Morgunblaðið - 23.06.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.06.1964, Blaðsíða 6
6 MORCU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 23. júní 1964 ENGILL DAUÐANS (E1 Angel Exterminador), mexikönsk frá 1962, Bæjarbíó. Leikstj.: Lujs Bunuel. ÞAÐ er fyrst með myndunum Nazarin og Viridiana, sem at- hygli íslenzkra áhorfenda fer að beinast að kvikmyndasnillingn- um og móralistamanninum Luis Bunuel. En þá var harrn búinn að vera stórt nafn í heimslistinni frá því Andalúsiuhundur hans (1928) og Gullöldin ("1930) komu fram, þær hörðustu hnútasvipur sem beitt hefur verið í kvik- myndasögunni á smáborgarahugs unarháttinn, hræsnisiði þjóðfé- FYRSTI Bandarikjamaður- inn, sem lokið hefur námi við háskóladeild Maryland Háskóla, sem starfar á Keflavíkurflug- velli, er Ralph L. Moore, yfir- maður í flota Bandaríkjanna, og var honum við hátíðlega at- höfn afhent prófskírteini sitt, i yfirmannaklúbbnum á Kefla- víkurflugvelli hinn 8. júni sJ. Ralph L. Morre hóf fyrst nám sitt við háskólann í Pittsburg ár ið 1940, en gegndi svo herþjón- ustu, þar sem honum var ekki unnt að halda námi áfram, þar til hann komst að herstöðvum þar sem deildir úr Maryland háskóians störfuðu, en þær eru alls í 21 landi og hér á Atlants- hafssvæðinu í 8 löndum. Þessi nemandi hefur verið það hefur tekið hann 24 ár að þrautseigur við námið, því að ljúka prófi. Kennsla fer öll fram á kvöldin og miðast við frítima hermannanna. Þessi háskóladeild í Keflavík var stofnuð 1952 og hafa síðan nokkur hundruð nemendur ver- ið þar við nám, en flutzt svo til annarra deilda. Nú eru við þessa deild hér 50 nemendur og er það með fæsta móti. Yfir- maður allra háskc't adeildanna, sem erlendis starfa, Ray Bhrens berg segir, að verkefni flestra deildanna færu minnkandi vegna fæikkunar á hermönnum og jafn- vel stöðvum, en þetta háskóla- nám hefði borið mjög góðan ár- angur og verið hermönnum sem dveljast fjarri heimahögum mik il stoð. Dr. Ehrensberger ferð- ast stöðugt á milli allra deild- anna og kom að þessu sinni frá Heidei.berg í ÞýzkaLandi og hei- lagsins og kredduspillingu. Film- ía sýndi í vetur Andalúsíuhund Bunuels og virðist myndin enn þá geta hrært upp í geðmollu sjálfsánægðra manna sem enn hafa ekki komið auga á tilgang þein-a aðferða sem Bunuel notar, eða nenna ekki að ígrunda hann og lifa sælir í hugljúfri ímyndun um fullkomið og fagurt mannlíf í skjóli Kínamúrs sjálfsblekking- arinnar. En þau atriði sem hneyksla marga gerir Bunuel ekki til að hneyksla áhorfandann, heldur til að fá hann til að blygð ast sín og opna augu hans fyrir spillingunni og óréttlætinu sem fær að þróast í mannfélaginu. ur nú yfir 4000 flugtíma a síð- ustu 14 árum. Framkvæmdastjóri háskóla- deildanna á Atlantshafssvæðinu er Monty Pitner M.S., sem einn- ig ferðast á milli deildanna en dvelst lengur á hverjum stað. Það þótti mikill viðburður, þegar fyrsti nemandinn útskrif- aðist frá deildinni á íslandi, og vooru flestir æðstu yfirmenn varn arliðsins viðstaddir, svo og nokkrir íslenzkir háskólaborgar- ar. Fyrir nokkrum árum stundaði Ragnar Stefánsson, Vestur-ís- lendingur, nám við þessa há- skóladeild Maryland háskólans en hann lauk prófi við móður- skólann úti í Bandaríkjunum. ★ EKKERT NÝTT ÉG SÁ í Mbl. á sunnudag- inn, að þrir ítalir hefðu verið hér á ferð í lítilli flugvél, á leið yfir Atlantshaf. Þeir sögðu fréttamanni blaðsins, að ferðin væri farin til að sýna fram á að hægt væri að fljúga langar leiðir með aðstoð einfaldra tækja — í flugvélinni höfðu þeir aðeins radíó og kompás. Menn þurfa varla að fljúga yfir þvert Atlantshaf til þess að sýna fram á að hægt sé að komast leiðar sinnar í flugvél með radíó og kompás til leiðar- reikninga. Það er búið að sanna þetta oft og mörgum sinnum, eða ætli Lindbergh hafi haft margbrotinn útbúnað um borð þegar hann fór sína frægu ferð? Og síðan hafa óteljandi ofur- hugar gert allt milli himins og ]arðar. En á þessari tækniöld er oft sem menn gleymi afrek- um fortíðarinnar — og jafnvel íslendingum finnst orðið óhugs- andi að fara milli landa í Sky- masterflugvél. * TREYSTA Á AÐRA Allar þessar tækninýjungar Ólíkt Viridiönu, og ef til vill verður það til að deyfa áhuga almennings fyrir myndinni, er Engill dauðans laus við „sensa- tional“ atriði, en er fyllri og ró- legrj og merkilegra kvikmynda- verk, án efa ein merkilegasta kvikmyndahugvekja samtímans. Hér nær list Bunuels þeirri full- komnim að varla verður lengra haldið. Nýjasta listaverk hans, Dagbók herbergisþemu (Le Joumal d’une femme de cham- bre), bíður vonandi ekki lengi hingaðkomu. E1 Angel Exterminador — orð- rétt þýðir nafnið Engill tortim- ingarinnar, en Bunuel segist að- eins hafa valið þetta nafn vegna þess hve honum þótti það fallegt, — átti upphaf sitt í smáatviki sem Bunuel hugsaði sér; auðugt fólk í samkvæmi. Það getur ekki yfirgefið veizlusalina vegna ein- hverrar ósýnilegrar hindrunar og við innilokunma flagnar smám saman af því þunn gylling sið- menningarinnar. Þessa hugmynd hefur Bunuel útfært og stækkað í kvikmynd sem ef til vill sýnir mannkynið með dæmisögu, inni- lokun mannsins í eigin fordóm- um og kreddum, og upplausnina þegar þunnri blæju siðmenning- arinnar er svift aí honum. Maður inn er innilokaður í sínum eigin heimi blekkinga og lyga. Ef hjúp urinn sviftist af honum á augna bliki sannleikans, blygðast hann sín fyrir þeirri mynd er hann sér og sveipar sig hulunni á ný. Þannig sjáum við veizlugestina í kirkjunni í lok myndarinnar, hjúpaða á ný í dulum siðmenn- ingar og aftur mnilokaða. Þegar horft er á þessa mynd hvikar hugurinn æði oft til þeirr ar myndar sem William Gold- ing dregur upp í sinni merku dæmisögu Lord of the Flies (Flugnahöfðinginn). Hjá Bunuel og Golding virðist niðurstaðan lík. Þrátt fyrir hinn mikla „menn ingarþroska" og „þróun“ mann- kynsins er grunnt á dýrinu í manninum, við fyrstu þolraun- ina varpar hann af sér siðmenn- valda því, að menn spyrja oft sjálfa sig hvernig eitt og annað hafi verið framkvæmanlegt hér áður og fyrr, þegar fólk hafði ekki neitt til neins og afl manns- likamans, fimi handanna eða útsjónasemi hvers og eins réði því hvernig verkefni daglega lífsins voru leyst. Menn fengu þá ekki skurðgröfu til að grafa skurði eða krana til að færa stórgrýti úr stað — og löng- um var tækniútbúnaður til sjávar og sveita ekki mikill fyrirferðar. Menn. urðu þá að treysta á eigið afl, en nú venj- ast menn smám saman á að treysta á eitthvað annað — og gera að sama skapi auknar kröfur til allra annarra en sjálfs sín. ★ AUGEÝSING Þeir, sem veiða síldina fyrir austan — með fisksjá, asdic, dýptarmæli, kraftblökk, 60 eða 80 faðma djúpri nót — og hafa ratsjá, loftskeytatæki og hvað þetta heitir allt saman — þeir eiga að vonum erfitt með að gera sér í hugarlund hvernig hægt væri að stunda ingargærunni cg I ljóð kemur frumveran sem berst með kjafti kjaftfyllinni úr villibráð tilver- unnar. Hin fögru orð, hinar göf- ugu hugsjonir og tilfinningar eru að engu orðin á stund upplausn- arinnar. Og það sem Bunuel sýn- ir, er dæmisaga um upplausn mannkynsins. Þetta er viðvörun manns sem ber kvíðboga fyrir framtíð meðbræðranna og vill opna augu oklcar. En hvað gerum við þegar við sjáum þessi verk Bunuels? Skynjum við aðvörun- ina? Yppum víð ekki öxlum eða borfum móðguð á þetta og segj- um: „Akkvurju er verið að sýna manni sona ógeðslegheit? Maður inn hlýtur bara að vera klikkað- ur. Má ég þá heldur biðja um eitthvað hugljúft með henni Conny og honum Pétri með fall- egum Týrólasöngvum útá, eða Herragarðssögu með Dirch Pass- er innaní". Þannig eru oft hin sljóu við- brögð gagnvart myndum Bunu- els gagnvart krufningu hans á mannseðlinu og framvindu tilver unnar, þrjózku mannsins í dag við að ríghalda í siðalögmál sem hann kastar umhugsunarlaust fyrir róða á morgun. Þannig hef- ur verið margreynt að aflífa Bunuel í gaskiefum almennings- álitsins. veiðar með einhverjum árangri og sigla um öll heimsins höf hér áður og fyrr áður en Simrad, Decca og öll þessi fyrirtæki komu til sögunnar. Það, sem ítalarnir eru nú að gera með Atlantshafsflugi sínu — og fjölmargir aðrir eru alltaf að gera, þetta hefur líka verið gert á sjónum. Hugdjarfir eða fífldjarfir menn hafa siglt á smákænum yfir þver og endi- löng heimshöfin, sjaldnast til að sanna að slíkt sé í raun og veru hægt, heldur miklu oftar til þess að auglýsa sjálfa sig eða eitthvert tæki, sem þeir hafa haft meðferðis eða þjóð sína. Þannig hafa Danir og Norðmenn til dæmis farið nokkrar ferðir á vikingaskip- um í auglýsingaskyni' fyrir lönd sín og þjóðir — og þykir slíkt ekkert hjákátlegt úti í heimi. * VÍKINGA-STIMPILLINN Mér hefur alltaf þótt það hálf hart að þurfa að gefa Norð- mönnum og Dönum hálfgerðan einkarétt á víkingum og vík- ingaskipum i heimsblöðunum. I EI Angel Exterminador hverf ur Bunuel að nokkru aftur til súrrealismans eins og hann birtist í Andalúsíuhundi. En hann brosir oft að þeim langsóttu skýringum sem gagnrýnendur reyna oft að finna í táknum hans: „Ég nota aldrei tákn. Ég set aðeins hlut- ina í myndir mínar, vegna þess að það dettur í mig að gera það. Skógarbjörninn, sem truflar veizlugestina er bara hafður með af því að ég hef gaman af skógar bjömum, það er eina skýringin'*. Hvort taka ber Bunuel alvarlega í þessu efni er álitamál, því hann er einnig mikill skelmir og hefur oft gaman af að leggja fram tor- ráðnar gátur í myndum sínum og brosir svo bara að heilabrot- um gagnrýnendanna og marg- brotnum útskýringum þeirra. Enginn hugsandi maður ætti að láta hjá líða að sjá þessa tákn- mynd Bimuels, líta í þann spegil er hann heldur frammi fyrir okk- ur, líta í eigin barm. Menn geta bölsótast yfir afstöðu Bunuels, en einlægni nans og hreinskilni verða ekki dregin í efa. Svatsýni hans og áhyggjur eiga rætur sín ar í raunverulegri umhyggju hans fyrir hinum jarðneska því lítig höfum við gert til þess að hafa okkur í frammi á þessu sviði. Það er ekki óalgent að sjá danska víkinga bíta í skjaldarrendur í auglýsingum víða um lönd. Því geta ekki nokkrir vaskir íslendingar tekið sig saman og siglt vík- ingaskipti til Bretlands — tii dæmis? Ég er viss um að hægt væri að afla fjár til skipasmíð- arinnar, ef undirbúningur væri nægur. Mörgum finnst það e. t. v. fáfengilegt að hugsa um slíka hluti, hvað þá heldur að láta sér koma til hugar að við fær- um að taka þátt í þessu alþjóð- lega auglýsingastríði með brögð um og brellum. En ef einhverj- ir hafa þörf fyrir að reka áróð- ur og kynningarstarfsemi út á við, þá eru það íslendingar. Þeta væri líka tilraun (sam- rýmanleg nútímanum) ’ til þess að endurheimta víkinga-stimp- ilinn. Enda þótt þessir blessaðir víkingar hafi ekki vesið neinir „séntelmenn", þá hafa þeir það mikið gildi í sögunni, að ná- grannaþjóðir okkar nota gjarn- an víkinga-stimpilinn til þess að auglýsa nafn sitt. Það er kom- inn tími til að gera eitthvað 1 málinu. Lýkur háskólaprófi á Keflavíkurvelli manni og örlögum hans. Pétur Ólafsson. Sjálfvirka þvottavélin LAVAMAT „nova 64“ Fullkomnari en nokkru sinni. Óbreytt verð. AEG-umboðið Söluumboð: HtJSPRÝÐI h.f. Sími 20440 og 20441

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.