Morgunblaðið - 19.06.1964, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 19.06.1964, Qupperneq 17
j Fostudagur 19. Júnt 1984 MORCUNBLADIÐ 17 I i i Brugðiðupp myndum úr Fjallkirkjunni LISTAHÁTÍÐINNI er lokið. Seinasti liðurinn í hátíðarsýn Bjarni smiður (Þorsteinn Ö. Stephensen) á sviðinu á Arn- arhólL ingunum voru myndir úr Fjall kirkju Gunnars Gunnarsson- ar, brugðið upp í Þjóðleikhús inu sl. þriðjudagskvöld fyrir fúllu húsi leikhúsgesta, að við stöddum forseta Islands, for- setafrú, ráðherrum og fleiri gestum. Lárus Pálsson ■ og Bjarni Benediktsson tóku saman þætti þá sem þarna voru sýnd ir úr Fjallkirkjunhi. Það hef ur áður verið gert hér með góðum árangri að vinna þann ig myndir upp úr skáldsögum til að bregða þeim upp á sviði þegar leikarar fluttu svonefnt Kiljanskvöld með þáttum úr verkum Halldórs Kiljans Lax- ness. Hér hefur verið unnið á svipaðan hátt, teknar kunnar persónur úr verkinu, í þetta sinn allar úr sömu skáidsög- unni, og þær látnar kynna sig sjálfar með eigin orðum — töluðum við lítinn snáða. Uggi, litli rauðkollurinn, hlustar með stór augu og opin munninn á allan þennan vís- dóm. Björn Jónasson, heitir drengurinn sem leikur Ugga og gefur ekkert eftir sem mót leikari með áhugasvip sinn og mismunandi jánkun. Leik húsgesti furðaði nokkuð á því í lokin, að svo líflegur strák- ur skyldi ekki einu sinni þá spretta upp og hlaupa út. En það gat Björn ekki, því það óhapp hafði hent er sýningin var hálfæfð, að hann fótbrotn aði. í stað þess að hoppa og skoppa á sviðinu, var honum því komið fyrir í sæti í myrkr Á kvöldvökunni á Arnarhóli 17. júní voru fluttar tvær myndir úr Fjallkirkjunni. Hér sjást Ketilbjörn á Knerri (Valur Gislason), og leikstjórinn Lárus Pálsson, Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. inu áður en hverri mynd var upp brugðið. Og tókst ágæt- lega að leysa þennan vanda. Persónurnar úr Fjallkirkj- unni, sem brugðið er upp, eru allar svo kunnar að hver og einn á þær sjálfsagt að nokkru lagaðar til í sínum eigin hug arheimi. Kemur hún þá kann ski ekki alveg heim við þá mynd serp leikarinn hefur dregið upp. Sumar myndirn ar vilja ekki falla saman til fulls. Svo var hjá fréttamanni Mbl. um Ketilbjörn á Knerri, afa á Knerri, þennan skrýtna karl með nefið, sem Valur Gíslason leikur hressilega. Aðrar myndirnar urðu aftur á móti meira lifandi, þegar þær birtust á sviðinu, svo sem Bjarní smiður, sem Þorsteinn Ö. Stephensen leikur. Aðrar persónur, sem kynntar voru, eru Begga gamla, sem Anna Guðmundsdóttir gerði skemmtilega, Selja (Helga Bachman), sem mér finnst full fríð og varla nógu blíð í fasi fyrir móður Ugga, Greip ur faðir hans (Rúrik Haralds son), sem of lítið kom fram til að gefa nokkra mynd, syst urnar Sigga Mens, sú káta og illgjarna (Herdís Þorvalds- dóttir) og María Mens, sú sí grátandi (Guðbjörg Þorbjarn ardóttir) og strákarnir Bjössi (Stefán Thors) og Maggi (Þór arinn Eldjárn). Leikstjórinn, Lárus Pálsson, er sögumaður — skáldið. Sýningartími var hálfur annar kiukkutími. Mátti heyra að lekihúsgestum þótti feng- .ur að þessum myndum af kunnum og kærum persónum. Voru leikarar, leikstjóri og höfundur kallaðir fram hvað eftir annað. Lýsti Gunnar Gunnarsson í stuttu ávarpi skuld sinni við leikhúsgesti fyrir móttökurnar, leikara fyrir flutninginn og leikstjóra og höfunda myndanna fyrir leikbúnað þeirra. En þeir þökkuðu skáldinu með áköfu lófatakL — E. Pá. - Þjóðhátíðin i Reykjavík Framh. af bls. 12 efni lýðveldishátíðarinnar fyrir 20 árum við ljóð eftir Kjartan Gíslason á Mosfelli, Erlingur Vig fússon söng einsöng í verkinu. iÞótti það vel við eiga við 20 ára afmælishátíðahöld lýðveldis- ins. 1 Á Laugardalsvellinum lék Lúðrasveitin Svanur á sama tíma undir stjórn Jóns G. Þórarins- eonar og kl. 17:00 hófst dagskrá þar með ávarpi Baldurs Möllers, formanns ÍBR, sem ræddi m.a. um gróandann í íþróttalífinu fyr ir 20 árum og hvatti til afreka, að menn mættu gera hið mesta ©g gefa hið bezta þjóð sinni til farsældar. Fóru þar fram íþrótta sýningar og íþróttakeppnir, sem sagt er frá á íþróttasíðu. Fjölbeytt dagskrá um kvöldið Þegar kvöldvakan á Arnarhóli hófst kl. 20.00 um kvöldið með leik lúðrasveitarinnar Svanur var enn gott veður, allt að því logn og eins milt og getur orðið á sumarkvöldum á Islandi, enda var mannhaf um allan Arnarhól inn, á Stjórnarráðsblettinum og nærliggjandi götum. Kvöldvök- una setti Valgarð Briem, ritari Þjóðhátíðarnefndar og á eftir lék Svanur „Hvað er svo glatt“. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, flutti stutta ræðu, sem birt er annars staðar í blaðinu. Að ræðu hans lokinni lék lúðrasveit in Svanur Reykjavíkurmars eft ir Karl O. Runólfsson undir stjórn höfundar. Og prófessor Richarð Beck flutti kveðjur frá Vesturríslendingum. Nú var tekið upp léttara hjal. Félagar úr karlakórnum Fóst- bræðrum sungu með aðstoð Svav ars Gests og hljómsveitar, nokk ur skemmtileg lög, Eygló Viktors dóttir og Erlingur Vigfússon sungu dúetta úr Sardasfurstinn- únni og fleiri tvísöngslög. Þá voru fluttar tvær myndir úr Fjall- kirkju Gunnars Gunnarssonar, kynntar hinar þekktu persónur Bjarni smiður (Þorsteinn Ö. Step hensen) og Ketilbjörn á Knerri Aldrel hefur sést fjolmennarl barnaskemmtun i Reykjavík en bar naskemmtunin á Arnarhóli á þjóðhátiðardaginn. Hér skemmta dvergarnir sjö börnunum. Ljósm.: Sv. Þorm. Það var fjörugt í Lækjargötunnl (Valur Gíslason) undir stjórn Lárusar Pálssonar, sem las svör Ugga litla. Nú var komið að atriði, sem aðrar stærri þjóðir munu vafa- laust öfunda okkur af. Tveir píanósnillingar, sem heimsborg- irnar keppast um að fá til sín í hljómleikasali sína, Rússinn Vladimir Askenazy og Banda- ríkjamaðurinn Malcolm Frager, léku á útiskemmtun verk eftir Bach og Rachmaninoff fjórhent á tvo flygla, sem komið hafði ver ið fyrir á pallinum. (Mun þjóð- hátíðarnefnd hafa haft af því þungar áhyggjur að veður spillti því að hægt yrði að fara út með svo dýr hljóðfæri, en veðurguð- irnir björguðu því). Að lokum flutti Ómar Ragn- arsson nýja gamanþætti og gam anvísur, við mikinn hlátur þjóð- hátíðargesta, sem kunna sýni- lega að meta garhanmál hans og var það síðasta atriðið á dag skránni. Þá upphófst að venju dansinn á götunni. Dansað var á þremur stöðum. Léku Hljómsveit Svavars Gests á Lækjartorgi, Lúdó-sext- ettinn í Aðalstræti og Hljómsveit Magnúsar Randrup á Lækjar- götu. Auk þess léku og söng J. J. kvintettinn til skiptis á dans- stöðunum. Svavar Gests kynnti og las kveðjur sem bárust þjóð- hátíðargestum frá íslendingum erlendis og á rúmsjó. Var mikið fjör 1 dansinum og settu ung- stúdentarnir með hvítu kollana sína mikinn svip á dansstaðina, eins og reyndar á götulífið allt 17. júní, svo fjölmenmr sem þeir eru orðnir. Hátíðinni var slitið kl. 2 frá Lækjartorgi. Eins og ætíð vill verða, sem mikill mannfjöldi er saman kominn, hafa ætíð ein- hverjir einstakhngar drykkju- læti í frammi og verða þeir á- vallt áberandi eftir að annað fólk er farið heim. Mun ekki hafa borið meira á því en áður nema síður sé í þetta skipti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.