Morgunblaðið - 03.06.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.06.1964, Blaðsíða 3
Miðvikudagwr S. júní 1964 MORCU N BLAÐIÐ niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii Í „JÁ, MAÐUR, einn okkar E fékk svo stóran steinbít í S fyrra, að hann sá ekki fyrir = endann á honum. Við urð- = um að haida í fæturna á | veiðimanninum fyrir utan = borðstokkinn, svo að hann | næði í sporðinn á fiskinum". Það er einn af sjóstanga- | veiðimönnum á 5. alþjóða- = mótinu, sem þannig mælti á = laugardag. Þá skyldi haldið út = í flóa til veiða. Það var glað E ur hópur, sem var' mættur á Þama siglir meðbáturinn Jón Bjamason útúr höfninni. — Myndina tók Sveinn ÞOTmóðsson. llinar myndirnar tók blaðamaður Morgunblaðsins. | Eruð þið að fá hann piltar? manna, Birgis Jóhannssonar, um, að lagt skyldi á miðin. Og þá var nú handagangur í öskjunni! Allir bátarnir tóku viðbragð, og eins og hver Siglt út á Svið með sjóstangaveiðimönnum Þarna sést aflakóngurinn Hall dór Snorrason, sem horfir til okkar. Til vinstri við hann Hákon og til hægri Sverrir. L.oftsbryggju og næstu ver- búðabryggjum, kl. 9 á laug- ’ ardagsmorgni. Veðrið var eins og bezt varð á kosið, sól og sumar, og örlítill suðvestan blær, sem ekki nægði tU þess að hvítnaði báru. Þegar út fyrir hafnarkjaft- inn kom, var stefnan tekin á bauju nr. 9. hjá Akranesi. J>etta var fríður floti, í allt 9 skip, en ekki voru þau öll j af ngangmikil. Blaðamaður Mbl. sigldi á m.b. Jóni Bjarnasyni. Honum hafði verið boðið með í túr- inn, með því skilyrði að hann reyndist engin fiskifæla, ella myndi hann kjöldreginn, eða í það minnsta skildist honum það. Auðvitað reyndist hann enginn fiskifæla. Jón Bjarna- son varð aflahæsti báturinn eftir daginn. Skipstjóri hans var Halldór Bjarnason, en hinir fengsælu veiðimenn hétu Friðrik Theódórsson, Halldór Snorrason, sem varð hæstur á mótinu í fyrra og í 2 daga hæstur í ár. Hákon Jóhannsson, Ragnar Ingólfs- son og Tryggvi Hannesson. Það var indælt að líta til fjallanna í þessu faJlega veðri. Hvert fjallið „leystist“ upp Þetta er erfitt og það bograði af mönnum svitinu. Friðrik Theodórsson „puðar". Þarna kemur sá guli á stöngina. rauðum karfa. af öðru, er áfram var hald- ið. Þarna var Esjan í allri sinni dýrð, Kiðafell kom fram undan Lokufjalli, Hvalfjörð- ur opnaðist í allri víðáttu sinni, Akrafjall og Skarðs- heiði eins og tveir rósrauðir draumar í morgunbirtunni. Þegar komið var að bauju 9 við Akranes stönzuðu allir bátarnir og biðu eftir þeim, sem afturúr höfðu dregizt. Það var ekki löng bið. Síð- an var gefið merki frá bát formanns Sjóstamgaveiði- þeirra komst, héldu nú allir á þá staði, sem skipstjórarnir töldu mestu veiðivonina vera. Við á Jóni Bjarnasyni héld- um í norðurkantinn af hraun- inu, sem svo er kallað, og kom þá Hvalfell í ljós norð- vastan við Akrafjall. Þarna var nokkuð um hand færabáta, og nú var byrjað að veiða. Hinir 5 fífldjörfu og vongJöðu veiðimenn röð- uðu sér meðfram borðstokkn- um. Þeir voru búnir stuttum stöngum úr trefjagleri með Þarna streytist Ragnar við þann gula. Skyldi hann fá hann? Já, hann varð nr. 2 á þessum degi. öflugum hjólum. Á línuna = fremst er fest 750 gr. blý- = sakka, en þar fyrir ofan 3 = önglar með gerfibeitu. Það þykir sigurstranglegt = að beita síld til að byrja með, = meðan fiskurinn er að koma S undir, sem þeir kalla, en það s er eins og þeir renni á lykt- s ina. = Fyrsti fiskurinn, sem kom S á bátinn, var keila, og ekki S var hún falleg, en litadýrðin = fór að lagast, þegar eldrauð- = ur karfi birtist, og síðan sá = guli þorskur, stálbláir ufsar = og síðan hver tegundin af 1 Framhald á bls. 21 j| ■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiijiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiciiiiiiiiíií, STAKSTEIiVAR Gerði þeim slæman grikk Karl Kristjánsson, alþingis- maður, virðist hafa gert Fram- sóknarkólfunum slæman grikk með því að birta sjónarmið þeirra í launamálum opinber- -m. lega. Þeir hafa sem kunnugt er í stjórnarandstöðunni sýnkt og heilagt reynt að ala á kaupdeil- um og striði á vinnumarkaðnum. Að undanförnu hafa þeir hinsveg ar gert sér grein fyrir því, að þjóðin vill kjarasamninga án kauphækkana. Bak við tjöldin hafa þeir reynt að hindra það að samningar tækjust, en hinsvegar hafa þeir síðustu vikurnar ekkl treyst sér til að skýra opinber- lega frá tilraunum sinum til að hindra samkomulag. Það slædd- ist þó úr penna Karls Kristjána sonar, að forystumenn launþega- samtakanna væru alltof linlr, þeir hefðu lengst af verið „að kyssa á vönd hinnar svonefndn Viðr^isnarstjómar", eins og hann orðrett sagði. Honum varð þama á í messunni líkt og um árlð,* þegar hann talaði um móðuharð- indi af mannavöldum. Vörn Tímans Tíminn verður nú að taka npp vörn vegna þessarar fljótfæml Karls Kristjánssonar. Segir blað ið, að Morgunblaðið snúi út úr orðum þingnxinnsins. Þá fullyrð- ingu geta blaðalesendur metið, en málsgreinin, sem höfð er fet- ir Karli Kristjánssyni, þegar hann ræðir um forystu laoa- þegasamtakanna, er þannlg: „Það liggur við að segja megt að þeir, sem neituðu að taka í bróðurlega hönd vinstri stjóm- arinnar 1958 sér til stuðnlngs, hafi síðan lengst af verið að kyssa á vönd hinnar svonefndo Viðreisnarstjórnar.“ Þessi orð er auðvltað ekkl hægt að skilja nema á einn veg, þann, sem Morgunblaðið gerðl þ.e.a.s. að verið sé að gera loka- tilraun til að spilla fyrlr sama-é' ingum með því að ögra forystp- mönnum launþegasamtakanna. Morgunblaðið bendir Tímanom þess vegna á að taka i þessn máli upp sömu vörn varðandl ummæli Karls Kristjánssonar um móðuharðindi af mannavöld- um, þ.e.a.s. að hann hafi melnt allt annað en það sem hann sagði. Framsókn og utanríkismál Alþýðublaðið ræðir í gær — þá kröfu Framsóknarmanna, alð meira samstarf sé haft við þá í utanríkismálum og segir nm stefnu flokksins. „Þessi ævintýrapólitík hefur komið fram á margan hátt. 1) Framsóknarflokkurinn stóð að komu varnarliðsins og studdl dvöl þess meðan hann var I stjórn. Frá þessari stefnu hef- ur flokkurinn nú horfið og oft hefur verið erfitt að sjá mun 4 skrifum Tímans og Þjóðviljans. 2) Þegar landhelgisdeilan stóð sem hæst 1958 gerðu íslending- ar Bretum samningatilboð, sem var óhagstaöðara en sú endan- lega lausn, sem núverandi rík- isstjóm fann á málinu. Franv- sókn var með lausn 1958 ___ á móti friðsamlegri lausn 1961. 3) Utanríkisráðherra Fram- sóknarflokksins Ieyfði varnarlið- inu að setja upp sjónvarpsstöð a Keflavíkurflugvelli. Eftir að X. Framsókn fór úr ríkisstjórn sner ist hún gegn stöðinni og hefur reynt að gera hana að miklu aroðursmálí. Þannig hafa viðhorfin til ut- anrikismála verið. Framsóknar- menn hafa nú eins og oft áður snúizt í þessum og fleiri málum við það að hverfa úr ríkisstjóm og tekið upp ábyrgðarlaust Iýð- skrum í kapphlaupi við komm- únista.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.