Morgunblaðið - 05.04.1964, Síða 13
Sunnudagtir 5. apríl 1964
MORGUNBLAÐIÐ
13
Sfurla Friðríksson:
Grasræktin í þjóðarbúskapnum
í LANDNÁMU segir, að Flóki
Vilgerðarson og nnenn hans hafi
ekki gáð að því fyrir áhuga á
veiðum að afla heyjanna, og dó
allt kvikfé þeirra um veturinn.
Þannig hefur ávallt verið á-
hættusamt í íslenzkum búskap að
treysta of mikið á útiganginn,
því iandsmenn hafa ekki allir
verið eins framsýnir og Þor-
8teinn rauðnefur. Hann skar að-
eins þá sauði, er hann sá, að voru
feigir og mundu hvort eð er deyja
úr hor.
Hagur búskaparins hefur því
jafnan oltið á því, hvernig reynd-
ist að framfleyta búsmalanum
yfir veturinn og þá sérstaklega,
hvernig til tækist með að afla
heyja til vetrarfóðurs.
Heyskapurinn hefur eðlilega
fyrst og fremst takmarkazt af
veðurfari, gjöfuileik landsins og
aíköstum mannsins.
Veðurfarinu varð ekki breytt,
og afköst við heyöflun tóku litl-
um framförum þar til á þessari
öld. Hvað viðvíkur gjöfuileik
landsins mátti að vísu hafa á-
hrif á uppskeru með húsdýra-
áburði, en hann var takmarkað-
ur og var þar að auki dýrmætt
eldsneyti, sem þurfti að fara
sparlega með. Túnin stækkuðu
því lítið sem ekkert fram eftir
öllum öldum. í eftirmælum 18.
aldar lýsir Magnús Stephensen
ræktuninni þannig: Tún á þeirri
öld voru „rótlaus, sporuð, sinu-
og fiagafull, elftingar- og mosa-
gróiin, mýrskotin með köflum,
úrgengin eða illa slæg, og heil-
um sýslum eða landsfjórðungum
eaman ógirt, nædd og kalin.“
Fram að siðustu aldamótum
var öll okkar túnaræktun handa-
Vinna byggð á tilflutningi hins
innlenda gróðurs á samfelldu
svæði með hinum svokölluðu
þaksléttum, eða aðeins ræktun
rjóðra, gamalla akurstæða, traða,
nátthaga eða annars graslendis
uærri bæjum.
Af þessu ræktaða landi fengust
um aldamót um 500 þúsund hest-
ar af töðu, en á sama tíma var
safnað um helmingi meira magni
útheys af engjum eða 1 milljón
hestburða.
Á 19. öldinni hefjast hins veg-
ar tílraunir með plægingu lands
og sáningu grasfræs, en flestar
báru þær lítinn árangur til að
byrja með. Er það ekki fyrr en
á fyrsta tug 20. aldar, að sláS-
sléttur eru ræktaðar að nokkru
ráði.
Á styrjaldarárunum síðustu
hafði þessi háttur ræktunar auk-
ið svo mjög við túnastærð bænda,
að töðufengurinn var orðinn jafn
útheyi að magni og hafði farið
hægt en stöðugt vaxandi. Á sið-
ustu árum hefur hins vegar orð-
ið svo stórfelld aukning í rækt-
un töðuvalla, að árið 1963 er
töðufengurinn orðinn um 3.5
milljónir hesta, en engjaheyskap-
urinn hefur minnkað svo að sama
skapi, að útheyið nemur nú að-
eins um 8% af heildarheyfengn-
um. Þetta töðumagn er fengið
af túnum, sem eru nú um 80 þús-
und hektarar að flatarmáli, en
árlega bætast nýræktir við það
land og nemur sú viðbót nú um
4 þúsund hekturum.
Þessi gífurlega aukning á rækt
uðu landi seinni ára samfara
vélvæðingu landbúnaðarins hef-
ur auðveldað mjög framleiðslu á
heyi og kemur það fram í lækk-
uðu heyverði.
Sé verð á heyi miðað við kýr-
verð er heyið nú fimmfalt ódýr,-
ara en það var við aldamót, og
er það Ijós vottur þess, hve fram-
leiðslukostnaður á hverja einingu
heys hefur lækkað á þessum
tíma. Þó hefur hlutfallsleg lækk-
un á heyverði sennilega verið
einna mest nú á síðustu árum,
sem sést á því, að í allmörg und-
anfarin ár hefur töðuhesturinn
verið metinn á 100 krónur, enda
þótt annað verðlag í landinu
færi ört hækkandi.
Stefna okkar í heyöflunar-
málum fram eftir þessari öld hef-
Bkg/ha.
Uppskera heys 1 hestum/ ha
yfir allt landiíl ariu 1943 -
og kynbóta á nýjum stofnum
grastegunda með háu fóðurgildi,
sem hæfa enn betur okkar rækt-
un.
Þá er ekki sízt þýðingarmikið,
að þessum tegundum og stofnum
sé blandað í ákveðnum hlutföll-
um í sáðblöndur, sem hæfa á-
kveðnum vaxtarskilyrðum og á-
63.
mælikvarða á afköst við öflun
heyjanna má hafa það mat, að
vallardagsláttan var talin þriðj-
ungur hektara, en dagslátta með
nútímasláttuvél mun vera um 10
hektarar. Sem mælikvarða á
gæði uppskerunnar má geta þess,
að afla vetrarfóðurs nær ein-
vörðungu af ræktuðu landi eða
að afla grasa í stað hálfgrasa,
valins gróðurs í stað vilMgróð-
urs. Hins vegar er fjarri því að
túnaræktun hafi náð því marki
sem skyldi. Viða er uppskeran
ur verið sú að hverfa frá útheys-
öfluninni og auka heyöflun af
rætkuðu landi. En með ræktun
túna og fóðuröflun á ræktuðu
graslendi má á auðveldan hátt
uppskera meira, betra og árviss-
ara fóður en af útjörð. Sem
að 3 kg þurfa af útheyi i fóður-
einingu en aðeins 2 kg aí töðu,
enda er mikill hluti útheysins
starir og önnur hálfgrös, sem
eru lýr að fóðurgildi, en taðan
er mest megnis heilgrés.
Nu hafa bændur náð því marki
harla lit.il og tún lengi að kom-
ast í gagnið, og eru nýræktir
lengi framan af fullar arfa og
öðru illgresi eða stórkalnar og
með örlitlum grashýjungi. — Á
þeim bæjum, sem tún eru þar að
auki illa ræst og illa unnin er
ekki von, að heyskapurinn skili
miklum arði. Aí þessum og öðr-
um ástæðum verður öflun töð-
unnar eðlilega mishagkvæm. Ár-
ið 1958 var talið í búreikningum,
að suma bændur hafi framleiðsl-
an á töðuhestinum kostað 51
krónu en aðra 180 krónur, hlýtur
sá munur að valda miklu um arð
búanna. Kostnaður við öflun
hverrar einingar heys ætti að
geta minnkað hlutfallslega með
aukinni túnastærð og samfelldri
ræktun, en það má einnig auka
uppskeru af hverri flatareiningu
með góðri ræktun og með því að
vel sé vandað til jarðvinnslu, sáð-
grasa og meðferðar túnanna.
Sáðgresið er einn þýðingarmesti
liður góðrar ræktunar, því gott
tún verður ekki ræktað nema
með vali hentugra grastegunda,
hvort heldur þær eru af erlend-
um eða innlendum uppruna.
Ekki er þó nægilegt að réttar
tegundir grasa séu valdar, því
innan hverrar tegundar er fjöl-
breytilegur efniviður af einstakl-
ingum, sem eru misjafnir að
gerð og vaxtarlagi, uppskeru-
magni, lostæti, ónæmi og frost-
þolshæfni, og nota má til úrvals
kveðinni nýtingu. Einn mesti vá-
gestur grasræktarinnar nú til
dags er kalið, og kennir margur
því um, að sáðgrasið sé of lin-
gert, þar sem það sé allt af er-
lendum uppruna. Því má þó ekki
kenna allan skaða, þótt nokkru
kunni að valda, því tún hefur
kalið á öllum öldum, og var t.d.
eitt mesta kal aldarinnar árið
1918. Kal er einkum af völdum
köfnunar, þegar yfirborðsvatnið
frýs í ísalög, sem þekja flata sáð-
sléttu. Keyndu bændur áður fyrr
að varna kals með hinum svo-
kölluðu beðasléttum og veittu
þar með yfirborðsvatni af tún-
um sínum, en nú eru þessar slétt-
ur til óhagræðis við heyverkun.
f meðfylgjandi línuriti er sýnd
uppskera heys í hestum á hekt-
ara eins og hún var á öllu land-
inu á árunum 1943—1963. Sést
þar, hve töðufengurinn er skert-
ur þau árin, sem tún hefur kalið.
Nemur það uppskerutjón millj.
ónum króna þau árin, sem tún
hefur kalið, t.d. er tjónið 1962 á-
ætlað um 50 milljónir króna. Ef
unnt væri að koma í veg fyrir
svo alvarlegt tjón með notkun
harðgerðari grasstofna væri mik-
ið áunnið í ræktunarmálum.
Þegar ræktun túna með sán-
ingu var hafin hér á landi um
siðustu aldamót, var það ein mót-
bóra gegn þeirri ræktun, að ekki
væri til fræ nægilega harð-
gerðra tegunda til sáninga. Þrátt
fyrir það var stórfelld túnastækk
un framkvæmd með notkun er-
lends grasfræs. Þessar erlendu
grastegundir hafa reynzt misharð
gerðar og átt misvel við íslenzka
staðhætti. T.d. voru á síðari
heimsstyrjaldarárunum nýræktir
gerðar af amerísku grasfræi, sem
átti illa við hérlendar ræktunar-
aðstæður.
Á síðari árum hefur grasfræ
verið flutt inn frá Norðurlönd-
um, en þar er völ á fræf misþol-
inna stofna og tegunda. Hefur
það verið eitt viðfangsefni jarð-
ræktartilrauna að velja úr því
magni þá stofna, sem þrífast bezt
hér á landi og gefa innkaupa-
stofnunum upplýsingar um þær
niðurstöður.
Þýðing þeirra rannsókná er
mjög mikilvæg, því miklu getur
munað á uppskeru nýræktar eft-
ir því hvort harðgerðir stofnar
hafa verið valdir. Þessu til stað-
festingar eru hér meðfylgjandi
töflur og línurit úr athugún, sem
gerð var á tilraunastöð Atvinnu-
deildarinnar að Korpúlfsstöðum.
í töflunum er skráð töðuupp-
skera í hestum á hektara á eins
árs nýrækt af mismunandi stofn-
um af vallarfoxgrasi, en magn
þeirrar tegundar nemur um 50%
af aðkeyptu fræi. Samanburður
á uppskeru einstakra stofna leið-
Framh. á bls. 20