Morgunblaðið - 23.06.1964, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.06.1964, Blaðsíða 11
T t>riðjudagUT 23. júnf 1964 MORGUNBLADIÐ 11 Við eigum engan 17. júní - ennþá — sagði Erlendui Paturson í íslendingafagnaði í Færeyjum — en ef til vill kunnrnn vér einmitt af þeirri ástæðu að meta þýðingu þessa dags fyrir ykkui Islendinga HINN 17. jéní s.l. hafði teik- téiag Reykjavikur frumsýningu á leikritinu „Hart i bak“ eftir Jékul Jakobsson i Þórshöfn í Færeyjum. Sýning hófst klukk- an sex um kvöldið, vegna þess að á eftir var íslendingunum hoðið til veiziu, sem Færeysk ís lenzkra félagið hélt i tilefni dagsins. Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu gekk sýningin m-jög vel, og voru leikarar ákaft hylltir að henni iokinni. Veizian hófst svo í „Klúbbn- um“ klukkan niu, og sátu hana nærri hundrað manns. Veizlu- GAMALL vinur og nágranní heiman úr ísafjarðardjúpi, Sig- urður Saiómonsson frá Fæti, er horfinn. Hann verður borinn til grafar frá Fossvogskapei 1 u í dag. hessi heiðurmaður andaðist í Landsspítaianum 16. júní sl., sær áttræður að aldri. Sigurður Salómonsson var fæddur að Kolbeinseyri í Súða- vikurhreppi 19. september árið 1884. Ólst hann upp hjá foreldr- um sinum Salómon Rósinkars- eyni og Sjariottu Jónsdóttur og etundaði í æsku algenga vinnu til iands og sjávar. Árið 1907 kvæntist hann Steinunni Jóns- dóttur frá Hrafnabjörgum í Ögur- eveit og reistu þau bú að Fola- fæti í Seyðisfirði. Þar áttu þau þó aðeins heima í 1V4 ár. Þá fluttust þau út í Fótinn, sem var ejávarbyggð hinum megin á nes- jnu, sem gengur út milli Seyðis- fjarðar og Hestfjarðar. Þar áttu þau Sigurður og Steinunn heima fram til ársins 1935 er þau flutt- ust til Boiungarvíkur. Stóð heim- ili þeirra í Bolungarvík til ársins 3959. Þá fluttust þau til Reykja- vikur og átti Sigurður hér siðan heima til dauðadags. Þau Sigurður og Steinunn áttu eaman 8 börn og eru sjö þeirra á Jífi. Börnin eru þessi: Salmann, ‘Elizabet (látin), Þórey, Jóna, Sigrún, Steinunn, Kristján og Bjarni. Steinunn átti auk þess eina dóttur, sem ólst upp hjá þeim hjónum, Fanneyju Gunn- 3augsdóttur. Ennfremur ólu þau upp eina dótturdóttur sína, Guð- rúnu Magnúsdóttur, sem var cióttlr Elízabetar dóttur þeirra, er lézt eins og áður er sagt á unga aidri. Sigurður Salómonsson stund- eði lengstum sjósókn og land- búnað. Hann rerir fyrst árabát- um og síðan smávélbátum úr stjóri var Sigurður Jónsson, lög fræðingur í. Færeyjum og íor- maður Færeysk-isienzka félags- ins, en aðalræðuna fiutti Er- lendur Patursson, fjármálaráð- herra færeysku stjórnarinnar. ísienzku gestirnir voru 19, en þeirra á meðal, auk leikaranna, Jökull Jakobsson rithöfundur og frú hans og Sveinn Einarsson, ieikhússtjóri L. R. Sigurður Jónsson bauð gestina veikomna og þakkaði Leikfélag- inu sýninguna. Ræddi hann nokkuð um skyldieika þjóðanna, og nefndi sem dæmi að Fær- eyingar gætu á einum mánuði Fætirium og sótti þá oft sjóinn aí kappi. Þegar börn hans voru að vaxa upp voru erfiðir tímar við Djúp og víðar. Þeir sem voru með stóran barnahóp á framfæri bjuggu þá margir við þröngan kost. En Sigurður og Steinunni tókst með frábærri vinnusemi og dugnaði að koma börnum sínum upp. Var Sigurður þó fremur heilsuveill. Sérstaklega hrakaði heilsu hans á síðari árum. Má segja að hann hafi búið við lang- varandi vanheilsu. Börnin byrj- uðu kornung að vinna og kjarkur og dugnaður Steinunnar var ó- bilandi. Sigurður Salómonsson var um ýmsa hluti sérkenniiegur maður. Hann var einkar orðheppinn, hafði sérstæða kimnigáfu og var eftirtektarsamur um það sem fram fór í kringum hann. Hann var vinum sínum traustur og tryggur og hinn bezti drengur. Á heimili hans og Steinunnar í Fætinum rikti hin mesta gest- risni. Þar var gott að koma, hvort heldur var úr sjóferð yfir sundin eða smalamennsku úr Hestfirði. Hinn fjölmenni barnahópur komst upp til manndóms og þroska. Sigurður og Steinunn bjuggu vel um sig í Bolungarvík og nutu þar samvistanna við börn sín og barnabörn, sem mörg áttu þar einnig heimilL Eftir að þau fluttu hingað suð- ur bjuggu þau lengstum hjá Sig- rúnu dóttur sinni og Stefáni Vil- hjálmssyni, manni hennar, en frá síðustu áramótum bjuggu þau hjá Þóreyju dóttur sinni og Pétri Einarssyni, manni hennar. Á báð- um þessum stöðum nutu þau ást- ríkis og umönnunar barna sinna síðustu árin. Það síðasta sem ég heyrði frá Sigurði Salómonssyni var það, að hann bað þess, að þegar hann væri ailur, þá yrði komið á fram- færi þakklæti sínu og kveðjum til Bolvíkinga og vina og ná- granna inni í Djúpinu. Er það gert hér með. Fjölmennur hópur barna og barnabarna lifir Sigurð Saló- monsson. Þessir afkomendur hans og fjölmargir vinir og kunn- ingjar, er kveðja hann nú hinztu kveðju, þakka honum ástriki og vináttu. Til ástvina hans, og ekki sizt eftirlifandi eiginkonu, streymir nú hljóð samúð. Sigurður Salómonsson var eng- inn yfirborðsmaður. Myndin af þessum yfirlætislausa sjó- manni og verkamanni mun lifa lengi i hugum samferðamanna hans. S. Bj. lært islenzku. Reyndin væri hinsvegar sú að þeir eyddu sjö árum í dönskunám, en aldrei þessum eina mánuði til að læra islenzkuna. Þetta hafði þó ekki komið að sök á sýningu Leik- félagsins, sagði Sigurður, og taldi áhorfendum hafi reynzt auðvelt að fylgjast með. Erlendur Paturson. Næstur tók til máls Erlendur Patursson. Fórust honum orð á þessa leið: Kæru frændur, góðir íslend- ingar. Þennan dag fyrir 20 árum, þegar ísland öðlaðist fullt frelsi og sjálfstæði og varð lýðveldi, var ég, ásamt öðrum löndum mínum í boði íslendinga erlend- is. Óhætt er að segja að vér Færeyingarnir höfum þá sam- fagnazt íslendingum öllu meira en nokkur annar útlendur gest- ur, og slíkt hið sama á einnig við nú á 20 ára afmæli íslenzka lýðveldisins í dag. Hreinskilni mun reynast hollust milli frænda og vina, og ætla ég að reyna að hlýða því lögmáli í þessum fáu orðum til ykkar ís- lendinga — eins og ég gerði fyrir 20 árum. Vér Færeyingar eigum engan 17. júní — ennþá, en ef til vill kunnum vér einmitt af þeirri ástæðu að meta þýðingu þessa dags fyrir ykkur íslend- inga. Þess vegna þykir okkur það miður ef og þegar svo fer að íslendingar skipa okkur Færey- ingum lægri sess en öðrum þjóð- um. Þetta hefur margsinnis ver ið gert — á Alþingishátíðinni 1930, á lýðveldishátíðinni er- lendis fyrir 20 árum, á lista- sý^ingu í Reykjavík fyrir tveim- ur árum, og nú síðast á norrænu stúdentamóti þar í borg í vetur. Satt er það að vér Færeyingar höfum ekki öðlast frelsi okkar og sjálfstæði — ennþá — en hitt er víst að vér erum að klífa upp sama brattann og þið, ein- mitt og nákvæmlega sama bratt- ann. Ef vér gerðum það ekki, ef vér værum sofnaðir í logn- mollu ófrelsis og ósjálfstæðis, þá væri hitt og þetta af íslendinga hálfu skiljanlegt og afsakanlegt. En frelsis- og sjálfstæðisbarátt- an er snar og virkur þáttur i færeysku þjóðlífi. Og kem ég þá að mergi máls- ins, sem er þessi, að þegar öilu er á botninn hvolft er cnginn grundvallarmunur á baráttu okkar og baráttu ykkar i dag. Mun ég í fáum orðum útskýra þessi orð mín. Það er augljóst hverjum hugs- andi íslenzkum ættjarðarvini, að þótt íslendingar hafi þegar unnið stjórnarfarslegt frelsL þá verða þeir samt sem áður að heyja frelsisbaráttu á hverjum einasta degi — nefnilega til að verja það og vernda. Svo eitt dæmi af mörgum sé tekið: Hvað var það annað en frelsisbarátta, sem þjóðholiir íslendingar eins og Bjarni frá Vogi og aðrir mtð honum háðu fyrstu 4—5 árin eftir að ísland 1918 var orðið sjálfstætt ríki — neínilega í fossamálinu fræga, þegar erlent auðmagn var að því komið að soisa undir sig gjörvaila fossa- oiku landsins — þá hina sömu, sem í dag mun vera einn aðal- rfSáttarstólpinn í efnahagslegu sjálfstæði landsins? Svona mætti lengi telja — og nefna önnur dæmi um slikt hið sama — jafnvel frá deginum í dag. Öll söguleg reynsla hefur sýnt og sannað að smáþjóðir, sem eru frjálsar, eiga alltaf í vök að verjast. Frelsi þessara þjóða er ekki hnoss, sem þær eignast i eitt skifti fyrir öll. Á hverjum degi og í sífellu verður að heyja baráttuna fyrir því, jafnt til að öðlast frelsið og til að verja það. Vér Færeyingar heyjum þessa baráttu til að öðlast frelsið, ís- lendinga hina sömu baráttu til að varðveita það. Annar og meiri er munurinn ekki. Þess vegna skiljum vér Fær- eyingar íslendinga — og þess- vegna skilja íslendingar Færey- inga. Gerum vér þetta ekki, þá bregðumst vér hvor öðrum. Slíkt hið sama má segja um frændur okkar Norðmenn, og reyndar hef ur enginn útskýrt betur hið sí- gilda lögmál frelsisbaráttunnar en norska skáldið Nordal Grieg. Nú vitum vér að það voru dottn- arar frænda okkar fyrir austan og sunnan, sem grönduðu frelsi beggja þjóðanna, íslendinga og Færeyinga. Hinsvegar vitum vér að þessar þjóðir, Danir og Norð- menn, hafa á seinni árum veitt íslendingum margvíslega' aðstoð til að halda því. Mér er kunnugt að islenzkir stjórnmálamenn hafa beinlínis vænzt slíkrar að- stoðar — og er það réttmætt. Það áetti þá ekki að vera nokkur mannminnkun í því að vér Fær- eyingar létum norræna frændur vora vita, að einnig vér vonumst eftir slikri aðstoð — frá þeim — og þá ekki sizt af íslendinga hálfu. Kæru íslendingar. Ég hef hagað orðum mínum þannig einmitt af því að í dag er 17. júní — og af því að sá dagur hefur svo mikla þýðingu fyrir allt íslenzkt menningarlíf, og þá einnig fyrir list ykkar, leiklistina. Eg þekki engan í ykkar hópi hér í kvöld, nema Brynjólf Jóhannesson, sem ég ár um saman og margsinnis sá á leiksviði í Iðnó í gamla daga. En vér þökkum ykkur komuna, af því að þið eruð íslendingar, nán- ustu frændur okkar. íslendingar geta á svo margvíslegan hátt ver ið okkur Færeyingum lyftistöng, meðal annars éc sviði menningar — og þá einnig á sviði listar ykk ar — leiklistarinnar. Þið eruð gestir ckkar þennan dag — velkomnir gestir. Það eru íslendingar alltaf — hvenaer sem þeir koma og hvernig sem þeir koma. •Lauk Erlendur Patursson máli sínu með því að biðja veizlu- gesti að rísa úr sætum sínum og hrópa ferfelt húrra fyrir ís- landi. Fieiri ræður voru íluttar, og meðal ræðumanna voru Bryn jólfur Jóhannesson, Steindór Hjörleifsson, Sveinn Einarsson og Danjil Pauli Danielsen, óðals bóndi. Sá síðastnefndi stundaði búfræðinám á Hvanneyri 1944— 45, og minntist m. a. lýðveldis- hátiðarinnar fyrir 20 árum. Að borðhaldi loknu hófst íær eyskur dans, sem stiginn var fram eftir nóttu og vakti mikinjo fögnuð ísienzku gestanna. Sveitorhöfðingi heiðroður Breiðdalsvík, 22. júní. HINN 20. júní varð Halldór Pét- ur Jónsson á Ásunnarstöðum átt- ræður. I tilefni af því kom Sig- mar sonur hans, veitingamaður i Sigtúni, hingað i einkaflugvél i gær og bauð til kvöldverðar öll- um, sem koma vildu, í félags- heimilinu. Þrátt fyrir inflúenzu, sem hér er á nokkrum bæjum, mætti margt fólk. Var setið í góðum fagnaði langt fram á nótt. Hall- dór Pétur er víðkunnur fyrir framúrskarandi gestrisni og glað værð og sannan félagsmála- þroska. Var heimili þeirra hjóna orðlagt á sinum tíma og var nán- ast félagsheimili Breiðdæla um árabil, því þar voru skemmtanir haldnar. Konu sína, Herborgu Marteinsdóttur, missti hann fyr- ir allmörgum árum, en dvelst nú hjá syni sínum Jóhanni. Þriðji sonur hans, Ásgeir, býr á nýbýli út úr Ásunnarstöðum. Að sjálfsögðu voru afmælis- barninu fluttar kveðjur og þakk- ir fyrir ómetanleg störí fyrr og síðar hér í Breiðdalnum. — Páll. « NORSKAR PLASTVÖRUR FYRIR FISKIÐNAÐINN Fulltrúi fyrir leiðandi norska plastverksmíðju heim- sækir Reykjavík og sýnir nýja gæðaframleiðslu fyrir fiskiðnaðinn. Þeim, sem hafa áhuga á þessu, er boðið að sjá fram- leiðsluna á HOTEL BORG þriðjudaginn 23/6 og miðvikudaginn 24/6. Vinsamlegast hringið á hótelið og ákveðið nánari viðtalstíma. Spyrjið um Per Str0mberg, sölustjóra. Línustampar Síldarbalar Flutningabalar Nýir fiskikassar, sem vakið hafa athygli og eru eftirsóttir í fjöl- mörgum löndum. Framleiddir í sam- vinnu við Chr. Bjel- land & Co. A/S, Stavanger. Avein ITRBMBERC k CO. A/f _____ STR0MMEN, NORGE SigurðurSalómonsson frá Fæti-Minningarorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.