Morgunblaðið - 23.06.1964, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.06.1964, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 23. júní 1964 MORCUNBLADID 21 IVfyndir úr Fjallkirkjunni endurteknar í kvöld SÍÐASTA atriðið á listahátíð- inni, fyrir utan lokadansleikinn, var sýning á „Myndum úr Fjall- ikirkjunni“ í Þjóðleikhúsinu. Var sýnt fyrir fullu húsi þriðjudags- ikvöldið 16. júní og hafa margir látið í ljós óskir um að þessí sýning yrði endurtekin, til að Gunnar Gunnarsson fieiri gætu séð hana. Mun Banda lag ísl. listamanna nú . gangast fyrir ag myndirnar úr Fjallkirkj- unni verði sýndar í kvöld í Þjóð leikhúsinu kl. 8.30. Sýningin er að mestu flokkur mynda úr „Leikur að stráum", fyrsta hluta Fjallkirkjunnar eftir Gunnar Gunnarsson og nær fram í næsta hluta. Koma þar fram margar af litríkustu persónum í bókinni. Þar er Uggi litli Greipsson, sem Björn Jónasson leikur, foreldrar hans, Selja og Greipur, sem Helga Baóhman bg Rúrik HaraldSson leika, afinn Ketlibjörn á Knerri, sem Valur Gíslasón leikur og vinnufólkið, Bjarni smiður, sem Þorsteinn Ö. Stephensen leikur, Begga gamla, sem Anna Guðmundsdóttir leikur, þær Sigga Mans og María Mans sem Herdís Þorvaldsdóttir og Guðbjörg Þorbjarnardóttir leika og strákarnir tveir, vinir Ugga. Lárus Pálsson er sögumað- ur og hefur hann sett myndirnar á svið og búið þær fyrir leik- svið ásamt Bjarna Benediktssyni frá Hofteigi. Var þessum mynd- um ákaflega vel tekið af leikhús- gestum. Verður sýningin endurtekin einu sinni, sem fyrr er sagt, í kvöld í Þjóðleikhúsinu o,g fást aðgöngumiðar þar. Sænskur þjóðdansa- flokkur í heimsókn FÖSTUDAGINN 26. þ. m. kem- ur þjóðdansaflokkur frá Enköp- ing í heimsókn til Þjóðdansa- félags Reykjavíkur og mun dvelj Adsjubei til V.- Þýzkalands. ' Moskvu, 22. júní (NTB) TENGDASONUR Krúsjeffs, forsætisráðherra Sovétríkj- anna, Alexei Adsjubei, rit- stjóri Izvestija, málgagns Sov étstjórnarinnar, hefur þegið boð þriggja vestur-þýzkra blaða um að heimsækja land- ið. — Blöðin, sem bjóða Adsjubei, eru „Merkur" í Múnchen, „Ruhr Nachrishten“ í Dortmund og „Reinische Post í Dússeldorf. Adsjúbei mun halda til Vestur- Þýzkalands síðari hluta júlí og í frásögn af væntanlegri ferð segir Izvestija í dag, að tilgangur henn ar sé að efla gagnkvæman skiln- ing blaðamanna í Vestur-Þýzka- landi og Sovétríkjunum og kynna Adsjubei ástandið í Vestur- Þýzkalandi. ast hér í vikutíma. Flokkur þessi er deild úr Svenska ung aomsringen för bygdekultur. í sambandi við þessa heimsókn verða skemmtikvöld, sýningar og feiðir út á land. Laugardaginn 27. júní verður farið vestur í Hnappadal og verða sýndir bæði sænskir og íslenzkir þjóðdansar á skemmt- un að Breiðabliki í Miklaholts- hieppi um kvöldið. Um hádegi á sunnudag er gert rág fyrir að verða í Borgarnesi og að sýna nckkra dansa í lystigarðinum þar. Síðan verður ekið um Uxa- hryggi, Þingvöll og Haukadal og endað með sýningu á skemmti- kvöldi að Flúðum á sunnudags kvöld. Afturgangan á Suðurnesjavegi (nýja Keflavíkurvcginum). Gangan sést hér öll, eins og hún lagði sig, og geta kommúnistar nú sjá lfir spreytt sig á að telja fylgi sitt. Ferðalög um helgina Miðvikudaginn 1. júlí verður skemmtikvöld á vegum Þjóð- dansafélags Reykjavíkur í Sig- túni í Reykjavík, og gefst þá bæði félagsmönnum og öðrum sérstakt tækifæri til að kynnast gestunum nánar. Fimmtudagskvöldið 2. júlí kl. 23.15 mun hópurinn sýna sænska þjóðdansa og flytja sænsk þjóð- lög í Háskólabíói Verður aðeins þessi eina sýning í Reykjavík. Flokkurinn mun svo halda heim sunnudagsmorguninn 5. júlí. Afturgangan ömurleg TALSVERT var um ferðalög um lielgina, þótt veður hér suðvestan lands væri ekki alltaf sem bezt. Nokkur úrkoma var annað veif- ið. Rúmlega 30 manns fór á veg- um Ferðafélags íslands í Þórs- mörk og dvaldist þar um heigina í sólskini og góðu veðri, þótt slæmt veður væri allt í kring. Lokið er nú við stækkun Skag- fjörðsskála. Þá gengu um 50 manns á Eiríks :.. -. - ■ " ..... •'■ Nokkrir afturgöngumenn á rjátli nm úthverfi Hafnarfjarðar. Á myndinni sjást m.a. þrír blaða- menn kommúnistamálgagnsins, „Þjóðviljans", Jóu Thor Haraidsson, Guðgeir Magnússon og Árni Bergmaaut, jökul á sunnudag. Var farið allt upp á hájökul. Svokölluð „Samtök hernáms- andstæðinga", sem ekki hafa verið starfshæf undanfarin ár, efndu á sunnudag til gönguferð- ar frá Ytri Njarðvík til Reykja- víkurtjarnar. Innan við 120 manns var ekið frá Reykjavík suður eftir snemma um morgun inn. Áður en afturganga komm- únista lagði af stað til Reykja- víkur, töluðu tveir minni háttar spámenn yfir hausamótunum á göngumönnum, sem voru mun færri en ráð hafði verið fyrir gert. Lögðu þessir tæplega 120 af stað til Reykjavíkur. Sjálfir sögð ust íþeir vera tvö hundruð, og svo var sagt í Ríkisútvarpinu á sunnudag. Skv. upplýsingum lög- reglunnar náðu þeir Iþó ekki töl- unni 120, og var þetta leiðrétt í kvöldfréttum í gærkvöldi. Eftir nokkurn tíma hafði um helmingi pílagrímanna verið ekið aftur til Reykjavíkur, og munu þeir fléstir hafa komið til móts við afturgönguna á endaspretti hennar. Um sextíu manns munu hafa haldið út alla leið. Eftir máltíð í Kúagerði voru um 150 manns í göngunni nokkurn spöl. Gengið var eftir hinum nýja Suðurnesjavegi, sem Bandaríkja- menn hafa lagt fé í. Voru göngu menn sammála um, að dollaramal bikið hefði verið mjúkt undir ilj um og sparað þeim mikið skóslit. Þegar afturgangan var nýkomin upp á nýja veginn, flaug flugmað ur yfir veginn. Segir hann Mbl., að gangan hafi þá verið á stærð við tvo men ntaskólabekki í göngufríi. Margt manna úr Reykjavík, Hafnarfirði og víðar að, ók á sunnudag suður á móts við aftur gönguna, til þess að skoða hana og styrkleika kommúnista. Ríkti kátína mikil hjá skammtiferða- fólki þessu, sem mun hafa skipt nokkrum hundruðum, en göngu- menn styggðust við gleði fólks- ins og litu það óhýru auga. Þegar afturgangan hlykkjaðist yfir Kópavogsbrú, voru 120 manns í hala hennar. Tæplega 200 stauluðust niður Laugaveg og bakarabrekkuna; þar af 60 blautir, hraktir og slæptir. Var það heldur óyndisleg sjón, þótt mörgum yrði á að brosa að þess ari ámátlegu hi’yggðarsýn. Aftur- göngumenn báru sumir spjöld i fangi. Á þeim stóð, að þeir væru á móti sjónvarpi, vildu ævarandi hlutleysi íslands og eitthvað svo leiðis. Fundur var síðan haldinn við Miðbæjarskólann, sem sjónvarps- trúðurinn Jónas Árnason stjóm- aði. Framsóknarkomminn Jón Snorri Þorleifsson hélt ræðu. —• Sverrir Kristjánsson, gagnfræða- skólakennari, átti að tala þarna, en hann mætti ekki til fundar. Þess í stað las Þorsteinn ö. Steph ensen, leiklistarstjóri ríkisút- varpsins, upp. Fátt var á fund- inum, eða 4—500 manns, þegar flest var. Afturganga þessi og hinn eymd arlegi hallelújafundur olli komra únistum miklum vonbrigðum, én við öðru gátu þeir ekki búizt. Jafnvel „þjóðin á Þórsgötu 1“ er hætt að nenna að ganga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.