Morgunblaðið - 03.06.1964, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.06.1964, Blaðsíða 21
Miðvikudagur S. iúní 1964 MORGUNBLAÐIÐ 21 Burt með draslið! tollvarða um slælegra hreinsun í kringum tollskýlið á hafnarbakk anum og eins á hinum svokall- aða Sprengisandi. Óþarft er að vekja athygli á því, að í tollskýlið liggur leið allra þeirra þúsunda, sem t.d. koma að utan með m.s. Gull- fossi og fleiri skipum. Það er varla ómaksins vert að minua borgaryfirvöldin á þá sjálfsögðu skyldu að þrífa til í kringum tollskýlið. Varðandi sóðaskapinn á Sprengisandi er þess að geta, að þar hefur blómstrað þvílík drasl aramennska, að liggur við að stappi hreinu hneyksli. Fyrir utan það, að draslið þarna er hitt þó máske öllu verra að þetta drasl tefur alla um- ferð um þetta svæði. Farþegar utan af landi, sem koma að Sprengisandi með strandferða- skipum, fá ekki fallega mynd af * ---- ^---7------------aaaj sumt er á annan tug ára gamalt I höíuðborginni við fyrstu i Þessi mynd var tekin er Gullfoss lagði frá bryggju í Kaup- mannahöfn kl. 12 á hádegi laugardaginn 30. maí. í brúnni veifa forsetahjónin, herra Ásgeir Ásgeirsson, og frú Dóra Þórhalls- dóttir, til fjölda íslendinga og Ðana á hafnarbakkanum, en þau fóru eins og kunnugt er með skipinu þessa ferð. Ljósm.: Axel. Kvenfélagið Sunna rekur orlofsheimili ■ Lambhaga KVENFÉLAGIÐ Sunna, Hafnar firði, rekur orlofsheimili að Lambhaga í Hraunum, eins og undanfarin ár og með sama sniði. Þetta er 10. starfsárið. Starfsemi þessi nýtur vaxandi vinsælda og kunna konur í Hafn arfirði vel að meta þessa hvíld- ardaga. Síðasta sumar dvöldu á heim ilinu 50 konur og 50 börn í fjór- um hópum, 10 daga hver hópur. Heimilið er rpkið með styrk frá ríkissjóði og Hafnarfjarðar- kaupstað. Orlofsnefndin verður til við- tals í skrifstofu V.k.f. Framtíðar Vormót Hráunbúa í Hafnarfirði í TILEFNI þess að dagana 4.—7. júní n. k. verður haldið 24. Vor- mót skátafélagsins Hraunbúar í Hafnarfirði, sem jafnframt verð- ur fyrsta Frumbyggjamótið að Höskuldarvöllum skammt frá fjallinu Keili á Reykjanesskaga, verður höfð þar um hönd af skátum sérstök þjónusta um flutning á bréfum og kortum frá mótinu. Af þessu tilefni hafa verið gef- in. út sérstök skátamerki sem verða til sölu á mótinu og fyrir það. Er þarna um að ræða merki í bláum og grænum lit með mynd mótsmerkisins. Er upplag hvors merkis aðeins 2.500. Auik þessa hafa verið gefin út sérstök kort með mynd af Keili ag áletruninni „Póstlagt á Vor- móti Hraunbúa 1964“ Er þar að- eins um að ræða 1500 númeruð kort. Er ekki nokkur vafi að safnarar munu færri fá en vilja a. m. k. kortin, Skátar munu síðan sjá um flutning á þessum i>ósti sem kynni að verða afhentur á bréfhirðingu mótsins til næstu póststöðvar þar sem hann verð- ur stimplaður og sendur áfram til móttakenda. Þetta er í fyrsta skipti er gef in eru út sérstök vormótsmerki og sérstök póstkort gefin út og þjónusta veitt við flutning þeirra, af skátum. Merkin og kortin verður hægt að fá keypt fyrir mótið í Skáta- búðinni við Snorrabraut og Frí- merkjamiðstöðinni Týsigötu 1 og Verzlun Þórðar Þórðarsonar og verzluninni Ásbúð, Hafnarfirði innar í Alþýðuhúsinu, fimmtud. 4. júní og föstudaginn 5. júní kl. 8—10 e.h., einnig þriðjudag inn 9. júní kl. 8—10 e.h., og eru þær konur, sem óska eftir dvöl beðnar að koma og láta skrá sig. Guðrírn Markús- dóttir níræð 90 ÁRA var í gær frú Guðrún Markúsdóttir, Feðgum í Hvera- gerði. Hún er fædd í Bakkakoti í Meðallandi hinn 2. júní 1874. Maður hennar var Runólfur Bjarnason og fluttust þau hjón að Iðu í Biskupstungum og bjuggu þar er Runólfur drukkn aði í Hvítá sumarið 1903, er hann reri yfir ána á ferjustaðnum á Iðu ásamt þremur öðrum mönn- um, en báturinn lenti á drag- ferj ustrengnum og tók Runólf út með honum. Dragferjan var þá nýkomin á ána. Frú Guðrún er ern og góð heim að sækja sem fyrr. Aþenu, 2. júní (AP' Konstantín, konungur Grikk lands, hélt í dag hátíðlegan afmælisdag sinn. Konungur- inn varð 24 ára. - Sjósfangaveiðin Framhald af bls. 3. annarri. Lítið reyndist af lúðu, en nokkuð um steinbít. Einhver var að spauga með það, að steinbítskjafturinn, sem flestum þykir heldur ó- frýnilegur, sé það aðdráttar- afl, sem dragi svona marga tannlækna að keppninni, en þeir voru ekki færri en 5 á þessu móti. Var nú dregið og dregið Þetta er erfið íþrótt, því að langt er að sækja fiskinn á fertugt dýpi, en hjólið ekki stórt, sem upp á er unidið. í þessum mikla sólarhita bogaði svitinn af sumum mönnum og er ekki að efa, að þetta er hin bezta hjarta og æðavörn. Svo stiga menn líka öiduna, þegar hún er, og það er ekki ósvipað að vera á reiðhjóli. Við höfðum litla talstöð um borð og gátum talað við annan bát í flotanum um afla og annað. Flugu þá mörg hnyttiyrðin á mil'li. Sumir kváðust vera á Hafmeyju- veiðum, en aðriir sögðust þeg- ar hafa veitt eina, en af var höfuðið, þegar upp kom, og kallaðist sú skepna þá und- ireins afmeyja, en sú finnst ekki í dýrafræði fyrir lands- próf og skemmra komna. Menn gerðust brátt svang- ir, en með í förinni voru pakk ar með brauði og rifjasteik, og hámuðu menn matinn í sig. Ekki mátti skerða veiði aflaklóanna, því að allur fisk- ur er talinn og veginn, þegar í land er komið, og verðlaun veitt fyrir mesta aflann. Var þvi blaðamanninum fenginn krókur, sakka og trollgam og veiddi hann í soðið handa mannskapnum. Varð engum illt af þeim þorski. Tíminn leið fljétt, og brátt varð ekki heimferðin um- flúin, því að allir áttu að vera komnir að bauju nr. 9 klukk- an 5. Varð það skemmtileg sjón að sjá flotann safnast saman við baujuna, og að gefnu merki héldu allir af stað tál Reykjavíkur, en þangað var komið kl. 6.30. Þetta var reglulega ánæigju leg ferð. Félagamir skemmti- legir. Blaðamaðurinn var ekki í vafa um, að þeir hefðu allir haft gott af þessari heil- brigðu íþrótt. Vafalaust á sjó stangaveiði eftir að blómgast á næstu árum; og víst er um það, að þeir sem kynnast henni, sjá ekki eftir þeim kynnum. Fr.S. Öllum er kunnugt um hina miklu herferð hér í borginni til að útrýma rusli og öðrum sóða- skap frá götum og lóðum. Ein- staklingar eru jafnvel látnir endurgreiða borgaryfirvöldum kostnað við slíka hreinsun. Flösknskeyti FLÖSKUSKEYTI fannst á Reynisfjöru, skamt austan við Dyrhólaey, mánudaginn 20. apríl. Þetta er annað flöskuskeytið, sem finnst í Vestur-Skaftafells- sýslu á skömum tíma. Eins og lesendum Mongunblaðsins er Ikunnugt, var fyrra skeytið frá enskum döktor, sem var í varð- Ihaldi á einni Bahamaeyja og taldi sig vera í lífshættu (Mbl. S»6. marz). Skeytið, sem nú fannst, var ekrifað á prentaða skipsdagskrá 6kipsins R.M.S. SYLVANIA, sem gilti fyrir mánudaginn 16. sept. 1963. Dagskráin ber það með sér, að kl. 2,45 e. h. þann dag áttu að vera Mozart-tón- leikar á skipinu o. s. frv. Finn- andi þessa flöskuskytis var Ól- afur T. Guðjónsson í Prestshús- «m í Mýrdal. Skeytið er svohljóðandi: $ 10 reward if returned to mr. Bayliss Chief Steward S. S. Sylvania Cunard s. s. Co. Liver- pool England . Þ. e., að sá fær tíu dollara, sem skilar flöskunni og skeytinu tii Bayliss, yfirbryta á eims'kip- inu Sylvaníu, sem Cunard-línan í Liverpool gerir út. — Fréttaritari. Opið bréf til hr. Kristjá.ns G. Þorvaldssonar, Súgandafirði. í GREIN eftir yður um stjórn- málabaráttuna í gamla daga, sem birtist í Morgunblaðinu hinn 28. maí sl., rakst ég á eftirfarandi klausu: ,,Dr. Benjamín finnur Hannesi Hafstein það til foráttu að faðir hans hafi verið af dönskum ætt- um, án þess að hafa neitt mis- jafnt um forfeður hans að segja. Þetta hefir víst enginn fyrr lagt honum til lasts, enda virðist það skipta meiru hver maðurinn er, en hvað forfeður hans hafa verið. Þetta samrýmist líka illa þeirri hugsun, sem áfellist þá andúð er byggist á breyttum lithætti eða þjóðerni.“ (II. blað, bls 11). Auk þessarar klausu eru fleiri atriði í greininni, þar sem ekki er farið með rétt mál, en ég læt samt kyrrt liggja, sökum þess hve langt mál ég hefi þegar skrifað um bók Kristjáns Al- bertssonar. En ég kemst' ekki hjá því að spyrja yður eftirfar- andi spurningar: Hvar í skrifum mínum hefi ég fundið Hannesi Hafstein það til foráttu og hvar lagt honum til lasts að faðir hans var af dönsk- um ættum? . Reykjavík, 2. júní 1964 Virðingarfyllst, Benjamín Eiríksson. Þessi mynd er af Svövu Magnús- dóttuir, sem jarðsungin var í gær. Myndin átti að birtast í gær með minningargrein um Svövu sálugu, en greiniin og myndin urðu þá viðskila. Vegna alls þessa á alm.enning- ur heimtingu á því, að ekki sé síður tekið til í kringum bygg- ingar þess opinbera og á svæð- um, sem kallast má almanna- færi. Blaðið hefur heyrt kvartanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.