Morgunblaðið - 03.06.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.06.1964, Blaðsíða 12
12 MORGU N BLADIÐ Miðvikudagur 3. júní 1964 Afgreiðslutími verzl- ana í Reykjavík Eftir Jónas Gunnarsson varaformann Fél. kjötverzlana í Reykjavík AÐ undanförnu hafa staðið yfir all harðar deilur um afgreiðslu- tima verzlana í Reykjavík. Um þessi mál hefur verið miikið rit- að og rætt, en þó ótrúlegt megi virðast þá hefur lítið borið á að meirihlutavilji kaupsýslumanna og verzlunarfólks kæmi skýrt í Ijós. Bg vil nú í fáum orðum leit- ast við að skíra sjónarmið þess- ara aðila, og jafnframt sýna fram á að þau geta verið jafn hag- kvæm jafnt neytendum sem verzl uninni og þeim er við hana vinna. Eins og kunnugt er, samþykkti Borgarstjórn Reytkjavíkur s.l. vet ur, nýja reglugerð um afgreiðslu tíma verzlana og fleiri. Reglu- gerð þessi var æði lentgi í deigl- unni hjá Borgarstjóm, en hún fól í sér meðal annars að þær verzlanir, sem höfðu þau for- réttindi að mega selja ýmist um söluop eða í opnum búðum hvers konar varning til kl. 11.30 dag- lega voru sviftar þeirri sérstöðu, þá var einnig takmarkað notkkuð hvaða vörutegundir hinir svo- nefndu söluturnar máttu selja og þeim einnig gert að selja einung is um söluop. Eins og áður getur þá var reglugerðin lengi í smíðum, enda gerð að vel athuguðu máli. Sig- urður Magnússon, form. Kaup- mannasamtaka fslands, sem ásamt Páli Líndal samdi frum- drög að hinni nýju reglugerð, reyndi eftir því sem unnt var að samrýma sjónarmið kausýslu- manna j málinu, og að reglu- igerðin kæmi sem mest til móts við réttlátar kröfur neytenda, án þess að leggja k verzlunina kvað ir, sem óhjákvæmilega hefðu í Lífið er ekki sem verst LÍFIÐ er ekki sem verst. Það fer allt eftir því hvernig menn fara með það. Úr sama hráefninu skapa sumir sér óhamingju en aðrir hamingju. Reynið að fylla flokk hinna hamingju- sömu. Eru þá til uppskriftir til þess að höndla hamingjuna? Jú, reyndar, þær eru til lífsreglurnar. Og hér koma'nokkrar þeirra. Framar öllu skuluð þér reyna að hætta að hafa áhyggjur af ímynduðum erfiðleikum, þeim sem aldrei hafa verið til, þeim, sem hættir eru að vera til og þeim sem ekki eru enn til komnir. lifið á líðandi stund. Hafið þér orðið að þola margt misjafnt um æfina? Ég efast ekki um að það sé satt. Við eigum öll við einhver vandamál að etja. En til hvers er að hafa áhyggjur af þeim? Reynið að gleyma. Og þér ættuð ekki heldur að reyna að sjá fyrir vandamál eða erfiðleika. Fram- tíðin verður vafalaust allt önnur en við höldum í dag. Munið að taka ekki forskot á það sem framtíðin kann að bera í skauti sínu. Verið I góðu skapi. „Það er nú ekki svo vel að það sé undir sjálfum mér komið“, segið þér kannski. En auðvitað er það undir sjálfum yður komið. Ef þér eruð í slæmu skapi, skuluð þér reyna að taka sjálfan yður ekki svona hátíðlega, reyna að skopast að sjálfum yður. Englendingar kunna manna bezt skil á nauðsyn skopskynsins, nauðsyn þess að I menn geti brosað að sjálfum sér og vandamálum sínum. Þá t eru þau ólíkt bærilegri. Heimspekingurinn Spinoza sagði eitt l sinn: „Það er ekki vegna þess að ég hlýja mér að mér líður vel, heldur líður mér vel vegna þess að ég hlýja mér.“ Það eru ekki aðstæðurnar í sjálfu sér sem gera menn hamingjusama eða óhamingjusama, heldur það hvernig þeir , bregðast við þeim. Tveir menn fljúga yfir úthafið. Annar hugsar í sífellu um alla þá hættu, sem yfir vofi ef hreyflarnir bili, ef eldur brjótist út eða óveður skelli á. Förunautur hans horfir út um gluggana, dáist að landslagi og skýjafari, talar við sessunaut sinn, gengur um og tekur aðra farþega tali og á mjög ánægjulega ferð. Aðstæður eru nákvæmlega eins, en viðbrögð mannanna tveggja mjög ólík. TEMJIÐ YÐUR SJÁLFSTRAUST Ef þér segið: „Aðstæðurnar mega sín meira en ég, þar verð- ur engu um þokað,“ þá er það alveg öruggt og víst að þér fáið ekkert að gert. En ef þér segið: „Mér hefur ekki gengið allt sem skyldi hingað til. Ég veit hvað á bjátar og ég ætla að komast fyrir þetta,“ þá eruð þér kominn góðan spöl áleiðis. Yfir lífi allra manna vakir verndarvættur, sem heit- ir VILJI. Einbeittum manni er ekkert ókleift, eða sem næst ekkert. Þegar ég var í hernum var ég slæm skytta framan af. Ég var miður mín vegna þessa og sagði að riffillinn minn væri alveg ómögulegur. „Nei,“ sagði liðþjálfinn minn. „Það er ekkert út á vopnið að setja, en þeim sem handfjatlar það er í ýmsu ábótavant." Lífið er hverjum okkar tæki við hæfi, en menn verða að kunna að beita því. för með sér stórfelldar hækkan- ir á vöruverði. í samþykktum Borgarstjórnar er gert ráð fyrir að leyfa rýmri afgreiðslutíma verzlana, en áður hefur tíðkast, þó að því tilskildu að samkomulag næðist við hlut- aðeigandi aðila. Verzlunarmanna félag Reykjavíkur hefur í sín- um kjarasamningi skýr ákvæði um afgreiðslutíma verzlana í borginni. Viðsemjendur V.R. otg þa fyrst og fremst matvörukaup- menn hugðust notfæra sér þessa rýmkun afgreiðslutíma þannig ag taka upp skiptiverzlun, og ráðgerðu að ein eða tvær mat- vöruverzlanir, væru að jafnaði opnar í hverju hverfi til kl. 10 e.h. Hófu þeir því samningavið- ræður við fulltrúa V.R. til að reyna að fá þá til að veita leyfi fyrir þessa þjónustu. Þær við- ræður hafa engan árangur bor- ið þar sem V.R. þvertekur fyrir að neinar breytingar séu gerðar á þessu stigi málsins. Það er því staðreynd að málin standa þann- ig í dag að engra breytinga er að vænta á núverandi ástandi nema V.R. breyti sinni afstöðu, því eng inn trúir því, að Borgarstjórn Reykjavíkur ætli sér þá dul að ganga í berhögg við gerða kjara- samninga Verzlunarmannafélaigs Reykjavíkur við atvinnurekend- ur með því að gera einhverjar breytingar á gildandi reglugerð, sem aðilar geta ekki sætt sig við. S.l. sumar nánar tiltekið dag- ana 20., 21. og 22. ágúst fór fram á vegum Félags matvörukaup- manna í Reykjavík, skrifleg alls- herjaratkvæðagreiðsla um þessi mál. Af 81 félaga sem atkvæði greiddi, vildu einungis 25 að sölu opafyrirkomulagig héldi áfram, en 56 greiddu atkvæði á’móti því. Rétt er að athuga viðhorf neyt- enda til þeirra breytinga, sem gerðar hafa verið auk sérréttinda kaupmanna, þ.e.a.s. þeirra er kvöldsöluleyfi höfðu, hafa ýmsir leikmenn geysts fram á ritvöll- inn eða í ræðustóla, hafandi litla eða eniga þekkingu á málinu, og ekki heldur hirt um að reyna að afla hennar, reynandi að telja almenningi trú um að verið sé að svifta hann einhverjum sjálf- sögðum rétti og lífsþægindum. Ekki hefur þó ennþá tekizt bet- ur til hjá þessum mannvinum en svo að þegar Neytendasamtökin efr.du til almenns mótmælafund- ar um málið, mættu aðeins um 100 manns, þar af einungis ein húsmóðir, en margir hafa haldið því fram að breytingin kæmi harðast niður á húsmæðrum. A undanförnum árum hafa bæði hér og annarstaðar í heim- inum verið uppi kröfur um styttingu vinnutímans. Bæði hér- iendis og erlendis hafa þessar kröfur náð fram að ganiga að meira eða minna leyti. Verzl- unarfólk fékk s. 1. vetur með kjaradómi talsverða styttingu á vinnutíma, auk all verulegra og verðskuldaðra kauphæbkana. Afleiðingin varð að sjálfsögðu sú, að vöruverð hækkaði allmik- ið, þar sem langt var frá að verzlunin gæti tekið á sig þenn- an aukna kostnað, án þess að leggja hann á vöruna. Ef verzl- anir almennt færu daglega að hafa opið fram undir miðnætti, eins og sumir telja nauðsynlegt, hiyti óhjákvæmilega að koma að því að til ennþá stórfeldari verðhækkana vegna aukins dreif inigarkostnaðar kæmi. Það er aug ljóst mál að almenn neyzla eykst ekki að neinu leyti, þó verzlanir væru opnar meirihluta sólarhringsins, þess vegna hlýtur sá aukakostnaður sem óhjá- kvæmilegur er með lengingu verzlunartímans að leggjast á vöruna fyrr eða síðar. Ég tel það furðulegt, hvað oft kemur fram í ræðu og riti, að verzlunin, og virðist þá einna helst átt við matvoruverzlanir, veiti ekki þá þjónustu sem sjálfsögð og æskileg sé, frá sjónarmiði neytenda. Þessari skoðun halda meðal annars Neytendasamtökin fram, og sum- ir virðulegir borgarstjórnar- fulltrúar hafa jafnvel haldið henni á lofti. Ekki vil ég eða tel ástæðu til að draga úx mikil- vægi verzlunarinnar í þjóðar- búskapnum. Ekki vil ég heldur mæla gegn því að bún veiti sem bezta þjónustu, svo framar- lega sem sú þjónusta sem veitt er, er jafnt í hag kaupanda og seljanda. Hinsvegar hygg ég að erfitt muni reynast að sannfæra fólk almennt um, að dreifendur matvöru séu ein þýðingarmesta stétt þjóðfélagsins. En það hljóta þeir að álíta, sem ekki telja sig f DAG verður til moldar bor- inn frá Reynivallakirkju góður bóndi; Sveinn Guðmundsson, Þúfukoti í Kjós, sem lézt snögg- lega að heimili sínu að kvöldi þriðjudags 26. f.m. Það brestur hátt við er bóndi deyr. Bústólpi fellur. Það gild- ir ekki lengur í sveit á íslandi gam,la spakmælið: „Maður kem- ur í manns stað“. Hvorttveiggja er til, hvort nokkur muni til að hefja að nýju á staðnum hið fallna merki ræktun armannsins ? Sveinn Guðmundsson var fæddur í Þúfukoti 11. júní 1911 sonur hjónanna Maríu Gott- sveinsdóttur og Guðmundar Hanssonar, sem þar bjuggu langa ævi. Hann var yngstur þriggja barna þeirra. Hin eru: Petra, Ingileif forstöðukona saumaverkstæðis á Reykjalundi og Loftur blaðamaður og rithöf- undur í Reykjavík. í Þúfukoti átti Sveinn heim- ili sevina alla. Fyrst með for- eldrum sínum, en síðasta ára- tuginn með eftirlifandi eigin- konu sinni, Svölu Guðmunds- dóttur, sem nú harmar sérlega umhyggjusaman og ástríkan eig inmann ásamt dóttur þeirra hjóna, Jóhönnu, sem var auga- steinn föður síns og eftirlæti. „Garðux er granna sættir“ seg ir máltækið, en það hef ég fyr- ir satt, að ekki hafi þurft há- an garð til að halda uppi friði milli Sveins í Þúfukoti og hans granna, enda þótt um no'kkurt þröngbýli sé að ræða, því að hann var sérlega óáleitinn, en greiðasamur með afbrigðum. Sveinn var mikill dugnaðar- maður og vottar ábýlisjörð hans það bezt. í búskapartíð þeirra feðga, Guðmundar og Sveins hefur hún tekið þeim stakka- skiptum, að kot, sem gaf hey- fóður af túni fyrir 2 kýr, er nú í fullri meðalstærð býla á ís- landi með reisulegum bygiging- um. Fyrir nokkrum árum veiktist Sveinn hastarlega af blóðtappa. Þótt hann næði aftur furðumiklu starfsþreki, sem hann nýtti til hins ýtrasta og afkastaði ótrú- lega miklu í búskap og umbót- um á jörð sinni, þá má rekja til þessa sjúkleika skapadægur hans. Ekki er það meining mín með þessum fáu línum að rekja bú- skaparsögu bónda. Heldur kveðja vin og stéttarbróður, um leið og ég votta ástvinum hans innilega samúð. Gott er góðs að minnast. Oddur Andrésson geta verið án hennar þjónustu, nema örlítinn hluta sólarhrings- ins, að minnstakosti ber ebki á ag þeir ráðamenn þjóðarinnar, sem skammta henni laun fyrir sína þjónustu meti hana svo hátt. En þessi laun hafa verið og eru enn t.d. á landbúnaðarvörum svo naumt skömmtuð, að fjöldi verzl ana hefur ýmist orðið gjaldþrota eða riða á gjaldþrotsbarmi. Framihald á bls. 11 „Fótmál dauðans fljótt er stig- ið‘. SVEINN varð bráðkvaddur að heimili sínu Þúfukoti í Kjós, 26. maí. Sveinn var fæddur að Þúfu koti 11. júní 1911, og því tæpra 53 ára, er hann lézt. Voru for- aldrar hans, hjónin María Gott- sveinsdóttir bónda að Sjávarhól- um á Kjalarnesi og Guðmundur Hanssonar, frá Helgabæ í Rvík, og bjuggu þau í Þúfukoti allan sinn búskap, síðustu árin í félagi við Svein og konu hans, Katrínu Svölu Guðmundsdóttur. Eiga þau eina dóttur barna, Jóhönnu, sem nú er aðeins tæpra 11 ára. Var hún sérstaklega hænd að föður sínum, og mátti helzt al- drei af honuim sjá, enda með hon um flestar stundir, er hún gát. Þegar foreldrar Sveins hófu búskap í Þúfukoti, mátti það heita heldur lítið býli. En á þeim árum, sem þetta fólk hef- ir búið þar hefur það tekið þeim breytingum, að lítt er þekkjan- legt. Má svo heita að ekki sjá- ist mýrarblettur, en í stað þess iðgræn tún, sem blasa við veg- farandanum, og sama er að segja um húsabætur. Eiga þau hjónin, Sveinn og Svala sinn stóra þátt í öllum þeim umbót- um. Þar er ánægjulegt yfir að líta og þegar komið er þangað heim er útsýni eitt hið fegursta yfir sveitina að sjá, og einnig til fjarlægari staða. Sérstaklega hefir verið gott, að koma til þessara hjóna á heimili þeinra. Þau hafa verið samtaka að taka vel á móti gestum sínum. Sveinn þessi prúði og ágæti drengur, sem öllum vildi vel, og gott gera, og leysa hvers manns vanda, er hann mátti. Hverjum manni vilj- ugri, og mikill afkasta maður til verka, á meðan heilsan leyfði. Fyrir fáum árum, veiktist Sveinn snögglega, og var þá víst tví- sýnt um líf hans um tíma. En samt náði hann sæmilegri heilsu að hann taldi. Gat hann eftir það hugsað um og unnið nauð- synleg heimastörf. Þar til nú að yfir la.uk. Þegar mestur þunga- vöruflutningur var fluttur með bátum inní Laxavog og treysta varð á handaflið við altla upp- skipun, var gott að leita til Sveins, því að hann var hverj- um manni liðtækari við það starf Við það kynntist ég honum vel. Vel gat Sveinn verið yngri mönn um til fyrirmyndar í framkomu og háttprýði. Og ekki vissi ég til að hann notaði áfengi eða tóbak. Það er mikill skaði, er góðir menn falla frá á bezta skeiði, ekki aðeins fyrir þá, sem næstir standa, heldur og fyrir þá, sem njóta samfélags við þá, og vinna með þeim. Sveinn var ekki aðeins góður eiginmaður og faðir heldur hugljúfi hverjum þeim er náin kynni höfðu af honum. Tvö systkini átti Sveinn, Petru sem veitir forstöðu saumastofu á Reykjalundi og Loft Guð- mundsson rithöfund. Milli þeirra systkinanna var mjög kært. Konu hans, dóttuir og systkin- um sendi ég einlæga samúðar- kveðju. Sjálfur vildi ég kveðja Svein, með einlsagu þakklæti fyr ir einstaka vinsemd mér til handa, og bið honum guðs bless unar í hinni nýju tilveru. Steini Guðmundsson Sveinn Guðmundsson bóndi — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.