Morgunblaðið - 19.06.1964, Qupperneq 19
Föstudagur 19. juní 1964
MORGU NBLAÐIÐ
19
- Á söguslóðum
Framhald af 10. síðu.
endur. Allar veita eyjar þess-
ar auganu fjölbreytta fegurð
og hvíld, þegar horft er til
suðurs. í norðvestri djarfar
fyrir Reykjanesskaganum,
þegar veður er fegurst. Þá
tekur við Heiðin há og Hellis-
heiði með Skálafelli. Þar aust
ur af rís Ingólfsfjall í ölfusi,
breitt og bunguvaxið. Síðan
koma Laugardalsfjöllin, en
nær og í réttri röð frá vestri
til austur, Búrfell í Gríms-
nesi, Hestfjall og Vörðufell á
Skeiðum. f hánorðri breiðir
Langjökull úr sér, bak við
Kálfstinda að vestan og með
Jarlhettur eins og ísaum að
austanverðu. Nær eru Hreppa
fjöllin, þá Bjólfell, Skarðs-
fjall á Landi og austast Búr-
fell við Þjórsá. Þar austur af
rís Hekla í tign sinni og feg-
urð. Sést hún að jafnaði mjög
vel frá Bergþórhvoli, því að
lítt skyggir á hana, nema veð-
ur. Austur af henni gnæfir
svo Þríhyrningur eins og kór-
óna yfir vesturhluta Fljóts-
hlíðarinnar. Þá taka við Tinda
fjöll að baki „Hlíðarinnar“,
en austur af þeim hinn svip-
mikli og ógleymanlegi Eyja-
fjallajökull. Milli þeirra er
Goðaland og Þórsmörk og sér
allvel til hennar frá Berg-
þórshvoli. Austan við Eyja-
fjöll mætir svo auganu Péturs
ey í Mýrdal, sem stendur eins
og fjarlægur vörður út við
hafið. öll er þessi útsýn svo
mikil og fögur, að hún
gleymist ekki þeim, sem við
hana hafa búið.
Oft hefir verið grafið í bæj
arstæðið á Bergþórshvoli í
leit að fornminjum. Fyrstur
hóf þar rannsóknir Sigurður
Vigfússon, árin 1883 og 1885.
Fann hann m.a. sviðna viðar-
búta og skyrleifar, sem hann
ialdi vera frá dögum Njáls og
Bergþóru. Mjög er nú dregið
í efa, að svo hafi getað verið.
Næstur framkvæmdi rann-
sóknir 6 staðnum Matthías
Þórðarson þjóðminjavörður.
Fóru þær fram árin 1927 og
1928. Var þá grafinn út Bæjar
hóllinn, þar sem nú standa
fjós og hlaða. Fundust þar
lengst niðri — næst óhreyfðri
jörð — brunaleifar og ýmsir
munir, sem sumir gætu verið
frá Njálsdögum. Eru allir þeir
munir geymdir á Þjóðminja-
safninu í Reykjavík. Síðast-
ur rannsakaði staðinn árið
1951 Kristján Eldjárn þjóð-
minjavörður. Gróf hann upp
allstórt svæði í Bæjarhólnum
vestanverðum. Kom hann þar
vestast niður á brunaleifar af
stóru fjósi, sem vel gæti verið
ján Eldjárn ritað mjög ítar-
lega og fróðlega grein, um
allar fornminjarannsóknir á
Bergþórshvoli í árbók Forn-
leifafélagisins 1951—1952. Vís
ast þangað öllum þeim, sem
áhuga hafa á þessum efnum.
Eins og áður er sagt varð
Bergþórshvoll prestsetur árið
1876. Prestar í Landeyjaþlng
um hafa síðan verið sem hér
segir:
1. Guðjón Hálfdánarson,
1876—1882.
2. Halldór Þorsteinsson,
1882—1898.
3. Magnús Þorsteinsson,
1898—1904.
4. Þorsteinn Benediktsson,
1905—1919. Sat á Krossi.
5. Sigurður Norland
1919—1922.
6. Jón Skagan,
1924—1945.
7. Sigurður Haukdal,
1945—
í dag eru Landeyjar ahnar
og betri heimur en áður var.
Með fyrirhleðslu Þverár, Af-
falls og Ála 1945—1947 gjör-
breyttust öll skilyrði þar til
samgangna og aukinnar rækt-
unar. Síðan hefur tæknin unn-
ið þar sín undraverk með hin-
um stórvirku vélum. Vötn eru
öll brúuð og bílvegur kominn
heim að hverju byggðu bóli.
Á stprum svæðum, þar sem
áður voru fen og foræði, er
nú kafgróið þurrlendi og töðu-
vellir. Landeyjar virðast
stefna hratt að því, að verða
með beztu jarðræktarsveitum
þessa lands.
Njáll hinn spaki, ók fyrstur
manna skarni á hóla á íslandi.
Hann var því í rauninni fyrsti
jarðræktarfrömuður íslend-
inga. Presturinn, sem nú sit-
ur Bergþórshvol, séra Sigurð-
ur Haukdal, er búhöldur
góður. í hans tíð hafa tún öll
verið sléttuð að fullu og færð
mjög útj, einkum til vesturs.
Aukin ræktun á staðnum og
vaxandi áhöfn virðast haid-
ast í hendur. Er vel þegar
frægir staðir stefna að því, að
verða höfuðból í annað sinn.
Má þá segja að fortíð og nú-
tíð leggist á eitt um það, að
gjora garðinn frægan.
Jón Skagan.
Jóhanna Biarnadóttir
Minmngarorð
ÞAÐ er eims og konan sé einn
hluti Guðdómsins. Hún gerir
okkur mennina að mönnum, lað
ai fraim það bezta í sél okkar
og vedtir okkur þrek. Og góð
móðir fómar öllu fyrir bömin
sín, leiðir þau, verndar og varð-
veitir bæði lífs og liðin.
Jóhanna Bjarnadóttir, Þórs-
götu 14, var fædd 15. september
1892, dáin 12. júní 1964. For-
eldrar hennar voru Sigríður
Þorvarðardióttir prests Jóns-
sonar, síðast á Prestbakka á
Síðu, og Bjarni Jónsson frá
Mörk á Síðu. Jóhanna giftist
Jónasi Jónssyni, baupm., Þórs-
götu 14, og þar hefir heimiii
þeirra lengst af verið.
Ég sá Jóhönnu sá.1. unga,
fagra og glæsilega, og ég sá
hana líka, er dauðinn hafði sett
merki sitt á hana. Hún var
alltaf konan og móðirin. Á sam
búð hennar og eiginmannsims
bar aldrei skugga, og barnaböm
in voru henni jafn hjartfólgin og
eigin börn. Ég þekkti móður
Jóhönnu sál. og tvær móður-
systur, önnur var amma mín.
Þær báru allar svipmót Þor-
varðaættarinnar að útliti og sál
argöfgi máttu ekkert aurnt sjá
né vita, án þess að reyn að
hjállpa og hjúkra. Jóhanna sál.
líktist þeim mjög, bar glögg
merki þess að vera af góðum
stofni. •
Enginn veit hvað sæla er,
nema harnn hafi reynt sorg og
þjánimgar. Og við, sem vorum
fædd fyrir síðustu aldamót höf-
um reynt það, að Lifið er harður
skóli. En þá er námið Mika því
meira virði. Jóhanna sáll. reyndi
líka sárar raunir, en sólksins-
stundirnar bættu þær upp. Hún
eignaðist góðan mamn. Framan
af voru þau örmsauð, en með
sameiginlegu átaki bruitust þau
fram til bjargálna. Þar kom
Bæði voru þau hjón einlæg-
lega trúuð, báðu í sameiningu
fyrir sér og öðrum. Og það er
eins og frá trúuðu fólki geisli
blessun tll samferðamannanna.
Enginn snauður fór frá þeim
hjónum, án þess þau reyndu að
rétta hjálpandi hönd. Og lík-
lega er bezta eignin meðvitund-
in um að hafa gert vel, og hlý-
hugur samferðamannanna.
Skömmu fyrir andlát sitt
dreymdi Jóhönnu sál., að tveir
englar væru kornnir til að
sækja sig. Draumurinn gladdi
hasa mjög, og heimvonin var
örugg. Hún var örþreytt, hafði
lengi verið veik, oftast sárþjáð.
Þá er hvíldin líkn. Það vekur
alltaf hryggð hjá eiginmahni og
börnum, þegar góð kona og
móðir hverfur sjónum. En hún
er ekki dáin, heldur sefur hún.
fram hinn sígildi sannleiki lífs-
ins, að ekkert fæst nema unnið
sé til þess, sýnd árvekni og hóf-
semi.
Guð blessi þig, frænka min,
Hans eilífa miskunnsemi verndi
þig og varðveiti.
Hannes Jónsson.
Borðstofustúlku vantar
að Mæðraheimilinu Hlaðgerðarkoti í Mos-
fellssveit. — Uppl. á skrifstofu Mæðra-
styrksnefndar Njálsgötu 3 sími 14349.
sokkar eru seldir
í tízkulitum
u m a 111 1 a n d .
Verð kr. 37.00.
SÍÐASTLIÐINN stmnudag
var 10. sýning á Sardasfurst-
innunni í Þjóðleikhúsinu. —
Ragnar Björnsson stjórnar nú
hljómsveitiríni. Hann tók við
stjórn hljómsveitarinnar á ní
undu sýningunni. Aðsókn hef
ur verið góð og oftast upp-
selt. óperettan verður aðeins
sýnd til 30. þ.m., en þá kem-
ur russneski ballettinn og
verður þá að hætta sýningum
á Sardasfurstinnunni. Lcikhús
gestum skal bent á, að oft
er vandkvæðum bundið að ná
í aðgöngumiða á síðustu sýn-
ingar. Næstu sýningar verða
á laugardag og sunnHdag. —
Myndin er af Eygló Viktors-
dóttur í aðalhlutverkinu.
Isabella
Góðir
kvensokkar
\
verða að vera
— fallegir
— fara vel
— og endast
lengi.