Morgunblaðið - 26.04.1964, Blaðsíða 5
1
Sunnudagur 2(5. apri1 1964
MORGUNBLAÐID
5
Karlakór Reykjavíkur
Geii: Hallgrímsson borgarstjóri ávarpar kórinn. Lengst til vinstri á myndinni er formaður
Karlakórs Reykjavíkur, Ragnar Ingólfsson.
I
! MNN 06
= MŒFNI=
í þessari viku heldur Karla
kór Reykjavíkur fimm sam-
söngva fyrir styrktarfélaga
sína í Austurbæjarbíói eða
dagana 27. — 30. apríl og 2.
maí.
Stjórnandi er Jón S. Jónsson
og einsongvarar þau Svala
Nielsen, Guðmundur Jónsson
' og Guðmundur Guðjónsson.
Píanóundirleik anpast Ásgeir
Beinteinsson. Samsöngvarnir
l hefjast kl. 7.15 alla dagana,
Inema laugardaginn 2. maí kl.
3.15. Aðgöngumiðar verða seld
ir á þann samsöng. Fyrir all-
löngu var tekið í notkun Fél-
agsheimili kórsins að Freyju-
götu 14. með vígsluathöfn og
að viðstöddu miklu fjölmenni.
Fyrst söng kórinn lagið
ísland eftir Sigurð Þórðarson,
undir stjórn höfundar en því
næst flutti formaður kórsins,
Ragnar Ingólfsson, stutta ræðu
og lýsti húsnæðinu. Lauk
hann orðum sínum m.a. með
því að segja, að félagsheimilið
markaði tímamót í sögu kórs
ins, og það væri byggt til
þess að auðvelda og efla starf
semi hans. Kórinn hefði í 38
ár verið á hrakhólum með
| húsnæði, en hefði nú fengið
á ákjósanlega aðstöðu fyrir
’ starfsemi sina í glæsilegum
húsakynnum.
Geir Hallgrímsson borgar-
stjóri færði kórnum árnaðar-
óskir og þakkaði honum þann
; i skerf, sem hann hafði lagt til
að bera hróður Reykjavíkur
um víða vegu og lauk lofs-
orði á dugnað kórfélaga.
Dr. Gylfi Þ. Gíslason,
menntamálaráðherra mælti á
sömu lund og lagði áherzlu á
karlakórsönginn í íslenzku
menninigarlífi. Hann lauk
ræðu sinni á því, að hann
hefði verið beðinn að lýsa
félagsheimiiið opið og gerði
hann það með því að gefa
J kórnum tóninn í félagssöng
4 hans, sem kórinn söng síðan
í undir stjóm Jóns S. Jönssonar
Á eftir báru konur kór-
manna fram veitingar og um
kvöldið haíði kórinn fjölsótta
skemmtun.
Karlakór Reykjavíkur bár-
ust fjölmargar gjafir í tilefni
af opnun félagsheimilisins,
m.a. hljóðfæri; myndir og
allar þær hljómplötur, sem
hann hefur sungið inn á á
búin sem samkomusalur, með
parket á gólfi, borðum og stól
um fyrir úm 60—70 manns,
skenki, fatahengi og salemi.
Efri hæðin, sem er um 85
fermetrar, er búin allstórri
setustofu, skrifstofu, eldhúsi
fatahengi og salerni. Hljóð-
færi eru á báðum hæðum. Er
félagsheimilið allt hið smekk
legasta.
Eignast félagsheimili
Á myndinni sjást m.a. Sigurður Þórðarson fyrrv. söngstjóri
og kona hans, Jónas Þorbergsson, fyrrv. útvarpsstjóri, dr.
Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra, Geir Hallgrímsson borg-
arstjóri, Ólafur Magnússon forstjóri ' álkans, dr. Páll fsólfsson,
tónskáld og séra Mjalti Guðmundsson, formaður Karlakórsins
Fóstbræðra.
Heldur samsongva í þcssari viku
vegum Fálkans h.f. en þær
hafa að geyrna talsvert á ann
að hundrað lög og voru þær
til sýnis þarna, ásamt fjöl-
mörgu öðru úr sögu kórsins.
Félagsheimili karlakórsins
er á 3. og 4. hæð hússins við
Freyjugötu 14. Neðri hæðin er
um 95 fermetrar að stærð og
aðallega ætluð sem söngæf-
ingasah r. Hún e> j -.fnfram'
Nær allri vinnu við það var
stjórnað af fagmönnum innan
kórsins og kórme- t> 4'alfir
hafa lagt mikla vinnu í að
fnllg'' a það.
í ^Stjórn Karlakórs Reykja-
víkur eru: Ragnar Ingólfsson,
formaður, Helgi Kristjánsson,
varafonmaður, Höskuldur
Jónsson, gjaldkeri, Margeir
Jóhannsson, ritari og Andres
Bergmann, meðstjórnandi.
GAIMALT og iíoíi
Af Eyrarbakka og út í Vrog
er það mældur vegur,
átján þúsund áratog
áttatíu og fjögur.
Mjólk
Við hreinsun mjóikuríláta
er áríðandi mjög að hafa gott
mjólkurhús. Varast ber að
hafa það í beinu sambandi
við fjósið, því að tryggja verð
ur örugglega að fjósþefur
berist ekki inn í það.
I mjólkurhúsi þarf að vera
útbúnaður til þvotta á mjólk-
urílátum, handlaug, hand-
þurrkur, burstar og þvotta-
efni, ennfremur grind til að
hvolfa ílátunum á eftir hreins
un. Þó er betra að hengja þau
á vegg. Þar þarf einnig að
vera góð kæliþró.
Mjólkureftirlit rikisins.
Sýning
Sýning á tillögum, sem bárust
í samikeppninni um Gagnfræða-
skólann á Selfossi, stendur yfir
á Laugavegi 26 hjá Bygginga-
þjónustu A.f. í dag, sunnudag, og
næstu daga kl. 13-18. Öllum
heiimill ókeypis aðgangur.
Öfugmœlavísa
1 f eldi miðjum einatt frýs,
| enginn viðnum kyndir,
I á flæðiskeri eru flestar mýs,
1 fallega hrafninn syndir.
Sunnudagsskrítlan
„Sjálfri finnst mér að þessi
greiðsla klæði mig ágætlega, en
honum Jóni kærastanum mínum
finnst það nú ekki, ég verð víst
að skipta“. Og það gerði hún,
kærastinn heitir nú Árni.
Orð spekinnar
Bænin er þeim mun betri sem
orðin eru færri. — Luther.
H O R N I Ð
Karlmaður er aldrei aumari.
en beear stúlka seeir honum.
hversu sterkur hann er.
sá NÆST bezti
Frúin: „Mikill dæmalaus dóni var þessi kerlmgarnorn, sem ég
var að tala við. Þarna geispaði hún ellefu sinnum upp í opið
geðið á mér.“
Maður nennar: „Ertu viss um, elskan mín, að hún hafi alltaf
verið að geispa. Getur ekki verið, að hún hafi bara verið að opna
munninn i vonlausri ú'fcur. tii að svara einhverju?"
Lögfræðirit
Almenn meðferð einka-
mála í héraði eftir Einar
Arnórsson, útg. 1941, ósk-
ast til kaups. Símanúmer
leggist viinsaml. á afgr.
Mbl., merkt: „Lögfræðirit
— 9640“.
Barnavagn til sölu
Tan-Sad. Sími 41895.
Til fermingargjafa
Margar gerðir af
SVEFNPOKUM
BAKPOKUM
TJÖLDUM
og öðrum útilegubúnaði.
Kaupið útilegubúnaðinn hjá þeim sem
reynsluna hafa í notkun hans.
Góð bílastæði. — Lítið í gluggana.
Skátabiíðin
Snorrabraut 58, Reykjavík. — Sími 12045.
Ungur maður
óskast til venjulegra skrifstofustara við heild-
verzlun. Þyrfti helzt að hafa bílpróf. Umsókn
merkt: „1. maí — 9618“ sendist til blaðsins.
Keflvíkingar — Aðkomufólk
Seljum hádegismat og síðdegiskaffi.
Góður matur. — Góð þjónusta.
A Ð A L V E R .
For/ð með Pétri postula
um Róm nútimans
nefnist síðasta erindið sem
Svein B. Johansen flytur
að sinni. Erindið verður
flutt i Aðventkirkjunni
í dag, sunnudaginn 26.
apríl kl. 5 síðd.
Kirkjukórinn syngur.
Einsöngur: Jón H. Jónsson.
Allir velkomnir.
Nemendasambandsm'ói
Verzlunarskóla íslands 1964
verður haldið að Hótel Borg fimmtudaginn 30. apríl
og hefst með borðhaldi kl. 19. —
Samkvæmisklæðnaður.
Aðgöngumiðar verða afhentir á skrifstofu V.R.,
Vonarstræti 4 28. og 29. apríl.
Fjölmennið. — Mætið stundvíslega.
STJÓRNIN.