Morgunblaðið - 04.07.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.07.1964, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADID Laugadagu^ 4. júlí 1964 Útgefandi: Hf' Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 5.00 eintakið. GEÐVONZKA KOMMÚNISTA !?■ ommúnistum hér á landi **• er það ljóst, eins og öðr- um, að íslenzkur almenningur fagnaði innilega samkomu- laginu um vinnufrið í eitt ár. Nokkrir af leiðtogum komm- únista innan verkalýðsfélag- anna áttu þátt í því að þetta samkomulag náðist og nýjar leiðir voru farnar til þess að tryggja hag launþega. í stað grunnkaupshækkana náðist samkomulag um ráðstafanir, sem hafa munu í för með sér raunhæfar kjarabætur fyrir allan almenning í landinu. En þrátt fyrir það þótt fólk- ið innan launþegasamtak- anna og íslendingar yfirleitt hafi fagnað fyrrgreindu sam- komulagi getur málgagn kommúnista ekki dulið geð- vonzku' sína. 'Það leggur 'á- herzlu á það í gær í forystu- grein sinni, að samkomulagið -hafi þýtt „skipbrot viðreisnar stefnunnar“ og talar ennfrem ur um, að hér sé aðeins um „vopnahlé" að ræða. Það er auðvitað hin mesta fjarstæða að samningarnir um vinnufrið feli í sér skip- brot fyrir stefnu Viðreisnar- stjórnarinnar. Það hefur ein- mitt ávallt verið stefna henn- ar að stuðla að raunveruleg- um kjarabótum almenningi til handa. Forystumenn hennar hafa hinsvegar varað þjóðina við fyrirhyggjulausu kapp- hlaupi milli kaupgjalds og verðlags, en það hefur verið stefna kommúnista. Þeir hafa stöðugt barizt fyrir grunn- kaupshækkunum, án alls til- lits til þess, hvort útflutnings- framleiðslan gæti risið undir auknum tilkostnaði. Komm- únista hefur heldur ekki varð að neitt um það, þótt grunn- kaupshækkanirnar væru étn- ar upp á nokkrum mánuðum af verðhækkunum sem fyrir- sjáanlegt var að hlutu að fylgja í kjölfar þeirra. Með samningunum um vinnufrið sigraði sú stefna ríkisstjórnarinnar að fara bæri nýjar leiðir í kjaramál- um. í stað grunnkaupshækk- ana án alls tillits til greiðslu- getu atvinnuveganna bæri að bæta hag launþega án þess að hleypa um leið af stað nýjum verðhækkunum, sem ætu kauphækkanirnar upp og hefði í för með sér vaxandi verðbólgu og jafnvægisleysi í landinu. Yfirgnæfandi meirihluti ís- lendinga fagnar því að þessi leið var farin. Víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags á sl. ári höfðu ekki haft í för með sér raunhæfar kjarabætur. Þær höfðu þvert á móti leitt til vaxandi verðbólgu og jafn vægisleysis. — Kommúnistar voru í vor knúðir til þess að viðurkenna þessa staðreynd. Þeir vissu að þeir gátu ekki fengið fólkið með sér út í nýja hækkunarvitleysu. Ef til vill átti það ríkastan þátt í því að samkomulag náðist um vinnufrið. Kommúnistablaðið ætti að hafa vit á því að leyna geð- vonzku sinni vegna þess að hin ábyrgðarlausa verðbólgu- stefna þess hefur í bili orðið undir, Fólkið fagnar vinnu- friðnum og allir hugsandi og ábyrgir íslendingar vona að kommúnistum takist ekki að draga þjóðina að nýju út í verðbólgukviksyndið. AÐ LOKINNI HEIMSÓKN Tfeimsókn Filippusar Breta- prins hingað til íslands er lokið. Á þeim dögum er hann dvaldist hér gerði hann sér far um að kynnast landi og þjóð eftir föngum. Honum tókst að fara allvíða um land- ið, leggja leið sína um Þing- velli, veiða lax í Borgarfirði, heimsækja Akureyri, höfuð- stað Norðurlands, og skoða fuglalíf við Mývatn í dýrðlegu veðri. Hinn tigni gestur hef- ur séð ísland í rigningu og súld og í skínandi sólskini og heiðríkju. Það er von íslendinga að Filippus prins hafi ferigið sanna og rétta mynd af ís- landi og íslenzku þjóðinni og að heimsókn hans hafi orðið til þess að styrkja enn vináttu tengslin milli Breta og ís- lendinga. Sá er jafnan tilgang ur slíkra heimsókna og ef til vill eru þær árangursríkari en við gerum okkur í hugarlund. För forsetahjónanna íslenzku til Bretlands á sl. ári og heim- sókn Filippusar prins hingað er ótvíræð sönnun þess, að þessar tvær eyþjóðir vilja vera vinir. HERÓDES OG PÍLATUS SAMEINAST að er athyglisverð stað- reynd, að það voru komm- únistar og nýfasistar á Ítalíu, sem í sameiningu felldu sam- steypustjórn Aldo Moros. Á þeirri stundu urðu þeir Heró- ;•••••• V/WW' ■■ V ; ■■■■■•.••:• ■•••.■/ Lögreglumaður stöðvar syrgj andi Indverja, sem gerðu til- raun til þess að vaða út í hið heilaga fljót Ganges við Allahabad, þegar ösku Jawa- harlals Nehrus, hins látna forsætisráðherra var stráð yfir fljótið við faeðingarborg hans. Athöfnin fór fram þar sem árnar Jamnu og Ganges renna saman. Margar þús- undir syrgjenda syntu út á i fleka, sem komði hafði verið fyrir á ánni í tilefni þess, að dreifa átti ösku Nehrus. Fleiri þyrptust út á flekann en hann gat borið og hann sökk. Ekkerl manntjón varð. uiiiiiiiimiiiMiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiimiiiiimmiiiiiiiHiiiiimiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimm I Um Mekong - áætlunina I = • Mekong-áætlunin komin -á rekspól. s Hin stórkostlega Mekong- E áætlum, sem miðar að því að H nýta hið mikla vatnsmagn E Mekong-fljótsins í þágu 70 E milljón manna í Kambodja, 1 Laos, Thailandi og Vietnam, 5 er komin á góðan rekspöl. = Forsætisráðiherra Thailands 2 lagði í maí-mánuði hornstein- 2 inn að fyistu stíflunni. Sam- = tímis lofuðu Danmörk, FLnn- = land, Noregur og Svíþjóð að 2 leggja fram sinn skerf til rann 2 sókna á mögúleikum þess að 2 koma upp pappírs- og pappírs = kvoðu-iðnaði í stórum stíl í 1 neðri Mekong-dældinni. 2 Rannsóknir á möguleikum 2 Mekong-fliófcsins til að fram- 2 leiða raforku, áveituvatns o.s. 2 frv. hafa farið fram undir um E sjá Sameinuðu þjóðanna síð- S anl957. Tuttugu erlend ríki, = þeirra á meðal norrænu lönd- H in fjögur, ellefu sérstofnanir = Sameinuðu þjóðanna, þrír sjóð = ir og nokkur verzlunarfyrir- E tæki í einkaeign hafa lagt M fram lán og fjárgjafir, sem samtals nema 52,5 milljónum dollara. Stíflan, sem nú er byrjað að reisa, verður um 800 metra breið og er búizt við að henni verði lokið í árslok 1965. í þveránum er einnig unnið að ýrrnsum mannvirkjum, og und irbúningi undir þrjú önnur mannvirki í aðalfljótinu mið- ar vel áfram. Norðurlöndin fjögur undir- rituðu hjá Efnahagsnefnd Sam einuðu þjóðanna fyrir Asíu (ECAFE) samkomuiag, sem felur í sér, að þau leggi fram 50.000 doilara til rannsókna á hráefnakostinum til fram- leiðslu á pappír og pappírs- kvoðu á svæðinu, athugunar á þörfum hlutaðeigandi landa fyrir þessar framleiðsluvörur og könnunar á því hve mikið landrými starfsemin út- heimtir. Norðurlönd hafa skuldlbund- ið sig til að senda tvo pappírs tæknifræðinga og tvo skóg- ræktarsérfræðinga til að rann saka allar aðstæður um þurrka tímann 1964—65. Heima á Norðurlöndum verða jafn- framt ýmsar undirbúnings- 2 rannsóknir á tilraunastofum. 2 Vísindaritgerðir á þriðju k jarnorkui áðstef nunni. ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna 2 til þriðju ráðstefnu Samein- 2 uðu þjóðanna um friðsamlega = nýtingu kjarnorkunnar, og 2 verður hún haldin í Genf dag = ana 31. ágúst til 9. september 2 í ár. Þegar hefur forráða- j§ mönnum ráðstefnunnar borizt = mi'kili fjöldi vísindaritgerða, 2 sem iagðar verða fram á ráð- 2 stefnunni, og hafa nokkur 1 hundruð þeirra þegar hlotið = viðurkenningu, eða samtals M 76.1 ritgerð. Þessar vísindarit- h gerðir eru samdar af sérfræð- 2 ingum frá 37 löndum og 5 al- 2 þjóðastofnunum. Af ritgerð- 2 unum koina 98 frá Bandaríkj- 2 unum, 94 frá Sovétríkjunum, 2 77 frá Bretlandi og 73 frá 2 Frakklandi. Frá Danmörku 2 hafa 5 ritgerðir verið viður- 2 kenndar, frá Finnlandi 4, frá 2 Noregi 12 og frá Svíþjóð 25. 2 Alls bárust ráðstefnunni 970 2 ritgerðir. og fleira frá starfsemi S.Þ. llllllllllllltlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllílllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllÚ' des og Pílatus vinir. Komm- únistar og nýfasistar á Ítalíu hata hverir aðra eins og pest- ina, en þegar þessir tveir öfga flokkar geta gert illt af sér og valdið þjóð sinni erfiðleikum, láta þeir sig ekki muna um að sameinast í bróðurlegri fylk- ingu. Ríkisstjórn Aldo Moros var byggð upp af kristilega demó- krataflokknum með stuðningi jafnaðarmanna. Þessi ríkis- stjórn hefur unnið stórmerki- legt starf á undanförnum ár- um. Hún hefur bætt lífskjör ítölsku þjóðarinnar með stór- felldri uppbyggingu atvinnu- lífs og margskonar fram- kvæmdum. Slíka ríkisstjórn hljóta auð- • vitað kommúnistar og nýfas- istar að hata. Gamla sagan hefur enn einu sinni endurtekið sig. — Kommúnistar og nazistar eru greinar á sama meiði. Sem betur fer benda allar líkur til þess að lýðræðis- flokkunum á Ítalíu takist inn- an skamms að koma nýrri ríkisstjórn á laggirnar x land- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.