Morgunblaðið - 01.04.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.04.1964, Blaðsíða 13
I Miðvikudagur 1. aprfl 1964 MORC U NBLAÐIÐ 13 • Á föstudaginn langa gerð- ust þeir atburðir vestur í Alaska í Bandaríkjunum, sem öðrum betur bafa minnt mcnn á frásagnir guðspjallanna af þeim deginum er „fortjald musterisins rifnaði sundur í tvennt frá ofanverðu og allt niður í gegn, og jörðin skalf og björgin klofnuðu". • Siðdegis þann dag fóru einhverjir mestu jarð- skjálftar er sögur fara af um stærstu borg Alaska, Anchor- age. Flóðbylgjur, er fylgdu í kjölfar jarðhræringanna ollu gifurlcgu tjóni á nærliggjandi svæði, m.a. í borgunum Cord- ova og Seward, Kodiak á sam- nefndri eyju, bæjunum Vald- ez og Whittier og Crescent City í Kaliforníu — svo að eins séu nefndir þeir staðir, sem harðast urðu úti. En á- hrifa jarðskjálftanna gætti miklu víðar, m.a. á Hawai og 1 Japan, án þess verulegur skaði hlytist af, enda voru íbúar þar viðbúnir. Síðan hafa Mynd þessi er af einni aðalgötu Anchorage borgar, áður en jarðskjálftamir höfðu lagt mikinn hluta hennar í rúst. Fremst til vinstri er Achorage Westward Hotel, sem eyðilagðizt. Jarðskjálftamir í Alaska með hinum mestu er sögur fara af fjölmargir jarðskjálftakippir fundizt, en valdið tiltölulega litlu tjóni. • Mannskaðar munu hafa orðið margfalt minni, en ætlað var í upphafi og vænta mátti af þeirri óskaplegu eyði leggingu, sem jarðskjálftarnir hafa vaklið. Herma síðustu fregnir, að 178 manns hafi far- izt eða sé saknað. En efna- legt tjón er lauslega áætlað ekki minna en 350 dalir, eða sem nemur eitthvað um það bil 15.75 milljörðum íslenzkra króna. Þar við bætist, að efna- hagslíf Alaska hefur beðið mikinn hnekki við þessar ham farir, þar sem sumar mikil- vægustu fiskiðnaðarmiðstöðv- ar landsins þurrkuðust ger- samlega út, svo sem í Kodiak og Seward. • Lyndon B. Johnson, Bandaríkjaforseti, lýsti þegar yfir neyðarástandi á jarðskjálftasvæðinu og fyrir- skipaði að allt skyldi gert, er þyrfti til aðstoðar við björg- un og endurreisn. Hermenn annast varðgæzlu til að forða frekari slysum og jafnframt ránum og rupli og um helgina hefur verið unnið að bólusetn ingu íbúanna gegn taugaveiki. Johnson forseta hafa borizt samúðarkveðjur víða að, vegna hamfaranna í Alaska, m.a. frá Elísabetu F.nglands- drottningu og manni hennar, Lúbke, forseta V-l'ýzkalands, og íranskeisara. • Alaska, sem þýðir „hið mikla Iand“ á máli Aleúta, er stærsta ríki Bandaríkjanna 1.518.190 ferkílómetrar að stærð, meira en tvisvar sinn- um stærra en Texas, sem er næst stærst ríkjanna. Hinsveg ar eru íbúar Alaska færri en í nokkru hinna rikjanna — um það hil 226 þúsund sam- kvæmt landabróí'abók Nati- onal Geographical Society, sem út var gefin á. síðasta ári. Samkvæmt sömu heimild er Anchorage stærsta borg lands ins með rúmlega 44 þúsund íbúa, en sé talið með næsta nágrenni borgarinnar og her- stöðin þar, hækkar íbúatalan verulega eða allt upp í 80-90 þúsundir. Höfuðborgin, June- au, telur hinsvegar margfalt færri ibúa. íbúar landsins auk hvítra manna, eru Eskiir.íar, Aleútar og Indíánar. • Frá því Vitus Bering kom til Alaska á.rið 1741 og fram til ársins 1807 var Alasika í eigu Rússa, en þá, 30 marz, eða fyrir réttum 97 árum seldu þeir landið Bandarikja- mönnum fyrir 7.2 milljónir dollara. Alaska varð svo 49 ríki Bandaríkjanna árið 1959. • Syðsti hluti Alaska er mikið fjalla- og eldfjallaland. Sumarið 1912 varð þar eitt n.‘sta eldgos, sem sögur fara af, þegar fjallið Katmai á Alaskaskaga gaus. Hafði fjall þetta engin merki sýnt um eldsumbrot fyrr en toppurinn bókstaflega fauk af því. Á svæðinu þar sem jarðskjálft- arnir urðu nú um páskana, hafa jarðhræringar verið tið- ar enda kom það fram í frá- sögnum margra af atburð- unum, að þeir höfðu talið, að hér væri á ferðihni „þessir venjulegu kippir“. • Hákon Bjarnason, skóg- ræktarstjóri, serr. var á ferð á þessum slóðum fyrir nokkr- um árum hefur aðspurður skýrt blaðinu svo frá, að mik- ill hluti húsa í þeim bæjum, er harðast urðu úti, hafi verið úr timbri og fremur smá. Þó hafi verið byggð nokkur stórhýsi í Anchorage á síöustu árum, meðal annars nokkur 10-14 hæða hús. Anchorage liggur í botni Cooks-fjarðar, sem er langur og þröngur ca. 300 km. og ekki skipgengur. • 8.2 — 8.7 stig Jarðhræringarnar mældust á jarðskjálftamælum víða um 'heim. Bkki voru mælingar allar samhljóða en Ijóst er að jarðskjálftinn hefur að styrk- lei'ka verið 8.2—8.7 stig, sam- kvæmt hinum svonefnda Ric- hter skala. Um 40 kippir mældust á laugardag og sunnudag flestir að styrklei'ka 6-7 st. Að sögn forstöðumanns mælingastöðvarinnar í Pas- adena í Californiu verður ekki unnt að skera úr styrk- leika jarðskjálftans með vissu fyrr en eftir nokkrar vikur eða jafnvel mánuði, þegar bornar hafa verið saman mæl ingar frá 'hinum ýmu stöðvum heims. Hvort svo sem út- koman reynist 8.2 eða 8.7 er jarðskjálfti þessi meðal hinna mestu sem um getur. Jarð- skjálftinn sem lagði San Fransioo í rúst árið 1906 var 8.2 stig á Richter skalanum. Og jarðskjálftarnir í Cile, sem urðu 2-3000 manns að bana, voru svipaðir að styrk- leika. Landvarnaráðuneyti Banda ríkjanna taldi styrkleikann vera 8.5 stig. Jafnframt voru af þess hálfu rakin u.pptök jarðskjálftanss til staðar, er liggur um 61 gráðu norð- lægrar breiddar og 145 gráð- ur og fimm mínútur vestlægr- ar lengdar. Hafa upptökin því verið í fárra mílna fjar- lægð frá borginni Cordova og einhvers staðar nærri suð- austursvæði Prince Williams- sunds. í frásögn þeirri, sem hér fer á eftir af atburðunum í Alaska um páskana er aðal- lega stuðzt við fréttir AP- fréttastofunar. Framan af voru fregnir frá Anchorage ákaflega óljósar og ósam- hljóða, þar sem símasamband hafði slitnað gersamlega og aðrar samgöngur truflazt mjög, flugvellir lokazt, járn- brautarlínur eyðilagzt o. s frv. Einstöku simtali tókst þó að ná og á laugardaginn sendi AP-fréttastofan út frásögn Joe Rothensteins, aðstoðar- manns ríkisstjórans í Alaska, Williams Egans, en Rothen- stein var þá staddur í Jun- eau. Þegar Rothenstein var beð- inn að lýsa ástandinu sagði hann: „Við höfum ekki minnstu hugmynd um hve margt fólk er grafið í rúst- unum. Hér er mjög dimmt yfir, ýmist þoka eða helli- rigning, og fáar samgöngu- æðar opnar. Svæðið hefur verið lokað af, meðan beðið er björgunar- og hjálpar- sveita. Aðal-viðskiptavæði Anchor age borgar er í rústum og meðal annars hefur ein nýj- asta og fallegasta bygging borgarinnar — J. C. Pennys- byggingin skemmzt mjög mikið. Presbyterian-sjúkra- húsið varð að yfirgefa eftir að jarðskjálftarnir höfðu eyðilagt ethergeyma og þetta eldfima efni rann um alla ganga og stofur. Flutningur sjú'klinganna og starfsfólks- ins gekk greiðlega, allir tó- legir og æðrulausir. Egan, ríkisstjóri, hefur verið í sam- bandi við allar deildir hers- ins og fleiri stofnanir og feng ið þær upplýsingar, að birgðir lyfja og matvæla séu nægar mNMMaHMHMMHlMirni 4 enn sem komið er. i • Ljóst er, að vikur muni líða áður en við getum gert okkur fyllilega grein fyrir manntjóni. Flóðbylgjan olli miklum spjöllum meðfram strönd Alaska og á Aleutaeyj- um. Tvö smáiþorp hafa þurrk- azt gersamlega út en við get- um ekki gert ok'kur grein fyrir íbúafjölda þeirra. Á jarðskjálftavæðinu er mikill fjöldi lítilla þorpa, verzlunar- staða og veðurathugunar- stöðva, sem hafa án efa orðið fyrir flóðbylgjunum, við höf- um ekki náð símasambandi við neinn þeirra staða, og því er nánast ógerningur að gefa nokkrar upplýsingar um manntjón, er mark sé á tak- andi. Jarðskjálftinn fór um Anc- horage á mesta annatima dags ins kl. 5.30 síðdegis (að stað- artíma). Tíu húsasamstæður í hjarta borgarinnar hrundu til grunna. Aðal samgönguæð borgarinnar lækkaði um 5-7 metra. Okkur hefur verið sagt að a.m.k. 50 nýtízkulegustu húsin í útjaðri borgarinnar hafi sópazt fram af klettum og lent á ströndinni fyrir neð- an. Svo vel vildi víst til, að lágsjávað var, en við vitum ek'ki hver urðu örlög íbúanna. I >á höfum við fengið fregn- I ir frá Valdez og Seward um J að eldar logi þar og hafi I aukizt, er þeir komust í olíu- geyma er jarðskjálftarnir hristu sundur“. Að lokum segir Rotihen: stein: „Við hér í Juneau er- um í meira en 400 mílna fjarlægð frá Anehorage og stafaði okkur eingöngu hætta af flóðbylgju. Höfðu nokkur hundruð manna verið flutt á brott áður en hún skall á“. • Kodiak Það var ekki fyrr en á sunnudag, sem fréttamenn fóru að komast til jarðskjálfta svæðisins og simasamiband lagaðist ögn. Á sunnudags- kvöld voru 163 fréttamenn og ljósmyndarar komnir til Anc- horage og var þeim öllum komið fyrir í sérstökum skála, þar sem þeir gátu komið fyrir tækjum sínum og tólum. ; Þaðan héldu þeir til annarra staða á mánudag og símuðu fréttir frá þorpum þeim og bæjum, sem að mestu höfðu þurrkazt út. Frá Kodiak símaði einn Framhald á bls. 30. Kort þetta sýnir aðal jarðsk jálftasvæðið —■ en flóðbylgjunn- ar gætti á mun víðtækara svæði. IVfianntjón ótrúlega lítið miðað við hið gíffurlega eignatjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.