Morgunblaðið - 01.04.1964, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.04.1964, Blaðsíða 30
eo MORC U N BLAÐIÐ Miðvikudagur 1. april 1964 — Jarðskjálftarnir Framhald af bls. 13. fréttamanna AP, að þar hefðu fiskimennirnir barizt örvænt- ingarfullri baráttu við flóð- bylgjurnar, sem skullu yfir bæinn, hver á fætur annarri og hver annarri meiri og öfl- ugri. Skildu þær svo við bæinn, að þar stendur vart steinn yfir steini og mikilvæg atvinnustöð er þar eyðilögð. í Kodiak voru niðursuðuverk- smiðjur miklar er gereyði- lögðust. En íbúar Alaska lifa sem kunnugt er. að miklu ieyti af fiskiveiðum og fisk- iðnaði, veiða mest lax og krabba til niðursuðu. Bærinn Kodiak er á sam- nefndri eyju suður undan Al- aska. Lá bærinn í botni fjarð- ar, með bröttum fjöllum beggja vegna. I'búarnir, um það bil 3.500 talsins lifa af fiskiðnaði að miklu leyti og standa nú uppi heimilis- eigna- og atvinnulausir. Ibúar Kodiak hafa vanizt miklum sjógangi og háflæði og hafa í hlíðum fjallanna neyðarmerki, er gefa til kynna, ef hætta er á ferðum. Hálfri kluk'kustundu eftir að jarðskjálftarnir fóru um Anchorage byrjuðu neyðar bjöllurnar að klingja: Fiski- menn hlupu til báta sinna, sem lágu bundnir í höfn, u. þ. b. hundrað talsins. Sumir tóku fjölskyldur sínar með í von um að bjargast í bátun- um. Aðrir hlupu til fjalla. Samkvæmt fregnum frá Anchorage í gær (þriðjudag) er talið,' að 72 hafi farizt á Kodiak-eyju. 90% allra mann virkja eyðilögðust. Fiski'þorpin Old Harboor og Korluk þurrkuðust gersam- lega út, og allir ílbúar þeirra eru taldir af. • Seward Frá Seward símaði annar fréttamaður AP — „Jarð- skjálftar, flóðbyigjur og eldar hafa farið svo höndum um bæinn Seward, að 90-9ö% húsbúnaðar og. iðntækja bæj- arins er i katda koli. Afleið- ingarnar eru algert húsnæðis- leysi og atvinnuleysi flestra vinnufærra manna þar um ófyrirsjáanlegan tíma. Hamfarirnar skullu mjög skyndilega yfir. Fyrst fór um bæinn einn eða tveir snarpir jarðskjálftakippir, sem liðuðu byggingar og önnur mann- virki sundur. Fljótt eftir fylgdi flóðbylgjan — kom æðandi inn Resurrection flóa og inn í miðbæinn og sópaði á brott með sér öllu lauslegu. Járnbrautarvagnar og bif- reiðar bárust langar leiðir og flóðið bar skip og báta upp á land og skildi þá eftir fasta í leðju. Járnbrautarteinar og hafnarmannvirki eyðilögðust og 29 hús þurrkuðust ger- samlega burt. . >á brauzt eldurinn út. Átta olíutankar Standard Oil Co sprungu í loft upp og eldur- inn breiddist óðfluga um bæ- Hér sézt yfir hluta bæjarins Valdez sem staðsettur er við jaðar mikils jökulruðnings. XJ m síðustu aldamót var mikil um- ferð um Valdez. Menn streymdu þangað þúsundum saman og áfram yfir Valdez jökulinn í átt til gullnámanna við Klondike og Fairbanks. Árið 1909 fannst gull í námunda við bæinn sjálfann og blómgaðist hagur hans mjög um hríð. En síðan hnignaði honum stöðugt ár frá ári fram til 1940-50 er aftur tók að hjarna við og Valdez komst ívegasamband við Fairbanks. inn. Meðan reynt var að hefta útbreiðslu hans, rofnaði stífla orkuversins, sem er undir- staða iðnaðarins í borginni, vatnselgurinn flæddi út í fló- ann og bar með sér niðursuðu verksmiðju, vöruskemmur, bryggjur, skrifstofuibyggingar og 14 olíutanka. Sl. fimmtudag 'hafði Seward verið sæmd All- American City heiðursmerki og vár unnið að undirbúningi mik- illa hátíðaihalda, er fara skyldu fram næsta laugardag af því tilefni. En það er víst fátt, sem íbúarnir geja glaðzt yfir nú — nema það að ekki skyldu þó fleiri . týna lífi. Enn er aðeins vitað, um tvo látna — en 20 manns er enn. saknað. • Valdez „I>að var eins og botninn' hefði dottið úr hafinu“ sagði einn’ í'búanna í Valdez í við- tali við fréttamann AP. Bær- inn Valdez, sem telur um 1000 manns varð einna verst úti í hamförunum. Má heita, að hann hafi þurrkazt algerlega út. Bæjarstjórinn, Bruce Woodford, telur, að margir mánuðir muni líða áður en íbúarnir geti flutt aftur þang- að, flestir hafa þeir verið fluttir til Gulkana, 190 km. frá. Margir biðu bana í Valdez, u. þ. b. 30, að talið er — þar á meðal nokkrir, er staddir voru á hafnargarðinum, er hann hrundi saman með óskapa hávaða. Stórt vöru- flutnimuasikip „Chena“ lá í höfninni og var verið að af- ferma það, er flóðbylgjan skall á. Það skoppaði eins og korktappi og kastaðist að lok- um upp 4 land. Á hafnargarð- inum stóðu fimm börn og fylgdust með affermingu skipsins. Flóðið hreif þau á haf út. • Crescent City Flóðbylgj an olli einnig tjóni í Californíu bæði á mönnum og eignum. Einkumo. varð borgin Créscent City se mtelur u.þ.b. 3000 íþúa hart úti. Meiri hlifti hennar er í rúst. Viðskiptahverfið ggrsam lega þurrkað út. Bifreiðar hrúguðust hver um aðra í húsabrakinu. Og fjöldi manna mun ihafa farizt. Einn sjónar- vottur kveðst hafa séð bát hvolfa með sjö manns, er allir drukknuðu. I fyrsta símtalinu við AP sagði fréttamaðurinn í Cres- cent City „Menn leita kvenna sinna — konur manna sinna og foreldrar barna. Margir hafá orðið sjónarvottar að því er flóðbylgjan bar 'á brott ástvini þeirra“. Fólkið var óviðbúið því, sem gerðist. Símasamhand hafði rofnað og varnaðarorð um flóðbylgju'hættuna náðu e'kiki til eyrna fólksins. Þó heyrðu einhverjir á- væning af því í fréttum, að búast mætti við flóðbylgju. Og hún kom, en reyndist væg og folkið andaði léttar, taldi að hættan væri liðin hjá. En þá dundu óghirnar yfir, — flóðbylgjurnar hver af annarri, þrjár talsins hver annarri öflugri gengu yfir með 15 mínútna millibili. Þær rifu menn út úr rúmum sínum og börn úr faðmi mæðra sinna. Samtovæmt fréttum frá Crescent City á mánudags kvöld 'höfðu um þrjú hundruð byggingar eyðilagzt auik ann- arra verðmæta og var tjónið lauslega metið á 50 milljón dollara. Aðrir staðir sem urðu fyrir meira eða minna tjóni, á mönnum og eignum voru m.a. Cordova, sem einangraðist algerlega er símalínur og járn/brautalínur tættust sund- ur. Chenega, Whittier og Kayak — eyja. Eyjarnar Hinchenbrook og Yakataga voru sagðar óþekkjanlegar. Klamath og Bolinas í Cali- forníu urðu fyrir verulegu tjóni og Dopoe Bay í Oregon, en þar drukknuðu fjögur börn. Ennfremur Port Al'berni í British Columbia, þar sem flóðbylgjan gekk hátt á land. • Anochorage —i Uppbygg- ing þegar hafin. í Anchorage sjálfri var við- reisnarstarfið þegar hafið á mánudag. Þá var talið, að 67 manns hefðu farizt þar og fimmtán væri enn saknað. Egan ríkisstjóri lét svo ummælt í viðtali við AP, að jarðskjálftarnir væiru mestu hamfarir, sem dunið hefðu yfir Alasika. Hann kvaðst ekki vita um neinn íbúa Andhorage sem kæmist hjá því að að byggja upp heimili sitt að meira eða minna leyti. „Og við munum byggja betur en áður“ bætti hann við. Sérlegur sendimaður John- sons forseta, Edward A. Mc Dermott flaug í átta klukku- stundir á sunnudag yfir jarð- skjálftasvæðinu, og dvaldist um hríð í Juneau. Hann sagöi, að lokinni ferð sinni, að mann tjón væri ótrúlega lítið miðað við hið gífurlega eignatjón. Hann rómaði mjög hugrekki og gagnkvæma hjálpfýsi íbú- anna og taldi dæmafáa þá bjarstýni og hugprýði, er lýsti sér í framtíðaráætlun- um þeirra. Fyrst eftir hamfarirnar flýðu margir borgarbúa frá Anohorage en um helgina sneru þeir aftur til heim- kynna sinna eða bráðabirga- hýbýla. Tekið var til óspilltra mál- anna að koma hreinlætismál- um í 'horf. Vatnsveita borgar- innar hafði eyðilagzt og var endurreisn hennar brýnasta málið. íbúarnir voru hjálpar- sveitum innan handar við að leita lifandi og liðinna í rúst- unum, sjá um áð hver borgar- búi fengi a.m.k. eina heita máltíð á^dag og reynt var að að hlynna að heimilislausum eftir föngum,. Viðgerð á hús- um var þegar hafin, m. a. á Penny-byggingunni.- Framan af var björgunarstarfið mikl- um erfiðleikum háð vegna ljósleysis. Var unnið við vasa- ljós og Ijóskastara þar til raf- stöðvar höfðu verið fluttar til borgarinnar. Meðal annarra mannvirkja, er eyðilögðust í Anchorage voru flugturninn þar og flug- völlurinn Anchorage West- ward Hotel, Cordova Build- ing sem var 7 hæða steinhús og Hall Building, West High Scool sem jafn- aðist alveg við jörðu, nokkrir barnaskólar, tíu húsasamstæð ur og 1200 aðrar fbúðir. Götur 'borgarinnar urðu að miiklu leyti ófærar ýmist af húsalbraki eða sikorningum. Djúpar sprungur mynduðust í jarðveginn og húsagarðar sigu. Einn fréttamanna AP sím- aði frá Anehorage á mánu- dag, að þunglyndisleg þögn hefði lagzt yfir borgina eftir að hamfarirnar lægði. Fólkið safnaðist saman með krúsir og kirnur til að sækja vatn, eða við skólana til bólusetn- ingar. „Ménn horfa hver á annan þreyttum og sljóum augum og spyrja lágri röddu: „Hvar varst þú þegar..?“ En kjark- ur íbúanna er sannarlega ekki bugaður eða ' siðferðisþrekið þorrið. Þessar skelfilegu ógnir virðast hafa dregið fram það bezta í ‘íbúum Ahchorage borgar. Hver og einn á í raun- inni nóg með sína erfiðleika en þeir bera þá í sameiningu.“ Og fólkið segir frá því, er það það hélt að þetta væru -'meinlausir smákippir. Milton Norton, ungur landfræöingur segir: „Þeir eru svo sem ekk- ert óvenjulegir hér, jarð- skjálftarnir og framan af skeyttum við þessu ekkert. En það stóð ekki lengi“. Son- ur hans var úti við, er mest gekik á og munaði litlu, að hann yrði undir húsvegg. Ein konan segir frá því, er hún- horfði á heimili sitt liðast sundur og önnur heyrði hús sitt hrynja að baki sér, e» hún gekk út úr því „Þegar ég leit við var það sama sem horfið." Af einu húsi stóð eftir einn veggur með hurð. Þar á hékk miði, þar sem stóð „Brenda, ég er hjá Wilson, Tom“. Og skammt þar frá stóð bifreið ‘ með húsvegg á þa.kinu, Við stýrið sat maður í hnipri, dáinn, og stefnuljós- in gáfu til kynna, að hann hafði ætlað að beygja til vinstri. Enn tefst björgun Wislok: Dráttarvírinn týndist í gœr Góðar horfur þó taldar á hjörgun togarans í dag — Fiskmiðstöðin Framhald af bls. 6 og geymslur fyrir annan varn- ing. Gólf eru lögð steinplasti, sem Steinhúðun h.f. hefir lagt. Er hér um að ræða nýjung í fisk- verkunarhúsi, en efni þetta er tal ið einkar haldgott og hentugt á slíkum stað auk þess að vera smekklegt að útliti. Verk h.f. skilaði byggingunni fokheldri. Rafvirkjun annaðist Alfreð Ey- mundsson, pípulagningar Bene- dikt Guðmundsson, múrverk Halldór Halldórsson og tréverk Pétur Jóhannesson en málningu þeir Júlíus Sveinbjörnsson og Jón Þ. Einarsson. Fiskmiðstöðin er stofnuð af ein stökum fisksölum í bænum og eru hluthafar 22. Hún hefir þeg- ar starfað í 8 ár og haft bækistöð sina í Verbúð 42 og 43 á Granda- garði. Nú þarf Fiskmiðstöðin að taka á móti sem svarar 90 tonn- um af fiski á viku hverri til að fullnægja þörf viðsikiptamanna sinna. Hún selur fisk utan Reykjavíkur bæði til Kópavogs og Hafnarfjarðar auk þess sem flutningabílar allt austan úr Vík í Mýrdal sækja þangað fisk svo og kauptúnin á Suðurlandsundir lendi. Starfsemin í Fiskmiðstöðinni er fyrst og fremst að næturlagi. Tekið er á móti fiski úr bátun- um frá kl. 5 á daginn og til kl. 3-4 á nóttunni og hann ‘hafður til búinn til afgreiðslu kl. 7 á morgn ana. í stjórn Fisikmiðstöðvarinnar eru: ‘Jón Guðmundsson, Hólfdán Viborg, Þorkell Nikulásson, Þor- steinn Þorsteinsson og Grétar íngvarsson, en framkvæmda- stjóri er Sæmundur Ólafsson. í GÆR átti að gera úrslitatil- raun til þess að ná pólska tog- aranum Wislok á flot, en svo fór, að því varð að fresta þar em ekki var tiltækur dráttarvír sá, er nota átti. Hafði honum áður verið lagt við bauju, en I var i gær annað hvort svo niður > grafinn i sandinn eða baujan týnd, að fresta varð aðgerðum þar til nýjum vir hefur verið komið fyrir, eða sá fyrri fund- inn. Var dráttarbáturinn Koral að slæða eftir gamla vímum í gærkvöldi. Mbl. átti í gærkvöldi tal við Berg Lárusson, sem staddur var austur á söndum hjá togaranum. Kvað Bergur 15 menn vinna f landi að björgun togarans. Bergur taldi góðar horfur 4 því, að unnt yrði að ná togaran- um út. Væri hann nú að heita allur á floti, á réttum kili, og visi á haf út. Taldi Bergur að reynt yrði að Wislok út á flóð- inu í kvöld. Akrímesfréttir Akranesi, 31. marz. 19 BÁTAR lönduðu hér í gær samtals 200 tonnum. Yngsti fisk- urinn var tveggja nátta. Ellen Helléskov lestaði síldarmjöli hér í dag, 175 tonn. 6. apríl munu einhverjir af starfsmönnum í Hvalstöðinni fara þangað á fornar slóðir og vinna undirbúningsstörf fyrír vertíðina. Hvalbátarnir munu halda út á veiðar 17. maí. — Oddur,.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.