Morgunblaðið - 23.06.1964, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.06.1964, Blaðsíða 26
16 MORGUNBLAÐIÐ r Þrlðjudagur 23. júní 1964 ÞETTA hefði alveg eins getað verið síðasti þáttur Sundmeistara móts íslands, slík var úrkoman á Laugardalsvellinum í gærkvöldi, er KR og Fram mættust. Og há- vaðarok kom í veg fyrir að liðin gætu sýnt nokkurn snefil af knatt spyrnu. Fram vann hlutkestið og kaus auðvitað að leika undan vindin- um og hefði með réttu átt að geta haft' yfirhöndina í hálfleik, en alröng leikaðferð kom í veg fyrir slíkt. Leikmenn liðsins reyndu hið vonlausa, að ná stuttum sam- leik. í þess stað áttu þeir að nota alla möguleika til að skjóta af löngu færi. í eina skiptið, sem slíkt var reynt, lá við, að knött- urinn hafnaði í netinu. Grétar Sigurðsson skaut hörkuskoti langt utan vítateigs, sem hafnaði á þverslánni og íyrir fætur Heimis markvarðar. Eitt mark skoraði Fram í hálf- leiknum, en það var dæmt af vegna rangstöðu. Og í annað sinn var knötturinn á leið í mark, en þá tókst svo illa til, að annar Framari varð fyrir honum og hreinlega varði. KR hugðist gera betur í síðari 1. deíld STAÐAN og markhæstu menn í 1. deild: Keflavík 3 3 0 0 11-6 6 Akranes 5 3 0 2 11-10 6 KR 4 2 0 1 9-5 6 Valur 5 2 0 3 14-14 4 Fram 5 1 0 3 11-16 2 Þróttur 4 1 0 3 5-10 2 Hermann Gunnarsson, Val, 7 Ellert Schram, KR, 6 Haukur Þorvaldsson, Þrótti, 4 Bergur Guðnason, Val, 4 BRÍDGÉ NORÐURLANDAMEISTARA- MÓTINU í bridge lauk s.l. laug- ardagskvöld og varð röð land- anna í opna flokknum þessi: 1. Svíþjóð 62 stig 2. Danmörk 58 — 3. Noregur 49 — 4. ísland 37 — 5. Finnland 34 — í 5. umferð urðu úrslit þessi: Danmörk 1 — Finnland 1 6—0 Noregur 1 — ísland 1 6—0 Finnland 1 — Svíþjóð 1 2—4 Svíþjóð 2 — ísland 2 6—0 Danmörk 2 — Noregur 2 6—0 6. umferð Danmörk 2 — Svíþjóð 2 4—2 ísland 2 — Svíþjóð 1 6—0 Noregur 1 — Finnland 2' 5—1 ísland 1 — Danmörk 1 5—1 Noregur 2 — Finnland 1 6—0 í 7. umferð urðu úrslit- þessi: Finnland 1 — ísland 1 6—0 Noregur 1 Island 2 6—0 8. nmferð ísland 1 — Finnland 2 5—1 Danmörk 1 — ísland 2 4—2 Ekki er hægt að neita því að árangur ísl. sveitanna er heldur slakur. A-sveitin fékk 17 vinn- inga, en B-sveitin 20, svo ekki er mikill munur á árangri sveit- anna. Á fundi sem haldinn var í sam bandi við mótið var ákveðið að næsta Norðurlandamót fari fram í Reykjavík árið 1946. hálfleiknum, en hefði Ellert ekki skorað stórfallegt skallamark eft- ir fyrirgjöf Arnar Steinsen, hefðu stigin mjög sennilega skipzt á milli liðanna. KR var að vísu mun skarpara í sókn sinni en Fram, en brenndi sig á því sama, reyndi að leika ekta knattspyrnu í þessu ruddaveðri. Nokkur stór- hættuleg tækifæri fékk liðið til að skora, en ýmist misnotaði illa, eða Geir varði. Geir var senni- lega bezti maður þessa leiks. Þrí- vegis bjargaði hann meistaralega með nákvæmum úthlaupum, en ekki réði hann við skalla Ellerts. Þetta eru tvö dýrmæt stig fyr- Spánverjarunnu Evrópuképpnina ÚRSLITALEIKURINN í Evrópu keppni landsliða fór fram í Madrid s.l. sunnudagskvöld að viðstöddum 100 þús. áhorfend- um. Spánverjar sigruðu Rússa með 2 mörkum gegn 1. í hálfleik var staðan 1—1. Spánverjar skoruðu á 5. mínútu leiksins og var þar inn- herjinn Pereda að verki. Rússar jöfnuðu á 8. mín. er vinstri út- herjinn Khussinov skoraði af stuttu færí. Sigurmarkið settu Spánverjar þegar 6 mínútur voru til leiks- loka og var þar að verki mið- herjinn Marcelino. Keflavík og Þrótlurkeppa f KVÖLD fer fram leikur í 1. deild milli Keflavíkur og Þrótt- ar. Leikið verður á vellinum í Njarðvík. Leikurinn hefst kl. 8,30. Ferð verður héðan úr Reykjavík frá Bifreiðastöð ís- lands kl. 7 e.h. í sambandi við leikinn, og aftur í bæinn strax að leik loknum. Enn einn fót- brotinn f LEIK Vals og Akraness á Laugardalsvellinum á sunnu- dagskvöld, vildi til það óhapp, að einn varnarmanna Akraness, Bogi Sigurðsson, fótbrotnði. Skeði þett í návígi við Bergstein Magnússon innan vítateigs. Þetta er í annað sinn á skömmum tírna, að leikmaður fótbrotnar á Laug- ardalsvellinum. Hinn var Jón Jóhannesson úr Keflavík. Það var margt um manninn við Akranesmarkið, þegar Vals- menn skoruðu fyrsta mark sitt. í GÆR var sunnan átt hér á landi. Á N- og V-landi var sumstaðar hvassviðri og úr- koma sunnan lands og vestan. Á Vestfjörðum hefur sumstað- ar verið stórrigning. Úrkoman mældist í gærmorgun í Kvíg- indisdal 50 mm og mikil úr- koma var áfram í gær. Hafa hlotizt af skaðar á vegum. Til samanburðar má geta þess að öll júní-úrkoman í Kvígindis- dal er að meðaltali 63 mm. ir KR, sem nú er komið með jafn mörg stig og utanbæjarliðin, en hefur leikið einpm leik fleira en Keflavík og einum leik færra en Akranes. Fram hefði vel getað notað þó ekki væri nema annað stigið til að lyfta sér upp af botn- inum, og með betra skipulagi hefði slíkt verið mögulegt í þess- um leik. Dómari var Baldur Þórðarson og dæmdi ágætlega. Kormákr. Hákonarson mark Akurnesinga í leiknum við Val. (Ljósm.: Sv. Þ.) L deild á Laugardalsvelli: Valsmenn anda léttar - sigruðu Akranes 3:1 ALLT GETUR gerzt í knatt spyrnu — og gerist. Eftir stóran ósigur Vals fyrir Keflavík og sannfærandi sigur Akraness yfir K. R., voru ekki miklar líkur fyrir þeim úrslitum, sem urðu á sunnudagskvöldið í Laugardal. Valsmenn léku nú ákveðig og jákvætt, voru nokkuð samstilltir í sókninni og vörnin óvenju þétt og föst fyrir. Liðið var sem sé aillt annað og betra en gegn Keflavik, og mátti þar sannarlega verða breyting á, því að þá lék það emn lélegasta leik Valsliðs um langt skeið. Akurnesingar voru aftur á móti hærra skrifaðir; ný- búnir að sigra íslandsmeistarana 4—2, og hér mættust nú efri og neðri hluti stigatöflu mótsins. Að visu leit ekki vel út fyrir Vals- menn í hálfleik ,en þá hafði Akranees forystuna, 1—0, eftir tð hafa haft þéttingsvind og rigningu í bakið. Staðan í hálf- leik var alls ekki sanngjörn; lið- in höfðu verið mjög svipuð. og jafntefli því mikið nær. En í síðari hálfleik tóku Hlíðar endadrengir af skarið, skoruðu þrjú mörk og héldu Skagafönn- um í hæfilegri fjarlægð frá sínu eigin marki. Voru yfirburðir Vals greinilegir og þessi úrslit leiksins eftir þeim í réttu hlut- fslli. Akranes átti nú mjög slak- an leik í heild. Fyrri hálfleik- urinn var að vísu sæmilega leik- inn, en í þeim síðari var lítið púður og langt síðan óg hefi ség jafn baráttusnautt Akranes- lið Oft hafa þeir verið véikari aðilinn, en unnið upp það sem á vantaði með baráttu og dugnaði. Ekki bætti úr skák, að vörnin var eins og sprungin síldarnót í hvert sinn, sem knötturinn og Valsmenn nálguðust vítateig- in. Að vísu varð hún fyrir óhappi að missa Boga útaf snemma í leiknum, en það er lítil afsökun; varnarleikurinn var i molum. Valsliðið var að mestu skipað sömu mönnum og gegn Keflavik, nema hvað Guðmundur Ög- mundsson lék aftur með eftir meiðsli, og nú í stöðu hægri fram varðar. Skilaði hann þessari nýju stöðu sinni með prýði. Einnig ex vert að geta Gylfa í markinu. Þar er á ferðinni óvenjumikið efni í góðan markmann. Ef þessi drengur fær góða skólun hjá fyrsta flokks þjálfara, verður hann ekíki lengur litli bróðir Gunnlaugs Hjálmarssonar hand- boltastjörnu. Framlína Valsliðsins hefur i sumar verið mjög til umræðu manna milli. Þar eru á ferðinni goðir knattspyrnumenn, hver fyrir sig, en þegar leika hefur átt saman og hver við annan, hafa félagarnir viljað gleymast, en knötturinn og sjálfsálitið ráð- ið öllu. Eftir leiknum í kvöld að dæma virðist þetta vera að breytast, því nú náðist stundum ágæt sanivinna milli sóknar- manna. Kannske er of snemmt að hæla samileiknum, vörn Akraness truflaði lítið, en ekki trúi ég öðru en að Valssóknin geti, með vilja og meiri æfingu, oiðið sú bezt leikandi í I. deild. Bergur Guðnason, harður og fylginn sér, skoraði fvö af mörk- um Vals, bæði eftir ágáetar send-' ingar fyrir mark frá Reyni Jóns- syni. Það fyrra; jöfnunarmarkið. af stuttu færi, skömmu eftir leikhlé. Nokkrum mínútum síðar færði Hermann Gunnarsson Val forystuna með mjög góðu og föstu Skoti frá vítapunkti. Og rétt fyrir leiklok skoraði Bergur síðara mark sitt, gott mark af fremur löngu færL Mark Akurnesinga, sem kom eftir hálftíma af fyrri hálfleik, skoraði Skúli Hákonarson, og var sjálfur hálf undrandi á, að það skyldi takast. Staðan var; svo þröng, hann kominn svo ná- lægt endamörkum, að markið var nær lokað. Valsmenn eru sem sagt fluttir úr kjallara I. deildar. Þar búa nú Fram og Þróttur 1 samibýli um óákveðinn tíma. Magnús Vignar Pétursson dæmdi leikinn af festu og ákveðni. Kormákr.. fþróttakennsla fyrir unglinga KVENFELAG Grensássóknar er að beita sér fyrir íþróttakennslu fyrir unglinga 12 ára og eldrú Fer kennslan fram á gamla golf- vellinum og verður aðallega kennd knattspyrna og handboltL Hefur Knattspyrnufélagið Fram liðsinnt kvenfélaginu um lán á kennara. Kennslan fer fram á þriðju- dags- og fimmtudaigskvöldum kl 8.30. Þáttökugjald verður 25, kr. Og verður byrjað næstkom- andi þriðjudag 23. júní. ÍS'NAtShnúhr I S■ SttSOhnúler H Snjihomð t Qi! 17 Skúrir £ Þn/mur WtÚ KuUaiht ZS HiUtka H Hmt 1 í istíl ’já ■ ■ •/•-y tozo KR vann Fram 1:0 Ellert skallaði heim bæði stigin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.