Morgunblaðið - 04.07.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.07.1964, Blaðsíða 13
Laugadagur 4. júlí 1964 MORGUNBLAÐIÐ 13 Böndin við Island hafa aldrei slitnað Rætt við Ingu Jónsdóttur Georges LAÐ HAFA á þessu góðsumri, margir Vestur-íslendingar lagt leið sína til gamla landsins, sum- ir þeirra komið hér áður, en aðrir látið allt að 50 ár líða. Ein af þessum aufúsugestum ei Inga Jónasdóttir — dóttir Jón- asar í Bárunni sem eldri kyn- sloðin kannast við, en þeir yngri vita ekki hvar Báran stóð, né heldur hver höfðingi Jónas í Bár- linni var. Að skikki vesturheims heitir Inga nú Mrs. Inga Georges, því Ihún staðfesti ráð sitt þar vestra <>g hefur þar unnið sitt dagsverk, þó h'ugur og hjarta beri heima- lands mót. Inga kom til Keflavíkur fyrst, vegna þess að sonur hennar, Hubert Georges, er giftur stúl'ku frá Keflavík, Jónu Erlu Ólafs- bóttur, svo og að þeim tengda- mæðrunum Ingu Þorsteinsdóttur og Ingu Jónasdóttur fellur mæta vel og eru báðar ánægðar með þetta tiltæki krakkanna. Mrs. Inga Georges er glaðlynd kona og fagnar innilega öllu því fcezta í fari íslendinga, en sér fckki hitt. Það er alltaf lærdómsríkt að spjalla vig gott og glaðlynt fól'k og því var það að við Inga tókum tal saman, því vissulega er það mikils virði að eiga góða sendi- fcerra víðs vegar, þó þeir beri fckki þann opinbera titil. — Eg fór út á sumardaginn fyrsta 1926. Ég hafði lagt sér- st&ka áherzlu á að laera þýziku og dönsku, en ensku hafði ég tngan áhuga fyrir — Þó fór ég til Manitoba því þar átti ég frændfólk og þaðan lá svo leið- in til New York og þar kynntist ég manninum mínum, Abel Ge- orges, sem var Persi. Ég kynntist fconum í New York — þar var ég eins og hver önnur sveita- stelpa frá íslandi og lenti í alls- konar vandræðum, meðal ann- ars missti ég hælinn undan skónum mínum og þá kom þessi persneski maður til hjálpar. — Hann var ag vísu vantrúaður á að ég væri frá íslandi, en þótti það ,,sniðugt“ eins og sagt var í gamla daga — en þetta endaði með því að við vorum gift eftir 6 mánuði. Eftir að við vorum gift fór ég á lystiskipi til íslands árið Í9'29 og var þá hér í 3 mánuði. Við áttum heima í USA og ferðuð- umst einnig mikið um Bandarík- in, ea svo kom kreppan og þá þurfti á öllu ag halda. — Jú, við eignuðumst 3 syni, emn þeirra dó ógiftur. Annar sonur okkar er 'giftur grískri stúlku frá Aþenu, en hinn ís- lenzkri frá Keflavík, sem er að faðerni hálf færeysk — og nú á mín íslenzka tengadóttir 2 börn, sem eru vægast sagt ein- kennileg blanda — ísland, Persía, Færeyjar, en bandarískir borg- arar, sem vonandi reynast öllum trú og finna vonandi þegar þeim vex vit, að víða standa rætur og finna vonandi að þessi litli heim ur er ein heild. — Hvernig að koma til íslands — það er eins og róandi meðal að koma til íslands, sérstaklega að koma til Reykjavíkur — það er svo róandi og mikil heilsu- bót. — Fólk, sem hefur tekið pillur alla æfina til að róa taug- arnar, það ætti bara ag koma til íslands — það er svo róandi gott og glæsilegt — mér finnst ísland verka eins og töframeðal, en það er nú ef til vill ek'ki að marka mig — ég hefi engu gleymt og alltaf haldið sambandinu við, og aldrei þurft að nota neinar pill- ur. — Ég kom hingað 1947 með tvo stráka-na mína — þeir voru þá að selja Morgúnblaðið og Vísi — það var rigning og kalsaveð- ur, en einhver íslenzk seigla í strákunum þó ungir væri — nú eru þetta stórir piltar báðir gift- ir — annar íslenzkri en hinn grískri. — Jú, þag hafa orðið miklar breytingar. Það skiptir mig þó engu þó að Báran sé farin — ísland og Esjan er alltaf það sama fyrir mig o,g tjörnin er enn þá til — þetta var mitt æsku- svið og það gleymist ekki hvern- ig sem allt veltist. Ég er stolt af íslandi og öllum þeim framför- um, sem átt hafa sér stað og ég vona að svo haldi áfram um alla framtíð —. — Þegar ég var um það að bil að missa tökin á Islandi, þá vildi svo vel til að sonur minn fann sér íslenzka konu — hana Jönu — hann fann hana ekki hérna á flugvellinum, heldur á íslendingamóti í New York 17. júní — svo nú hef ég fsland hjá mér hvort sem ég er þar eða hér. — Jú, ég kom til að sjá ís- land og hitta skyldfólk og gamla vini. Allt, bæði fólkið og landið tók mig í faðm sér — það er svo óiíkt stórborgarlífinu. — Við Ingurnar fórum upp í Krísuvík ásamt fleira fólki og rétt þegar við vorum komin í íallega laut til að huga að nest- inu — þá kom, svei mér þá jarð- skjálfti — það hristist allt og skalf, en hrundi þó ekki neitt. Ég vissi að landið mitt var að láta mig vita að það væri lifandi en ekki dautt úr öllum æðum. — Jú, Bandaríkin hafa farið vel meg mig, og ég sé ekki eftir neinu. Svo hafa örlögin hagað svo til að ömmuibörnin mín eru persnesk, grísk, færeysk og ís- ienzk og það er gott á ameriska vísu — en þrátt fyrir allt er ís- land alltaf bezt — — Jú, ég fe'r fljótlega aftur í vesturátt, en ég geri ráði fyrir þvi að þegar heim kemur verði farið að hugsa um að komast aftur heim meðan maður er hérna megin og sér hlutina jarð- neskum augum. Mts. Inga Georgs er einn af okkar góðu ■ fulltrúum hinsvegar hafsins og er það vel, meðan við eigum slíka, sem kenna ömmu- börnum sínum ást og virðingu á föðurlandinu austan Atlands- ála — svo er það okkar mál að láta ekki þessa útverði íslands verða fyrir vonbrigðum af störf- um okkar í draumalandinu, sem við elskum öll. * — hsj — Glstihús sett upp í Ólafsvík ÓLAFSVÍK, 2. júlí. — Um langt árabil hefur ekki verið- rekið gistihús hér í Ólafsvík og hefur það verið einkar óhægt fyrir ferðamenp. Ennfremur hefur ekki verið hér opin matsala að staðaldri. Nú hefur hinsvegar verið bætt úr þessum vandamál- um þar sem bæði hefur verið sett upp matsala og gistihús. Verzlunin Skemman, sem er eign Sverris Sigurjónssonar, kaupmanns, hefur ráðizt í að koma upp gistihúsi á efstu hæð verzlunarhússins og eru þar 6 gistiherbergi með 14 rúmum. Eru herbergin búin nýtízku húsgögn- um og hin þægilegustu. Gestir geta jafnframt gistingu fengið morgunverð þar á staðnum. í vor var einnig stofnsett mat- sala hér í Ólafsvík og er hún rek- in í samkomuhúsi staðarins. Mat- sala þessi hefur greitt fyrir gest- um með útvegun gistingar í einka húsum í kauptúninu og mun sú starfsemi halda áfram eftir sem áður. Þeir sem dveljast fleiri daga í hinu nýja gistihúsi geta að sjálfsögðu fengið keyptan mat í matsölunni eins og aðrír, sem þess óska. Hér hefur nú verið bætt úr brýnni þörf, ekki hvað sízt með tilliti til mjög aukins ferða- mannastraums um Snæfellsnes þar sem nú er hægt að aka kring- um nesið allt með tilkomu veg- arins fyrir Ólafsvíkurenni. Framdi sjálfsmorð — taldi sig mundu ala vanskapað barn Lindau, 29. júní — AP. FRÚ Alina Miller framdi i dag sjálfsmorð af ótta við, að hún gengi með vanskapað bam. Heilti konan yfir sig bensíni, og bar eld að. Hafði hún tekið einhver þau lyf á meðgöngutímanum, sem hún taldi að myndu leiða til van- skapnaðar barnsins. Læknar reyndu að fram kvæina keisaraskurð nokkr- um mínútuin eftir andlát henn ar, i þeim tilgangi að bjarga barninu. Það var um seinan. Eftir uppskurðinn tilkynntu þeir, að' hefði frú Miller lifað í tvo til þrja daga enn, hefði hún alið algerlega heilbrigt barn. Orsakir seinagangs á meðferð dómsmála. — Ör fjölgun mála hefur sprengt gamalt skipulag. — Starfslið og húsnæði héraðsdómstóla. — Ófullnægjandi undirbúningur mála. — Sigurður Líndal skrifar Vettvang um þetta o. fl. í dag. í VETTVANGI, sem birtist 25. júní s.l. var rætt um seinagang á meðferð dómsmála, og á það bent, að nauðsyrJegt væri a,ð endurskipuleggja héraðsdó>mstóla landsins, svo að unnt væri að framkvæma réttarfar á tilhlýði- legan hátt. Var sérstaklaga vik- ið að borgardómaraembættinu í Reykjavík og þau> orð viðhöfð, «ð ókleift væri að framkvæma réttarfar í einkamálum, þannig eð lag gæti á • talizt, eins og ekipulagi þess embættis væri háttað. Telja verður það ómaksins vert að gera örstutta grein fyr- ir því, hvað það er, sem veildur því að skipulag þess embættis hefur úrelzt, enda má líklegt telja, að sama eigi við um aðra héraðsdómstóla. Má segja tfð orsöikin blasi við. Málum hef ur fjölgað svo, að þau hafa Bpreogt þann ramma, sem em- bættinu var í upphafi markaður. Jafnframt hefur það gerzt, að fjölgunin hefur orðið svo ör, að svigrúm hefur ekiki gefizt til að hrinda í framkvæmd nauð- Bynilegum breytingum, enda erf- itt að sjá fyrir, hvaða aðgerðir yrðu væmlegastar. Sem dæmi má netfna, að árið 1959 var stetfnt inn fyrir Bæjar- þing Reykjavíkur 1706 málum. Síðastliðið ár voru málin 3552 að tölu, og á þesisu ári er fyrir- ejáanlegt, að 1. júli n.k. verði komin 2400 mál þannig að gera má ráð fyrir rúmlega 4000 mál- um á þessu ári, Hér ervi aðeins tekin sem dæmi dómsmálin fyr- ir bæjarþinginu, en margvísleg fleiri mál falla undir embætti þetta, svo sem sjóferðapróf, út- nefningar matsmanna, hjóna- skilnaðarmál o.fil. o.f.l., — hef- ur stórfielld aukning orðið á öHum þessium sviðum. Hér er á ferðinni gamalkunn- ugt vandamál, sem alþefckt er úr sögiunni og felur það í sér, að mjög ör þróun sprengir af sér skipulag, sem fyrir er, án þess við nokkurn verði sakazt. Menn eru einfaldlega ekki við því búnir að finna úrbætur og framkvæma nauðsynlegar breyt- ingar nægilega skjótt, til þess að koma í veg fyrir að slíkur árekstur verði milli hins gamla skipulags og örrar útþens/lu í þjóðfélaginu. Er jafnan örðugt að sjá slíka þróun svo ljóslega fyrir, að unnt sé að gera við- eigandi ráðstafanir í einstökuim atriðum nægilega tímanlega. Það er einmitt þetta, sem hér hefur gerzt. 3orgardómaraem- bættið er í aðalatriðum skipu- lagt eins og það var í upphafi, þegar dómarinn var einn og gat sjálfur með aðstoð fulltrúa sinna leitt öll máll til lykta. Málin voru þá ekki fleiri en svo, að hann gat haft yfirsýn um þau öll. Þetta skipulag hefur þróunin nú sprengt, og það er hér sem endursikipulagning þarf að eiga sér stað á héraðsdóm- stólunum. En hafa ber í huga, að slík endurskipulagning er fjarri því að vera vandalaus. Hún þarfnast nákvæmrar athug unar og verður því ekki gerð á einu vetfangi. □ Hér er einnig að fleiru að hygigja og eitt lýtur að starfs- liði. Víst hefiur starfsliði fjölg- að, en oft hefur svo borið við, að nauðsynieg aukning starfs- liðs hefur fyrst fengizt, þegar legið hefur við vandræðum. Er alkunnug staðreynd, hversu miklu örðugra verður um allar úrbætur, þógar of seint er haf- izt handa, svo sem þegar vinna þarf upp, það sem tekið hefur að safnast fyrir o.s.frv. Fjölgun starfsliðs er því ekki einhlít, — hún verður að eiga sér stað á réttum tímum. Þá er þess einnig að geta, að svo hefur jafnan verið búið að embættinu um húsnæði, að það eitt hefur gert allar skipulags- breytingar mjög örðugar. Má fuJ lyrða, að það húsnæði, sem embættið hefur nú yfir að ráða, er þannig að stóifega mun tor- velda allar skipulagsbreytingar, og raunar algerlega koma í veg fyrir að unnt sé að gera ýmislegt sem gera þyrftL V Enda þótt úrelt skipulag dóm- stóla eiigi ríkan þátt í seinagangi á meðferð dómsmála, er það engan veginn eina orsökin. Sú stétt, sem hefur það hlutverk að fylgja málum borgaranna eftir, lögmannastéttin, ber einn- ig sína syndabyrði. Höfuðsynd þeirrar stéttar er sú, hversu und irbúningi mála er oft stórlega áflátt. Málin eru gjarnan látin velkjas.t lengi í gagnaöfilun, en þegar henni er loks talið lokið að dómi lögmanna, eru mál oft mjög vanreifuð. Hefur verið gerð á því lausleg athugun við borgardómaraembættið, hvern ig málum hefur raunverulega verið háttað, er lögmenn tc'/du gagnasöifnun lokið, og niðurstað- an hefur orðið sú, að um það bil helmingur þeirra hefur verið endurupptekinn til frekari gagna öflunar að tillhlutan dómarans. Þarf auðvitað ©kki að fara mörgum orðum um það, hver töf og hvíilíkt aukaerfiði það er fyrir dómarana, þegar þeir þurfa sjálfir að meira og minna leyti að hlutast til um gagnöfl- un, en réttarfarslögin leggja víð tækar skyldur á þá í þessu efni. Virðast margir lögmenn telja það hentast að láta dómarann sem mest segja til um það, hvaða gagna skuli aflað. Þetta mættu lögmenn gjarnan hug- leiða, þegar þeir kvarta undan seinagangi í meðferð dómsmála. Einnig verður að segja það eins og er, að í heild hefði meira jákvætt mátt koma frá lög- mannastéttinni til úrbóta á rétt- arfari, en raun ber Yitni. □ Mál þetta hefur vissul’egar margar hliðar, en það skal þó skýrt tekið fram, að með þess- um skrifum hefur ekki verið ætlunin að kasta steini að nsm- um, hvorki einstaklingum eða stéttum, né heldur gagnrýna neinn sérstakan, heldur aðeins vekja athygli á vandamáli, sim krefst úrlausnar. Hef ég valið til þess þennan tíma, af þv'í að ég er þeirrar skoðunar að nú sé sá rétti tími til þess. Ég hef lagt aðaláherz'.una á, að endurskipuleggja þurfi hér- aðsdóimstólana, ekki aif því, að engu öðru sé áfátt en skipulagi, heldur af því, að ég tel, aS þar eigi endurbætur a'ð byrja. Þeg- ar dómstólarnir hafa komið skipuilagi sínu í rétt horf, — þeg ar þeir hafa gert hreint fyrir sínum dyrum, — ef svo má að orði komast, — þá og þá fyrst verði unnt að skapa það að- hald, sem er forsenda fyrir frek- ari endurbótum í réttarfars- framkvæmd á íslandi. 27. júní 1964. Sigurður Líndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.