Morgunblaðið - 26.04.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.04.1964, Blaðsíða 24
24 MORCUNBLAÐID Sunnudagur 26. apríl 1964 fZFilZABETri T£RR*&>- 'A Hún hefði getað svarað: — Lester Ballard var i þeim. En hún yppti öxlum. — Þér verðið að muna, að ég var þarna alls ekki á þessum tíma. — Það eigið þér enn ósannað. — Hvaða sannanir viljið þér frekar en orðið er? Eftir dálitið hik, svaraði hann: — Ég held, að það sé ýmislegt, sem þér hafið ekki enn sagt mér. Hún kinkaði kolli. — Já, að minnsta kosti eitt. Það er nokk- uð, sem ég gerði mér ekki Ijóst fyrr en núna, eftir að þér komuð með þessa sögu um gömlu kon- una. Þér sjáið . . . það var um kvöldið eftir andlát hr. Ballards, þá sá ég, að gerð hafði verið leit í herberginu mínu. Ég skildi ekkert í þessu. Ég gat ekki hugs- að mér neina ástæðu til þess að nokkur þyrfti að fara að róta í munum mínum, en ég tók eftir, að hitt og þetta var ekki á þeim stað, sem ég hafði það alltaf. Nú sé ég vitanlega, að þetta hefur alls ekki verið nein leit, heldur hitt, að einhver hefur komið og fengið lánuð fötin mín, en bara ekki komið þeim fyrir á réttum stað aftur. Hún var ánægð með þessa skýringu. Þessi leit hafði verið svo vitleysisleg, að hún gat ein- mitt þessvegna verið mikilvæg. Cirio sagði: —- Nefnduð þér þessa meintu leit við nokkurn mann? — Nei, svaraði hún. — Hversvegna ekki? — Eg veit eiginlega ekki. Það var orðið áliðið. Ég var mjög þreytt og dauði hr. Ballards hafði verið mikið áfall. — Samt vissuð þér ekki þá, að um morð var að ræða? — Vitanlega ekki. — Svo að þá hefur þessi leit komið yður einkennilega fyrir sjónir? — Vitanlega. .. — Og samt nefnduð þér hana ekki við neinn mann. Höfðuð þér þá þegar nokkurn grun um, að fleira einkennilegt gæti hafa gerzt í húsinu? Hún var ofsein að átta sig á gildrunni, og lét þessvegna eins og hún hefði enga gildru séð. — Ég held ég hafi beinlínis ekkert getað hugsað, sagði hún. — Undir venjulegum kringum etæðum . . hefðuð þér þá minnzt á þessa leit við . . segjum . . . ráðskonuna, eða hr. Ballard sjálfan? Eða er yður kannski elveg sama þó að rótað sé í eig- um yðar? — Nei, vitanlega er mér það ekki sama. — Og samt nefnduð þér þetta ekki við nokkurn mann. Hann ýtti stólnum sínum nær henni. — Ef þér hefðuð þá þegar vitað, að morð hafði verið framið, get ég skilið þetta. Þar sem morð hefur verið framið, má alltaf búast við, að fleira einkennilegt gerist. Mera að segja getur verið hætta yfirvofandi fyri rmann- eskju, sem er að hafa það á orði, að herbergið hennar hafi verið rannsakað. Fólk þegir oft um hitt og þetta, þar sem morð hefur verið framið. — Eg vissi um morðið morgun inn eftir, sagði hún. — Eg hafði ekki haft mikinn tíma til að tala við fólk í millitíðinni. Hann hallaði sér að henni: — Ég vildi nú halda því fram, að þarna hafi ekki verið um neina leit að ræða, og eins hitt, að yður hafi ekki dottið neitt slíkt í hug fyrr en á þessu augnabliki, þegar þér sáuð, að það myndi styðja sögu yðar um, að ein- hver óviðkomandi hefði tekði fötn yar, farið í þau og svo ekið bílnum með líki Lester Ballards. Ég held því fram, að þér hafið verið hér, en ekki heima hjá Ranzi, þegar morðið var framið — Nei.! Rödd heyrðist hrópa hátt utan úr hliðinu, og allir litu við til að horfa á komumann. — Hún var ekki hérna og hún gerði það ekki og hún vissi ekk- ert um það, sagði Nicky Ballard og gekk að hópnum við borðið. — Ég get sannað það, af því að ég var hérna. Það var ég, sem drap hann föður minn! Rússar settust um kyrrt í skjóli sinna frosnu skotgrafa, og hófu langa bið sína eftir vorinu, von- litlir. Og nú, í októbermánuði 1916 dundu á Nikulási fregnirnar um svik að tjaldabaki í Petrograd. Þegar saman komu aðgerðir Rasputins og nýir ósigrar á víg- vellinum, hafði ofmikið verið orðið að gert — og alla leið, -lengst frá hægri til yzta vinstri voru allir flokkar teknir að sam- einast til andstöðu gegn stjórn- inni. Petrograd var lömuð af nýrri runu verkfalla, og það þótti ills viti, að hermennirnir, sem höfðu verið kvaddir á vett- vang til að bæla niður uppreist- ina og koma á reglu, neituðu að skjóta á vérkamennina. Það þurfti að sleppa kósökkunum lausum á strætunum, áður en ró komst á í borginni, og ekki bætti það úr skák, að Sturmer lét af- tökusveit skjóta 150 dáta, sem höfðu neitað að hlýðnast. Og í sama mund gerðist það, að her- sveit, sem hafði verið send til Frakklands, gerði uppþot gegn yfirmönnum sínum í Marseille. Ofurstinn var myrtur og fransk ar hersveitir voru kallaðar til XXI. Nicky var hávaxinn, mjög grannur og dökkur á brún og brá. Hann líktist næstum ekkert föður sínum, nema ef til vill að því leyti að andlitið var smá- fellt. Venjulega slettist hann áfram, svo að líkaminn, sem hefð getað átt yndisþokka til að bera, varð ólánlegur. En í dag var hann teinréttur. Og það var einhver ósvífnislegur virðuleiki í göngulagi hans. Hann var klæddur eins og Ruth hafði séð hann síðast, nema hvað engir blóðblettir voru nú á skyrtunni, sem hann var í. Einhver hafði þvegið hana fyrir hann. Hann var með eitthvað, vafið innan i dagblað. — Jæja, svo þú ert þá kom- inn aftur, sagði Cirio. — Já, ég er kominn til að játa, sagði Nicky. Það einkennilega var, að hann leit ekki á Ruth, og eitthvað varnaði henni máls og áminnti hana um að hreyfa sig ekki. Þegar hún sá hann, langaði hana mest til að gráta, en ef hún gerði það, yrði honum öllum lokið. Það mundi rugla hann og gera hann aftur að þessum van- hjálpar, til að handtaka og skjóta upphlaupsmennina. Meðal frjálslyndra í Petrograd hafði vígorðið, „Sigurinn fyrst, byltingin svo“, verið endursam- ið í „Byltingin fyrst, sigurinn svo“. Og í sölum einveldissinna og jafnvel skyldmenna keistara- fjölskyldunnar fóru fram óduld- ar umræður um þann möguleika að setja Nikulás af og láta son hans taka við, en láta einhvern stórhertogann vera ríkisstjóra. Dúman átti upptökin að þessari hreyfingu, og nú átti hún að fara að koma saman aftur. En keisarafrúin var enn ekki af baki dottin. „Það verður gjör- spillt þing“, spáði hún, „en það er engin ástæða til ótta, því að ef það verður of slæmt, rekur maður það bara heim“, og um forseta Dúmunnar sagði hún: „Eg vildi, að ég gæti hengt þenn an Rodzianko". Hinn 14. nóvember 1916 komu þingmennirnir saman í Tauris- höllinni, og samstundis var gerð hrið að ríkisstjórninni. Sú at- laga náði hámarki sínu er Milyu kov, foringi Cadettanna og eng- an veginn neinn byltingarmað- ur, en hlynntur þingbundinni stjórn, réðst beint á Rasputin, stillta og uppstökka krakka, sem hún hafði árum saman barizt við að laga til. En það var samt hryggilegra en tárum tæki að horfa þarna á hann, eftir að hún hafði í tvo daga beitt öllum hugs anlegum brögðum til að halda hlífiskildi yfir honum. — Meðkenndu þá! sagði Crio. — Hann var reiðilegur, en samt var næstum eins og honum væn skemmt. Ruth vissi, að þetta var ein- hver hættulegasti tónn að nota við Nicky, sem hafði nærzt'á að drottninguna og Sturmer. Hann sakaði Sturmer beiniínis um að vera í brauði Þjóðverjá, og um leið og hann taldi upp allar ávirðingar stjórnarinnar, endur- tók hann í sífellu þessa setningu: „Er þetta heimska eða land- ráð?“. Þetta hafði frjálslyndur maður komizt næst því að pre- dika uppreist. En svo var önnur merk ræða á þessu þingi, sem var næstum eins grimmileg, en var að því leyti enn áhrifameiri, að hún kom frá Vladimir Purishkevich, sem var þingmaður fyrir svart- asta afturhald hægrimanna. Hann beindi höfuðárás sinni gegn staretsinum og á áheyrenda pöllunum var ungur maður, sem gleypti í sig hvert orð. Þetta var Felix Yusupov fursti, frændi keisarans. Hann hafði i hyggju að myrða Rasputin. í nóvemberlok var andstaða Dúmunnar orðin of alvarleg til þess að hægt væri að láta hana sem vind um eyru þjóta, og Niku lás framdi annað klókinda-und- anhald sitt. Sturmer var settur af og Alexander Trepov, sam- göngumálaráðherra, andstæðing- ur Rasputins, var settur í sæti hans. Nikulás ákvað einnig, að hlátri og ónotum frá föður sín- um. En Nicky virtist alls ekkert kannast vð þennan tón. Hann lagði á borðið hlutinn í dag- blaðinu, sem hann hafði komið með. Cirio tók utan af honum. Það sem innan í var, var þungur skrúflykill, þakinn dökkbrúnu ryði. — Ég drap hann með þessum sagði Nicky. — Já, einhver var drepinn með þessum, tautaði Cirio. — Jæja, haltu áfram sögunni. Protopopov yrði að víkja; hann væri of ómerkilegur og gagn- laus og gerði bara ríkisstjórnina að athlygi: Nikulás skrfiaði konu sinni: „Eg bið þig aðeins: dragðu ekki Vininn okkar inn í þetta. Ég ber ábyrgðina. . . .“ Keisara- frúin svaraði með nokkrum æðis gengnum orðsendingum, og þegar þær virtust ekkert ætla að duga, fór hún sjálf til aðal- stöðvanna og taldi Nikulás á að sjá sig um hönd. Þannig var Protopopov bjargað. Á þessu tímabili verða bréf keisarafrúarinnar hreint brjál- æði: „gerðu ekkert án þess að ráðgast við mig. . skrifar hún í desember 1916. „. . . . Rússland vill finna til svipunnar. . . . En hvað ég vildi geta komið mínum vilja í þinar æðar. . . Ég hef ekkert getað sofið, en hlustaðu á mig, þ. e. á Vin Okkar. Ég líð þín Vegna eins og yfir við- Kópavogur Afgreiðsla Morgunblaðsins í Kópavogi er að Hlíðarvegi 63, sími 40748. Carðahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Garðahrepp er að Hof- túni við Vífilsstaðaveg, sími 51247. Hafnarfjörður Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Hafnarfjarðarkaupstað er að Arnarhrauni 14, sími 50374. Afgreiðslur blaðsins hafa með hundum alla þjónustu við kaupendur blaðsins og til þeirra skulu þeir snúa sér, er óska að gerast fastir kaupendur Morgunblaðs- ins. KALLI KÚREKI Teiknari; FRED HARMAN — Jæja, ég fann hann fyrir yður, prófessor. — Komdu fram fyrir Kalli, gamli minn góður — ég skal láta þig óá- reittan. Hérna er kominn prófessor Boggs. — Svo þér eruð sérfræðingurinn sessumlærði, sem veit allt um gull- námur, eða hvað? — Það er augljóst mál, að þér haf- ið ekkert vit á þeim ef þér teljið gullfund yðar einhvers virði. — Hvað • • • • þer «• • • — Það er á þeim að heyra að þeir eigi eftir að verða miklir vinir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.