Morgunblaðið - 19.06.1964, Síða 24

Morgunblaðið - 19.06.1964, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIO Föstudagur 19. júní 1964 I JOSEPHINE EDGAR~ 29 FIAI SYSTIR Ég fór inn aftur og hitti Minnu í forstofunni. Þegar ég sagði henni, hvernig ástatt væri fyrir Dan, hristi hún höfuðið. — Hún lætur myrða sig einhvern dag- inn . . eins og hún fer með karl mennina, sagði gamla konan. Skömmu seinna kom Jakes og afhenti mér peningana aftur. — Hahn var farinn þegar ég kom þangað. Gamli vagninn hans hafði komið. I>ér þekkið gamla ekilinn, sem ekur honum. Hann hafði verið að leita hans allt kvöldið. Að minnsta kosti fór hann með hann heim. Hann þagnaði. — Að minnsta kosti skal ég hafa augun hjá mér fram vegis, þegar ég er að aka með frú Dan. Ég þakkaði honum -fyrir og hann fór ú,t, en rétt í sama bili komu Woodbourne og Soffía til kvöldverðar. Soffía fór á undan inn í setu- stofuna. — Rósa, sagði hún, — hvað var Jakes að, gera hingað á þessum tíma dags? — Hann fylgdi mér heim. Hún glápti á mig; — Og hvar hafðir þú verið? — Ég fór út til hans Dans. Dans Brady. Hann kom hingað til að myrða ykkur Woodbourne lávarð. Hann beið hérna fyrir utan. lega. Soffía sendi honum aðvör- unarmerki í áttina til mín og vafði svo örmunum um háls hans. Ég sá hann taka hana í fang sér og kyssa hana á berar axlirn ar. En yfir höfuðið á honum sá ég fallega andlitið á henni af- myndað af viðbjóði. Ég lokaði dyrunum og minntist þess, að ég hafði séð einmitt þetta sama, eftir að hún giftist Dan, og ég minntist líka þess, sem veslings Dan hafði sagt í kvöld. En hver var maðurinn? Það gæti þó ekki verið sjálfur piit- urinn minn, hann Brendan? Mér var óglatt og kalt. Ég fór að hugsa um það, sem Brendan hafði einu sinni sagt við mig, um að lifa með þeim, sem mað- ur elskaði ekki, og ég minntist líka svipsins á Soffíu þegar hún leit á Brendan. . . Fyrir mann- eskju, sem hafði tekið það í sig að lifa eins og Soffía gerði, hlaut ástin að vera hrein opin- berun — og kona eins og Soffía mundi ekki hika við að grípa hana, ef hún ætti einhverntíma kost á því að frosna hjartað í henni yrði raunverulega snortið. Það var komið fram undir morgun þegar ég sofnaði loksins, kúguppgefin. Ég_ vaknaði ekki fyrr en klukkan um tíu, þegáft- Minna frænka færði mér te og ristað brauð, og ég mundi eftir bréfunum mínum til Brendans og Marjorie, sem ég hafði gleymt að setja í póst. Ég flýtti mér að klæða mig, batt hár á mér í hnút með bandi, eins og ég hafði gert í skólanum, og læddist niður stig ann með bréfin í hendinni. Þegar ég gekk fram hjá stofu Sofííu kallaði hún: — Rósa- Ég gekk inn með tregðu. Soffía sat við skrifborðið sitt. Hún var í einhverjum gisnum slopp og hárið var snúið upp af handahófi, en mér fannst það aldrei hafa verið jafnfallegt. Kaffibakki stóð á litlu borði og við gluggann lá bröndótti köttur inn og svaf í sólskininu. Borðið var allt þakið reikn- ingum og svo ávísunum, sem ég gat mér til, að væru með rit- hönd Woodbournes — að minnsta kosti voru þær ekki með hennar hendi. Hún var að setja reikningana og ávísanirnar í umslög, sem hún svo skrifaði utan á og frímerkti. Hún leit upp og sagði: — Ef þú, ert að fara í póstkassann, hvort sem er, bíddu þá eftir bréfunum mínum. . . Þegar hún hafði lokið við bréf in sneri hún -að mér og brosti mejS alvörusvip en einbeittlega, og rétt út_ höndina eftir mínum bréfum. Ég roðnaði og rétti henni þau. Hún leit á áritanirn- ar. Hún rétti mér strax aftur bréfið til Marjorie, en hélt hinu, sem var til Brendans. — Ég hélt þú hefðir lofað að hitta hann ekki aftur? — Ég lofaði aldrei að skrifa honum ekki, svaraði ég ólund- arlega. Hún sagði hóglega: — Ég skal ekki rífa það upp, ef þú segir mér hversvegna þú ert að skrifa honum. Ég ypti öxlum og lét sem mér væri alveg sama, en hjartað í mér hamaðist. — Ég skrifaði bara til að segja hohum, hvað mér þætti það leitt ef hann missti atvinnuna sína, fyrir min klaufaskap og ef hann ætlaði til Ástralíu. . . — Ástralíu? Hún hrökk við og skipti litum. — Brendan • til Ástralíu? Hvenær? — Ég veit ekki. Hann hefur verið að tala um þetta undan- farið. — Til hvers ætlar hann þang- að? — Hann segir, að þetta sé nýtt land með mörgum tækifærum. Hann segir, að þar gildi það, hvaðan maðurinn sé, en ekki, hver faðir hans hafi verið eða hvar hann hafi gengið í skóla. — Já, sagði hún og augun ljóm uðu. — Já, ég skil það. En hvað ætlar hann að gera þar? — Temja veðhlaupahesta. Hr. Vestry ætlar að gefa honum með mæli. — Ég skil. — Hann hefur verið að spara BYLTINGIN I RÚSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD Woodbourne, sem var að kveikja sér í vindli, leit upp. Þau Soffía horfðu lengi hvort á annað. — Hvern fjandann var Jakes að hugsa? sagði hann. — Hvers- vegna kallaði hann ekki á lög- reglumann og lét hann taka Brady fastan? — Dan er brjálaður, Rósa, sagði Soffía. — Hann hefði get- að gert þér mein. Ég hristi höfuðið. Nei. Dan mundi aldrei gera mér neitt. En honum líður svo illa, Soffía. Það er alveg hræðilegt að sjá, hvað honum líður illa. Hún' gekk að mér og kyssti mig, en ég gat séð í speglinum, yfir öxlina á henni, að hún sendi Woodbourne augnatillit og að hann kinkaði einbeittlega kolli á móti. Hún brosti til mín og sagði í blíðum gælutón: — Við skulum tala um þetta á morg un. En lofaðu mér því að fara aldrei ein út á kvöldin, Rosa mín. Ég var afskaplega þreytt og ringluð og það var eins og ég sæti föst í einhverju tilfinninga- feni, sem ég gæti ekki rifið mig upp úr. Enginn sagði mér nema hálfan sannleikann, allt virtist falskt undir fögru yfirborði. Ég sagði, þurrlega: — Mér finnst ég alltaf vera að gefa þér ein- hver loforð. Ég bauð þeim góða nótt og fór út, en áður en hurðin féll að stöfum, sá ég í sama spegl- inum, að Woodbourne lávarður ávarpaði hana eitthvað höstu- 99 Og Sukhanov heldur áfram: „Allt í einu og fyrir augum okk- ar allra, sem vorum sokknir í hversdagslegt strit byltingarinn- ar, skein bjart, blindandi og framandlegt merki. . . Rödd Len- ins, sem heyrðist beint frá lest- inni, var „rödd utan frá“. Það var kominn einhver tónn í bylt- inguna, sem var . . . nýstárlegur, hörkulegur og dálítið ærandi“. Múgurinn reyndi að brjótast inn gegn um glerhurðina fyrir biðsalnum, og æpti á foringja sinn. Aftur kvað Marseillaise við og undir kastljósinu var Lenin þeyst út og upp í einn brynvarða bílinn. Þar fordæmdi hann aftur „þessi skammarlegu heimsvaldasinna-fj öldamorð“, og bíllinn lagði af stað undir kast- ljósinu, með Lenin innanborðs, yfir Sampsonbrúna, en á eftir fóru hljómsveitirnar, fánarnir, múgurinn og hermennirnir. Skrúðgangan var stöðvuð öðru hverju við götuhorn, svo að Lenin gæti flutt fleiri ræður. Loksins var komið að húsi Kshesinskayu, þar sem bolsje- víkaflokkurinn hafði nú komið sér vel fyrir. Einnig þar skinu öll kastljósin og á svölunum héngu fánar. Af svölunum á ann arri hæð ávarpaði Lenin enn lýðinn, og var nú orðinn hás. Hann hamaðist enn gegn ófriðn- um, og að sögn Sukhanovs, tók einkennileg breyting að verða á hermönnunum, sem stóðu í kring. Þeir voru ekkert hrifnir af því, sem Lenin var að segja. Þeir vildu verja Rússland. Hann heyrði einn þeirra segja: „Við ættum að reka byssustingina okk ar í svona náunga“. Bolsjevíkaverðir vörnuðu öll- um inngöngu, sem vildu ryðjast inn í húsið, en Sukhanov slapp samt inn, og undir glæsilegum salarloftum komst hann upp í herbergin á annarri hæð. „í borðsalnum uppi var borið fram te og smáréttir. . . Sigri- hrósandi og glaðir gengu fyrir- menn bolsejvíka um gólf í eftir- væntingunni eftir veizlunni með foringja sínum, sem þeir sýndu alveg sérstaka lotningu." Zinoiev var einnig þarna kom- inn, en enginn virtist veita hon- um teljandi eftirtekt. Samt heils aði Lenin honum vingjarnlega — þegar hann kom inn frá ræðunni á svölunum „brosti hann, glennti upp augun með gleðisvip, hall- aði úfna hausnum og fór með mig inn í borðsalinn". Þegar kvöldverðinum var lok- ið flutti innsti hringur bolsje- víkanna sig niður á neðri hæð- ina, og þar var hinn formlegi flokksfundur haldinn, og velkom andaræðurnar hófust aftur. Loks stóð Lenin upp til að svara þeim. Hann hóf ræðu sína með hvassri árás á Petrograd-sovétið eða stefnu þess, og kvað það vera að leika í hendurnar á borgara- stéttinni. Hann sagði, að steypa yrði bráðabirgðastjórninni, og verkamennirnir, hermennirnir og bændurnir sjálfir yrðu að taka við stjórninni. Bændurnir ættu að taka jarðirnar tafar- laust. Vopnaðir verkamenn ættu að stjórna verksmiðjunum. Kapítalisminn skyldi þurrkaður út. Engar málamiðlanir skyldu samþykktar milli bolsjevíka og annarra flokka. Hvað snerti Chkheidze og aðra foringja Ex-Com, þá þá væru þeir ekki annað en „þjóðfélagslegir skó- sveinar", og yrðu að þurrkast út. Þessi þrumuræða stóð í tvær klukkustundir. Sukhanov lýsir henni þannig, að hún hafi verið eins og „þrumuveður, sem gekk fram af ekki einungis mér, villu- trúarmanninum, sem hafði rek- izt þarna inn af tilviljun, held- ur og öllum þeim sanntrú.uðu. Ég er alveg viss um, að enginn þarna hefur búizt við neinu þessu líku. Það var rétt eins og öllum höfuðskepnunum hefði verið sleppt lausum og andi heimseyð ingarinnar, sem þekkti hvorlú nein takmörk né efasemdir, hvorki mannlega erfiðleika né mannlega þaulhugsun, væri þarna sveimandi í móttökusal Kshesinskayu, uppi yfir höfðum töfraðra lærisveina“. Þegar þessu var öllu lokið, æptu flokksfélagarnir fagnaðar- óp, og ekki með neinni tregðu, en, að sögn Sukhanov, var efa- svipur á andlitum þeirra. Eng- inn vissi, hvað hann ætti að segja. „Augu þeirra reikuðu um, ósýn, og báru vött um fullkomna ringlun: lærimeistarinn hafði gefið lærisveinum sínum eitt- hvað um að hugsa". „Ég fór út á götuna. Mér fannst eins og ég hefði verið laminn í höfuðið^ með barefli, þetta kvöld. . . . Ég dró að mér eins mikið og ég <gat af hreinu vorloftinu og hafði nautn af. Það var þegar orðið allbjart, morguninn var rétt að hefjast“. 12. kafli. Júlídagarnir. Um miðjan aprílmánuð, full- um mnáuði eftir að byltingin hafði hafizt, lifði Petrograd enn í pólitískri æsingu og tauga- óstyrk, eins og venjulega vill verða, þegar stjórnarbylting er í nánd. Á þessum tíma er borg- KALLI KUREKI Teikncui; FRED HARMAN — Það er allt í lági með hana þessa þó hún sé komin til ára sinna. Hvar er Gamli? Ég vil ekki að hann sjái mig fara með þessa. — Hann situr inn í kofanum og er áhyggjufullur vegna þess að við sögðum honum að prófessor Boggs væri eins góð skytta og Buffalo-Bill. — Hvar á prófessorinn heima í bænum? — í gistihúsinu. Ætlarðu að láta hann hafa þessa byssu svo hann geti skotið Gamla? — Ef mér tekst það sem ég ætla mér skýt ég þeim báðum skelk í bringu — en hvorugur verðux skot- inn til bana.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.