Morgunblaðið - 05.04.1964, Síða 11

Morgunblaðið - 05.04.1964, Síða 11
Sunnudagur 5. aprfl 1964 MORCUNBLAÐIÐ 11 Guðríöur rædir við Pétur Ottesen. « í mig og segist sjá móta fyr- \ ir blessuðum manninum. | „Var mikil hátíð, þeg- ar þú varst fermd?“ spurði ég enn. i „Þetta litla. Þegar krakk- arnir spyrja mig, Hvað fékkstu í fermingargjöf? Hvað fékkstu í afmælisgjöf?, þá segi ég: Þetta litla. Það datt engum í hug i þá daga að gefa manni afmælisgjöf eða ferm- ingargjöf, o-nei.“ „En þú hefur fengið ein- hver ný föt?“ „Já, að vísu. Grátt vaðmáls- fat. Og þá var sagt við mig: „Nú geturðu hamast í snjón- um, stelpa.“ Vilborg hafði átt skaut, sem hún balderaði sjálf, því hún var svo fín í sér. Ég fékk að vera í því á ferm- ingardaginn. Þá voru tvær sólir á lofti í einu og skinu glatt yfir Borgarfirði. Og svo bættist við sú þriðja: móðir ; mín var viðstödd ferminguna og það jók á gleðina og hátíð- arblæinn. Það var jafnvel betra að fá hana en skautið. Henni þótti mikið vaent um mig. Hún dó um sextugt og , þótti sæmilegur aldur í þá daga. Ég gæti trúað að hún hafi verið fædd kringum 1840, en ekki man ég hvenær fað- ir minn fæddist eða dó. í þá daga var ekki talað í ártöl- um, heldur látið nægja að minnast á vikur. Ég vissi ekki hvenær ég var fædd, fyrr en ég bað einn góðan mann um að fara fyrir mig í safnið fyr- ir sunnan og athuga þetta, og kom þá í ljós að ég fæddist 5. apríl 1864. Áður hafði alltaf vérið haldið upp á 4. apríl, þegar farið var að tala um að gefa kaffi eða svoleiðis sæl- gæti.“ „Þykir þér gott kaffi, Guð- ríður?“ i „Ég segi í gamni við þá sem ekki drekka kaffi: „Þú ætlar ekki að verða langlífur.“ Held- ur hefur stelpan verið vel inn- réttuð.“ „Til líkama og sálar?“ spurði ég. „Nei, ég hafði alltaf lítið til sálarinnar, ég var óskapar kýrhaus." | „En hvað áttu þá við?“ ! „Jú, ég hef haft létta lund. Þó skapið syði undir, hefur þessi lund hjálpað mér dá- lítið um dagana. Það hefur verið betra en ekki að hafa i hana og ekki sízt í gamla daga, þegar líf og land voru ekki j annað en alvörudrungi og yf- irtaksfátækt.“ Nú brauzt svolítill sólar- geisli inn um stofugluggann. Guðríður leit út. „Það er meiri blessuð blíðan,“ sagði hún. „í hundrað ár hefur ekki komið jafn mildur vetur og nú. Að hugsa sér, græn jörð. Og þannig er margt i okkar góða landi — græn jörð, sem áður var fúamýri eða grýtt holt. Og þessi græna jörð er að komast inn í fólkið meira en áður var, það er margt sem hefur batnað á þessum árum. Og blessuð æskan er hraust. Og vonandi miklast hún ekki um of af þeim gjöfum, sem guð hefur lagt henni í hend- ur.“ „Hvernig var þetta hellu- blek búið til?“ spurði ég til að koma aftur að æsku gömlu konunnar. „Þessi hella, sem kölluð var svo, var keypt dýrum dómum í kaupstað. Húft var látin sjóða í stórum pottum, kannski látnar 25—30 álnir ofan í pott- inn í einu, og þá ránn hún í sundur og var notuð til að lita með net og vaðmál. Þá var ekki talað um annað en vað- mál. Þá var það litað í utan- yfirföt. Hellan var svo sterk að hún litaðist ekki upp. Ég vann við þessa litun þegar ég stálpaðist, því hún tíðkaðist langt fram á mína daga.“ „Las fólkið mikið í sveitun- um?“ „Nei, ekki mikið. Aðallega húslestur. Það varð eitthvað að vera. Annars var ekki hugs- að um annað en vinnu. Baslið var það eina sem var nokkurn veginn víst yeganesti. En rím- ur styttu manni stundir. Þó fannst mér meira varið í að eignast saumavélina en þó ég sæi eina og eina bók. Ég keypti vélina af Ottesen á Hólmi, föður Péturs.“ „Hvenær fékkstu véiina?“ „Og, sei, sei, ég man engin ártöl." „Var það á þessari öld?“ „Nei, þeirri síðustu öld, þeg- ar ég var vinnukona í Ásgarði í Hvanneyrarhverfi. Ég átti að fá 30 krónur í kaup yfir árið, en maskínan kostáði 36 krónur og átti að gefa mér þessar 6 krónur sem á vant- aði, af því það vildi hafa mig. En þá sáust ekki peningar, svo kýr var seld sýslumanninum í Arnarholti til þess ég fengi aurana fyrir vélinni. Hún hefði verið dýr núna eins og hún var falleg, kolgrönótt um hausinn, en annað snjóhvítt. Hún hét Kolgrön.“ „Varstu lengi á Hvann- eyri?“ „Ég var tvö sumur og einn vetur á Hvanneyri hjá Hirti Snorrasyni. Hann var góður húsbóndi. Hann þótti harður í hausinn, en ég fann það ekki. Hann var þeim góður sem voru vinnufúsir. Húsið bránn tvisvar, en ekki man ég hvort ég var þar þá. Ég er hrædd um að ég hafi verið komin í burtu. En ég var líka vinnukona síðasta veturinn sem Sveinn var þar skóla- stjóri. Það varð brátt um hann.“ „Voru þarna einhverjir þjóð kúnnir menn í skólanum?" „Nei.'þar voru engir Þing- eyingar held ég, en flestir að austan." „Og hvað viltu nú segja mér að lokum?“ spurði ég Guðríði, um leið og við stóðum upp til að kveðja. Hún deplaði á mig augum og sagði hress í bragði: „Fyrír tveimur árum hætti ég að get'a lesið. Það finnst mér verst. Og nú er hraðinn svo mikill á öllu, að enginn má vera að nokkrum sköpuð- um hlut. Enginn má vera að því að lesa fyrir stelpuna, hvorki gott né illt. Kannski blessaður maðurinn nennti að •Hft. lesa einhvern tíma, þegar vel stendur á. Og þó rafmagn sé í rassinum á hverri kerlingu, má hún ekki vera að því að anda.“ „Þú hefur haldið gaman- seminni,“ sagði ég. „Hvernig • hefurðu farið að því?“ „Ég hef reynt að halda því góða,“ svaraði hún. „Hvencr hefur þér þótt skemmtilegast að lifa?“ „Þegar ég var á hestbaki eða hjá börnunum minum, þau eru tvöi Og ég átti þau bæði með Guðmundi Jóns- syni. Við bjuggum saman í 36 ár, fyrst vestur í Leirársveit, og síðan fluttumst við að Fossakoti í Andakíl, bjuggum þar í fimm ár, en þá fórum við til Akraness. Og hér hef ég dundað síðan 1906 og líkað vel. Þá voru óguðleg fiskileys- isár hér á Skaga og fátæktin mikil. Þá var erlendu gjafa- korni skipt milli fólksins. Ég fékk svolítið í okkar hlut, það hjálpaði. Guðmundi þótti sýslumaðurinn skammta okkur naumt og varð meinilla við hann. En ég hef ekki erft það. En nú er mál að linni. Þetta er heil Jónsbók hjá þér upp á gamla móðinn." „Þú ert alltof glannaleg í orðum, vina mín,“ sagði dótt- ir hennar, og strauk 100 ára gamlar hendur móður sinnar. „Já, eins og þessar stelpur eru sem alast upp í vitleysu,“ fullyrti Guðríður. „Það var engin vitleysa.H „O, sei, sei, ekkert nema vinna og fékkst þó ekkert fyr- ir hana. Einhvern veginn vandist maður á að vera allt- af á fartinni. En fyrir fimm árum lærbrotnaði ég og hef síðan getað hreyft mig minna, það þykir mér iHt. En ég vonast til að byltan hjálpi mér heldur að komast í himnaríki. Síðan hef ég haft betri tíma til a_ð hugsa um það sem gott er. Ég ætlast til ég hafi skán- að við það. í himnaríki fæ ég nóga til að hitta og skrafa við. Þeir eru margir dauðir, vinir og kunningjar. Og Guðmund- ur líka. Það er alltaf verið að stríða mér með því, að hún María í Stykkishólmi sé orð- in svo og svo gömul, og svo I segir það að ég verði ennþá eldri. En það vona ég að verði ekki. Enn ber ég við að prjóna, því barnabarnabörninerunógu mörg og þeim þykir gott að fá lappa á hönd og fót. En þegar ég hætti að geta prjón- að, veit ég að guð tekur mig. Og ef hann gerir það ekki, þá á ég það lika skilið, að hann láti mig lifa lengur, þó ég yilji það ekki.“ M. i/orur Kai'töflumús 1— Kakómalt Kaffi — Kakó Lögberg, Holtsgótu KÆLIBORÐ KÆLIHILLUR FRYSTIBORÐ DJÚPFRYSTIKISTUR fyrir verzlanir. Hag- stætt verð — greiðslu- skilmálar. — Vönduð tæki, veitum verkfræði þjónustu. Gjörið svo vel og leitið upplýsinga hjá Verksmiðjunni BENE Pósthólf 135, Hafnarfirði. Símar 51201 og 51623. Símar 51201 og 51623.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.