Morgunblaðið - 26.04.1964, Blaðsíða 8
8
MOnCUNBlAÐIÚ
Surinudagur 26. apríl 1964
ri
HÚN HEITIR Monica Vitti,
ljóshærða stúlkan í „l’Avvent
ura“, sem nú er sýnd í Bæj ar-
bíó í Hafnarflrði Myndina
gerði ítalski leikstjórinn
Miohelangelo Antonioni og
það er hann sem Monica
elskar.
Monica Vitti hefur til að
bera það sem Frakkar kalla
„la beauté du diable“ og er
erfitt að þýða á íslenzku.
Þessi ijóshærða hávaxna
stúlka með stóru og starandi
augun, fámálug og með úfið
hárið, fer í taugarnar á kven-
fólki en heillar flesta menn.
Konum þykir hún ófríð en
menn þeirra taka undir með
Victor Hugo, sem eitt sinn
skrifaði elskunni sinni og
sagði: „þér eruð ekki fögur,
þór eruð miklu verri . . .“
Fimmtán ára gömul lék
Monica í skólaleikriti (sem
hét „Óvinurinn") og tókst svo
vel upp að áhorfendur há-
grétu. Næsta dag, sagði Mon-
ica sig úr skólanum og fór á
leiklistarskóla. Með tímanuan
Það er ekki að sjá. að þau þekkist neitt. En myndin er líka
tekin í fyrrasumar þegar skilnaðarmál Michelangelos var enn
óútkljáð.
Monica Vitti
aflaði hún sér nokkurs álits,
lék í verkum Ionesco, Breohts
og klassiskum leikritum og
þótti góð leikkona, en flestir
voru á einu máli um það', að
hún væri alltof stór og beina-
ber og nefljót til þess að leika
í kvikmyndum.
Þessvegna var það að Mon-
ica tók sér fyrir hendur að
„tala inn“ á kvikmyndir fyrir
frægar stjörnur, og það var
þegar hún „talaði inn“ fyrir
mynd Antonionis „Ópið“ að
þau kynntust, Monica og Mic-
helangelo. Hún lék einnig í
leikriti eftir hann og þrem
árum síðar gafst honum tæki-
færi til ag láta þessa undar-
legu stúlku, sem hann hafði
þá fengið ást á, leika í kvik-
mynd. Og síðan hefur Monica
haldið sig vrð Miohelangelo
og kvikmyndir hans.
Persónur Antonionis eru
flestar hrjáðar og hrelldar af
til.gangsleysi lífsins og for-
gengileik ástarinnar. Monica
segir sjálf að sér finnist erfitt
að tileinka sér bugarfar
þeirra og innræti. Það sé ólikt
auðveldara að lifa sig inn í
hlutverk Kameliufrúarinnar.
En það leikur samt enginn
eins vel og Monica Vitti hinar
einamana, vonlausu, og þver-
móðskufullu stúlkur Antoni-
onis.
í fimm ár neitaði Monica
að leika í kvikmyndum undir
stjórn annarra en Antonionis
og þau bjuggu henni í sam-
einingu þá persónu sem löngu
er heimsfræg orðin og hlotið
hefur ekki færri en 17 verð-
laun fyrir leik í kvikmyndum.
En Monica er ekki viðstödd
frumsýningar myndanna —
og Michelangelo ekki heldur.
Miohelangelo er dulur mað-
ur og fáskiptinn og ber ekki
utan á sér skap það sem undir
býr og næmar tilfinning-
ar. Monica sagði einhverju
sinni: Hann notar mig eins og
spegil, skoðar í þessum spegli
sínum mannlífið og sér þar
endrum og eins eitthvað sem
foonurn kemur að gagni . . .
Micfoelangelo þarfnast mín
. . . Síðsumars í fyrra var
Monica Vitti í Frakklandi, bjó
í Rue de Grenelle í París,
tók tíma í frönsku og fór
aldrei út fyrir hússins dyr
nema til þess að fara í kvik-
myndaverið Hún lék eitt aðal-
hlutverkið í kvikmynd Roger
Vadim’s „Ohateaux en Suéde“
sem byggð er á leikriti Franc-
oise Sagan. Fréttamaður
franska kvennablaðsins Elle
heimsótti hana í Rue d e
Granelle, kvöldið sem lokið
var töku kvikmyndarinnar.
Mpnica var Þá þegar á heim-
leið. Hennar var beðið með
óþreyju heima á ítalíu.
— Og samt var það hann
sem vildi að ég færi, mér leizt
ekkert á að leika í kvikmynd
með Vadim ....
Monica er með dökk gler-
augu og tekur þau ógjarnan
ofan, segist þá ekki sjá fólk
almennilega og tala af sér ..
hún er kát og lætur vel af
dvöl sinni í París, þó ekki hafi
foún sézt nokkurs staðax þar
sem fólk yfirleitt sézt.
Blaðamaður ELI.E spurði
Monicu hvaða álits hún héldi
sig njóta hjá kvenþjóðinni,
og sagði að sér fyndust
oft þau atriði í myndum Ant-
onionis vera skemmtilegust
eða bezt sem konur ættu ein-
ar hlut að ....
— Það er satt og rétt —
en Antonioni hefur láka allt-
af lifað meðal kvenna, margra
k'venna ....
— Hvernig þá?
— Hann var kvæntur áður,
eins og þér vitið, og kona
hans átti fimm systur, sem
allar bjuggu hjá þeim. Og
svo var þar líka alltaf sægur
af frænkum og fleiri og fleiri
. . . við erurn líka oft tvær
og þrjár foeima núna . .
. ... ég veit ekki hvers
vegna, en það er alveg rétt,
það er alltaf gaman meðal
kvenna, alltaf einhver kátina
í loftinu, kjónaskapur ....
— Það væri synd að segja
að kátínunnar gætti mikið í
kvikmyndum Antonionis . .
— Það er upp og ofan, í I‘
Avventura er eitt atriði — ég
læt þar eins og kjáni, ég fer
í sokkana, dansa ....
— Samdi Antonioni þetta
atriði?
— Nei, nei, það var þannig
að hann sagði einn daginn:
Þessi kvikmynd er að fara í
handaskolum hjá okkur —■
þag vantar í hana einfoverja
kátínu, láttu nú eins og kjáni
fyrir mig, Monica, gerðu hvað
sem þú vilt, hvað sem þér
dettur í hug, bara ef þú ert
eðlileg .... jú, mér þykir
vænt um þetta atriði . . .
Monica vildi ekki láta Ijós-
mynda sig en lét blaðamann-
inn fá fallega mynd sem hún
átti í fórum sínum.
— Þér eruð falleg á þessari
mynd, sagði blaðamaðurinn.
— Svona er tæknin, anzaði
Monica glettin — kvifcmynd-
irnar gera svo mikið úr því
sem ekfcert er.
— Það er nú allt nokkuð,
vildi blaðamaðurinn meina.
— Monica hló. „Ég heyri
þetta oft, svona utan að mér.
Og ég veit þess dæmi að kon-
ur hafa lagt fæð á mig, fyrir
það eitt að mönnum þeirra
leizt vel á mig. En meiri gras-
asna hef ég ekki fyrirhitt. Ég
gæti aldrei gert þeim neitt
til miska, þlessuðum. Og það
er hreint ekki af því að ég
sé svo mórölsk í mér, nei, ég
bara gæti það ekki, gæti ekki
elskað annan mann — þó svo
ég legði mjög hart að mér . . .
ekkert skil ég hvernig annað
fólk fer að þessu“.
— Eruð þér hamingjusöm?
— Hamingjusöm, já, ég er
hamingjusöm með Michelang-
elo.
— Og ekkert sem á bjátar?
— Ekki meðan Miohelang-
elo er hjá mér.
— En þið eigið engin
börn ....
Monica er ekki lengur kát,
það er löng þögn. Svo segir
hún hægt, slitrótt: — Þetta er
allt svo erfitt á Ítalíu, — þér
vitið hvernig þetta er, kirkjan
. . . fólkið . . . og allt og allt.
Það eru sjö ár síðan Midhel-
angelo sótti um skilnað . . ,
— og þér bíðið . .?
— Já, segir Monica og tekur
SÍS á „ég bíð og vona, að
Micfoelangelo fái skilnað áður
en . . áður en ég verð sjö-
tug . . . .
En þolinmæðin þrautir vinn
ur allar, og Miohelangelo
Antonioni féfck Monicu sinn-
ar að sjö árum liðnum, rétt
eins og Jakob Rakelar forð-
um. Þau gengu í hjónaband
í vetur er leið.
Monica Vitti.
og maðurinn, sem hún elskaði
l«l
01
Orka opnar glæsilegl
verkstæði fyrir Fiat bíla
ORKA h.f. opnaði á föstudag
nýtt verkstæði fyrir Fiat-bíla
að Laugavegi 178. Er fyrir-
hugað að þarna fari fram all-
ar helztu viðgerðir, sem til
falla, en þó ekki réttingar eða
aðrar viðgerðir á yfirbygging-
um bilanna, ná heldur meiri-
háttar viðgerðir á vélum.
Sagði Þórður Júlíusson, fram-
kvæmdastjóri Orku, að undan-
farið hafi verið opnuð hér mörg
verkstæði búin dýrum tækjum
til mælinga og stillinga á vélum,
hjólum o. fl., og væri fyrirhug-
að að Fiat-verkstæðið hefði milli
göngu um að koma viðskiptabíl-
um sínum til viðgerða þar, þegar
nauðsyn krefur. Hins vegar er
Fiat-verkstæðið búið ýmsum sér
stökum tækjum til smærri við-
gerða og stillinga.
Orka h.f. hefur haft umboð
fyrir Fiat-bifreiðir frá því
skömmu eftir lok síðustu heims-
styrjaldar, en innflutningur hófst
ekki að ráði fyrr en fyrir 10 ár-
um. Síðan hafa um 5—600 Fiat-
bílar verið skrásettir hér. Ekki
hefur Orka fyrr rekið eigið verk-
stæði en notið samstarfs við bif-
reiðaverkstæði 1 eign annarra,
sem séð hafa um viðgerðir á
Fiat-bílum.
Það sem mesta athygli vekur
þegar komið er inn í nýja Fiat-
verkstæðið, er hve mikil áherzla
er þar lögð á þrifnað. Gólfið er
spegilfagurt og plasthúðað, svo
auðvelt á að vera að halda því
hreinu. Þarna munu starfa sex
bifvélavirkjar auk forstöðu-
manns verkstæðisins, Friðrika
Þórhallssonar, bifvélavirkja-
meistara. Hver viðgerðarmaður
hefur sitt afmarkaða svæði í verk
stæðinu og vel útbúna verk-
færakistu með úrvali allra hand-
verkfæra á vinnuborði sínu.
Fyrirhugað er að koma á
ákvæðisvinnu í Fiat-verkstæðinu,
en ekki hefur verið gengið frá
samningum við starfsmennina.
Verður þá miðað við útreikn-
inga frá Ítalíu varðandi það hv«
langur tími er áætlaður fyrir
hverja viðgerð.
Þeir Þórður Júlíusson og Frið-
rik Þórhallsson tóku það fram að
enn væru ekki komin öll þau
tæki, sem keypt hafa verið til
verkstæðisins, og mætti því ef
til vill búast við einhverjum
byrjunarerfiðleikum. En þeir
ættu hvorki að verða alvarlegir
né langvarandi.
Nýja verkstæðið er fyrst og
fremst ætlað fyrir Fiat-bíla, og
ganga þeir fyrir. öðrum tegund-
um um alla afgreiðslu. En ef
móttökuskilyrði eru fyrir hendi,
verður verkstæðið að sjálfsögðu
opið öðrum.