Morgunblaðið - 23.06.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.06.1964, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAOIB í>riSjudagur 23. júní 1964 Jlltfgtlisfrlftfrife Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22430. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. STIKKER OG ATLANTSHAFS- BANDALA GIÐ l^óður gestur, Dirk Stikker, ^ framkvæmdastjóri Atlants hafsbandalagsins, hefur verið hér í stuttri heimsókn. Hann ferðast nú á milli aðildar- rfkja bandalagsins til að kveðja forystumenn, en hann lætur af sörfum sem fram- kvæmdastjóri NATO 1. ágúst, en við tekur ítalinn Manilo Brosio. Dirk Stikker er sem kunn- ugt er Hollendingur. Hann var um skeið sendiherra lands síns í London og jafnframt hér á landi. Hann kynnti sér vel íslenzk málefni og hefur sagt: „Sjálfum er mér kært að líta svo á að ég sé knýttur yð- ur sérstaklega nánum bönd- um, bæði vegna ára minna sem sendiherra hjá íslending- um og einnig sökum þéss, að ég á líka til sjósóknara að telja og frelsisunnandi þjóð- ar, sem háð hefur hörðustu baráttu sína við náttúruöfl- -m“. Stikker var áhrifamaður í heimalandi sínu áður en hann hóf störf fyrir Atlantshafs- bandalagið. Meðal annars átti hann drjúgan þátt í því að koma á þeirri heilbrigðu skipan í verkalýðs- og launa- málum, sem ríkir í Hollandi. Hann var einn þeirra foringja í hópi vinnuveitenda, sem lögðu sig fram um að koma á sérstakri stofnun, sem f jall- ar um verkalýðsmálefni, og var hann fyrsti forseti þess- arar stofnunar af hálfu vinnu veitenda, en hinn forsetinn sat þar af hálfu verkalýðsins. Starf framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins er eitt hið þýðingarmesta í ver- öldinni. Það er fyrst og fremst vegna tilvistar NATO og starfs þess, sem tekizt hefur að hindra yfirgangsstefnu kommúnista. Það er vegna starfs þessa bandalags, sem heimsfriður hefur verið tryggður fram að þessu og of- beldismenn eru nú byrjaðir að skilja, að lýðræðisríkin munu ekki beygja sig fyrir jjfbeldishótunum. AFT URGANGAN l»að var smellið nafn, sem * kommúnistar komu á sapmtök sín um göngutilburði, þegar þeir sögðust ætla að „ganga aftur“. Síðan hefur enginn talað um Keflavíkur- gönguna heldur afturgöng- uua. Þessa afturgöngu óttast nú- tímamenn ekki meir en aðra drauga, enda skemmti fjöldi manns sér konunglega við að horfa á lúpulegt liðið rölta í bæinn. Vonandi leggja kommúnist- ar og sakleysingjarnir þeirra ekki niður þennan árlega skemmtiþátt. Þetta er eini sirkusinn, sem menn hafa hér á landi, og ekki skaðar, að hann er ókeypis fyrir áhorf- endur, þótt útgjöldin við sær- ingarnar, áður en draugurirín er fullburða, nemi líklega fremur hundruðum en tugum þúsunda króna fyrir komm- únistaflokkinn. STORIÐJAN IT'élag hefur nú verið stofnað A til undirbúnings kísilgúr- vinnslu við Mývatn. Er þar um að ræða einn þátt þeirra stóriðjuframkvæmda, sem undanfarið hefur verið rætt um, og má segja að það mál sé nú svo vel á veg komið, að ekki ætti lengi að dragast að framkvæmdir hefjist. Þótt kísilgúrverksmiðjan sé ekki mjög stórt fyrirtæki, styrkir hún atvinnulífið, því að ný útflutningsvara skap- ast við tilkomu verksmiðjunn ar. Auk kísilgúrverksmiðjunn- ar hefur mest verið unnið að tveim öðrum fyrirtækjum, það er að segja alúminíum- bræðslu og olíuhreinsunar- stöð. Þau mál eru nokkuð skemmra á veg komin, en þó er þegar ljóst orðið, að um mikinn fjárhagslegan ávinn- ing gæti orðið að ræða fyrir íslendinga af byggingu slíkra fyrirtækja. Um það ætti ekki að þurfa að deila, að íslendingum beri að styrkja þá atvinnuvegi, sem fyrir eru, en jafnframt að hefja nýjar atvinnugrein- ar, einkum stóriðju, þar sem lítið vinnuafl þarf til að fram- leiða gífurleg verðmæti. Bætt lífskjör verða ekki tryggð nema með aukinni framleiðslu, og framleiðsluna er ekki hægt að auka, þegar vinnuaflsskortur er, nema með þeim hætti að hagnýta betur tækniframfarir og nýj- ungar. IngiríSur Danadrottning ræflir vifl Nínu Krúsjeff í veizlu, sem dönsku konungsh jónin héldu sové/;ku forsætisráð- herrahjónunum í Fredensborg Er Walleriberg jA enn a Vín, 19. júní, NTB ÓHÁÐA dagbiaðið „Kurier“ segir frá þvi í dag að Austur- ríkismaðurinn Franz Laufer hafi í trássi við aðvaranir sovézku ieyniþjónustunnar sa.gt frá því að hann hafi hitt Svíann Raoul Wallenberg; í Lubianka- fangelsinu í Moskvu. Raoul Wallenberg, sem var sériegur sendimaður sænska Rauða Kross- ins, hvarf í Búdapest þegar sovézkir herir náðu borginni á sitt vald í heimsstyrjöldinni síð- ari. Tólf árum síðar, eftir marg- itrekaðar fyrirspurnir Svía, lýsti Sovétstjórnin því yfir að Wailenberg hefði látizt af hjarta sia,gi í Lubianka-fangelsinu í Moskvu árið 1947. Síðan hafa margir menn gefið 3ig frarn, er setið hafa í fangelsinu og segjast hafa séð Wallenberg þar löngu eftir 1947. Allar horfur eru taldar á því að sænska stjórnin hreyfi máli þessu við Krúsjeff forsætisráð- b.erra er hann kemur til Stokk- hólms í næstu viku. „Kurier“ sagði frá því að Austurríkismaður nokkur, Franz Laufer, sem setið hafði í Lubi- anka-fangelsinu fyrir áratug og hitt þar Wallenberg í janúar 1954, sex árum eftir að hann var sagður látinn, hefði í júní í ár verið varaður við að láta nokkuð uppskátt um það sem hann nefði séð í Sovétrí'kjunum. Hefðu tveir sovézkir sendimenn komið að honum á götu í Vín 3. júní, varað hann við uppljóstrunum og sagt að Wallenberg yrði að vera dauður áfram. Laufer kvað Wallenberg hafa sagt sér að hann hefði verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrie njósnir en væri saklaus af slíku. Wallenberg hefði sjálfur verið þeirrar skoðunar að sovézk yfir- völd hefðu viljað koma í veg fvrir að hann ljóstraði upp um aftöku ungverskra Gyðinga, sem hann hafði orðið vitni að skömmu eftir að Rússar náðu Búdapest á sitt vald. Blaðið gerir þá athugasemd við þetta að augljóst aé að sovézku leyniþjónustunni sé mjög umhugað um að engar fregnir af Wallenberg berisfc mönnum til eyrna. Blaðið bætir því við að Franz Laufer hyggist fara huldu höfði um sinn. ,Hef gaman af jbv/ Jbegar blikur eru á loffi í alþjóðamálum' sagði Mao Tse-Tung við Suður-ameríska kommúnista Moskvu, 19. júní, NTB. í GREIN sem birtist í Izvestia í dag segir Eduardo Mora Val- verde frá Costa Rica, frá því er Mao Tse-Tun,g lýsti því yfir fyrir fimm árum við sjálfan hann og aðra Suður-ameríska kommunista, að Kinverjar myndu aldrei leita sátta við Bandaríkjamenn, heldur yrðu þeir síðarnefndu að láta undan siga. Mao tók á móti hinum suður- amerísku gestum sínum í járn- brautarlestarklefa nærri Oheng- chow í Honan-fyliki í marz-mán- uði árið 1959. Kvað hann marx- ismann fyrst og fremst eiga að einbeita sér að Asíu, Afríku og Suður-Ameríku en láta hinn vestræna heim bíða betri tíma. Mao hélt því fram, að innan tíðar myndu Formósa og eyj- Við íslendingar höfum lagt kapp á að tileinka okkur tækni þeirra landa, sem lengst eru komin, en við get- um ekki látið okkur nægja að reka einungis smáfyrirtæki, því að stóriðja skilar mestum arði. Þess vegna á að halda á- fram að vinna að undirbún- ingi stóriðjufyrirtækja. arnar Quemoy og Matsu hverfa aftur til Kínaveldis og bætti við: „Land okkar er víðáttumikið og við getum verið án eyja þessara eins lengi og verkast vill. Við leitum einskis samkomulags við Bandaríkin í þessu máli. Við setjumst ekki að samningaborði með þeim nema þeir sýni ein- hverjar tilslakanir í staðinn. Ef þeir vilja ekki viðurkenna okkur, viljum við ekki heldur viðurkenna þá“. Mao kvaðst mikið hafa lært af John Foster Dulles, fyrr- verandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. „Stefna Dulles- ar var harðneskjuleg eins og henni var beitt gegn okkur — en við skildum hvað að baki lá og þegar við sVo beittum henni sjálfir lá við stríði“, sagði Mao. „Sjáifur hef ég gaman af, þegar blikur eru á lofti í al- þjóðamálum“ sagði Mao, og Bandaríkjamönnum er hollast að gera sér grein fyrir því að þau alþjóðavandamál sem þeir hafa skapað sér sjálfir voru engin vandamál fyrr en. þeir komu til skjalanna“, K í n ve rsk i kommú n is taleiðtog- inn lagði því næst til atlögu við hleypidóma fólks og sagði: „Marg ir hafa beyg af Atlantshafs- bandalaginu. f»að er þó ekki gert úí járwbentri steinsteypu eða múrsteini, heldur einum saman pappír. Hugmyndin um mátt og veldi Bandaríkjanna er ekki annað en hleypidómar heimskra manna. Mao talaði með fyrirlitningu um Sameinuðu þjóðirnar og við- leitni þeirra til að koma á friðí í heiminum. Svo var á honurti að heyra sem honum væri held- ur ekki meira en svo gefið um tiiraunir hinna kommúnistaland- anna til að koma Kína inn í sam- tökin. 600-706 dönsuðu í 300 manna húsi Akranesi, 22. júní, ! DANSLEIKUR var haldinn st, laugardagskvöld í féiagsheimii- inu Brún í Bæjarsveit, Músið tekur hátt í 300 manns, en t.tlið er að komið hafi 600—700 manns á dansleikinn, sem hófst kl. 22 um kvöldið. Allt fór skaplega fram þvi 9 lögreglumenn voru komnir á vettvang. Leitað var í bilum á leið að Brún og sömuleiðis í bil- um, sem þaðan fóru. Allt viw, sem lögreglau fanu lagði húu hald á, þar tU að danuteik loku- um. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.