan páskadag þegjar ég kom út var hestasteinninn kom- inn ofan af þaki og á sinn gamla stað og þá varð mér ekki um sel og sama er að segja um konuna mína. Og þegar sending- amar byrjuðu aftur ákváðum við að flytja til Haralds, því ekki er okkur vært að Óskoti." Þegar Morgunblaðsmennimir komu að Óskoti í fylgd Kristjáns var greinilegt, að þar hafði ekki svo lítið gengið á. Allt var á rúi og stúi á bænum. Á göngun- um og í stofu lá alls konar dót og drasl um öll gólf, torf, gler- tau, bækur og meira að segja bein. Mold var á víð og dreií, einkum á ganginum við bæjar- innganginn og við stofuhurðina. Kristján sagði, að kona sín hefði reynt að hreinsa það mesta upp til að byrja með, en gefizt upp á því þegar gauragangurinn hélt áfram. Nánar aðspurður um fyrir- brigðið sagði bóndinn, að send- ingamar hefðu aJdrei verið nema á einum stað í senn og ann aðhvort hafi öll fjölskyldon ver- ið þar saman eða einn og einn hefði orðið fyrir því. Hann sagði, að hann hafi lesið sálma á páskadagskvöld þegar reimleik- amir hafi verið mestir og þá hafi um stund eins og dregið úr þeim en það hafi ekki staðið lengi. Morgunblaðsmennimir skoð- uðu hestasteininn og var rétt svo að þeir gætu bifað honum. Það liggur í augum uppi, að enginn einn maður hafi getað komið honum upp á bæjarþekju, enda var það einimtt það sem Kristján virtist vera einna mest sleginn yfir. Á meðan Morgtinblaðsmenn dvöldust að Óskoti með Kristjáni varð ekki neinna fyrirbæra vart og virtist bónda létta mikið við það. Hann sagðist þó mundu ætla að vera í Reykjavík með fjölskylduna í nokkra daga og sjá hverju fram fæiri, enda hefði hann ekki komið sér upp bú- stofni ennþá, nema hvað hann ætti tvo hesta sem gætu gengið úti. Aðstpurður um fyrirbrigðin & Saurum vildi bóndi ekki segjja annað, en að sjaldan væri eia báran stök. Kjararáð óánægt FRÉTT frá Kjararáði Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja: Kjaradómur kvað í gær dóm um kröfu Bandalags starfs- manna ríkis og bæja um 15% launahækkun til ríkisstarfs- manna og var kröfunni alger- lega synjað af meirihluta dóm- enda. Krafa Bandalagsins var byggð á ákvæðum 7. gr. samn- ingsréttar laganna, sem tryggja eiga, að opinberir starfsmenn fái hliðstæðar launahækkanir og aðrar launa stéttir. Kjararáð telur, að með úr skurði sínum hafi meirihluti dómsins gengið í berhögg við lögverndaðan rétt opinberra starfsmanna, og gert að engu eitt þýðingarmesta ákvæði samningasréttarlaganna. Stjórn B.S.R.B. mun ræða hin nýju viðhorf, sem skap- azt hafa með dómi þessum, á fundi sínum síðdegis í dag. ffltltvarpiö Miðvikudagur 1. apriL 7:00 Morgunútvarp. *** 12:00 Hádegisútvarp. 13:00 „Við vinnuna*4: \ 14:40 „Við, sem heima sitjum**: Her- steinn Pálsson les úr ævisögu Maríu Lovisu, eítir Agnesi d# Stöckl (11). 15:00 Síðdegisútvarp. 17:40 Framburðarkennsla 1 dönsku o0 ensku. 18:00 Útvarpssaga barnanna: „Land- nemar‘” eftir Fredirck Marryat, í þýðingu Sigurðar Skúlasonar; XII. (Baldur Pálmason), 18:20 Veðurfregmr. 18:30 Þingfréttir. — Tónleikar. 20:00 Varnaðarorð: Vilberg Helgason öryggiseftirlitsmaður talar á ný um losun og lestun skipa. 20:05 Létt lög: Hljómsveit Aifrede Hause leikur. 20:20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Norðlend- ingasöngur, — Víga-Glúmur (Helgi Hjörvar). b) íslenzk tónlist: Lög eftir Friðrik Bjarnason. c) Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún í Holtum flytur er- indi: Endalok þjóðveldisins og uppreisn Rangæinga 1264. d) Oscar Clausen rithöfundur flytur frásöguþátt: Kríumálið eða Stokksmálið. 21:45 íslenzkt mál (Dr. Jakob Bene- diktsson). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lög unga fólksin* (Guðný Aðal* steinsdóttir). 23:00 Bridgeþáttur (Hallur Simonar- son). 23:25 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.