Morgunblaðið - 26.04.1964, Blaðsíða 12
MORGU NBLAÐIÐ
Sunnudagur 26. aprfl 1964
1S
Yfirlitsmynd yfir sýningarsv æðið.
Það tekur 18 daga að skoða
heimssýninguna í New York
ef verið er að í 12 tí ma á dag
FORSTÖÐUMENN heimssýn-
ingarinnar, sem. opnuð var í
New York s. 1. miðvikudag,
ákváðu að hefja fyrirfram
sölu á aðgöngumiðum fyrir
tæpu árið eða hinn 1. maí
1963 Var þetta m.a. gert til
að afla fjá.r til undirbúnings-
ins. Takmarkið var að selja
10 milljón miða áður en sýn-
ingin yrði opnuð. En undir-
tektir almennings voru hetri
en nokkurn hafði grunað, og
í febrúarlok s. 1. höfðu rúnt.-
lega 28 milljón miðar selzt.
Virðist því sem áætlanir um
70 milljón gesti þau tvö ár,
sem sýningin stendur, séu sízt
of lágar.
Á sýningunni verður áreið-
anlega eitthvað fyrir alla, og
þeir sem ætla sér að kynnast
sýningunni, gera það ekki á
einum degi. Segja forstöðu-
mennirnir að ef einhver ætli
sér að skoða allt, sem þarna-
er að sjá hverju sinni, taki
það um 18 daga miðað við
að verið sé á sýningarsvæðinu
frá kl. 10 f. h. til kl. 10 e. h.
alla dagana Og jafnvel þetta
nægir ekki til að sjá allt, því
sumar leik-, lista- og íþrótta-
aýningarnar eru þarna aðeins
• •••■/••>••••••. •
■
Líkan af sýningarhöll hafnarst jórnarinnar í New York. Á þaki
hallarinnar er þyrlu-flugvö Ilur.
í nokkra daga, svo taka nýjár
við. Sýningarsvæðið er í
Queens borgarhlutanum, og
þaðan eru um 16 kílómetrar
inn í miðborgina á Manhattan
eyju. En allt hefur verið gert
til að auðvelda gestum heim-
sóknina á sýninguna, þangað
má komast eftir sérstökum
hraðbrautum, með járnbraut-
um, neðanjarðarbrautum,
strætisvögnum, hraðbátum,
flugvélum og þyrlum. Sér-
stakur þyrluvöllur hefur ver-
ið byggður á þaki einu inni
á sýningarsvæðinu.
Um að lifa lífinu
ÞÁ FYRST lifum við lífinu í raun og veru er „sérhver ó-
gleymanleg mínúta“ eins og Kipling komst að orði, hefur
að geyma sextíu sekúndur sneisafullar af gleði eða sorg,
vinnusemi eða tómstundagamni. Þegar við lifum lífinu í raun
og veru, erum við í sátt við sjálf okkur, þá gerum við það
sem okkur langar til og af því að okkur langar til þess. Þá
lifum við lífinu er við eyðum dögum okkar við það sem veit-
ir okkur sanna ánægju og kallar fram sannar tilfinningar
okkar, en ekki þegar við erum önnum kafin við uppgerðar-
skyldustörf og fánýta undirgefni.
Það er ekki auðvelt að lifa lífinu í ráun og veru. Heimur-
inn umhverfis okkur setur fram sínar kröfur. Hann vill hafa
af okkur það sem er okkar dýrmætasta eign: tíminn. Og
hann vill ráða gerðum okkar. Heimurinn segir til dæmis
við mig, auman rithöfund: Skrifaðu nú formála að bókinni
þeirri arna. — Er ekkert í hana varið? Nú, jæja, en höfund-
urinn er góðkunningi þinn....Veittu þessum kvöldverði
forsæti. Þig óar við því? Kannski það, en þú getur ekki af-
þakkað boðið .... Farðu að sjá þessa kvikmynd. Þú heldur
að hún sé drepleiðinleg? Má satt vera, en það er ekki um
annað meira talað og þú getur ekki leitt hana hjá þér.“
Þannig er ævidögum okkar, sem eru þó sannarlega nógu
stuttir fyrir, sóað til fullnægingar — hverju? Almennings-
álitinu, hverflyndu, vanþakklátu almenningsálitinu, sem ekk-
ert skynbragð ber á það hvílíkar fórnir við færum því né
heldur veitir okkur neina hamingju fyrir það sem við látum
af hendi rakna við það.
Ef við lifðum lífinu í raun og veru, myndum við eyða því
með ástvinum okkar, eiginmanni, eiginkonu, börnum okkar,
beztu vinum, bókum sem við dáum, tónlist, sem við hlust-
um alltaf á með jafnmikilli ánægju. En hversu margir okkar
hafa til að bera það þor, að einangra sig við þetta, eins og á
eyðieyju og Kverfa ekki aftur á vit heimsins?
Stundum kemur það fyrir að við hittum í samkvæmi ein-
hvern þann sem með persónutöfrum sínum og gáfum laðar
okkur að sér þegar í stað. Ósjálfrátt tökum við hann tali,
göngum burt úr margmenninu út í garðinn í stjörnuskini og
okkúr finnst lífið vera auðugt og yndislegt þessa stuttu
stund. En svo leitar veruleikinn á, við vöknum af draumin-
um fagra, andvörpum og segjum, dauf í dálkinn: „Nei, þetta
dugir ekki, við verðum að fara aftur til.hinna“ — og draum-
urinn er á enda.
Yið verðum að fara aftur til hinna — já, auðvitað, því
enginn okkar hefur bolmagn til þess að brjóta í bága við
þjóðfélagið eða fjölskyldu sína. En því miður er það oft
þannig, að á þeirri stundu er við förum aftur til hinna,
skiljum við eftir það sem við eigum bezt, þá hverfum við frá
djúpvitrum hugsunum og fögrum að einskisverðu hjali og
slúðri sem þreytir okkur svo, að okkur hættir til að gleypa
við sleggjudómum annarra um menn og málefni í stað þess að
mynda okkur sjálf einhverjar skoðanir á þeim.
í leikriti sínu, „Le Misanthrope" (Mannhatarinn) leggur
Moliére Alceste þetta í munn: „Drottinn minn! Það er heig-
ulsháttur og hrein svívirða að leggjast svo lágt að svíkja
sína eigin sál“.
Alceste ýkir mál sitt nokkuð og Philinte svarar honum þá
með fullum rétti er hún segir: „Ég tek fólki nú eins og það
er og geri mér ekki rellu út af því.“
En við getum gert okkur viðunanlegt það augnablik er
við „verðum að fara aftur til hinna.“ Það getum við gert
með því að umgangast ekki annað fólk en það sem við vilj-
um gjarnan hafa í kringum okkur og láta okkur ekki skipta
neinu máli skoðanir annarra en þeirra. Þá þurfum við ekki
að skilja eftir það bezta í fari okkar þegar við „förum aftur
til hinna“. Þá lifum við lífinu í raun og veru.
Sýningarsvæðið sjálft er
stórt, nærri 3 ferkílómetrar,
en engu að síður er auðvelt
að ferðast á milli, því margs-
konar farartæki eru í förum
til að flytja gestina milli
sýningarskálanna. Um 300
strætisvagnar verða í stöðug-
um ferðum, en auik þeirra eru
svo leigubílar, vagnalestir,
sem dráttarvélar draga og
einteinungsbrautir. Inn milli
sýningarhallanna eru svo
skrúðgarðar, þar sem gestir
geta sezt og hvílt sig, og
rúmdýnuverksmiðja ein leigir
út rúm þar sem gestir geta
hvílt sig í hálftíma fyrir
hálfan dollar.
Á sýningunni má sjá allt
það nýjasta á sviði tækni og
vísinda, geimferðir framtíð-
arinnar, ferðir til tunglsins
og út í stjörnugeiminn. Þar er
einnig sýnt frumlíf á jörð-
inni, og rakin sagan fram til
dagsins í dag. Rúmlega 50
erlend ríki taka þátt í sýn-
ingunni og er í sýningarsölum
þeirra sagt frá lífinu í þess-
um löndum, menningu og
framleiðslu. Víðast hvar eru
veitingahús þar sem hvert
land framreiðir sína sérrétti,
og sumsstaðar leikin þjóðlög
og sýndir þjóðdansar meðan
gestir sitja að snæðingi.
Fyrir öllu verður að hugsa
í sambandi við þessa heims-
sýningu. Má þar til dæmis
nefna að unnt á að vera að
taka á móti 500 þúsund gest-
um á dag snurðuláust. En
margir gestanna vilja senda
heim póstkort eða bréf frá
sýningarsvæðinu, og þess-
vegna hefur verið komiS
upp pósthúsi á 9væðinu. Þetta
er ekkert venjulegt pósthús,
heldur talið það nýtízkuleg-
asta, sem til er. Rafmagns-
heilar og rafeindavélar floikika
bréfin. Anna þessar vélar
250 þúsund bréfum á dag.
Veðrið á opnunardaginn
olli nokkrum vonbrigðum,
Búizt hafði verið við hálfri
milljón gesta fyrsta daginn,
en vegna leiðindaveðurs varð
aðsókni mun minni.