Morgunblaðið - 05.04.1964, Qupperneq 2
z
MORCUNBLAÐÍO
Sunnudagur S. april 1964 j
Mýtt íslenzkt leikrit
r
Hvað segja Danir um
lokunartíma sölubúða?
TILRAUNALEIKHÚSIÐ
Gríma hefur haft tvær sýn-
ingar á nýju íslenzku Ieikriti,
Reiknivélinni, eftir Erling E.
Halldórsson, og er hann einn-
ig leikstjóri. Þriðja sýning
verður nú á m.á.nudagskvöldið,
en þá verður gagnrýnendum
hoðið. Myndin er úr leiknum:
Brynja Benediktsdóttir og
Þorleifur Pálsson.
Kynning á verkum
Davíðs Stefáns-
sonar
í DAG kl. 4:00 verður haldin
kynning á verkum. Davíðs Stef-
ánssonar í hátíðasal Háskólans
á vegum bókmenntakynningar-
nefndar stúdentaráðs.
Kristinn E. Andrésson magist-
er flytur erindi um skáldið.
Helga Bachmann lei'kkona og
stúdentarnir Böðvar Guðmunds-
son, Elísabet Guttormsdóttir,
Sverrir Hólmarsson og Þorleif-
ur Hauiksson lesa úr vedkum
skáldsins. Aðgangur er ókeypis
og öllum heimill.
Fyrirlestur um
bandarísk verka-
BANDARÍSKUR verkalýðsleið-
togi, Mr. David Lasser, sem hér
er staddur á vegum fulltrúaráðs
verkalýðsfélaganna, flytur al-
mennan fyrirlestur í dag kl. 2
e. h. í Iðnó um viðhorf í banda-
rískum verkalýðsmálum og starf
verkalýðssamtaka vestra.
Mr. Lasser er forstöðumaður
hagdeildar sambands rafmagns-
iðnaðarmanna í Bandaríkjunum
og er nýkominn úr þriggja mán-
aða ferðalagi um Evrópu til þess
að kynna sér verkalýðsmál þcr.
BREYTING sú, sem gerð hefur
verið á lokunartíma sölubúða hér
lendis hefur vakið mikið umtal
og að vonum eru ekki allir á eitt
sittir um þá nýbreytni.
Eftirfarandi grein birtist
í kvennaþætti Politiken 22. marz,
en ritstjóri þess þáttar er Lise
Nörgaard. Er þar vikið að sam-
bærilegu viðfangsefni:
I flestum brezkum borgum eru
búðir opnar lengur daglega en í
dönskum borgum, enda er venja
hjá Bretum, að búðirnar hafi
lokað til skiptis einn virkan dag
í viku. Bretar geta líka keypt
fleira en sælgæti og pylsur á
sunnudögum, því þótt búðirnar
séu þá lokaðar, þá eru opnir götu
markaðir í öllum stærri bæjum
á sama hátt og í Frakklandi.
Eigi að síður vilja brezkar hús-
mæður nú færa opnunartíma búð
anna í nýtízkulegra horf, svo þær
hafi endrum og eins tækifæri til
að geia innkaup að kvöldi til.
Skoðanakönnun, sem neytenda-
samtökin brezku gengust fyrir
meðal 5000 neytenda, verka-
manna, handverksmanna, ein-
hleypra og giftra, sýndi að
meirihlutinn óskaði eftir að
lengja verzlunartímann til kl. 10
Galdra-Loftur verður
sýndur á Akureyri
Gunnar Eyjólfsson fer með hlutverk Lofts
Akureyri, 3. apríl.
LEIKFÉILAG Akureyrar hefur
hafið æfingar á sjónleiknum
Galdra-Lofti eftir Jóhann Sig-
urjónsson. Leikstjóri er Ragn-
hildur Steingrímsdóttir, sem jafn
framt leikur Steinunni, en Gunn-
ar Eyjólfsson fer með hlutverk
Lofts.
Aðrir aðalleikendur verða
Þórey Aðalsteinsdóttir (Dísa)
og Marinó Þorsteinsson (Olafur).
Fréttamönnum gafst í morgun
kostur á að ræða stutta stund
við Ragnhildi Steingrimsdóttur,
leikstjóri, Jóhann Ögmundsson,
formann L. A., og Gunnar Eyj-
ólfsson, leikara, en hann hafði
skroppið norður til skrafs og
ráðagerða við forystumenn leik-
félagsins og til að vera á æfingu
hér í gærkvöldi.
Jóhann kvað stjórn L. A. telja
það einstaka heppni að takast
skyldi að fá Gunnar norður til
að taka að sér þetta vandasama
hlutverk og satt að segja hefði
hann ekki verið of bjartsýnn,
þegar hann hringdi til Gunnars
og bar ’ipp erindið. En Gunnar
svaraði þá þegar stutt og lag-
gott: „Jú, ég skal með ánægju
koma, ef ég fæ mig lausan“.
Síðan var talað við þjóðleikhús-
stjóra, sem gaf fúslega samþykki
sitt eftir að hafa borið málið
undir Þjóðleikhúsráð.
Nú er fastráðið að Gunnar
komi norður, þegar sýningum á
Hamlet lýkur seint í apríl og
sýningar á Galdra-Lofti munu
geta hafizt í maíbyrjun Jóhann
Ögmundsson kvað stjórn L .A.
vera afar þakkláta þjóðleikhús-
stjóra, Guðlaugi Rósinkranz, og
þjóðleikhúsráði fyrir skilning á
málinu og góðviljaða fyrir-
greiðslu, enda væri ráðning
Gunnars hingað einstakur happa
fengur leiklistarlífi bæjarins.
Gunnar Eyjólfsson sagðist
40 FARAST
Madras, Indlandi, 4. apríl
Kvennaskólahús í bænurn.
Madurai, um 560 km. frá
Madras, hrundi í dag. Fórust
a. m. k. 40 manns í rústunum.
Talið er að flestir hinna látnu
hafi verið námsmeyjar við
skólanu.
'hlakka til að glíma við Loft hér
nyrðra, enda væri hann það hlut
verk, sem hann hefði tekið einna
mestu ástfóstri við. Galdra-
Loftur var fyrsta hlutverkið,
sem hann lék eftir að hann kom
heim til íslands að loknu leik-
listarnámi.
Hann sagðist ekki standast
mátið þegar sér byðist ag leika
það.
Galdra-Loftur var síðast
sýndur hér á Akureyri 1927-28,
en þá fóru með aðalhlutverkin
Haraldur Björnsson (Loftur),
Svava Jónsdóttir (Steinunn),
Sigríður Stefánsdóttir (Dísa) og
Steinþór Guðmundsson, klæð-
skeri, (Ólafur). — Sv. P.
vikulega, auk þess sem 1290 af
þessum 5000 óskuðu þess að hafa
nokkrar búðir opnar á sunnu-
dögum.
Það eru einkum verkamenn,
sem starfa úti, einhleypir jafnt
sem giftir, sem vilja þessa breyt-
ingu, en húsmæður, sem vinna
heima hafa einnig áhuga á að
fá tækifæri til að taka eiginmenn
sína með sér, þegar þær ætla að
gera stór innkaup.
Neytendastofnunin álitur, að
hljóti einnig að vera áhugamál
fyrir kaupmennina að samhstfa
opnunartima verzlananna þörf-
um neytenda og réttast sé að
láta hvern og einn kaupmann
ráða fram úr því, hve lengi hann
telur sér hagkvæmt að hafa
verzlun sina opna.
Sambærilegar uppástungur
hafa mætt harðri mótspyrnu i
Danmörku bæði af hálfu kaup-
manna og einnig frá samtökum
verzlunarmanna. Eigi að síður
má telja öruggt, að samibærileg
skoðanakönnun í Danmörku
muni leiða til svipaðrar niður-
stöðu og í Bretlandi, því einnig
hér hefur þjóðfélagið og staða
kvennanna í því tekið miklurtt
breytingum á síðustu 20— 3 ár-
um.
LSA og Panama taka aftur
upp stiórnmálasamband
Washington, 3. apríl — (AP)
STJÓRNIR Bandaríkjanna
og Panama komust í dag að
samkomulagi um að koma aft-
ur á stjórnmálasambandi og
skiptast á sendiherrum hið
fyrsta, jafnframt því sem
undinn verði bráður bugur að
því að leysa ágreiningsefni
þeirra. Var samkomulag ríkj-
anna undirritað á fundi stofn
unar Ameríkjanna og voru
fulltrúar aðildarríkjanna
allra viðstaddir.
Sjóbirtingsveiðin
liafin
SJÓBIRTINGSVEIÐIN hófst að
vanda 1. apríl sl. og hafa Reyk-
víkingar Og aðrir lagt leiðir sínar
í sjóbirtingsárnar á Suðurlandi,
og verður sjálfsagt fjölmennt
þar nú um helgina. Ekki hefur
fréttst af aflabrögðum annað en
að reytingsveiði mun hafa verið
í Þorleifslæk í Ölfusi, og að þeir,
sem fóru í Staðará á Snæfells-
nesi, muni ekki hafa haft erindi
sem erfiði. — Það eru einkum ár
í Árness-, Rangárvalla- og Skafta
fellssýslum, sem Reykvíkingar
reyna við sjóbirtinginn í.
álfu.
Spmvinna um vís-
indarannsóknir
FYRIR nokkru var haldinn í
Strasbourg fundur í Evrópuráðs-
nefnd, sem fjallar um æðri
menntun og rannsóknir. Dr. Þór-
ir Kr. Þórðarson prófessor sat
fundinn af íslands hálfu í boði
Evrópuráðsins. Á fundinum var
•nest áherzla lögð á umræður um
tvö mál: tungumálakennslu og
samvinnu um vísindaiðkanir, en
einnig var rætt um fram-
haldsnám kandidata, akademiskt
frelsi, samræmingu tæknifræðslu
og fleira.
Rædd var tillaga um að koma
á fót evrópskri miðstöð til rann-
sókna á aðferðum við kennslu
nútímamála og til dreifingar á
þekkingu um tungumálanám. —
Þá var rætt um samstarf Evrópu
ríkja um að koma á fót vissum
vísindastofnunum við háskóla í
álfunni. Hefur komið í ljós, að
það er ofvaxið einstökum háskól-
um að hafa með höndum ýmsa
rannsóknastarfsemi, sem dýr
tæki og mjög sérhæft starfslið
þarf til. Hafa Evrópumenn því
dregizt aftur úr á ýmsum svið-
um, einkum í samanburði við
Bandaríkjamenn, og evrópskir
vísindamenn flutzt vestur um haf
af þeim sökum. Nokkuð hefur
verið gert til að sameina krafta
Evrópuríkja á þessum vettvangi.
t. d. með þvi að setja á
stofn Kjarnórkustofnun Evrópu í
Genf, sjólíffræðistofnun í Napoli
og háloftarannsóknastofnun i
Jungfrauhooh. Hins vegar er tal-
ið nauðsynlegt að koma upp
fleirj slíkum Evrópustofnunum.
(Frétt frá upplýsingadeild
Evrópuráðs).
Síðdegis í dag kallaði Lyndon
B. Johnson, forseti, forystumenu
beggja deilda Bandaríkjaþings á
sinn fund til að skýra þeim frá
efni samkomulagsins og mark-
miði. Sagði hann meginefni þess
það, að hið fyrsta yrði skipzt á
sendimönnum er fengju það hlut
verk að grafast fullkomlega fyr-
ir um orsakir ágreinings ríkj-
anna með það fyrir augum, að
hann verði endanlega leystur. —
Sagði forsetinn, að samkomulag-
ið hefði verið undirritað án nokk
urra skilyrða. Milligöngu um
sættir hafði Juan Bautista de
Lamalle frá Perú.
Ríkið og
hlutverk þess
DR. BENJAMÍN Eiríksson banka
stjóri flytur erindi á vegum
Heimdallar F.U.S. í Valhöll nk.
þriðjudagskvöld 7. apríl um
RÍKIÐ OG HLUTVERK ÞESS.
I erindi sínu mun banikastjórinn
gera grein fyrir viðhorfum hinna
ýmsu stjórnmálastefna til rikis-
valdsins. Þetta er fjórði fyrirlest-
urinn á vegum Heimdallar í vet-
ur í flokki fyrirlestra um þjóð-
félagsmál, en þá hafa verið skil-
greind og rædd ýmis grundvall-
aratriði þjóðfélagsins.
Ll 4 v H.Ob
rrr—rv“v—
NA !5 hniiitr
SV 50 hnútar
k Sn/úitmt * Cii V Skúrir E Þrumar W.:á KMnkit H Hmi\ HHMtt L £m*t 1
í GÆBMORGUN var góð- S-Grænland er búizt við vax-
viðri um allt land, logn og andi SA-átt og nokikurri rign-
2-4 st. hiti. Vegna lægðar við ingu á Suður og Vesturlandi.