Morgunblaðið - 26.04.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.04.1964, Blaðsíða 10
10 MORGU N BLAÐIÐ Sunnu'dagur 26. apríl 1964 Mao Tse-tung og Krúsjexí. • Sjötugsafmæli Nikita Krú- sjeffs, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, og þá ekki síður fregn sú, er á dögunum barst út um, að hann vær látinn, hafa orðið til þess, að menn hafa velt því mjög fyrir sér, hvað taka muni við í Sovétríkjunum, þegar hans nýtur ekki lengur við og hver muni verða eftirmaður hans. Það er jú spurning, sem ekki varðar Sovétríkin ein, heldur allan heiminn. Menn velta því fyrir sér, hvort Krúsjeff muni sjálfur velja eftirmann sinn, hvort valda taka hans fari rólega fram, eða hvort vænta megi valdabráttu í líkingu við þá, sem háð var eftir fráfall Stalíns, — og hver áhrif valdataka nýs manns muni hafa á stefnu Sovétríkjanna í innan- og utanríkismálum. Vestrænir fréttamenn eru yfir leitt samdóma um, að Krúsjeff verði áfram í embætti, næstu ár- in a.m.k., svo framarlega sem honum endist líf og heilsa. Sjálf ur tók hann svo til orða á afmæl isdaginn, að menn skyldu ekki óttást sjötugsaldurinn, þeir gætu unnið áfram, ef þeir kærðu sig um. Og enn a.m.k. bendir allt til þess að hann geti og vilji starfa áfram. Hann er við ágæta heilsu og gætir hennar vel. Og ólíklegt er að hann eigi hættulegan keppi naut um völdin í Kreml. Menn minnast þess, hvílík á- tök urðu í Kreml eftir dauða Stalíns. En breytingar hafa orð ið slíkar í stjórnarbúðum Sovét- ríkjanna og skipan stjórnar sov ézka kommúnistaflokksins, að ó- líklegt er talið að til slíks myndi koma nú. Enda þótt Krúsjeff hafi úrslitavald í flestum eða öll úm málum eru aðrir ráðherrar stjórnarinnar taldir allmikiu at kvæðameiri og sjálfstæðari en dæmi voru til á valdatíma Stal- íns. Staða öryggislögreglunnar og hersins gagnvart flokknum er er nú allt önnur og veikari en var á dögum Stalíns og ekki eins hætt við að þeir aðilar blandi sér í valdabaráttu nú, nema því að- eins hún dragist verulega á lang inn. Þá er það talið mikilsvert at- riði, að á síðustu árum hafa smám saman horfið úr öllum á- hrifastöðum flokksins þeir menn, er unnu með Stalín og við tekið ný kynslóð manna, er ekki líta á kommúnismann og byltinguna af jafn mikilli tilfinningasemi og þeir eldri, og eru jafnframt bet ur menntaðir. Að vísu eru enn nokkrir fyrr- verandi nánir samstarfsmenn Stalíns í mikilvægum valdastöð um, svo sem Mikoyan, Suslov og fleiri, en þeir eru komnir til ára sinna, engu síður en Krúsjeff. Krúsjeff hefur á síðustu árum miðað að því að gera flokksstjórn ina sveigjanlegri og stjórn hans hefur verið með allt öðrum hætti en stjórn Stalíns — ekki eins ein ræðiskennd, skynsamlegri og mannlegri, — en engu að síður mjög sterk. Hann hefur til dæm is haft samráð við ráðherra sína í mörgum veigamiklum málum og hvatt þá og aðra áhrifamenn til að sýna hugmyndaflug og reyna nýjar leiðir — innan vissra takmarka þó. En þar sem eina leiðin til að ná æðstu metorðum í Sovétrikj unum liggur gegnum kommún- istaflokkinn, og stjórnar — og skipulagskerfi hans er í senn margbrotið og fjölmennt, má bú ast við harðri samkeppni um valdastól Krúsjeffs. Hann er ef- laust í valdaaðstöðu til að út- nefna sjálfur eftirmann sinn, sé honum það kappsmál. Á hinn bóeinn er á það bent, að með því kynni hann að eiga á hættu að safna glóðum elds að höfði þess, er hann kysi. Andstæðing ar hins kjörna eftirmanns kynnu að bindast samtökum gegn hon- um, með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Sagt er að Krúsjeff hafi í við- tali við franska sósíalistaforingj ann, Guy Mollet í nóvember sl. tilgreint þrjá menn, sem hugs- anlega eftirmenn sína. Þeir voru að því er bandaríska blaðið U.S. News & World Report herm ir, Brezhnev, Podgorny og Polya kov. • Leonid Ilyich Brezhnev er 58 ára að aldri. Frá 1960 hefur hann verið forseti æðsta ráðsins, sem samsvarar í raun og veru em- bætti þjóðhöfðingja. Hann veit ir sendiherrum erlendra ríkja viðtöku og er fulltrúi lands síns við hátíðleg tækifæri. Brezhnev er ættaður frá Úkraníu, sonur iðnverkamanns. Hann tók sæti í miðstjórn flokksins árið 1952 en missti það árið eftir í átökunum eftir lát Stalíns. Vegur hans fór aftur að aukast upp úr 1954. Hann tók að þykja líklegur til arfs eftir Krúsjeff, er hann var skipaður í framkvæmdastjórn miðstjórnar flokksins í júní 1963. • Nikolai V. Podgomy er rúm- lega sextugur, fæddur í Úkraníu árið 1903. Hann hefur allt fram til síðustu ára verið lítt þekktur utan Sovétríkjanna, en í júní 1963 var hann skipaður í fram- kvæmdastjórn flokksins. Podg- orny hefur tvívegis verið formað ur sovézkra sendinefnda, er rek ið hafa mikilvæg erindi erlendis, í fyrra sinn, í janúar, fór hann til Kúbu og í marz til Parísar. Bend ir það til þess, að maðurinn sé atkvæðamikill í Kreml og þá einkum á sviði utanríkismála. Þeir sem gerrst teljast til þekkja í Moskvu segja, að Pod- Nikolai Podgorny gorny sé sérstakur skjólstæðing- ur Krúsjeffs. Sé það áberajjdi í opinberum veizluhöldum í Moskvu, að Krúsjeff geri sér sér stakt far um að draga Podgorny inn í samræður þar sem aftur Brezhnev hafi tilhneigingu til að láta nokkuð að sér kveða. • Vasilily I. Polyakov er yngri en hinir tveir, eða rúmlega fimmtugur og til þess að gera ó þekktur máður erlendis. Hann tók fyrst sæti í miðstjórn komm únistaflokksins í júní 1962 og hefur einkum fjallað um mál, er varða landbúnaðinn. Segja fréttamenn, að sú staða, sem hann hefur á hendi sé yfirleitt talin lítt vænleg til frekari fram dráttar eða valda, og takizt Ploya kov að komast áfram þaðan, hljóti hann að vera talsverðum hæfileikum búinn. Uggur vid alger vinslit RÚSSA og KÍNVERJA 9 Ekkert lát er enn á köpuryrð- um Rússa í garð Kínverja. Hefur nú Pravda, málgagn sovézka kommúnistaflokksins borið Kín- verjum á brýn, að þeir gefi kín- verskri alþýðu ekki kost á að kynnast ritverkum Marx og Len- íns nema í útfærslu Mao Tse- tungs. Rit Maos séu gefin út í milljónum eintaka, en lítt eða ekki sé sinnt útgáfu ritverka hinna tveggja forvígismanna kommúnismans, sem kínverskir leiðtogar fari þó fjálglegum orð um um. Jafnframt sakar blaðið Mao um að láta dýrka sig sem guð og segir persónudýrkunina orðna svo hömlulausa, að Kín- verjum sé gert að þakka honum fyrir mat sinn og barna sinna, heilbrigði og góða daga. Skömmu óður hafði Krúsjeff farið hörðum orðum um Mao, sakað hann um að líta á sjálfan sig sem óskeikulan túlkanda kenninga Marx, enda þótt hann hefði komið efnahag lands síns í kaldakol. með kolvitlausum ráð stöfunum, t.d. árið 1958 með því að koma upp stálofnum, sem ekki gátu framleitt stál og með því að neyða bændur til vinnu í kommúnum, sem ekkert gæfu af sér. Krúsjeff sagði, að árið 1959, þegar Mao hefði skýrt sér frá því, að ákveðið væri að koma á fót jarðræktar-kommúnum, hefði hann varað hann við. „En hann var ekki að spyrja mig álits held ur að segja mér hvað hann ætl- aði að gera“, sagði Krúsjeff og bætti við: „Eg sagði þá, að hann skyldi auðvitað fara sínu fram, en vitá mætti hann, að við í Sov- étríkjunum værum búnir að Leonid Brezhnev reyna þetta fyrirkomulag og það hefði ekki gefið góða raun“. Og síððar sagði hann: „Ef við hefðum fylgt sömu stefnu og Kínverjar, hefðum við orðið að taka upp framleiðslu á mittisólum — og reyra þær fast“. • En fregnir berast einnig af því, að kommúnistaleiðtogum annarra landa þyki orðið nóg um deilur Rússa og Kinverja og sjái í því ýmis hættumerki ef tengsl ríkjanna slitna að fullu. í vikunni lauk fundi miðstjórnar rúmanska kommúnistaflokksins og hermdu fregnir að honum loknum, að þar hefði verið geng ið frá málamiðlunartillögu í deilunni og verði hún lögð fyrir Sovétstjórnina mjög bráðlega. Tillaga sú, sem Krúsjeff bar fram í Ungverjalandsferð sinni, þess efnis, að haldin yrði ráð- stefna allra kommúnistaflokka heims og spil deiluaðilanna lögð á borðið, hefur ekki fengið góðar undirtektir. Leiðtogar ung- verskra og pólskra, sem lýst hafa stuðningi við stefnu Krúsjeffs, hafa t.d. lítt ýtt undir þá tillögu. Rúmenar eru sagðir henni mjög andvígir og sama er um leiðtoga ítalska kommúnistaflokksins, — stærsta kommúnistaflokks Ev- rópuríkja, sem ekki búa við kommúnískt þjóðskipulag. Herma fregnir úx stjórnarbúð um flokksins, að hann komist í mikinn vanda, ef Krúsjeff fylg ir fast eftir hugmynd sinni. Og spurningin verði fyrst og fremst hvort fylgja eigi Moskvulínunni, eins og hingað til, eða eigin þjóðernislegri línu, sem mörkuð Vasilii Polyakov hefur verið á síðustu árum. Á- stæðan er ekki sú, að ítalskir kommúnistar séu hlynntir túlk- un Kínverja á kommúnismanum enda hefur Togliatti, leiðtogi þeirra, tíðum gagnrýnt afstöðu Kínverja — heldur hin, að þeírri skoðun vex stöðugt fylgi, að það sé ítölskum kommúnistum í hag að vera sem mest óháðir Moskvu. Og slitni ‘tengsl Rússa og Kín- verja endanlega sjá ítalarnir, — og leiðtogar margra annarra kommúnistaflokka — fram á þá hættu, að Kreml reyni aftur að ná á þeim fastari tökum. ítalskir kommúnistar eru sammála Krú sjeff í því, að taka kjötkássu — eða þjóðarréttinn spaghetti — fram yfir heimsbyltingu. En hins vegar svipar þeim til Kínverja í því, að vilja túlka kenningar kommúnismans samkvæmt eigin skilningi, ekki annarra. Þegar ræða hugmyndafræð- ingsins Suslovs var birt á dögun um var Togliatti sjúkur, (óstað- festar fregnir herma að hann hafi fengið aðkenningu að slagi) — en skömmu síðar skrifaði hann grein í tímaritið „Rinascita" þar sem hann hvatti til þess að reynt yrði að jafna ágreining Rússa og Kínverja. Og haft er eftir ein- um af áhrifamestu mönnum flokksins, að fari ítalskir komm únistar til Moskvu, að berjast gegn Kínverjum, muni þeir um leið berjast gegn sjálfum sér. Þeir eigi að láta skoðanir sínar í ljós heiman frá Ítalíu en ekki frá Moskvu — þangað eigi þeir aðeins að fara sem ferðamenn. Fréttamenn eru ófúsir að spá nokkru um þróun þessara mála á næstunni. Þeir benda aðeins á, að málamiðlun hefur verið reynd áður að einhverju leyti, án árang urs — en hinsvegar sé ljóst, að báðir aðilar veigri sér við að verða fyrri til að klippa á þann hinn veika þráð, sem enn teng ir þá. Jafnskjótt sé og að heims- hreyfing kommúnista sé svo mjög orðin breytt, að hún geti aldrei orðið söm og áður. Ráðast RÚSSAR inn i SINKIANG? 9 Á hinn bóginn hefur athyglin í æ meiri mæli beinzt að því, sem er að gerast á landamærum Sovétríkjanna og Kína. Fregnir hafa borizt um liðssafnað beggja við landamærin og Kínverjar hafa nýlega gefið út nýtt landa bréf yfir A-Asíu, þar sem sov- ézka hafnarborgin Vladivostok og héraðið þar umhverfis er merkt sem yfirráðasvæði Kína. Ekki er þó vitað til þess, að Kín verjar hafi opinberlega gert kröf ur til þessara svæða. Hinsvegar var fyrir nokkru látið að því liggja í Peking, að þeir myndu — þegar aðstæður væru heppi- legar — krefjast víðáttumikilla landssvæða af Rússum. Voru þar tilgreind svæði þau, er Kínverj ar létu nauðugir af hendi við Rússakeisara á árunum 1858—60. Er á það bent, hve mikilvægt atriði það gæti orðið í deilum Kínverja og Rússa, ef hinir síð arnefndu stæðu fast á fullyrð- ingum um að landamærin á þess um slóðum hefðu myndazt fyrir sögulega hefð. Mundi Mao án efa benda á það hróðugur, sem sönn un fyrir staðhæfingum sínum um, að Sovétstjórnin sé engu betri stjórnum „auðvaldsríkj- anna“. Þá hafa Kínverjar sakað Rússa um yfirgang á landamærum Kazakhstan og Sinkiang og Rúss ar svarað með gagnásökunum um, að Kínverjar kúgi og undir oki múhameðstrúarmenn í Srn- kiang. Þær fregnir hafa borizt til Hong Kong, að spenna fari vax andi við landamærin. Rússar hvetji múhameðstrúarmenn til uppreisnar gegn Kínverjum og heiti þeim sjálfsstjórn, þegar svæðið verði innlimað í Sovétrík in. Sömu fregnir herma, að Kín verjar hafi flutt fólk þetta um set, lengra inn í landið en kom ið herflokkum fyrir í hýbýlum þess. Jafnframt hafi leiðtogar múhameðstrúarmanna veri3 handteknir og fluttir brott. Sagt er, að þúsundir kínverskra her- manna hafi verið sendar til landamæranna á síðustu mán- uðum og borgin Kuldja, sem er um 90 km frá landamærunum, líkist mest herbækistöð. í Sin kiang héraði, sem um langan ald Ur hefur verið bitbein Rússa og Kínverja, búa um sex milljónir manna. Upp úr 1930 báðu Þjóð ernissinnar í Kína Rússa um að stoð við að bæla niður uppreisn múhameðstrúarmanna í hérað- inu. Um nokkurra ára skeið voru Rússar þar allsráðandi, en í heimsstyrjöldinni síðari fækkaði þeim mjög. Eftir styrjöldina munu þeir aftur hafa reynt að ná þar fótfestu og eftir að komm- únistar komust til valda í Kína voru áhrif Rússa tryggð. Upp úr 1961 hófust átök milli Rússa og Kínverja í héraðinu, sum. part vegna hugtakaágreinings- ins en einnig vegna ráðstafana Rússa til að vinna hylli múham Framhald á bls. 17,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.