Morgunblaðið - 04.07.1964, Blaðsíða 3
MÖRCUNBLAÐIÐ
3
Laugadagur 4. júlí 1964
fliiiiiiilliiiiiiiiiiiiiiiiliiiliiiiiiiiiniiliiiiillliiliiiiillliililill
nillllllllllllllllllillillllllliiiiliillllllliiiiiiliiiiliiiililllllllili
1 í LÆKNADEILD Háskóla ís-
s lands stunda nú nám tveir
M sænskir piltar og eru þeir
= - fyrstu Svíarnir sem það gera.
= Þeir heita Folke Solheim og
E Bengt Frisk og eru frá Jön-
M köping. Þeir hafa verið hér
= í þrjú ár og luku fyrsta hluta
S prófi nú í vor. Þegar frétta-
!= maður blaðsins hitti þá að
S máli eftir að prófum lauk,
= voru þeir að koma úr fisk-
S vinnu, uppskipum úr togara
S við höfnina kváðust þeir ætla
S að fá sér vasapeninga áður en
S þeir byrja vinnu í sjúkrahús-
s um hér í júlímánuði, Folke
H Solheim á Kleppi og Bengt
= Frisk í Landsspítalanum.
S Aðspurðir um hvers vegna
S þeir hefðu komið alla leið tii
S íslands til að læra læknis-
S fræði, gáfu þeir eftirfarandi Bengt Frisk og Folke Solheim frá Jönköping, fyrstu
= skýringar. — Aðallega eru sænsku læknanemamir í Háskólanum í Reykjavík.
(Erfiðara um styrki og lán hér,
| en auðveldara að vinna fyrir sér
segja sænsku læknanemarnir við Hdskóla íslands
það þrengslin í læknadeildum
háskólanna í Svíþjóð. Þar er
aðeins rúm fyrir 600 lækna-
nema og samkeppnin um sæt-
in gífurleg. í fyrsta lagi verð-
ur stúdentinn að vera úr stærð
fræðideild eða taka aukanám
fyrst. En aðallega fer það þó
eftir einkunnum á stúdents-
prófi hverjir hljóta hnossið.
Þessvegna leita sænskir stú-
dentar svo mjög í erlenda
læknaskóla, og þeir félagarn-
ir fóru einnig að líta í kring-
um sig. Norðurlandaskólarnir
komu helzt til greina, þar eð
ákveðið var 1961 að próf frá
þeim, og reyndar fleiri Ev-
rópuskólum, gilti jafnt og
sænskt próf, en einkum það,
að sænskir nemendur geta
fengið sænska styrki ef þeir
stunda nám í háskólum á
Norðurlöndum. Það eru 22
þús. kr. á ári fyrstu 3 árin
og 25 þús. kr. lán á ári. Þetta
reið baggamuninn hjá þeim
Folke og Bengt. En augastað
á íslandi fengu þeir einkum
gegnum skólabróður sinn, Val
Jóhannsson, son íslendingsins
Vilhjálms Jóhannssonar, sem
er læknir í Svíþjóð, en Valur
ætlaði sjálfur að leggja stund
á læknisfræði í Háskóla ís-
lands.
Þeir Folke og Bengt sögðu =
að þeim líkaði mjög vel bæði =
á íslandi og við skólann. — s
Gæði læknadeildarinnar eru |j
svipuð og í háskólum heima, =
segja þeir, en námið er skipu j|
lagt öðruvisi. í Svíþjóð er það H
líkara menntaskólanámi, en M
lesin ein grein í einu og henni M
lokið með prófi og verklega' j§
námið er meira. En nemand- §
inn fer aldrei í próf í svo ||
miklu af efninu í einu, eins p
og gert er við embættispróf =
hér. í stuttu máli virðist nárn M
ið hagnýtara í Svíþjóð, en M
teotetiskrara .hér. M
Hvað samanburði á náminu s
viðvíkur og efnahagslegum §
erfiðleikum námsmanna, ||
ir, að hér væri erfiðara fyrir =
námsmenn að fá lán og styrki =
en í Svíþjóð, en auðvelt að fá =
vinnu. í Svíþjóð aftur á móti E
væri sumarfríið styttra og þá =
engin vinna á sjúkrahúsun- ~
um, en nemarnir missa af því =
að geta unnið sér inn peninga. s
Og svo er það herþjónust- s
an, sem læknanemar, tann- M
læknanemar og lyfjafræði- g
nemar verða sérstaklega að M
gegna á sumrin meðan þeir |j
eru við nám. Þeir þurfa að g
leysa af hendi í allt að 18 mán =
aða herskyldu. Folke Solheim =
er búinn að fara tvisvar á =
sumrin í herinn síðan hann M
hóf læknanámið, Valur Jo- EE
hannson er núna að gegna j|
herskyldu sinni í Svíþjóð, en M
Bengt Frisk fær að ljúka =
sinni þegar hann er búinn =
með námið.
Þeir félagarnir segjast ekki =
þurfa að kvíða því að ekki s
verði nóg að starfa að nám- s
inu loknu, því í Svíþjóð er E
20% lækna erlendir. Þeir M
segjast ekki nægilega kunn- M
ugir því hver munur sé á
kjörum lækna þar og á ís-
landi, en segja þó. — Læknar M
hafa meira kaup í Svíþjóð,
en það er líka tekið miklu
meira af þeim í skatta. Og
þeir sem vinna á sjúkrahús-
um þar fá ekki að reka sjálf
stæðar lækningar með.
lillllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllHllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllill lllllllllllllllllllillllllllllllllilllllllllllllilllllllllllllllllllillllllllillllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilll
Eftirleiðis verður raðsprengt
í grjótnámum borgarinnar
1 GREIN þeirri, er birtist hér
í blaðinu s.l. þriðjudag uim hina
mik/.u sprengingu í grjótnámu
bæjarins í Kletti, var þess get-
ið að umrædd sprenging hefði
verið gerð samikvæmt fyrirsögn
brezks sérfræðings. Umraeddur
sérfræðinigur, hr. námuverkfræð
ingur S. Griffith, heif.ur haft sam
band við blaðið og óskað eftir
leiðréttingu á þessum ummæl-
um.
„Þegar leitað var til mín ráða
tim hvemig spara mætti sprengi
kostnað við grjótnámuna“, sagði
hr. Griffith, „fór ég á staðinn
og athugaði aðstæður. Var þá
búið að bora tuttugu holur á
brún stálsins. Aðspurður kvaðst
verkstjórinn vera vanur að nota
um 50 pund af 80% sprengiefni
(gelatine) í hverja holu, og
reiknaðist mér til að með tilliti
til fjarlægðar mif.li borhola óg
dýptar væri sprengimagnið mjög
hæfilegt, þannig að ekki væri
hægt að minnka það til sparn-
aðar. Lá þá beinast við að ráð-
leggja notkun veikara og ódýr-
ara sprengiefnis í efri hluta hol
unnar, þar sem iriinni sprengi-
krafts er þc>r| og gefa aðötæð-
ur í opnum grjótnámuim sem
þessari mjög mikla möiguleika á
notkun ódýrs sprengiefnis, þar
eem mótstaðan er lítil. Ráðlagði
ég verkstjóranum að nota í
þessa sprengingu 35 pund af
80% sprengiefni í botn holunn-
ar en 15% af semi-gelatine of-
*r í holuna, en semi-gielatinið
er mun veikara sprengiefni og
mun ódýrara. Var semi-gelatinið
fengið að láni hjá Véltækni h.f.
sem notar það með góðum ár-
angri við sprengingar í Foss-
vogsræsi.
Ég vil taka það fram, að ég
var- einungis beðinn um að gefa
ráðleggimgar sem til sparnaðar
mættu verða með hleðslu hol-
anna og gerði ég það með því
að nota veikara og ódýrara
sprengiefni en áður var notað,
sem að framan getur. Það var
tekið sem gefið að við spreng-
inguna yrðu notaðar tímahvell-
hettur, sem rnundi hafa sprengt
eina hoilu eftir aðra, í stað þess
að sprengja í einu 20 holur, sem
samtals innihavda þúsund punda
sprengimagn. Ætti hverjum
manni að vera Ijós sú hætta sem
í því er samfara.'Raðsprengingu
mikiils magns sprenigiefnis,
miðað við að allt sprengiefnið
springi í einu, má líkja við að
hnefaleikari gefi manni nokkur
simáhögg í magann og svo skyndi
lega eitt heljarhöigig. Maðurinn
þolir smáhöiggin en fellur af því
stóra. Eins er með jörðina, hún
þolir margar smásprengingar en
skelfur af einni stórri.
Tímahvedlihettur eru alls stað
ar notaðar við stærri sprenging-
ar og hafa verið notaðar hér á
iandi lengi og draga mjög úr
hættu við sprengingar í byggð.“
Hr. Griffith taldi árangur
nefndrar sprengingar góðan, en
þó hetfði hann verið ennþá betri
ef raðsprengt hefði verið og ef
til vill mætti ennþá spara hið
dýrara sprengiefni með notkun
meira semi-gelatini, en það væri
að sjáLfsögðu verksljóra að
dæma um árangur hverrar
sprengingar og velja sprengiefni
eftir því.
Hr. Griffith starfar hjá The
Explosives and Chemieal Prod-
uots í London og ferðast víða
um heim sem ráðgefandi
sprenigisérfræðingur. Hann er
hér í annað sinn í ár á vegum
Véltækni h.f. og gefur tækni-
legar ráðleggingar í sambandi
við notkun og meðferð sprengi-
efnis.
Morgunblaðið hafði sam-
band við Guðlaug Stefánsson,
yfirverkstjóra borgarinnar, og
spurði hann, hvort hann hefði
eittlhvað frekar að segja um
þetta mál. Guðluagur sagði, að
þar sem hann hefði orðið var
við að nokkur órói, og jafnvel
hræðsla, væri í mönnurn út af
sprengingunum í grjótnámunni
við Klett, væri rétt að taka fram
nokkur atriði.
í fyrsta lagi mætti benda á,
að sprengt hefði verið í fyrr-
nefndri grjótnámu síðan 1949
án kvartana, nema hvað íbúarn-
ir í bröggunum rétt fyrir ofan
námuna hefðu orðið fyrir ein-
hverju ónæði, þó ekki meira en
svo þeir hefðu umborið það.
í öðru lagi hefði alla tið ver-
ið sprengt með raðhveilhettum.
Þá hefði sprengingin verið fram
kvæmd á þann hátt, að borað-
ar voru þrjár holuraðir í berg-
ið með loftborum: neðst í berg-
inu, í miðjunni og uppi á því. Síð
an hefði verið keðjusprengt með
hvekhettum.
„Eins og kunnUigt er“, sagði
Guðlaugur, „er erfitt verk að
bora með handbor og krefst
mikils mannafla. Loftorka h.f.
tók að sér borun Og sprengingar
í námunni með nýjum tækjum:
voru þau fyrst notuð 23. júni
s.l. og níu holur boraðar í röð
ofan á bergið. Þar sem staðsietn-
ing holanna var frábrugðin því
sem áður var, áleit sprengjumað-
urinn að óhætt væri að sprengja
án þess að nota raðhvellhett-
ur. Það var gert og engin kvört
un barst.
í næsta skifti, föstudagskvöld-
ið 26. júní, voru sprengdar 20
holur með sömu aðferð, nema
hvað breytt var um hleðslu í
holunum, eins og hr. Griffitlh
getur um. Við þá sprengingu
kom nokkur jarðtitringur, eins
og kunnugt er.
Hér eftir,“ sagði Guðl augur
að lokum, „verða sprengdar
færri holur í einu, og borað
verður bæði uppi á berginu og
við rætur þess. Holumar verða
hafðar aðeins grynnri, sem þýð-
ir að minna sprengjumagn verð-
ur notað í hverja holu. Við
sjálfa sprenginguna verða notað
ar tímahvellihettur sem fyrr.“
★
Að síðustu skal getið þess, að
kippurinn sem mældist á jarð-
skjálftamælum Veðurstofu ís-
lands í Sjómannaskólanum föstu
dagskvöildið 26. júní, reyndist
þriggja stiga jarðskjálfti, sam-
kvæmt Mercafli-styrkleikastig-
anum frá 1931, á svæðinu næst
upptökum hans. Þriggja stiga
jarðsikjálfti er skilgreindur á
svohljðhandi hátt: „Vægur.
Framh. á bls. 10
STAKST[II\IAR
Samþykkt mann-
réttindalaganna
Samþykkt mannréttindafrum-
varpsins í Bandaríkjaþingi er
mikill sigur fyrir hin framfara-
sinnuðu og frjálslyndu öfl í
bandarísku þjóðlífi. Með þessari
löggjöf er lagður grundvöllur að
algjöru jafnrétti allra þegna
Bandaríkjanna, án tiilits til hör-
undslitar þeirra eða trúarbragða,
enda er hér um að ræða víðtæk-
ustu mannréttindalöggjöf, sem
sett hefur verið þar í landi í heila
öld.
Þrátt fyrir þessa nýju lagasetn-
ingu fer því þó sennilega fjarri,
að allur vandi Bandaríkjamanna
á sviði kynþáttamála sé leystur.
Til þess nægir ekki lagasetningin
ein. Nú er eftir að tryggja fram-
kvæmd hinna nýju laga, en John
son forseti hefur lýst því yfir, að
af hálfu sambandsstjórnarinnar
muni verða gert allt, sem unnt
er til þess að framfylgja lögun-
um. Jafnljóst er, að af hálfu hörð
ustu andstæðinga löggjafarinnar
verður einskis látið ófreistað til
að brjóta hana á bak aftur, þó að
margir andstæðingar hennar
muni sætta sig við hana. Það má
því gera ráð fyrir því, að mörg
vandamál geti risið á næstu mán-
uðum og til alvarlegra árekstra
geti komið út af framkvæmd
hennar.
Misjafnt ástand
Það er þó alls ekki svo, að
setning hinnar nýju mannrétt-
indalöggjafar muni hafa í för
með sér miklar breytingar frá
núverandi ástandi í öllum fylkj-
um Bandaríkjanna. Mörg þeirra
hafa þegar sjálf sett lög, sem
miða að jafnrétti allra íbúa þeirra
og tryggt framkvæmd þeirra, og
lög sumra fylkja eru jafnvel
talin ganga lengra í þessu efni en
hin nýju sambandslög. Mann-
réttindalögunum, sem Johnson
forseti staðfesti sl. fimmtudags-
kvöld, er fyrst og fremst stefnt
gegn misrétti kynþáttanna í Suð-
urríkjunum, enda mættu þau
harðastri andstöðu þingmanna og
annarra áhrifamanna frá þeim
fylkjum. En jafnvel í Suðurríkj-
unum hefur á undanförnum árum
þokað talsvert í áttina til jafn-
réttis kynþáttanna og þeim
mönnum farið þar mjög fjölg-
andi, sem berjast ótrauðri bar-
áttu gegn hleypidómum og for-
dild í sambúð kynþáttanna. En
þrátt fyrir ótvíræðar framfarir á
þessu sviði í Suðurríkjunum á
undanförnum árum dylst þó eng-
um, að framkvæmd hinna ný-
settu mannréttindalaga muni
ekki verða þar átakalaus. Von-
andi tekst þó sambandsstjórninni
og leiðtogum blökkumanna að
halda þannig á málum, að takast
megi að vinna bug á andstöðunni
gegn lögunum ,með sem friðsam-
legustu móti.
Afturgangan enn
Tveir forkólfar afturgönguliðs-
ins reyna enn í gær að bera sig
mannalega í málgagni sínu þrátt
fyrir hina dræmu þátttöku í
draugaganginum og segja nú, að
„fjöldi göngumanna skipti engu
höfuðmáli", heldur hafi tilgangur
þeirra fyrst og fremst verið sá að
koma af stað „umræðum og deil-
um“ um varnarmálin. En þeir
geta ekki einu sinni huggað sig
við, að þetta hafi tekizt. Þessir
síðustu reimleikar hafa jafnvel
ekki gefið „Þjóðviljanum“ til-
efni til að minnast á varnarmálin,
heldur hefur allur máttur skrif-
finna hans farið í að reyna að
sannfæra vofurnar sjálfar um,
að þær hafi í rauninni verið
helmingi fleiri en greindar urðn
með mannlegum augum!