Morgunblaðið - 23.06.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.06.1964, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 23. júní 1964 MORGUNBLAÐIÐ 3 V E Farkostur þrenuminganna — Piaggio—136. (Ljóstn.: Mbl. A.I.). _ „Okkur líður hvergi betur en þarna upþi U SIAK8TEIIMAR Spiallað við ítalska ílugmenn, sem höfðu hér viðdvöl RETTA gerðist i góða veðrinu um daginn. Við vorum á vappi úti á flugvelli, þegar undar- lega flugvél bar fyrir sjónir. Uún stóð í sólskininu fyrir utan eitt flugskýlið, og það stirndi á silfurgljáandi búk. Nokkrir ungir menn, sýnilega áhugamenn um slík farartæki skoðuðu vélina í krók og kring og virtust gefa gripn- um sérdeilis mikinn gaum. Forvitni okkar var vakin ©g við gengum nær. 'Í’veir voldugir hreyflar skörtuðu á væng’börðunum, — þó ekki á þeim stað, Iþar sem slíkum áhöldum er yfir- leitt fyrir komið, heldur aftan til. Vélin var útbúin nauðsyn- legum púðum til þess ao geta lent á sjó. Okkur var tjáð, að hér væru é ferð þrír ítalskir einkaflug- menn, hr. Paolo, hr. Elfo og hr. Valerio. Okkur \ ar bent á þann síðastupiptalda, (þar sem hann stóð álengdar og gaf benzínaf greiðslum anni fyrirskipun um að birgja vél- ina upp með eldsneyti. Það var heldur ekki um að villast með þjóðernið: handapatið gaf ótvírætt í skyn, að ítali ætti í hlut. Handapatið er ann ars svo mikili þáttur í sproki suður-evrópskra þjóða, að sagt er, að handalaus fransmaður eða ítali stami. Við gengum til hans. Þetta var reffilegur karl, hæruskot- inn, en með ívið fyrirferðar- mikla ýstru af flugmanni að vera, sem þarf helzt að geta teygt sig í allar áttir tii þess að hafa stjórn á hinum að- skiljanlegu apparötum flug- vélarinnar. — Giomaiista! hrópaði hann upp yfir sig og fórnaði hönd- um, þegar við höfðum ávarp- að hann og iátið í ljós áhuga Frignam Elfo og Vare.se Faolo — nýsloppnir úr flugskólanum á að forvitnast um flugvélina og ferðalag áhafnarinnar. Svo benti hann í áttina til flug- stöðvarinnar og mæltí nokkur vel valin orð á móðurmáli sínu, hvar af við skildum að- eins eitt: Collega. Þá vissum við, hvað hann átti við. — Grazie, signor! sögðum við. ★ í hinum vistlega biðsal Plug félagsins lúttum við kolleg- ana. Þeir sátu þar yfir nauð- synlegustu gögnum varðandi flugið. Landakortið var út- breitt fyrir framan þá. Mæli- stika á lofti. — Bon giorno! sögðum við. Þeir litu upp. Hr. Paolo og hr. Elfo. Undrandi. Dálítið ruglaðir yfir þessari óvæntu heimsókn. Við bárum upp er- indið. Annar þeirra, Varese Paolo,. mælti á enska tungu: — Við erum að gera áætl- anir um leiðina til Kulusuk á Grænlandi, sem er nœsti við- komustaður okkar, sagði hann. Hinn kinkaði kolli. Svo stungu iþeir saman nefjum — á ítölsku. — Hvaðan ber ykkur að? spurðum við. — Við erum frá Genua. Er- um á leiðinni til Kanada. Höf um viðdvöl víða á leiðinni. Flugum hingað frá Skotlandi. — Hvað voruð Iþið lengi á leiðinni yfir hafið? — Sjö klukkutíma, segir Paolo. — Si, sette, segir Elfo Og tekst allur á loft, því að hann hafði loksins skilið, hvað okk ur fór á milli. — Er þetta skemmtireisa, — eruð þið að skoða ykkur um í heiminum? — Við erum nýsloppnir úr flugskóla og erum að þjálfa okkur í að fljúga langar vega lengdir. Til flugsins notum við aðeins einföldustu tæki, radíó og kompás. Ferðalagið tekur fjóra daga. — Er ekki kennarinn með ykkur? — Nei, hann er heima. — Hvað tekur flugnámið langan tíma hjá ykkur? — Þrjú ár. — Eru margir flugkliúibbar starfandi á Ítalíu? — Þeir eru alLs 54. Þeir at- kvæðamestu eru einmitt í Genúa. ★ TaLið bersf að flugvéi þre- menninganna. — Þetta er tveggja hreyfia vél af gerðinni Piaggio-136, segir Paolo. Þær eru fram- leiddar í Milanó iþessar — aðallega til útflutnings. Það eru aðeins þrjár slíkar vélar til á ítaliu. í Kanada og í Ástralíu eru þær algengar. — Hvaða hlutverki gegna (þær helzt? — Þær eru einkum notaðar til rannsóknar- og könnunar- flugs yfir sjó og landi. Einn- ig eru þær mjög hentugar til sjúktaflutninga, því að iþær geta lent við mjög misjafnar aðstæður. Við höfum orð á því, að þessir eiginleikar vélarinnar geti komið sér vel, ef þeir skyldu þurfa að lenda á ein- hverjum ísjakanum við Græn land. Þeir kinka kolli, en við sjá- um ekki betur en það fari kuldahrollur um þá. Við spyrjum þá að lokum, hvort einmanakenndin muni ekki grípa um sig, þegar þeir komi á þessari litlu flugvél norður undir heimskaut. Þeir brosa góðlátlega að fá- víslegri spurningu blaðamamns ins og segja næstum einum rómi: — Okkur iíður hvergi betur en þarna uppi! &. ind. ta — Kennedy Framh. af bis. 1 um 5 km. frá flugvellinum í Southamton. Var flugmaður inn að búa vélina undir lend ingu. Eins og skýrt hefur verið tfrá, lézt flugmaðurinn í slys- inu, og auk hans Edward Moss aðstoðarmaður Kennedys. Birch Bayh, öldungadeildar- maður frá Indiana var einn- ig í fiugvélinni, ásamt konu sinni, en þau særðust lítið. Á sunmudaginn fékk Kenne dy að taka á móti gestum, m.a. heimsóttu hann kona hans, Jacqueline Kennedy, mág- kona hans, bróðir hans, Ro- bert Kennedy, dómsmálaráð- herra og tvær systur hans. Læknar Edwards Kennedys telja, að hann muni ekki verða alheill fyrr en eftir átta til tíu mánuði. Ræða, sem Kennedy samdi áður en slysið varð, var les- in á fundi demókrata í Au- burn, New York, í gærkvöldi. í ræðunni segir Kennedy m. a.: „Margir hafa spurt hvort Kennedy-fjölskyldan ætli að halda áfram að taka þátt í opinberu lífi eftir allt, sem komið hefur fyrir. Ég svara því og segi, að meðan verk er að vinna, munum við vinna það“. Þegar Kennedy talar um „allt, sem komið hefur fyrir“, é hanm greinilega við -morð bróður sdns, Johns F. Kenne- dys, Bandarikjaforseta. Minningorgjöf til Hóshóln íslnnds HINN 16. júni 1962 andaðist Guðmundur Jónasson, B.A., frá Flatey á Skjálfanda. Hinn 16. júní sl. afhentú nokkrir skóla- félagar, vinir og vandamenn hans Háskóla íslands 100.000 — eitt hundrað þúsund krónur — að gjöf til miningar um hann. Fjár- hæð þessari skal varið til bygg- ingar fyrirhugaðs stúdentaheim- ilis, sérstaklega tii byggingar húsakynna fyrir Stúdentaráð Háskóla íslands. Er það ósik gef- enda, að Guðmundar heitins verði minnzt með sérstökum hætti í þeim húsakynnum. Guðmundur Jónasson var fæddur 12. sept. 1920. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um á Akureyri árið 1952 og B. A.-prófi_frá Háskóla íslands í maí 1955. Á stúdentsárum sinum tók hann virkan þátt í félagslífi stúdenta og var m.a. um hríð starfsmaður Stúdentaráðs Há- skólans. Háskóli íslands þakkar þessa ágætu gjöf og þá ræktarsemi við skólann, sem hún sýnir. Gjöf þessi er mikil hvatning um að koma sem fyrst upp stúdenta- heimili, er skapað geti stúd- entum Háskólans bætta aðstöðu tii félagsiðkana. Endalok verkfalla VESTURLAND, blað SjálfstæS- ismanna á Vestfjörðum, birtir hinn 16. júni sl. forystugrein undir fyrirsögninni: „Vinnn- friður í landinu“. Lýkur henni með þessum orðpm: . „I samkomulaiginu frá 5. júni er að finna mörg merkileg ný- mæli og leiðir til bættra lífs- kjara launþega, án þess að þær bætur valdi * nýrri aukningu verðbólglunnar. Veigamestu atriðin eru verð- trygging kaupgjalds, óskert vikukaup verkafólks, aukið orlof og umfangsmiklar ráðstafanir í húsnæðismálunum. Þessu merka samkomulagi hef ur hvarvetna verið fagnað, ef frá eru teknar nokkrar hjáróma raddir Framsóknarmanna sem sjá ofsjónum yfir því, að ríkis- stjórninni skuli hafa tekizt að tryggja vinnufrið i landmu, án þess að Framsóknarmenn væru kvaddir þar til ráða á einn eða annan há.tt. Það er einlæg von allra sannra íslendinga að þetta samkomulag megi verða upp- haf ag málefnalegum samning- um um tekjuskiptinguna, en jafn framt verði það upphafið að endalokum verkfalla, sem valdið hafa þjóðinni óbætanlegu tjóni á undanförnum ár;ftugum“. „Að varpa sök á umhverfið“ f frásögn af uppsögn Mennta- skólans á Akureyri sem birtist í blaðinu íslendingi 19. júní sl., er m.a. getið eftirfarandi um- mæla Þórarins Björnssoúar, skólameistara: „Nú ríkir of mikið sú tízka að varpa sök á umhverfið. Það er mikilsvert að muna að sökin er alltaf beggja. Umhverfið á hana sjaldnast meira en hálfa. Ekkert er svo illt að við getum ekki snúið því í gott, ef vig sjálf viljum og höfum kraft í okkur tö þess. Það að lifa er að nota kraftinn í sjálfum okkur. Ef við ekki gerum það, lifum við illa“. Hollenzka kerfið Benedikt Gröndal, ritstjóri AJþýðublaðsins, ritar sl sunnu- úag grein í blað sitt, þar sem m. a. er frá því skýrt, að Dirk Stikker, sem nú lætur af starfi sem framkvæmdastjóri Norður- Atlantshafsbandalagsins, hafl komið mjög við sögu í innan- ríkismálum Hollendinga. Hann kom fram á sjónarsviðið sem einn af foringjum atvinnurek- enda og átti mikinn þátt í stofnun svonefndarar verkalýðs- stofnunar, sem komið var á lagg- imar strax eftir að ófríðnum lauk til að tryggja samstillt átök við endurbyggingu landsins. í þessu ráði sátu fulltrúar verka- lýðs- 0|g atvinnurekenda. Voru formenn tveir, einn frá hvorom aðila, og stjórouðu fundunum til skiptis. Stikker var fyrsti for- seti af hálfu atvinnurekenda. Gröndal heldur síðan átfram: »áf þessu samstarfi hefur sprottið mjög athyglisverð stofn- un í Hollandi, svokallað félags- og efnahagsráð, en þar sitja full- trúar verkalýðs og atvinnurek- enda, sérfræðingar og fleiri að- ilar. Samkvæmt lögum ber ríkis- stjórninni skylda til að leita um- sagnar ráðsins um aðgerðir í félags- og efnahagsmálum og hefur það haft áhrif á þróun tryggingarmála, skiptingu þjóðar tekna, launajafnrétti, samkej?pni í verðlagi og fleira slíkt. Höfuð- verkefnið hefur þó verið að skapa samkomulag um, hve mikla kauphækkun efnahagskerf ilð þoli hverju sinni, og hafa verið gefnar út tölur um það hvert misseri. Hefur yfirleitt tek- izt að halda vinnufriði en tryggja launþeigum jafnframt stöðugar hækkanir á. grundvelli þess, sem raðið mælti með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.